Morgunblaðið - 12.09.1995, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Darville
hreinsuð af
grun um
ritstuld
ÁSTRALSKI rithöfundurinn
Helen Darville, sem komst í
fréttirnar fyrir að segja rangt
til um ætterni sitt til að vekja
athygli á fyrstu bók sinni, hefur
verið hreinsuð af grun um ritst-
uld, að sögn útgefenda henrjar
Allen & Unwin.
Darville, sem unnið hafði til
tveggja virtra bókmenntaverð-
launa í heimalandi sínu fyrir
fyrstu skáldsögu sína, „The
Hand That signed the Paper“,
reitti marga Ástrali til reiði er í
ljós kom að hún var ekkí dóttir
úkraínskra innflytjenda, Demid-
enko að nafni, eins og hún hafði
fullyrt. í fyrstu hugðist bóka-
útgefandinn gefa bók Darville
út undir hennar rétta nafni en
þá komu fram ásakanir um ritst-
uld. Var fullyrt að Darville hefði
fengið „að láni“ málsgreinar úr
þremur skáldsögum.
Nú hefur útgefandi hennar
sent frá sér yfirlýsingu þar sem
segir að þessar ásakanir hafi
ekki reynst á rökum reistar og
að bókin verði til sölu í bóka-
verslunum á allra næstu dögum.
Sigurðar
Nordals-
fyrirlestur
HARALDUR Bessason, fv. rekt-
or Háskólans á Akureyri, flytur
opinberan fyrirlestur í boði
Stofnunar Sig-
urðar Nordals í
Norræna hús-
inu á fæðingar-
degi dr. Sig-
urðar Nordals,
fimmtudaginn
14. september
1995 kl. 17.15.
Fyrirlestur-
inn fjallar um
kvæði Stephans G. Stephansson-
ar um Skagafjörð og nefnist
„Skagafjörður Stephans G.“
Haraldur Bessason var um
árabil prófessor í íslensku við
Manitobaháskóla í Winnipeg í
Kanada og sat þá meðal annars
í ritstjórn The Icelandic Cana-
dian Magazine og ritstýrði Lög-
bergi-Heimskringlu. Hann er
heiðursdoktor við Manitobahá-
skóla, heiðursfélagi Þjóðrækn-
isfélags Islendinga í Vesturheimi
og heiðursborgari Winnipeg-
borgar. Haraldur var rektor
Háskólans á Akureyri frá upp-
hafi skólans til 1994. Hann hef-
ur haldið fjölda fyrirlestra við
innlendar og erlendar mennta-
stofnanir og skrifað margar
greinar um íslensk og vestur-
íslensk fræði.
Málverk og graf-
ík í Kirkjuhvoli
ELÍAS B. Halldórsson myndlist-
armaður opnaði sýningu á mál-
verkum og grafík í listasetrinu
Kirkjuhvoli á
Akranesi nú
nýverið. Á
þessari sýn-
ingu er fjöldi
verka. „Flest
þeirra eru í
smærri kant-
inum og fíg-
úratíf; land,
fólk og hús
handa fólkinu í landinu. Einnig
eru lífverur sem ekki búa í hús-
um með í þessari sýningu," seg-
ir í kynningu.
Elías er fæddur í Borgarfirði
eystra 1930. Hann stundaði list-
nám í Reykjavík, Stuttgart og
Kaupmannahöfn. Elías hefur
haldið íjölda einkasýninga og
auk þess verið þátttakandi í
mörgum samsýningum. Sýning-
in stendur til 24. september.
LISTIR
MYNDLIST
Listasafn Sigurjöns
Ólafssonar
TEXTÍ LVERK
Grete Borgersrud. Opið kl. 20-22
mánud. - fímmtud. og kl. 14-18 um
helgar til 17. september.
Aðgangur ókeypis
ÞEIR miðlar sem myndlistafólk
fæst við eru að mörgu leyti ólíkir,
þó tilgangur þeirra sé ætíð hinn
sami - að koma myndsýn höfunda
til skila til annarra með áþreifanleg-
um og sýnilegum hætti. Þeir sem
vinna í textíl eiga margra kosta völ
við að koma sínu myndefni til skila,
og mismunandi vinnuaðferðir hafa
átt sinn þátt í því að þessi miðill er
í senn meðal hinna fjölbreyttustu í
myndlistinni um leið og hann stend-
ur oft nær fólki en margir aðrir
miðiar. Útsaumuð teppi, þrykkt efni
í dúkum og skrautmyndum, sem og
listvefnaður af ýmsu tagi er nánast
hluti af lífi hverrar einustu fjöl-
skyldu, og oftar en ekki hafa hefðir
á þessu sviði gengið í arf á milli
kynslóða.
