Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Auknar líkur á að Colin Powell fari í framboð Washington. The Daiiy Teleg7*aph, Reuter. Bretar gera 150 kíló af heróíni upptæk DAVID Chesters, embættismað- ur í bresku tollgæslunni í Lond- on, sýnir fréttamönnum heróín sem starfsmenn embættisins fundu og gerðu upptækt í gær. Alls er um 150 kíló að ræða og er talið að um sé að ræða næst- mesta magn sem fundist hefur í landinu frá upphafi. Hefði verið hægt að selja fíkniefnið fyrir einn og hálfan milljarð íslenskra króna á göt- unni. Eins og sést á myndinni er hér um talsvert magn af eit- urlyfjum að ræða og var Chest- er því rogginn þegar hann sýndi fenginn. Eiturlyfin voru falin í BMW bifreiðinni í bakgrunni og var ætlunin að dreifa þeim á Bretlandi. COLIN Powell, fyrrverandi forseti bandaríska herráðsins, gaf í skyn í viðtali við bandaríska tímaritið Time á sunnudag að hann væri reiðubúinn að bjóða sig fram til forseta. Hann sagði feril sinn í hernum hafa verið góðan undirbúning. „Eg tel mig hafa réttu hæfileikana til að gegna embættinu," sagði hershöfðinginn. Hann sakaði repúblikanann Robert Dole um að gera hosur sínar grænar fyrir áköfum hægrisinnum í flokkn- um. „Flestir frambjóðendur [repúblik- ana] virðast horfa mjög til hægri og reyna að höfða þannig til ákafra flokksmanna, þetta virðist Dole einnig vera að gera,“ sagði Powell. Hann gagnrýndi ennfremur utanrík- isstefnu og stjórnstíl Bills Clintons forseta, sagði að fundir þjóðarörygg- isráðs forsetans líktust helst hávaða- sömum stúdentafundum. Lágt settir embættismen töluðu þar eins og þeirra væri valdið. Powell, sem er 56 ára gamall blökkumaður, var forseti herráðsins þar til fyrir tveim árum er hann fór á eftirlaun. Hann hefur haft hægt um sig síðan og ritað endurminning- ar sínar. Þær hyggst hann kynna með fundaherferð í 25 borgum landsins á næstu vikum og er yfir- leitt litið á ferðina sem undirbúning að kosningabaráttu. Ekkert rrýnna en sigur Powell sagðist í viðtalinu annað- hvort verða óháður forsetaframbjóð- andi eða fara fram fyrir repúblikana ef hann tæki ákvörðun um framboð. Hann myndi ekki reyna með hang- andi hendi að verða forsetaframbjóð- andi, markmiðið yrði ekki aðeins að láta í sér heyra eða vera sérstakur fulltrúi blökkumanna heldur að sigra. í bók sinni segist Powell ekki enn hafa hafa fundið hjá sér köllun til að hella sér út í stjórnmálin og slík köllun sé skilyrði þess að ná ár- angri. í viðtalinu heitir hann því hins vegar að þeir sem séu í vafa um viðhorf hans til stjórnmála muni komast að hinu sanna á næstunni og í nóvember nk. muni hann ákveða hvort hann bjóði sig fram. Repúblikaninn Newt Gingrich, sem er forseti fulltrúadeildar þings- ins og einn áhrifamesti leiðtogi fiokksins, hvatti Powell til að reyna að verða frambjóðandi repúblikana. Ef marka má endurminningarnar virðist hershöfðinginn vera hægfara repúblikani í mörgum efnum, hann segist vera íhaidssamur í sambandi við ríkisútgjöld en jafnframt bera hag smælingja fyrir bijósti. Um ein- dregnustu hægrimenn repúblikana segir hann að sér mislíki „ómurinn af stétta- og kynþáttafordómum" sem greina megi að baki málflutn- ings þeirra. Powell hefur ekki enn tjáð sig skýrt um afstöðuna til fóstureyðinga en fari svo að hann mæli með því að konur ákveði sjálfar í þeim efnum er taiið ljóst að öflugur þrýstihópur repúblikana, sem berst gegn fóstur- eyðingum, muni beijast gegn fram- boði hans. Reuter Gerry Adams seg- ist hafna afvopnun Dublin. Rcuter. HVORKI gengur né rekur í friðar- umleitunum deiluaðila á Norður- írlandi. Gerry Adams, forseti Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveld- ishersins (IRA), vísaði í gær á bug frétt bandaríska dagblaðsins The New York Times um að hann væri að linast í andstöðunni við það að alþjóðlegri nefnd verði falið að koma friðarsamningum í höfn. Adams sagði fréttina „tilhæfu- lausa“. IRA gæti ekki samþykkt hugmyndina vegna kröfu Breta um að IRA afvopnaðist áður en Sinn Fein fengi að setjast að samningum um framtíð héraðsins. Sinn Fein mun óttast að nefndin verði notuð til að veiða IRA í gildru með því að afvopna samtökin áður en sam- komulag hafi náðst um önnur mál. Fyrirhugaður fundur breskra og írskra ráðamanna í síðustu viku var ekki haldinn vegna andstöðu Sinn Fein við alþjóðlegu nefndina. John Bruton, forsætisráðherra írlands, sagði á fimmtudag að stjórnirnar í Dublin og London gætu neyðst til að sameinast um ráðstafanir án þess að ráðgast við Sinn Fein. Stjórnir Bretlands, írlands og