Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ConD Hellur &steinar Sexkantur Traust igmdirstaSa Fjölbreytt úrval af hellum og steinum fyrir gangstéttar, innkeyrslur og garða. Ending skiptir öllu «PR Pipugeröinh/í Skrifstofa Suðurhraun 2 • 210 Garðabær & verksmiðja: Sími: 565 1444 • Fax: 565 2473 Verksmiðja: Sævarhöfði 12-112 Reykjavík Sími: 587 2530 • Fax: 587 4576 1 ÞARF.AD LAGA; STEXTINA : SVALÍRNAR? antar þig vatnsfælna Fæst í byggingavöruverslunum og hja FÍNPÚSSNING SF. Sími 553 2500 Skrifstofutækni Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif- stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði, Heistu námsgreinar eru: ■ Handfært bókhald ■ Tölvugrunnur H Ritvinnsla H Töflureiknir 8 Verslunarreikningur S Gagnagrunnur * Mannleg samskipti -E Tölvubókhald B Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar „Ég hafði samband við Tölvuskólci Islands og ætlaði að fá undirstöðu í bókhaldi og var mér bent á skrif- stofutækninámið. Eftir að hafa setið þetta nám þá tel ég mig mun hæfari starfskraft en áður og nú get ég nýtt mér þá kosti, sem tölvuvinnslan hefur t/pp á að bjóða. Ég mæli eindregið með þessu námi. “ Ólafur Benediktsson, starfsmaður Glófaxa. ^—. Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli Islands Höfðabakka 9 • Sími 567 14 66 AÐSEIMPAR GREIIMAR Grafarþögn um graftarkýlin ÞEGAR skólar landsins eru að hefja kennslu eftir sumar- leyfið, þá tel ég tíma- bært að ræða um van- rækslu þeirra á ís- lenskukennslu og jafnramt á einni okkar merkustu menningar- arfleifð - ljóðhefðinni. Skólarnir virðast ástunda vaxandi vor- kunnsemi gagnvart námskröfum, sem sí- fellt er verið að út- þynna. Þeir telja t.d. of mikið álag á börn og unglinga að læra utanað nokkur snjöll Ijóð þjóðskáldanna og ér sú kennsla í algjöru lágmarki. Stuðlasetning er arfleifð sem ætti að vera okkar stolt, því hún hefir aðeins varðveist á íslandi. Ljóð fortíðar eru mörg, snjöll og sígild. Þau blómstra gróskumikil í hjörtum þjóðarinnar en samtíminn er að gera þessa merku arfleifð að lúsugu arfabeði. Tískulús erlendra strauma og eft- iröpunar er að naga í sundur rætur íslenskrar ljóðahefðar. Hvernig sem sjálfskipaðir menn- ingaritar hamast og þykjast, hafa unnið fullan sigur á ljóðhefðinni, þá ætti slíkt að þjappa þjóðinni saman ásamt skólum og kennara- stéttinni til varnarbaráttu, því atómkveðskapur og svokölluð prósaljóðð geta aldrei orið kjölfesta í íslenskri ljóðagerð! Hinsvegar er það staðreynd að á þessu sviði er að verða meirihátt- ar kynslóðarbil, mér liggur við að segja sorglegt og háskalegt um- ferðarslys, vegna vanrækslu í skól- um_ landsins. Ég ætla að rökstyðja þessa full- yrðingu með tilvitnunum í þtjá mikilhæfa kennara, sem skrifuðu allir áhugaverðar greinar í Mbl. í júlí sl. Það furðulega er að þær virtust ekki vekja neina umtals- verða athygli. Fyrst skal vitnað í grein Þorsteins Antonssonar, kenn- ara og rithöfundar. Kýlil „Oftsinnis fann ég til megnrar blygðunarkenndar í vetur, þegar ég var að kenna fjórða bekk fram- haldsskólans á ísafirði syokallaða íslensku og ísl. bókmenntir... I vet- ur stóð ég mig aftur og aftur að vera farinn að krafla mig fram úr stjórn- málafræði í stað þess að kenna bókmenntir en til þess er ég van- búnari en að skrafa um bókmenntir... í fyrsta lagi er ekki annað að sjá af kennslubókum en að höfundar hafi lengst af þessa tímabils verið á kafi í pólitík. Og ekki nóg með það heldur sérstaklega róttækri pólitík — kommúnisma... Þeir snillingar sem sett hafa saman kennslu- ritin, sem nota skla við kennslu nútíma bókmennta hafa reynst þessum málstað svo notadijúgir að fyrir kennara er ekki nokkur leið eins og málum er háttað önnur en að gera sig að fífli frammi fyrir nemendum sínum: annaðhvort mælir hann gegn sjálfum sér í gríð og erg, þegar hann hrósar skáld- skapnum en dæmir boðskapinn léttvægan... eða hitt að hann Iætur kyrrt liggja og heldur uppi komm- únistaáróðri í kennslustofunni ásamt skáldskapnum... eins og kennslumálum nú er háttað verða kennarar annaðhvort að snúast gegn sterkri vinstri hefð, sem ráðið hefur a.m.k. allri íslenskukennslu í landinu um langt