Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 39 MINNINGAR GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR + Guðný Jóns- dóttir fæddist á Húsavík 15. janúar 1907. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 4. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Aðalbjörg Benediktsdóttir frá Auðnum í Laxárdal og Jón Baldvinsson frá Garði í Aðaldal. Þau eignuðust níu börn, þijár dætur og sex syni. Tvær dætur dóu í bernsku, þær Guðný María og Unnur, en upp komust bræð- urnir Benedikt, Baldvin, Jón Eðvarð, Ásmundur, Þorgeir og Egill auk Guðnýjar. Þorgeir er nú einn á lífi af systkinun- um. Útför Guðnýjar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. GUÐNÝ var lærð saumakona og vann við sauma á Húsavík framan af árum og síðar í Reykjavík. í mörg ár vann hún við verslunar- störf í Reykjavík, lengst af sem deildarstjóri í Klæðaverslun Andr- ésar Andréssonar á Laugavegi 3, en síðan hjá Kaupfélagi Þingey- inga á Húsavík. Eftir að faðir hennar dó flutti móðir hennar til hennar og bjuggu þær saman í Reykjavík allmörg ár, en fluttu til Húsavíkur um 1960 og bjuggu síðan í Sandfelli á Tún- götu 20 með bræðrunum Benedikt og Ásmundi. Þar var sannkallaður ættargarður, því þangað sóttu ættingjarnir bæði frá Reykjavík og Akureyri í sumarleyfum, alltaf var manni tekið opnum örmum. Þar var gott að koma. Það var svo fágaður og fallegur blær yfir öllu hjá þeim systkinum, öll voru þau list- og bókhneigð, hress og skemmtileg. Mimmí, en það var hún kölluð af Öllum ættingjum og vinum, var fágæt manneskja. Hannar er sárt saknað af okkur, sem nutum um- hyggju hennar og kærleika. Hún giftist ekki og eignaðist ekki böm, en böm og barnabörn bræðra hennar nutu í ríkum mæli hinna einstöku hæfileika hennar til að umgangast böm og gleðja þau. Hversdagslegir hlutir urðu skemmtilegir og jafnvel hátíðlegir með henni, allt varð svo bjart og skemmtilegt með Mimmí frænku. Hún var hinn góði andi í fjölskyldunni, alltaf boðin og búin til að hjálpa þegar veik- indi og erfiðleikar steðjuðu að. Allt varð svo gott þegar hún var komin, því að hún gat breytt andrúmsloftinu með nærveru sinni einni saman. Ég ætla ekki að kveðja frænku mína, því að hún lifir innra með mér, er löngu orð- in hluti af sjálfri mér, hún var mér dýrmætur vinur. En ég þakka af alhug að hafa átt hana að í lífinu og bið guð að blessa hana. Unnur Baldvinsdóttir. Það er sumar og mikið sólskin. Mimmi frænka gengur léttstíg og kvik í hreyfingum út í litla garðinn í Sandfelli og sýnir okkur rósirnar sínar. Þessi mynd kemur skýmst fram í hugann nú þegar ég lít til baka og minnist stundanna með Mimmí frænku í_gegnum árin. Mikil birta umlykur þær allar. Að koma norður á sumrin og heimsækja systkinin í Sandfelli var eitt það skemmtilegasta sem maður gat hugsað sér. Mimmí bjó þar þá með bræðrum sínum tveim- ur, þeim Benedikt og Ásmundi. Þegar ég og fjölskylda mín fluttumst svo norður fyrir fimm árum var betra en ekki að vita af Mimmí frænku í nágrenninu. Þá voru þau orðin tvö eftir, hún og Ásmundur sem dó fyrri þremur árum. Alltaf var jafnindælt að koma til Mimmíar, fyrst í Sandfell og síðan á Hvamm þar sem hún dvaldi síðastliðin tvö ár. Þrátt fyr- ir áttatíu ára aldursmun var hún ein besta vinkona dóttur minnar, sem nú saknar hennar sárt. Mimmí giftist aldrei og eignaðist ekki börn sjálf, en hafði ótrúlega hæfileika til að skilja börn og komast í náið samband við þau. Þetta þekkja líka öll börnin í fjöl- skyldunni. Nú er haust og Mimmí frænka er dáin. Rósirnar hennar halda þó áfram að blómstra í huga okkar sem vorum svo lánsöm að eiga hana að. Guð geymi þig, ljúfa frænka. Sigríður Birna Guðjónsdóttir. Sólarhitavörn Armorcoat öryggisfilman leysir þrjú vandamál. Sólarhiti minnkar (3/4). Upplitun minnkar (95%). Breytir glerinu í öryggisgler og eykur brotaþol 300%. Skemmtilegt hf. Sími 567 4709. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ / Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í námi? / Viltu auka afköst í starfi um alla ftamtið? / Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt við einhverri ofangreindra spiuminga skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestramámskeið. Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091. h1FVKE>L JBSTTRARSKiÓl JIVTSÍ lAWrll TiiUi n. mmz, U. 7 14" SVGA lággeisla lit T ( i .msKiar WKi 16 bita víöóma SB samhæft hljóðkort Geisladrif 2ja hraða Magnari og HiFi 20 W hátalar TbT- r.rvi % * u * i l in i v u * *" t* .* »*»*** H VIVWv *. r * * * * { -t Tengi fyrir myndsbandtæki, vídeóyj og stýripinna engi fyrir hljóðnema og heyrnártól A'klaborð og mús a n MHz s,*ttan''6 1 VESAog4lSá#> m rrtinni stækkanieg^' " q\' ld °g ^temettenging^'% Bfcrw ..Ya:" .. • ■ 4, >l 6■ Sími 588-2061. Frakkland oq k Þýskaland hqfa nú hæst í hóp þeirra landa þar sem þú getur notað GSM-símann þinn. Einnig er hœgt að nota GSM-síma i eftir- töldum löndum: Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Hollandi, Sviss, Lúxemborg, Belgíu, Bretlandi, írlandi og Eistlandi Ef Islenskt GSM-kort er notað I útlðndum er greltt sam- kvæmt gjaldskrá I viðkomandi landí auk 15% ólags + vsk. Ef hringt er I islenskan GSM-sima I útlöndum, greiðir rétthaf i farsimans simtalið. ------------------------------------- PÓSTUR OG SÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.