Þessi nálægð listgreinarinnar -
sem og sú staðreynd að hún hefur
til nokkuð langs tíma nær eingöngu
verið stunduð af konum - hefur ef
til vill átt sinn þátt í að hún hefur
ekki notið þeirrar virðingar sem vert
væri. Þó hefur mikið breyst á því
sviði undanfarna áratugi; listvefnað-
ur nýtur nú verðskuldaðrar athygli
sem listgrein, og bútasaumur og
útskurðarsaumur (application) hafa
sótt mikið á á síðustu áratugi. í því
sambandi má einkum vísa til Banda-
ríkjanna, þar sem fornar hefðir
frumbyggja og ákveðinna hópa inn-
flytjenda hafa átt stóran þátt í að
Ljóðasafn Davíðs
Stefánssonar
Fínleiki
saumsins
ráða nokkru um þessa niðurstöðu,
og ætla má að átakameiri myndefni
gæfu ef til vill fyllri mynd af hæfi-
leikum listakonúnnar, sem hefur náð
góðum tökum á þessum þakkláta
miðli.
Eiríkur Þorláksson
skapa þessum vinnuaðferðum sess
sem sjálfstæðum listgreinum.
Norska listakonan Grete Borg-
ersrud hóf sinn feril í textíl með því
að leita í hefðirnar, þar sem hún
hreifst þegar af þeirri vinnuaðferð,
sem kennd er við útskurðarsaum
(application), en þá eru m.a. notuð
ólík efni til að sauma form og línur
á einn og sama grunninn, og þannig
byggð upp heild líkt og í klippimynd
eða málverki. Grete er að mestu
sjálflærð á þessu sviði, og hefur
m.a. dvalið hér á landi til að kynna
sér íslenskan glitsaum í Þjóðminja-
safninu; hún hefur tekið þátt í sam-
sýningum frá 1985 og einnig haldið
nokkrar einkasýningar, en þetta
mun í fyrsta sinn sem hún sýnir
verk sín utan Noregs.
Grete sýnir hér rúmiega tuttugu
verk, flest unnin með útskurðarsaum
eða glitsaum. Má segja að helsta
einkenni þessara verka sé sá fín-
leiki, sem kemur fram í úrvinnslunni
og áferð þeirra efna, sem hún velur
að nota í verkum sínum. Litaval lis-
takonunnar er hér einnig markvisst,
og helgast öðru fremur af daufum
litbrigðum náttúrunnar, sem þó geta
verið svo ríkuleg í fjölbreytni sinni.
Meðal verka listakonunnar er að
finna nokkra flokka mynda, sem
vinna saman. Þannig eru „Verk í
hvítu“ (nr. 6-8) líkt og þrískipt alt-
aristafla, sem endurómar í dumb-
rauðum litum verksins á veggnum
Morgunblaðið/Árni Helgason
HÓLMFRÍÐUR Hildimundar-
dóttír. Á innfeldu myndinni
má sjá platta sem hún er að
vinna að í tilefni af 50 ára af-
mæli ÚA.
ganga frá þeim. Það er mikið verk
að sjóða skelina og svo lakka á
eftir. Ég gat svo límt þetta og
sett saman, bæði í skraut á kassa
og ýmislegt, búið til báta og
skreytt þá og eins útbúið ýmsa
skrautmuni til að hengja á veggi
eða láta standa á borði,“ sagði
Hólmfríður.
„Nú var ég beðin um að útbúa
einn svona stóranplatta í tilefni
af 50 ára afmæli Útgerðarfélags
Akureyrar og hefi ég verið að því
nú undanfarið og svosetti ég með
smá bobbum stafina ÚA 50 ára.
Jú, ég hef gert mér þetta til
dundurs í ellinni, en ég verð 84
ára í nóvember nk. þann 11.
Ég hef gert mikið fyrir sérstök
afmæli og til hátiðargjafa. Eg
hafði góða aðstöðu áður en nú
eftir að ég fékk þessa Iitlu íbúð á
vegum aldraðra hér, hefir verið
erfiðara að hafa þetta eins og ég
vildi.“
Hólmfríður er Hólmari og hefir
alið hér allan sinn aldur. Hún er
dóftir Ingibjargar Jónasdóttur frá
Helgafelli og Hildimundar Björns-
sonar sem hér var lengi vegaverk-
stjóri, var gift Gesti Bjarnasyni
vélvirkja, og bjuggu þau allan sinn
búskap í Stykkishóhni. Gestur er
látinn fyrir nokkrum árum.
