Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 43 Matur og matgerð Krækiberja- saft- og sulta í síðasta þætti hvatti Kristín Gestsdóttir landsmenn til að nota krækiberjasaft, en * þó var engin uppskrift að saftinni. Ur því bætir hún í þessum þætti. ÞAÐ ERU fleiri en íslenskt mannfólk sem borða ber. Rann- sóknir á refum á Ströndum hafa leitt í ljós að þeir nærast nær eingöngu á beijum í tvo mánuði að hausti og einn mánuð að vori, þegar berin koma undan snjó. Nú er beijaspretta orðin góð og vonandi geta bæði menn og refir gætt sér á beijum lengi enn. Krækibeijahlaup og sulta er mjög gott með pönnukökum, vöfflum og kexi, hér eru þijár uppskriftir af því, önnur hlaup- uppskriftin er með talsvert mikl- um sykri eins og venja er en hin er með ávaxtasykri og gervi- sykri, en ávaxtasykur er u.þ.b. helmingi sætari en annar sykur. Sykursjúkir gætu jafnvel borðað smávegis af þeirri sultu. Svo er hér rabarbara-/krækibeijasulta. Um geymslu á sultu Erfitt getur verið að geyma sultu og saft, ef maður hefur ekki góða geymslu. Hvorki er nauðsynlegt að nota rotvarnar- efni né annað sultunni til varnar, ef eftirfarandi reglum er fylgt. 1. Notið krukkur með skrúfuð- um lokum. Raðið krukkunum á hvolf í stóran pott, setjið vatn í pottinn þannig að fljóti yfir krukkurnar. Sjóðið krukkulokin með í pottinum. Látið sjóða í 10 mínútur eftir að suðan hefur komið upp. 2. Hellið sjóðheitri sultunni í heitar krukkurnar alveg upp á brún, skrúfið lokin lauslega á. Látið kólna alveg, en herðið þá lokin. 3. Merkið krukkurnar með innihaldi og dagsetningu og geymið á köldum stað, ef þess er kostur. Krækiberjasaft 1 lítri krækiberjasafi ________safi úr >2 sitrónu___ 150-200 g sykur Setjið beijasafa, sítrónusafa og sykur í pott, látið sjóða vel upp. Kælið og setjið í mjólkur- fernur, geymið í frysti. j^x i Blandið saman við vatn eða sódavatn og notið til drykkjar. Berjahlaup með ávaxtasykri og strásætu 1 lítri hreinn krækiberjasafi safi úr 1 sítrónu 1 dl strásæta (Hermesetas) ________1 dl ávaxtasykur 1 bréf Melatin sultuhleypir (í bláum bréfum) eða önnur tegund 1. Setjið krækibeijasafa og strásætu í pott og látið sjóða. 2. Blandið saman ávaxtasykri og hlaupdufti, sigtið yfir það sem er í pottinum og látið sjóða aftur upp. 3. Takið pottinn af hellunni, hellið síðan í sultukrukkur, sjá hér að framan. Berjahlaup með sykri 1 lítri krækiberjasafi gulum bréfum) eða önnur tegund 800 g sykur 1. Setjið krækibeijasafa og sítrónusafa í pott og látið sjóða. 2. Setjið hlaupduftið á sigti og sigtið yfir sjóðandi safann, hrærið vel í og látið sjóða í eina mínútu. 3. Setjið sykurinn út í og látið sjóða vel upp. 4. Hellið í krukkur, sjá hér að ofan. Krækibetja-/rabar- barasulta 1 kg rabarbari 1 kg krækiber safi úr 1 sítrónu 1 kg sykur 1 bréf Melatin sultuhleypir (í 2'A msk. sultuhleypir 1. Takið frá 2 dl af sykri og geymið. Skerið rabarbara smátt, setjið í pott ásamt sykri og krækibeijum og sjóðið við hægan hita í l'/2-2 klst. 2. Blandið sykrinum sem tek- inn var frá saman við sultuhleyp- inn, sigtið yfir sjóðandi sultuna og látið sjóða vel upp. Eða fylg- ið leiðbeiningum á umbúðum. 3. Hellið í sultukrukkur, sjá hér að framan. skólar/námskeið handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna viö Burda. Sparió og saumiö fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 551 7356. ■ Útskurður í tré Námskeið hefjast 18. september. Upplýsingar í síma 557 2075 eftir kl. 17 á daginn. Friðgeir Guðmundsson, tréskurðarmaður. myndmennt ■ Keramiknámskeið Námskeið í keramik hefjast í byrjun október að Hulduhólum, Mosfellsbæ. Byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið. Upplýsingar í síma 566-6194. Steinunn Marteinsdóttir. ■ Námskeið í módelteikningu mánudaga kl. 17.30-19.45, átta skipti. Verð 15.900 kr. Hefst 2. október. Rut Rebekka, listmáiari, Stafnaseli 3, sfmi 557 1565. ■ Trévinna Námskeið í trérennismíði, smíði tréskála og ýmissa smámuna. Kynnist renni- bekknum á nýjan og spennandi hátt. Upplýsingar í síma 552 5128. Bjarni Þórðarson, vinnustofa, Skólavörðustfg 44, Rvík. ■ Málun - myndmótun Ríkey byrjar með mótunarnámskeið og listmálunarnámskeið í september. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og innritun í síma 552-3218 og hs. 562-3218. ■ Málun - myndlist Dag- og kvöldtímar fyrir byrjendur og lengra komna. Undiistöðuatriði og tækni. Málað með vatns- og olíulitum. Upplýsingar og innritun eftir kl. 13 alla daga. Rúna Gísladóttir, listmálari, sími 561 1525 ■ Bréfaskólanámskeið Grunnteikning, líkamsteikning, litameð- ferð, listmálun með myndbandi, skraut- skrift, innanhússarkitektúr, híbýlafræði, garðhúsagerð, teikning og föndur fyrir börn, húsasótt, UFO og bíóryþmi. Fáðu sent kynningarit skólans eða hringdu í síma 562 7644 allan sólar- hringinn eða sendu okkur línu í pósthólf 1464, 121 Reykjavík eða f http://www.mmedia.is/handment/ tölvur ■ Tölvuskóli í fararbroddi. Öll hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda námsskrána. ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1 - Windows 3.11 ásamt Mail og Scedule - Word 6.0 fyrir Windows og Macintosh - WordPerfect 6.0 fyrir Windows - Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh - PageMaker 5.0 f. Windows/Macintosh - Access 2.0 fyrir Windows - PowerPoint 4.0 f. Windows/Macintosh - Tölvubókhald - Novell námskeið fyrir netstjóra - Word og Excel uppfærsla og framhald - Unglinganám, Windows eða forritun - Windows forritun - Internet grunnur, frh. eða HTML skjöl Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 561-6699. R| Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 561 6699. ■ Stutt, hnitmiðuð hálfsdagsnám- skeið fyrir notendur STÓLPA og þá sem þurfa að kynna sér notkun alhliða bókhaldskerfis: Fjárhagsbókhald • Viðskiptamannakerfi • Sölukerfi og reikningsgerð • Birgða- kerfi • F'ramleiðslukerfi • Kassakerfi fyrir verslanir • Pantanakerfi • Toll- skýrslugerð og verðútreikningur • Launakerfi • Mælingakerfi • Stimpil- klukkukerfi • Verkbókhald • Tilboðs- kerfi • Bifreiðakerfi fyrir verkstæði • Útflutningskerfi • Tenging við inn- heimtukerfi banka • Visa/Euro samning- ar, vixlar og gíró. Námskeiðin eru haldin bæði fyrir og eftir hádegi. Vinsamlegast pantið í síma 569 8044. KERFISÞRÖUN HF. Fákafeni 11, 128 Reykjavík. ■ Tölvunámskeið Öll tölvunámskeið á Macintosh og PC. Hringið og fáið senda námsskrá. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sími 568-8090. ■ Þýskunámskeið Germaniu eru hafin. Upplýsingar í síma 551-0705 kl. 11.30-12.30 eða kl. 17-19. ■ Bókhaldsnámskeið Þrjú sjálfstæð dagsnámskeið fyrir not- endur STÓLPA og byrjendur: Fjárhagsbókhald. Fjárhagsbókhald, skuldunauta-, sölu- og birgðakerfi. Launakerfi. Námskeiðin eru haldin alla miðvikudaga. Vinsamlegast pantið í síma 568 8044. KERFISÞRÖUN HF. Fákafeni 11, 128 Reykjavik. tónlist ■ Píanókennsla Tek byrjendur á píanó og hljómborð. Upplýsingar í síma 561-9125. Sigríður Kolbeins. tungumál ■ Danska - fyrir alla! Viltu ná betri tökum á dönskunni? Fjölbreytt, fagleg og árangursrik kennsla ásamt námstækni á góðu verði. Stuðn- ingur við skólanámið eða almenn kennsla með áherslu á talmál og málnotkun. Einstaklingskennsla eða fámennir hópar. Hópkennsla hefst 15. september en einkakennsla eftir nánara samkomulagi. Innritun í síma 588-1022 milli kl. 15-18, eða í síma 557-9904 á kvöldin. Töivupóstur: hugborg @itn.is Kennari: Jóna Björg Sætran B.A., dönskukennari og kennslubókahöfundur. Kennslustaður: Hugborg, Síðumúla 13, 3. hæð. ■ Málaskóli Amal Rúnar Ódýrir einkatímar í ensku. Sveigjanleg stundaskrá. Sími 562 9421 og símboði 846 2555. ýmislegt ■ Breytum áhyggjum í uppbyggjandi orku! ITC námskeiðið Markviss málflutningur. Grundvallaratriði í ræðumennsku. Upplýsingar: Sigríður Jóhannsdóttir í símum 568-2750 og 568-1753. ■ Frá Heimspekiskólanum Kennsla hefst 18. september. Fjölbreytt námskeið í boði fyrir 6 ára nemendur og eldri. Upplýsingar og innritun í síma 562-8283 kl. 16.00-18.30. ■ Fræðsla um kristna trú Hefur þú áhuga á námskeiði um lestur biblíunnar? Hvaða erindi á þetta forna rit við okkur? Leikmannaskóli kirkjunnar. Skráning og upplýsingar á Biskupsstofu í síma 562 1500. fullo Gcrðubcrg 1,3 hæð 3* 557 1155 ■ Málanámskeið 1-3, fornáms- og framhaldsskólaprófáfangar 0, 10, 20, 30. 40, áf.: Ens., þýs., dan.. sæn., nor., spæ., fra., stæ., eðl., efn., ísl., Icelandic. Aukatímar. Skráning hafin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.