Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 13 LANDIÐ Nýtt íþróttahús vígt í Varmahlíð Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon UNGIR Grundfirðingar virða fyrir sér fallbyssurnar. Sauðárkróki - „Nú hefur skólinn yfir að ráða frábærri aðstöðu til flestra þeirra þátta sem tilheyra kennslu og skólastarfi," segir Páll Dagbjartsson, skólastjóri. Skólasetning Varmahlíðarskóla í Skagafirði fór fram 3. september sl. í nýju og glæsilegu íþróttahúsi sem um leið var vígt og tekið í notkun. Fjöldi fólks lagði leið sína til Varma- hlíðar til þess að vera viðstatt hátíð- arhöldin sem hófust kl. 15 með hljóð- færaleik en síðan flutti Páll Dag- bjartsson, skólastjóri, setningará- varp. Sigurður Haraldsson, formaður byggingarnefndar, rakti byggingar- sögu hússins og aðdraganda þess að ráðist var í það að ljúka uppbyggingu skólaseturs í Varmahlíð. Þessu næst söng karlakórinn Heimir en sr. Gísli Gunnarsson prest- ur í Glaumbæ blessaði húsið og bað öllu starfi og leik sem þar færi fram velfarnaðar. Þá gerði Páll Dagbjarts- son grein fyrir heillaóskum og gjöf- um sem húsinu hefðu borist, en síðan tóku til máls og fluttu árnaðaróskir og kveðjur Ragnar Arnalds, þing- maður, sem sagði nú vera að rætast gamlan draum, en um það bil sextíu ár væru liðin frá því að fyrst var farið að hreyfa því máli að koma upp fullkominni íþróttaaðstöðu í Varma- hlíð. Gunnar Sigurðsson, formaður Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára, sagði tilkomu þessa húss gjörbreyta allri aðstöðu til íþrótta ekki eingöngu hvað varðaði unglinga og þá sem nýttu húsið til náms heldur ekki síður þeirra sem eldri væru og vildu sinna hollri og heilsusamlegri lík- amsrækt. Páll Dagbjartsson lauk síðan þessum þætti dagskrár með ræðu þar sem hann þakkaði öllum þeim sem lagt hefðu hönd að því að þetta glæsilega hús væri risið en taldi að öllum öðrum ólöstuðum mætti nefna tvo menn, Jóhann Lárus Jóhannesson frá Silf- rastöðum og Halldór Benediktsson frá Fjalli, sem báðir eru nú látnir, en þeir hefðu á sínum tíma lagst hvað þyngst á árar til þess að vinna því máli brautargengi að skólasetur risi í Varmahlíð. Eftir að gestir höfðu þegið kaffí- veitingar í boði skólans fór fram íþróttadagskrá í húsinu en m.a. leiddu þar saman hesta sína Theodór Karlsson og Jón Arnar Magnússon í hástökkseinvígi, Magnús Scheving þolfimimeistari sýndi _ listir sínar en að lokum áttust við Úrvalsdeildarlið Tindastóls og KR í körfuknattleik. Grundarfirði - Fallbyssurnar tvær sem fundust í sjó í Grundar- firði á dögunum verða geymdar í ferskvatni í vetur. Er þetta gert til-að koma í veg fyrir að þær ryðgi í sundur. Enn er óvíst hvernig þessar rúmlega tveggja metra löngu fallbyssur hafa hafnað i sjónum. Fróðir menn i Grundarfirði hafa rifjað upp skipsströnd á þessu svæði, því vel má vera að byssurnar hafi verið notaðar sem kjölfesta. Það eru helst tvö strönd sem koma til greina. Þær gætu til dæmis verið úr erlendu Fallbyss- urnar geymdar í ferskvatni skipi sem strandaði við Búðar- tanga eftir aldamótin siðustu. Búðartangi er þó alllangt frá staðnum þar sem byssurnar fundust. Einnig er hugsaniegt að þær séu úr dönsku kaupfari sem lenti í miklum hrakningum á leið til Flateyjar og Stykkishólms árið 1871. Skipið rak uppí fjöruna við Kirkjufellssand. íslendingar keyptu skipið og drógu það upp í fjöru í Grundarfirði og þar var það gert upp og var í siglingum lengi eftir það. Hugsanlegt er að fallbyssurnar hafi verið kjöl- festa í skipinu og þær skildar eftir í fjörunni. Morgunblaðið/Björn Björnsson ÍÞRÓTTAHÚSIÐ í Varmahlíð. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Vörður hlaðnar með hjólaskóflu Vaðbrekku, Jökuldal - Það hefur tíðkast gegnum árin á íslandi að hlaða vörður og venjulega hafa menn hlaðið þessar vörður í svita síns and- lits, þ.e. með höndunum. Víðir Sigbjörnsson á Egilsstöðum hefur hinsvegar tekið tæknina í sínar hendur við vörðugerðina og kannski ekki nema von þar sem steinarnir sem hann leggur í vörðuna eru í stærra lagi. Fréttaritari átti leið um á dögunum þar sem Víðir var að hlaða vörðu með hjólaskóflu er hann vinnur á. Varðan stendur á Hrafn- kelsdaisbrúnum í Skænudal, á landa- merkjum Aðalbóls og Vaðbrekku. VEGAFRAMKVÆMDIR á Selströnd. Steingrí msfj örður Nýr vegnr á Selströnd Drangsnesi - í sumar hefur verið unnið að vegagerð á Selströnd í Steingrímsfirði. Mikil breyting verður á veglínunni því nýi vegur- inn verður að mestu með sjónum. Það tafðist nokkuð að framkvæmd- ir gætu hafist, þrátt fyrir að íjár- veiting væri komin í verkið, því nýja veglínan fór eins og lög gera ráð fyrir í umhverfismat og síðan í frekara umhverfismat og að lok- um til ráðherra. Kaflinn sem tekinn er fyrir í sumar er 3,9 km langur frá Fag- urgalavík að Úrsúlukleif. Þetta er ekki löng leið en samt hverfa við þessa breytingu u.þ.b 10 slæmar blindhæðir eða beygjur og nokkur erfið snjóastæði eins og t.d Hey- kleif, sem mörgum hefur gert gramt í geði á liðnum árum. Verkið var boðið út í lok maí og voru Vinnuvélar Jóa Bjarna á Hellu með lægsta tilboðið 32,6 milljónir, sem eru 75,2% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Vinna við verkið hófst um mánaðarmótin júní-júli og á að vera lokið 15. október í haust. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er verkið heldur á eftir áætlun og gætu því verklok dregist. Er pappírsvinnan að sliga þig? Vilborg Hannesdóttir framkvæmdastjóri Bátafólksins Síðastliðin sjö ár hef ég rekið fyrirtæki sem stöðugt hefur vaxið fiskur um hrygg. Þótt ég væri með stúdents- og háskólapróf vantaði mig faglega þekkingu á fyrirtækjarekstri. Þegar ég sá auglýsingu frá Viðskiptaskóla Stjórnunarfélagsins og Nýherja um námskeiðið Rekstur og áætlanagerð smáfyrirtækja ákvað ég að láta til skarar skríða. Á þessu námskeiði er tekið á þeim þáttum sem mér fannst mig vanta þekkingu á, svo sem áætlanagerð, markaðssetningu og bókhaldi. Kennslan fer fram á tíma sem hentar vinnandi fólki og var því auðvelt að bæta námskeiðinu við aðrar daglegar annir. Hæfir leiðbeinendur sáu um kennsluna og allt skipulag var til fyrir- myndar. Ég get því hiklaust mælt með þessu námskeiði fyrir þá sem hyggja á rekstur fýrirtækis eða stunda hann nú þegar. Miðskiptaskóli i SlJÓRNUNARF ÉIAGSINS OG MÝHERJA Rekstur og áætlanagerð smáfyrirtækja er 12 vikna námskeið sem tekur á helstu þáttum sem viðkoma daglegum rekstri smáfYrirtækja. Helstu efnisþættir eru: - Samskiþti á vinnustað - Stofnun og eignarform fyrirtækja - Markaðsfræði sem stjórntæki, markaðsmat, markaðssetning - Færsla fylgiskjala, virðisaukaskattur og launaútreikningur, tölvubókhald - Tölvunotkun, gerð tilboða og viðskíptabréfa, áætlanagerð NárrAkeiðid hefst 18. september. Nánari upplýsingar: 569 7640 og 569 7645
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.