Talar beint
til hjartans
Á ÞESSU ári er öld liðin frá fæð-
ingu Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi. í tilefni þess hefur
Vaka-Helgafell
gefið út ljóðasafn
skáldsinsí fjórum
bindum. í safninu
eru prentaðar all-
ar tíu bækur
Davíðs, allt frá
fyrstu bókinni
Svörtum fjöðrum
Stefánsson sem kom út árið
1919 til Síðustu
ljóða en sú bók var gefin út að
honum látnum árið 1966. Safnið
kemur út í fjögurra binda gjafa-
öskju, samtals rúmlega eitt þús-
und blaðsíður.
Gunnar Ste'fánsson bókmennta-
fræðingur ritar inngang að safn-
inu og segir þar m.a.: „Skáldskap-
ur Davíðs talar beint til hjartans,
þess vegna mun hann lifa. Hann
túlkar vafningalaust hið frumlæga
lífsyndi, gleðina að vera til.“
Taktu
lagið og
Stakka-
skipti
NÚ eru að hefjast aftur sýningar
á Taktu lagið, Lóa! og Stakka-
skiptum í Þjóðleikhúsinu.
Fyrsta sýning haustsins á Taktu
lagið, Lóa! verður föstudaginn 15.
september. Þetta er breskur gam-
anleikur sem sýndur var við mikl-
ar vinsældir á síðastliðnu leikári.
Hinn 29. september verður
fyrsta sýning haustsins á Stakka-
skiptum, sem er nýtt íslenskt leik-
rit, verk um nútímafólk í nútíma-
samfélagi.
andspænis (nr. 3); í báðum þessum
heildum eru tilbrigði áferðarinnar
ekki síðri þáttur en litanna. I mynd-
um árstíðanna (nr. 19-22) hefur
Grete hins vegar vegar kosið að
nota sömu myndbygginguna, eins
konar hring ársins, en breyta litaval-
inu í samræmi við einkenni hvers
tíma. Glitsaumuð verk mynda einnig
ákveðna heild, þar sem m.a. er leitað
til fornra norrænna munstra eftir
fyrirmyndum.
Stök verk standa einnig fyrir
sínu, og þar njóta fínleg vinnubrögð
listakonunnar sín ef til vill einna
best. „Óveður" (nr. 18) er vel
byggt verk, og hið sama má segja
um „Tangrím/kínversk þraut“
(nr. 11), þar sem hringformið
er notað á skemmtilegan hátt.
Það er ljóst að hér er á ferð-
inni næm listakona, sem kann
vel til verka í sínum miðli.
Þrátt fyrir fínleg vinnubrögð
er hins vegar eins og vanti
frekari slagkraft í þau verk,
sem hún sýnir hér, til að gera
sýninguna eftirminnilega; fín-
leikann má auðveldlega einn-
ig skilgreina sem deyfð.
Samanburðurinn við kröft-
ugar _ höggmyndir Sigur-
jóns Ólafssonar kann að
GRETE Borgersrud
Sorgarljóð.
Vinnur listmuni
úr skeljum
Stykkishólmi - Hólmfríður Hildi-
mundardóttir hefur undanfarin
ár verið dugleg að vinna sérstaka
listmuni úr skeljum og eru þessi
verk mikil að vöxtum, og sérstak-
lega listræn og ótrúlegt hvernig
hún hefir gætt skeljarnar miklum
Ijóma í augum þeirra sem sjá verk-
in hennar. Nú undanfarið hefir
hún verið að vinna að sérstaklega
skemmtilegum „plöttum" í tilefni
af fimmtíu ára afmæli Útgerðarfé-
lags Akureyrar. Fréttaritara þótti
tilvalið að heimsækja Hólmfríði
að þessu tilefni og eiga stutt sam-
tal við hana.
„Skelvinnsla hófst hér í Stykk-
ishólmi árið 1970 og þá fékk ég
áhuga fyrir því að vinna eitthvað
úr þessum skeljum sem annars
fara hér forgörðum. Hóf ég þegar
að fara út á haugana þar sem
skeljarnar voru látnar og velja úr
þeim allskonar tegundir. Síðan
varð ég að þvo þær skeljar vel sem
ég ætlaði að hafa í þessum verk-
efnum og setja í klór á eftir. Þetta
gekk vel, en var mikil vinna í að