Morgunblaðið - 12.09.1995, Page 43

Morgunblaðið - 12.09.1995, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 43 Matur og matgerð Krækiberja- saft- og sulta í síðasta þætti hvatti Kristín Gestsdóttir landsmenn til að nota krækiberjasaft, en * þó var engin uppskrift að saftinni. Ur því bætir hún í þessum þætti. ÞAÐ ERU fleiri en íslenskt mannfólk sem borða ber. Rann- sóknir á refum á Ströndum hafa leitt í ljós að þeir nærast nær eingöngu á beijum í tvo mánuði að hausti og einn mánuð að vori, þegar berin koma undan snjó. Nú er beijaspretta orðin góð og vonandi geta bæði menn og refir gætt sér á beijum lengi enn. Krækibeijahlaup og sulta er mjög gott með pönnukökum, vöfflum og kexi, hér eru þijár uppskriftir af því, önnur hlaup- uppskriftin er með talsvert mikl- um sykri eins og venja er en hin er með ávaxtasykri og gervi- sykri, en ávaxtasykur er u.þ.b. helmingi sætari en annar sykur. Sykursjúkir gætu jafnvel borðað smávegis af þeirri sultu. Svo er hér rabarbara-/krækibeijasulta. Um geymslu á sultu Erfitt getur verið að geyma sultu og saft, ef maður hefur ekki góða geymslu. Hvorki er nauðsynlegt að nota rotvarnar- efni né annað sultunni til varnar, ef eftirfarandi reglum er fylgt. 1. Notið krukkur með skrúfuð- um lokum. Raðið krukkunum á hvolf í stóran pott, setjið vatn í pottinn þannig að fljóti yfir krukkurnar. Sjóðið krukkulokin með í pottinum. Látið sjóða í 10 mínútur eftir að suðan hefur komið upp. 2. Hellið sjóðheitri sultunni í heitar krukkurnar alveg upp á brún, skrúfið lokin lauslega á. Látið kólna alveg, en herðið þá lokin. 3. Merkið krukkurnar með innihaldi og dagsetningu og geymið á köldum stað, ef þess er kostur. Krækiberjasaft 1 lítri krækiberjasafi ________safi úr >2 sitrónu___ 150-200 g sykur Setjið beijasafa, sítrónusafa og sykur í pott, látið sjóða vel upp. Kælið og setjið í mjólkur- fernur, geymið í frysti. j^x i Blandið saman við vatn eða sódavatn og notið til drykkjar. Berjahlaup með ávaxtasykri og strásætu 1 lítri hreinn krækiberjasafi safi úr 1 sítrónu 1 dl strásæta (Hermesetas) ________1 dl ávaxtasykur 1 bréf Melatin sultuhleypir (í bláum bréfum) eða önnur tegund 1. Setjið krækibeijasafa og strásætu í pott og látið sjóða. 2. Blandið saman ávaxtasykri og hlaupdufti, sigtið yfir það sem er í pottinum og látið sjóða aftur upp. 3. Takið pottinn af hellunni, hellið síðan í sultukrukkur, sjá hér að framan. Berjahlaup með sykri 1 lítri krækiberjasafi gulum bréfum) eða önnur tegund 800 g sykur 1. Setjið krækibeijasafa og sítrónusafa í pott og látið sjóða. 2. Setjið hlaupduftið á sigti og sigtið yfir sjóðandi safann, hrærið vel í og látið sjóða í eina mínútu. 3. Setjið sykurinn út í og látið sjóða vel upp. 4. Hellið í krukkur, sjá hér að ofan. Krækibetja-/rabar- barasulta 1 kg rabarbari 1 kg krækiber safi úr 1 sítrónu 1 kg sykur 1 bréf Melatin sultuhleypir (í 2'A msk. sultuhleypir 1. Takið frá 2 dl af sykri og geymið. Skerið rabarbara smátt, setjið í pott ásamt sykri og krækibeijum og sjóðið við hægan hita í l'/2-2 klst. 2. Blandið sykrinum sem tek- inn var frá saman við sultuhleyp- inn, sigtið yfir sjóðandi sultuna og látið sjóða vel upp. Eða fylg- ið leiðbeiningum á umbúðum. 3. Hellið í sultukrukkur, sjá hér að framan. skólar/námskeið handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna viö Burda. Sparió og saumiö fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 551 7356. ■ Útskurður í tré Námskeið hefjast 18. september. Upplýsingar í síma 557 2075 eftir kl. 17 á daginn. Friðgeir Guðmundsson, tréskurðarmaður. myndmennt ■ Keramiknámskeið Námskeið í keramik hefjast í byrjun október að Hulduhólum, Mosfellsbæ. Byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið. Upplýsingar í síma 566-6194. Steinunn Marteinsdóttir. ■ Námskeið í módelteikningu mánudaga kl. 17.30-19.45, átta skipti. Verð 15.900 kr. Hefst 2. október. Rut Rebekka, listmáiari, Stafnaseli 3, sfmi 557 1565. ■ Trévinna Námskeið í trérennismíði, smíði tréskála og ýmissa smámuna. Kynnist renni- bekknum á nýjan og spennandi hátt. Upplýsingar í síma 552 5128. Bjarni Þórðarson, vinnustofa, Skólavörðustfg 44, Rvík. ■ Málun - myndmótun Ríkey byrjar með mótunarnámskeið og listmálunarnámskeið í september. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og innritun í síma 552-3218 og hs. 562-3218. ■ Málun - myndlist Dag- og kvöldtímar fyrir byrjendur og lengra komna. Undiistöðuatriði og tækni. Málað með vatns- og olíulitum. Upplýsingar og innritun eftir kl. 13 alla daga. Rúna Gísladóttir, listmálari, sími 561 1525 ■ Bréfaskólanámskeið Grunnteikning, líkamsteikning, litameð- ferð, listmálun með myndbandi, skraut- skrift, innanhússarkitektúr, híbýlafræði, garðhúsagerð, teikning og föndur fyrir börn, húsasótt, UFO og bíóryþmi. Fáðu sent kynningarit skólans eða hringdu í síma 562 7644 allan sólar- hringinn eða sendu okkur línu í pósthólf 1464, 121 Reykjavík eða f http://www.mmedia.is/handment/ tölvur ■ Tölvuskóli í fararbroddi. Öll hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda námsskrána. ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1 - Windows 3.11 ásamt Mail og Scedule - Word 6.0 fyrir Windows og Macintosh - WordPerfect 6.0 fyrir Windows - Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh - PageMaker 5.0 f. Windows/Macintosh - Access 2.0 fyrir Windows - PowerPoint 4.0 f. Windows/Macintosh - Tölvubókhald - Novell námskeið fyrir netstjóra - Word og Excel uppfærsla og framhald - Unglinganám, Windows eða forritun - Windows forritun - Internet grunnur, frh. eða HTML skjöl Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 561-6699. R| Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 561 6699. ■ Stutt, hnitmiðuð hálfsdagsnám- skeið fyrir notendur STÓLPA og þá sem þurfa að kynna sér notkun alhliða bókhaldskerfis: Fjárhagsbókhald • Viðskiptamannakerfi • Sölukerfi og reikningsgerð • Birgða- kerfi • F'ramleiðslukerfi • Kassakerfi fyrir verslanir • Pantanakerfi • Toll- skýrslugerð og verðútreikningur • Launakerfi • Mælingakerfi • Stimpil- klukkukerfi • Verkbókhald • Tilboðs- kerfi • Bifreiðakerfi fyrir verkstæði • Útflutningskerfi • Tenging við inn- heimtukerfi banka • Visa/Euro samning- ar, vixlar og gíró. Námskeiðin eru haldin bæði fyrir og eftir hádegi. Vinsamlegast pantið í síma 569 8044. KERFISÞRÖUN HF. Fákafeni 11, 128 Reykjavík. ■ Tölvunámskeið Öll tölvunámskeið á Macintosh og PC. Hringið og fáið senda námsskrá. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sími 568-8090. ■ Þýskunámskeið Germaniu eru hafin. Upplýsingar í síma 551-0705 kl. 11.30-12.30 eða kl. 17-19. ■ Bókhaldsnámskeið Þrjú sjálfstæð dagsnámskeið fyrir not- endur STÓLPA og byrjendur: Fjárhagsbókhald. Fjárhagsbókhald, skuldunauta-, sölu- og birgðakerfi. Launakerfi. Námskeiðin eru haldin alla miðvikudaga. Vinsamlegast pantið í síma 568 8044. KERFISÞRÖUN HF. Fákafeni 11, 128 Reykjavik. tónlist ■ Píanókennsla Tek byrjendur á píanó og hljómborð. Upplýsingar í síma 561-9125. Sigríður Kolbeins. tungumál ■ Danska - fyrir alla! Viltu ná betri tökum á dönskunni? Fjölbreytt, fagleg og árangursrik kennsla ásamt námstækni á góðu verði. Stuðn- ingur við skólanámið eða almenn kennsla með áherslu á talmál og málnotkun. Einstaklingskennsla eða fámennir hópar. Hópkennsla hefst 15. september en einkakennsla eftir nánara samkomulagi. Innritun í síma 588-1022 milli kl. 15-18, eða í síma 557-9904 á kvöldin. Töivupóstur: hugborg @itn.is Kennari: Jóna Björg Sætran B.A., dönskukennari og kennslubókahöfundur. Kennslustaður: Hugborg, Síðumúla 13, 3. hæð. ■ Málaskóli Amal Rúnar Ódýrir einkatímar í ensku. Sveigjanleg stundaskrá. Sími 562 9421 og símboði 846 2555. ýmislegt ■ Breytum áhyggjum í uppbyggjandi orku! ITC námskeiðið Markviss málflutningur. Grundvallaratriði í ræðumennsku. Upplýsingar: Sigríður Jóhannsdóttir í símum 568-2750 og 568-1753. ■ Frá Heimspekiskólanum Kennsla hefst 18. september. Fjölbreytt námskeið í boði fyrir 6 ára nemendur og eldri. Upplýsingar og innritun í síma 562-8283 kl. 16.00-18.30. ■ Fræðsla um kristna trú Hefur þú áhuga á námskeiði um lestur biblíunnar? Hvaða erindi á þetta forna rit við okkur? Leikmannaskóli kirkjunnar. Skráning og upplýsingar á Biskupsstofu í síma 562 1500. fullo Gcrðubcrg 1,3 hæð 3* 557 1155 ■ Málanámskeið 1-3, fornáms- og framhaldsskólaprófáfangar 0, 10, 20, 30. 40, áf.: Ens., þýs., dan.. sæn., nor., spæ., fra., stæ., eðl., efn., ísl., Icelandic. Aukatímar. Skráning hafin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.