skeið eða bera brigður á augljósar ijarstæður í boðskap ljóða sem lærdómsrita, eða hitt að kyngja skömm sinni og blygðun og fjalla um boðskapinn athugasemdalaust... “ Þessi mergjaða yfirlýsing sannar áþreifanlega hvernig pólitískt gjaldþrotabú kommanna hefir mis- notað aðstöðu sína blygðunarlaust og gefið út falskar ávísanir á ótal sviðum og ekki hikað við að mis- nota Menntamálaráðuneytið til slíkrar hryðjuverkastarfsemi. Er ekki kominn tími til að láta kom- mana svara til saka, moka flórinn rækilega og leiðrétta kennsluefnið! Kýli II Næst örstutt tilvísun í grein Jóns Hafsteins Jónssonar fyrrv. mennta- skólakennara: „... Eg veit að í grunnskólanum sleppa nemendur í gegnum reiknings- og stærð- fræðinám sitt, án þess að þurfa að lúta þeim aga, sem felst í réttri notkun táknmáls og ég hef grun um að rætur þessa meins sé að fínna í hinni svokölluðu „nýskóla- stefnu“...“ Síðar er vitnað í greinar eftir tvo vansæla kennaraháskóla- nema: „Það er líka eitt innanhús- vandamál hjá okkur í Kennarahá- skólanum, en það er þessi föndurár- átta... ég spyr mig stundum, hvort ég sé í háskóla eða föndurnámi...!“ Og Ingunn Snædal er með ófagra lýsingu á virðingarleysi háksóla- kennara þar á bæ fyrir íslensku máli og eftir upptalningu á vægast sagt ótrúlegum málvillum, sem enginn viðstaddra hirti um að leið- rétta: „Ég er sár og leið yfir að Atómkveðskapur og svokölluð prósaljóð, segir Guðmundur Guðmundarson, geta aldrei orðið kjölfesta í íslenskri ljóðagerð. ísl. háskólakennarar skuli ekki gera meiri kröfur til sjálfra sín en raun ber vitni...“ Kýli III Loks er tilvitnun í Valdimar Gunnarsson, móðurmálskennara og settan skólameistara við MA: ..Úrslit samræmdra prófa... að- eins tæpur helmingur gerir betur en að ná lágmarkeinkunn..." í við- tali við formann SM er réttilega bent á þá rýrnun, sem hefir orðið í beinni tilsögn í móðurmálinu í grunnskólum undanfarin ár. Það er líka minnt á þá staðreynd að þessi þáttur grundvallarmenntun- ar, móðurmálið, er slikur lykill að öllu öðru bóknámi, að í mörgum löndum er lögð alveg sérstök áhersla á að þessi þáttur fái sér- stakan sess í skólanum. Framangreindar tilvitnanir skýra sig sjálfar. Grafarþögn í stað umræðu er einnig athyglisverð. Og svo ég snúi mér aftur að ljóðagerðinni, þá blasir við sú stað- reynd að þjóðin hefir sáralítinn áhuga fyrir ljóðagerð flestra yngri ljóðskálda, sem oftast verðskulda alls ekki það nafn. Sjálfskipaðir menningarvitar álasa hinsvegar oft almenningi í stað þess að taka ruglukollana til meðferðar. Mér finnst einkennilega oft veðj- að á vitlausan hest í ljóðagerðinni. Það er verið að veðja á brokkgeng- ar og slægar móbykkjur í stað gæðinga! Útbreiddur misskilningur er, að það sé eitthvað flókið að fræða ungliga um höfuðstaf og stuðla (ljóðstafi). Ef t.d. eitthvað af snjöll- um ljóðum þjóðskáldanna væru les- in og rædd í nokkrum kennslu- stundum og ljóðstafirnir útskýrðir, þá kæmi strax í ljós, að ekki er um einhveija flókna galdraformúlu að ræða heldur mjög áhugaverða arfleifð, sem gaman er að fræðast um, lyftir ljóðunum í æðra veldi og er í reynd býsna auðskilin. Að lokum er mér minnisstætt, þegar ég nýlega ræddi við ungling í gagnfræðaskóla, greindan og fróðleiksfúsan og fór að spjalla við hann um ljóðagerð og kennslu á því sviði, þá svaraði hann mér ein- faldlega: „Þú ættir að fara að gera þér grein fyrir því að mín kynslóð hefir ekki áhuga á ljóðagerð!!" Arangur niðurrifs-aflanna er ótvíræður! Höfundur er fv. framkvæmda- stjóri. Verslanir . . . og menning í miðju heimsborgarinnar Hamborgar. Verslunarhverfi, leikhús, barir og veitingahús eru í gönguleið. Þú færð alltaf hlýjar móttökur ó hótelinu okkar. Notfærðu þér sértilboð okkar fyrir Islendinga ó tímabilinu: Haust vetur '95-'96 Tveggja manna herbergi ----- m. sturtu/WC: 150 DM, morgunverðarhlaðborð innifalið Einstaklingsherbergi m. sturtu/WC: 100 DM, morgunverðarhlaðborð innifalið Pantaðu þér herbergi stax hjó: Hotel Metro Merkur,Hamborg, sími: 00 49 40 24872111 Fox: 00 49 40 240284 Bremer Reihe 12-14 / 20099 Hnmburg/Germany Guðmundur Guðmundarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.