Bandaríkjanna þrýsta nú ákaft á Adams um að hann fái IRA til að byija að afhenda vopn sín til að hægt verði að koma friðarviðræðum af stað á ný. Vitað er að herskáir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna vilja í engu slaka til í þessum efnum. Adams fer í vikunni í fimm daga ferð til Bandaríkjanna og er búist við að hann ræði þessi mál við bandaríska ráðamenn sem sýna málum íra ávallt mikinn áhuga. Er ástæðan sú að fólk af írskum ættum er afar fjölmennt í Bandaríkjunum og ákafur þrýstihópur þar leggur málstað IRA lið. Frakkar segja kjarnorkumótmælum gagngert beint gegn áhrifum sínum á Kyrrahafi Ástralir vísa ásökunum Chiracs forseta á bug Canberra, Papeete. Reuter, The Daily Telegraph. STJÓRNVOLD í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi mótmæltu í gær ásökunum Jacques Chiracs Frakklandsforseta sem segir þessi ríki stefna að því að Frakkar hverfi á brott frá suður- hluta Kyrrahafs þar sem þeir eiga margar eyjar og eyjaklasa. Þessi ummæli forsetans féllu í sjónvarpsviðtali á sunnudag er hann ræddi um mótmælin vegna kjarnorkutilrauna franskra vísindamanna á Mururoa-eyju. Chirac lagði áherslu á það í viðtalinu að þrátt fyrir mótmælin og skoðanakannanir, sem sýna að meirihluti Frakka er á móti sprengingunum, væri hann staðráðinn í að halda þeim áfram. Frakkar segja tilraunirnar nauðsynlegar til að hægt sé að ganga úr skugga um að vopn þeirra virki og er gert ráð fyrir að sprengdar verði 6-8 sprengjur. Hætta í austri Chirac sagði kjarnorkuvarnir F'rakka nauð- synlegar vegna hættunnar á því að öfgamenn í Rússlandi næðu völdum. Talsmaður þýsku stjórnarinnar, sem hefur ásamt flestum öðr- um stjórnum í Evrópu lýst andstöðu við til- raunir Frakka, sagði í gær að þessi röksemd Frakka væri „vissulega ný“ og myndu ráða- menn i Bonn þurfa að íhuga hana vandiega. Ráðherra málefna Suðurhafseyja í ástr- ölsku stjórninni, Gordon Bilney, sagði um- mæli Chiracs óvægin og fyrir ásökununum væri enginn fótur. Jim Bolger, forsætisráð- herra Nýja-Sjálands, tók í sama streng. Biln- ey sagðist hafa í heimsókn sinni til Frakk- lands í síðustu viku gert allt sem hann gat til að sannfæra franska ráðamenn um að ætlunin væri alls ekki að stugga við Frökkum á Kyrrahafi, aðeins að fá þá til að hætta að sprengja þar kjarnorkusprengjur. Milli ríkj- anna væri eitt og aðeins eitt ágreiningsmál, tilraunasprengingarnar á Mururoa. Frakkar hafa ennfremur sakað Ástrala um að sinna lítt aðstoð við fátæka íbúa Suðurhafseyja en Bilney sagði að þriðjungur þróunarhjálpar landsmanna, um 20 milljarðar króna, færi til fátækra grannþjóða á Kyrrahafi. Bilney sagði að stjórnvöld í Canberra vildu ekki viðskiptastríð við Frakka, það yrði báð- um til tjóns. Frakkar reiddust mjög í síðasta mánuði er Ástralir meinuðu frönskum vopna- framleiðendum að bjóða í stóran kaupsamn- ing í Ástralíu og kölluðu heim sendiherra sinn í Canberra. Franskir vínframleiðendur hafa þegar orðið fyrir miklu tjóni vegna þess að neytendur víða um heim, ekki síst á Kyrra- hafssvæðinu, hundsa frönsk vín, kaupa frem- ur vín samkeppnisþjóða Frakka. Stjórnvöld í París segjast auðveldlega geta gripið til gagnráðstafana gegn Áströlum, hafa minnst á að hægt yrði að banna innflutning á kolum og úranmálmi þaðan til Frakklands. Franskir hermenn tóku á sunnudag segl- skipið La Ribaude sem nokkrir stjórnmála- menn frá ýmsum ríkjum, þ. á m. Svíþjóð, höfðu siglt til Mururoa til að mótmæla sprengingunum. Munu skipveijar hafa verið illa haidnir af sjóveiki. Tveir breskir Grænfrið- ungar, sem voru um borð, reru frá La Ri- baude í átt að tilraunastaðnum og komust á kóraleyjuna. Þeir náðust nokkrum stundum fyrir sprenginguna í síðustu viku og verða sendir til heimahaga sinna. Annar þeirra gegndi herþjónustu í útiendingahersveitinni frönsku á áttunda áratugnum, m.a. á Mur- uroa. Styðja FraRka Mótmælum var haldið áfram víða á Kyrra- hafssvæðinu en á Tahiti komu um 5.000 manns saman í höfuðstaðnum Papeete um helgina til að sýna stuðning við stefnu Frakka. Frumkvöðull að samkomunni var ráð sem helstu áhrifamenn í viðskigtalífi og stétt- arfélögum eyjarinnar skipa. Oeirðirnar síð- ustu daga voru harkalega fordæmdar. „Við erum þögli meirihlutinn. Öfgamennirnir eru í minnihluta meðal þjóðarinnar," sagði Willy Richmond, leiðtogi ráðsins, á fundinum. Reuter FRANSKIR hermenn taka seglskipið La Ribaude á sunnudag en um borð voru sljórnmálamenn frá ýmsum ríkj- um er vildu mótmæla kjarnorkutil- raununum á Mururoa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.