Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Illa er komið fyrir unga fólkinu í Sjálfstæðisflokknum Að skerða tekjur S YR eða bæta þjónustuna Sj álfstæðisflokkur- inn er stærsti flokkur þjóðarinnar. Þetta er staðreynd og ekki mikil vísindi i sjálfu sér, en þegar maður fer að velta fyrir sér af hverju svo er þá vandast mál- ið. Þessi flokkur virðist lifa og dafna hvort sem hann hefur einhverja stefnu í einstökum mál- um eða ekki. Engu er líkara en þeir sem kjósa Sj álfstæðisflokkinn kjósi hann af því bara, en ekki vegna einhverr- ar stefnu sem hann þykist standa fyrir. Stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins láta forystuna bjóða sér hina ól/úlegustu hluti. Jafnvel þingmenn, sem fyrir kosningar töldu sig geta haft einhvetjar sjálfstæðar skoðanir, hafa verið barðir niður eins og hundar og þora ekki, trúlega af einskærum þrælsótta, að halda fram skoðunum sínum lengur. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist flokkur- inn alltaf halda fylgi um 40% þjóðar- innar, sama hvort staðið er við fyrri yfírlýsingar. Ég held að formaður flokksins hafi ekki haldið eina ein- ustu stefnumarkandi ræðu á þessu nýbyrjaða kjörtímabili, aðra en hina frægu 17. júnt ræðu. Þar var hann að lýsa stefnu Sjálfstæðisflokksins í ESB-málum, en Sjáifstæðismenn deila enn um hvað formaðurinn meinti. Þó virðast flestir sammáia um að formaðurinn sagði allt annað en hann sagði, eða þannig. Að meina ekki það sem sagt er Sjálfstæðisflokkurinn hefur lent í hinum mestu hremmingum með stefnu sína varðandi ESB. Hvað flokkurinn vill, veit ekki nokkur maður. Þegar formaður flokksins flutti sína frægu 17. júní ræðu, þá fögnuðu margir Sjálfstæðismenn og töldu nú loksins skýrt hver stefnan væri. En svo var aldeilis ekki, því það sem allir heyrðu Davíð segja á 17. júní, að flokkurinn væri á móti aðild að'ESB, var alls ekki það sem hann sagði. Þannig túlkaði a.m.k. ' einn þingmaður Sjálfstæðis- flokksins orð formanns- ins. Hvað er að unga fólkinu? Nú hefur þessi íþrótt Sjálfstæðismanna, að meina ekki það sem þeir segja, skilað þeim ríkulegum arði. Ungir Sjálfstæðismenn héldu nýverið landsþing, og í ályktun þingsins er að- ild að ESB hafnað, eða eins og orðrétt stendur: „Hægt er að útiloka aðild íslands að Evr- ópusambandinu." Blaðamaður Morgunblaðsins, sem fylgdist með þinginu, sló þessu upp í fyrirsögn fyrir skömmu. Hvað gerist? Formað- ur utanríkisnefndar SUS skammar blaðamanninn fyrir að segja frá þessari samþykkt, því það beri alls ekki að skilja ályktunina eins og hún er skrifuð. Formaðurinn harmar að vísu að þessi ályktun hafi verið sam- þykkt, en það eitt og sér breytir ekki merkingu orðanna. Þannig ger- ist það aftur, og nú hjá unga fólkinu í flokknum, að ályktun sem það sam- þykkir þýðir alls ekki það sem hún segir, og eins og þorri landsmanna skilur hana, heldur eitthvað allt ann- að. Unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum setur fram vilja sinn á þinginu, en þegar komið er að afgreiðslu mála, þá er sett inn í ályktanirnar eitthvað sem forysta flokksins vill. Ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum þorir ekki annað en dansa eftir vingulshætti flokksforystunnar varðandi ESB, og notar síðan sömu aðferðarfræði og beitt var í túlkun á 17. júní ræðu formannsins, þ.e. að segja alls ekki það í ályktuninni það sem þar stend- ur. Svona er nú komið fyrir unga fólkinu í flokki frelsisins, því er meinað að hafa sjálfstæða skoðun. Hvenær eru mál á dagskrá? Það er með ólíkindum hvernig ungt fólk í þessum stærst.a stjórn- Guðmundur Oddsson Svona gerir maður ekki FYRIR borgarráði í dag liggur tillaga um verulegar hækkanir á strætisvagnafargjöld- um frá stjórn SVR. Ekki er það fyrsta skattahækkun okkar í Reykjavíkurlistanum á Reykvíkinga. Án efa þó hin ógeðfeildasta. Einkum þeim sem trúðu á 'Reykjavíkur- listann sem valkost í borgarmálum. Stjórn . SVR tók ákvörðun um unglinga- fargjald skömmu fyrir síðustu borgarstjómar- kosningar. Það var póli- tísk ákvörðun um félagslega aðgerð. Henni fylgdi ekkert sem til þurfti. Hvorki bættur árangur í rekstri né auknar fjárveitingar. Nú þegar við í Reykjvíkurlistanum stöndum frammi fyrir þessari skammsýni for- vera okkar segjum við að lausnirnar séu aðeins tvær. Skerða þjónustu eða hækka gjöld (sic!). Það vekur óhjákvæmilega spurningar um til hvers við vorum kosin. Það eru stundum eins og álög á okkur í félagshyggjunni að þegar við náum völd- um glatast öll sýn, þverr okkur þróttur. Eins og við verðum samdauna kerfinu og fyrr en varir hefur bæst við ný sveit embættis- manna, nefnilega við. Við höldum að við séum að reka af okkur slyðru- orð um óráðvendni, verðum óskaplega „fagleg“ og „ábyrg“ og hikum ekki við að taka „óvinsælar ákvarðan- ir“. Við erum að taka til eftir íhaldið, segjum við þá iðulega. Einmitt í því staðfestum við ímynd okkar. Við höfum engar lausnir, enga sýn, en sendum borgurunum reikninginn fyrir getuleysinu. Þeim sömu borgururn og við fullvissuðum um að við gætum gert hlutina bet- ur. Við myndum ekki una okkur hvíldar fyrr en við fyndum leiðirnar, við værum auðug af hugmyndum og afli til að hrinda þeim í fram- kvæmd. Hvar er nú hin heilbrigða skynsemi, hin hagsýna húsmóðir? Helgi Hjörvar Það er með ólíkindum, segir Guðmundur Oddsson, hvernig ungir sjálfstæðismenn láta fara með sig. málaflokki þjóðarinnar lætur fara með sig. í stað þess að sækja nú þegar um aðild að ESB, þá er reynt að halda því að fram að nauðsynlegt sé að kanna hvað er í boði. Vita- skuld verða stjórnvöld að fara að öllu með gát, en það verður aldrei hægt að komast að því hvað í boði er nema að ieita eftir samningum um inngöngu. Það kann síðan að koma í ljós, að ESB-aðild okkar komi ekki til greina végna þess að við náum ekki nægilega góðum samningum, en þá liggur það fyrir. Sú herstjórnarlist að leita eftir einhveiju án þess að vita eftir hveiju er leitað getur aldrei skilað okkur neinu. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins segir þetta mál ekki vera á dag- skrá, og þess vegna þorir SUS ekki annað en senda frá sér þessa dæma- lausu ályktun. Frelsi til hvers og fyrir hverja? Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt að hann beijist fyrir frelsi einstakl- ingsins og ekki síður fyrir auknu frelsi til athafna. Hvar kemur sú barátta fram? Nú má ungt fólk ekki setja fram sínar skoðanir í flokknum nema þær falli að skoðunum flokks- forystunnar. Sú stefna sem flokkur- inn rekur í innflutningi á landbúnað- aivörum á ekkert skylt við aukið frelsi til athafna. Svo er nú komið fyrir þeim flokki, sem þykist beijast fyrir auknu frelsi á flestum sviðum, að hann hafnar nú öllu slíku og stendur sem fastast gegn öllum breytingum í frelsisátt. Frelsi til ein- hvers er orðið að orðskrípi í hug- myndafræði Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins i Kópavogi. Það eru stundum eins og álög á okkur í fé- lagshyggjunni, segir Helgi Hjörvar, að þegar við náum völd- um glatast öll sýn. Hvað með arðsemi almenningssam- gangna, sparnaðinn í gatnagerð, fækkun slysa, minni mengun, o.s.frv. Af hveiju erum við ekki að byggja upp bestu almenningssam- göngur í heimi? Hvaðer orðið af metnaði okkar og væntingum? Auðvitað er ekki bannað að hækka gjöld eða leggja á ný. En SVR sögðumst við geta gert betur en þeir. Að leggja nú sérstaka skatta á ungt fólk, barnafjölskyldur og aldraða er ekki að reka SVR betur. Það er að leggja sérstakar álögur á þá hópa sem minnstar tekjur hafa og eignir eiga. Það er skattastefna einhvers annars en félagshyggju. Það kunna að vera erfiðir tímar í fjármálum borgarinnar. En að leggja sérstaka skatta á farþega SVR umfram aðra borgara er að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Eg skora á borgarráð að vísa slíkri tillögu frá, því svona ger- ir maður ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri. Á SÍÐASTA kjör- tímabili hafa SVR orðið fyrir alvarlegu tekj- utapi af völdum póli- tískra ákvarðana sem teknar voru af fyrrver- andi meirihluta. Sem dæmi má nefna að 1991 nam framlag borgarinnar til SVR 326 milljónum króna 1992 var fram lagið 261 milljón og 1994 var framlag borgarinn- ar komið í 180 milljón- um. Með öðrum orðum búið var að skerða tekj- ur SVR um 146 milljónir á ári. Sam- hliða þessari framkvæmd var eðlileg almenningssamgönguþjónusta við borgarbúa skert mjög verulega. Farið var með tíðni ferða úr 15 mínútum í 20 mínútur og helgar- þjónustan var skert verulega. Slíkt hefur auðvitað áhrif á þjónustu, ekki síst í því veðurfari sem hér ríkir. Skerðing um 207 milljónir á ári Eins og ekki væri nú nóg að gert í skerðingu á tekjum fyrirtækisins var sú ákvörðun tekin í borgarstjórn Reykj avíkurlistinn varð að meta hvort fylgja ætti skerðingu stefnu Sjálfstæðisflokks eða bæta þjónustu, seg- ir Arthur Morthens, og niðurstaðan varð sú að bæta almennings- samgöngur. vorið 1994 í hita kosningabárátt- unnar að lækka unglingafargjöld mjög verulega. Það er auðvitað hið besta mál en því rniður gleymdu borgarfulltrúar að gera ráð fyrir því að fyrirtækið þyrfti tekjur á móti. Lækkun unglingafargjalda hefur skert tekjur strætisvagna Reykja- víkur um tæpar 62 milljónir króna á ársgrundvelli til viðbótar þeim 146 milljónum sem áður er getið. Því var þannig komið þegar Reykjavík- urlistinn tók við stjórnun borgarinn- ar og*þar með stjórn SVR að búið var að skerða tekjur fyrirtækisins um 207 milljónir króna á ári og draga mjög úr þjónustu við farþega. Þessu til viðbótar er rétt að benda á að ef fargjöld-SVR hefðu fylgt verðlagsþróun má áætla að árstekj- ur SVR væru um 30 milljón krónum hærrí en þær eru nú. Staðan er sú að upp hleðst hallarekstur og skuld- ir við borgarsjóð og þó að vagnaflot- inn sé nokkuð góður þá hefur eðli- leg endurnýjun vagna ekki átt sér stað undanfarinn tvö ár. í raun má segja að harkaleg atlaga hafi verið gerð að almenningssamgöngukerfi borgarinnar á síðasta kjörtímabili á meðan þjónusta