Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Skóli - til hvers? SÍÐASTA grein fjallaði um erlenda uppeldisfrömuði og upphaf ísl. bamaskólans. Nú verður fjallað um gagnrýni sósíalista á skólann og hugmyndir þeirra um hlutverk hans og tilgang. Gömlu sósíalistarnir Ég hélt því fram í síðustu grein að almenningur hefði verið ánægður með bamaskólann sem var stofn- aður með lögum 1907 og var alþýðu- skóli í orðsins bestu merkingu; skóli fyrir öll böm. Sósíalistar hafa alltaf lagt áherslu á mennta- og menning- armál og í nýsköpunarstjórn Ólafs Thors 1944-1947 fór sósíalistinn Brynjólfur Bjamason með ráðuneyti menntamála. Hann gekkst fyrir setningu nýrra fræðslulaga og laga um menntakerfi. Með nýju lögunum var kveðið á um jafnrétti allra til menntunar, sérstaklega til fram- haldsmenntunar. Landspróf mið- skóla gerði bömum af alþýðuheimil- um auðveldara en áður að komast í menntaskóla þar sem foreldrar þurftu ekki lengur að bera kostnað af dýrri einkakennslu fyrir inntöku- prófín. Mér virðist að gömlu sósíal- istarnir eða vistrisinnamir, sem margir hveijir voru frábærir kenn- arar og skólamenn, hafí fagnað þessum lögum enda voru þau sann- kölluð jafnréttislög. En var gamli barnaskólinn þá ekkert gagnrýndur? Hvað með alla steinmnnu kennarana sem stóðu með bendiprikið reitt um öxl? Auð- vitað var skólinn gagnrýndur hér á landi sem annars staðar. Skrípa- myndinni af vonda kennaranum var samt ekki haldið á loft að ráði fyrr en Síðar. Gagnrýni má líka fínna hjá sumum róttækum höfundum á því skeiði sem hér um ræðir, á fyrri hluta aldarinnar og fram um miðjan sjö- unda áratuginn. Sjálf- sagt er þekktust gagn- rýni Þórbergs Þórð- arsonar í bókinni Ofvit- inn. Þórbergur stund- aði nám í Kennaraskól- anum í eitt ár, en hætti þá af því að hann ætl- aði að lesa utan skóla og taka síðan inntökupróf í Lærða skólann. Er skemmst frá því að segja að honum þótti meira gaman að ræða eilífðarspursmálin við kunningja sína en leggja alúð við námið og eftir þijú ár var útséð um að hann kæmist nokkru sinni í skól- ann eftirsóknarverða. En kennarar í Kennaraskólanum veturinn 1912- 1913 fá kaldar kveður frá honum þrjátíu árum síðar, ekki síst skóla- stjórinn séra Magnús Heigason sem var mikill öðlingsmaður og mann- vinur. Gagnrýni Þórbergs beinist eink- um að andleysi kennara, skorti þeirra á djúphygli og kröfu þeirra um utanaðlærdóm. Hér er ekki um frumlega gagnrýni að ræða heldur hefðbundna gagnrýni á skólann sem borgaralega stofnun sem sum- ir íslenskir róttæklingar tóku undir á þessum árum, gagn- rýni sem sækir nær- ingu í kenningar margra uppeldisfröm- uða og umbótamanna i skólamálum. Athygl- isvert er hins vegar að svipaða gagnrýni er ekki að fínna hjá þess- um aðilum á leikskóla eða dagvistarstofnanir þó að þær séu líka borgaralegar. Hvers vegna? Líklega vegna þess að sósíalistar börðust fyrir þessum stofnunum en borg- aralegir flokkar lögð- ust gegn þeim lengi vel. Sveitamaðurinn Þórbergur fell- ur t.d. í stafi yfir ágæti barnagarð- anna, sem hann kallar svo, er hann var í heimsókn í Sovétríkjunum á fjórða áratugnum. Hann hrósar góðum aðbúnaði barnanna þar og sérmenntuðum fóstrum en kemur síðan að því sem er meginatriði í uppeldisstofnunum þessum. „Vistin í görðum þessum,“ segir Þórberg- ur, „lýtur öll að því að efla með börnunum líkamlega hreysti, glæða gáfur þeirra og draga fram í þeim þá eiginleika, sem síðar meir verði skapandi afl til að byggja upp full- komið sameignarþjóðfélag." (Rauða hættan. 1977. Mál og menning.) Tæki til byltingar Og þá er mál til komið að rifja upp kenningar sumra uppeldisfröm- Helga Sigurjónsdóttir Tölvur og tækni Fimmtudagsblaði Morgunblaðsins, 28. september nk., fylgir blaðauki sem heitir Tölvur og tækni, en þann dag hefst í Laugardalshöll tölvusýning. í þessum blaðauka verður fjallað um sýninguna, það nýjasta í tölvutækni, alnetið (Internetið) og tækni því tengdu, aukna samkeppni á einkatölvumarkaðinum, nýjungar í fyrirtækjatölvum, CD-ROM tæknina og forrit og leiki á CD-ROM diskum, nýjar leikjatölvur og tölvubækur. Einnig verður fjallað um nýjustu tækni í hljómtækjaheiminum og þróun sjónvarps- og farsímatækni. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 13.00 fimmtudaginn 21. september. Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Gubný Sigurbardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. -kjarni málsins! uðanna sem ég gat um í síðustu grein. Comenius á 16. öld vildi nota skólann til að skapa friðsama menn, Rousseau á 18. öld vildi það líka svo og Dewey á þeirri 20. Af þessu sést að hugmyndimar um að breytt hlutverk skóla, úr fræðslustofnun í uppeldisstofnun, em ekki nýjar af nálinni. Lítum nánar á kenningar Rousseaus. Að hans dómi var um tvennt að velja í uppeldinu, annað- hvort algjört „náttúrulegt“ frelsi eins og Emile fékk eða uppeldi til Fyrir róttækum 68- kynslóðarmönnum var það nánast trúaratriði, segir Helga Signrjóns- dóttir í 3ju skólamála- grein sinni, að salla nið- ur gamla skólann. skilyrðislausrar undirgefni við þjóð- félagið. Hið fyrra var óframkvæm- anlegt, sagði hann, hið síðara því aðeins að þjóðfélagið/ríkið væri réttlátt og tæki einstaklingunum fram að siðferði og réttsýni. Til að skapa réttlátt ríki þarf að ala börn- in upp á réttan hátt - á barnaheimil- um og í uppeldisskólum undir stjórn menntamanna (uppeldisfrömuða). Þeir einir vissu hvað var rétt og hvað var rangt í þessum efnum, ekki heimskur almenningur enda var honum ekki trúandi fyrir uppeid- inu. í höndum hans spilltust börnin og réttlátt ríki yrði ékki að veru- leika. Þess vegna var uppeldi á stofnunum ríkisins nauðsyn. Þá yrði maðurinn og ríkið eitt, „menn yrðu góðir, þeir yrðu hamingjusamir og hamingja þeirra og velferð lýðveldis- ins yrði eitt og hið sama". (Int- ellectuals. 1990: 21-25.) Fæstir gömlu ísl. sósíalistanna eða vistrisinnanna virðast hafa tileinkað sér þessar hugmyndir ef marka má skrif þeirra um skólamál á fyrri hluta aldarinnar. (T.d. Gunnar M. Magn- úss.) Hins vegar tóku þeir og marg- ir fleiri undir hugmyndir uppeldis- frömuða um þörfína fyrir sveigjan- leika, mannúð og mildi gagnvart bömum og unglingum. Það kom þjóðfélagsbyltingu samt sem áður ekkert við. Hugmyndimar um skól- ann sem byltingartæki, skólann sem uppeldisskóla, náði hins vegar að blómstra í nýju vinstrihreyfíngunni (The New Left) sem efldist mjög í öllum vestrænum löndum um og eft- ir 1960. Fyrir róttækum 68-kynslóð- armönnum varð það nánast trúaratr- iði að salla niður gamla skólann og taka kennara á taugum. Sjálfsagt hefur fæstum verið ljóst hvað þeir voru í raun og vera að tala um, áróð- ursmenn fyrir byltingum afla sér ævinlega fylgismanna með óljósu tali eða svo torráðnu að erfítt er fyrir aðra en innvígða að vita hvað er á ferðinni. Hvað um það, hvort sem skilningurinn var meiri eða minni varð almenn krafa vinstri- manna á sjöunda og áttunda ára- tugnum (og er enn hjá sumum) að skólinn, bæði grann- og framhalds- skóli, ætti fyrst og fremst að vera uppeldisskóli, fræðsla í hefðbundnum námsgreinum skipti litlu máli. Það væri eina leiðin til þess að skapa nýjan og betri heim, nýjan mann, mann í anda Rousseaus. Róttæk breyting á inntaki skóla varð því pólitísk nauðsyn. Wolfgang Edel- stein, sem hvað mest hefur barist fyrir breyttu hlutverki skóla hér á landi, inntaki hans og kennsluhátt- um, viðurkennir þetta er hann segir í bókinni Skóli - nám - samfélag: „Nýbreytni í námi og kennslu virtist bjóða fram lausn á allsheijarvanda- málinu um misrétti - lausn sem í bjartsýni bauð að byltingar yrði ekki lengur þörf.“ (Bls. 257.) Hann grein- ir síðan frá því að stefna með þetta að leiðarljósi (Targets for Education) hafi verð mótuð af OECD, Efna- hags- og samvinnustofnun Evrópu- landa og Bandaríkjanna árið 1980. Þá hafí skynsemi og vald gengið í bandalag til að vinna að framförum. En því miður, að hans dómi, íhalds- öflin fóra að ráðast á nýja skólann. Tekið skal fram að ég hef valið að nota orðið uppeldisskóli um nýju skólagerðina af því að Wolfgang Edelstein gerir það í bók sinni Skóli - nám - samfélag, t.d. í greininni Námsverksmiðja eða uppeldisskóli (bls. 111-116). Wolfgang vill að framhaldsskólinn verði líka uppeld- isskóli í anda grannskólans. sbr. greinina Æskan og menningin (bls. 133-156). Þar með er ekki sagt að gamli skólinn hafi ekki sinnt upp- eldi á neinn hátt né að skólar eigi eingöngu að miðla fræðslu. Nánar um þetta í næstu greinum. Höfundur er kennari og námsráðgjafi. PROFUTURA Nú líka augnkrem, hólskrem og kraftmiklir Serum dropar. Þú þarít ekki að vera hrædd viS hrukkur lengur. Profutura krem flytur 30 sinnum meira af A og E vítamínum inn í húðina en lípósóm. Hrukkur myndast síöur og húðin verður fallegri dag fró degi. MARBERT Við seljum MABBERT: - og þú lítur vel útl Nono, Hólngarii; Libin, Mjódd; Spes, Háeleilisbmit; Sandra, Laugavegi; Brá, Laugavegi; Bylgjan, Kápovogi; Snyrtiböllin, Caröabæ; Sandra, Halnarlirdi; Gallery Förban, Kellavik; Krisma, Isalirbi; lömhúsib, Akureyri; Apótek leslmannaeyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.