við einkabílinn var bætt verulega með uppbyggingu ijölmargra bílageymsluhúsa í og við miðbæinn. Önnur stefna - bætt þjónusta í flestum stærri borgum Evrópu fara menn að með þveröfugum hætti. Þar efla menn almenningssamgöng- ur, láta t.d strætisvagna hafa ákveð- inn forgang og vinna markvisst að því að draga úr umferð einkabílsins inn í miðborgimar. Ástæðan er fyrst og fremst sú að vaxandi bílaumferð hefur í för með sér margvíslega mengun, slysatíðni eykst, kostnaður við gerð umferðarmann- virkja er gríðarlegur og miðborgirnar bera ekki vaxandi bílaeign íbú- anna. Reykjavíkurlist- inn hefur það á stefnu- skrá sinni að efla al- menninssamgöngur í Reykjavík. Þrátt fyrir afar erfiða stöðu borg- arsjóðs var ákveðið að hækka framlag borgar- innar nokkuð og heija undirbúning að bættri þjónustu SVR við borg- arbúa. Bætt þjónusta - Nýtt leiðakerfi Nú þegar hafa verið teknar upp morgunhraðleiðir á nokkrum leiðum og fyrirhugað er að skoða möguleika á hraðleiðum seinni part dags fyrir þá sem eru að fara heim úr vinnu. Sett hefur verið á laggirnar ný þjónustudeild við Hlemm sem ætlað er að veita farþegum aukna þjón- ustu. Stærsta breytingin sem fyrirhug- að er að gera á þessu kjörtímabili er þó endurskoðun á leiðakerfí SVR og er stefnt að því að nýtt iéiða- kerfi taki gildi í byijun sumars 1996. Helstu markmiðin í tillögum danska ráðgjafafyrirtækisins eru eftirfar- andi: a) Betri staðsetningu leiða. b) Bæta aðgengi milli Hlemms og Lækjartorgs. c) Betri dreifingu hraðleiða. d) Betri tengingu milii austur- hverfa. e) Auknum ferðahraða verði náð vegna einfaldari leiða. f) Atugað verði hvort auka megi tíðni ferða á mestu álagstímum á morgnana og seinni hluta dags. Til þess að nýja leiðakerfið nái markmiðum sínum er nauðsynlegt að grípa til margvíslegra ráðstaf- ana. Hér skal bent á nokkrar. Strætó verði gert auðveldara að komast milli Hlemms og Lækjar- torgs. Gengið verði frá bættri að- stöðu við Lækjartorg/Kalkofnsveg. Ný skiptistöð verði byggð upp við Vesturlandsveg. Kannað verði hvernig hægt verði að mæta þjón- ustu við Kringluna. Jafnframt skipt- ir miklu máli að SVR fari í mark- visst söluhvetjandi átak og kynni þjónustuna betur en nú er. Auknar tekjur Ljóst er að þær breytingar sem hér eru í bígerð eru kostnaðasamar. Stofnkostnaður er nokkur og rekstr- arkostnaður mun aukast vegna þess m.a. að eknir kílómetrar' strætó verða fleiri. Nauðsynlegt er því að auka tekjur SVR til að standa und- ir bættri þjónustu. Staða borg- arsjóðs er eins og öllum er kunnugt afar slæm og því er ekki að vænta verulega aukins framlags til SVR úr borgarsjóði. Reykjavíkurlistinn hefur því orðið að gera það upp við sig hvort hann vilji viðhalda skerð- ingarstefnu Sjálfstæðisflokksins eða bæta þjónustuna. Reykjavíkurlist- inn teiur nauðsynlegt að bæta al- menningssamgöngur í Reykjavík og vegna m.a. erfiðrar stöðu borg- arsjóðs sé ekki önnur leið fær en að hækka fargjöld strætó jafnframt því sem þjónustan verði efld. Oflugt almenningssamgöngu- kerfi skilar sér með margvíslegum hætti til Reykvíkinga og kemur í veg fyrir að Reykjavík lend: síðar í þeim ógöngum sem margar borgir hafa lent í vegna vaxandi umferð- arþunga í miðborgum þeirra. Höfundur er formaður stjórnar SVR. Arthur Morthens
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.