Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 41 J I I 1 í J 1 I ‘! í I ! Í < i i i i i i i i < i i HRAFNHILDUR KRISTINSDÓTTIR + Hrafnhildur Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 11. apríl 1934. Hún lést á heimili sínu, Álftahólum 6, að morgni 3. septem- ber sl. Foreldrar hennar voru Svein- björg Helgadóttir, f. 1913 d. 1987, og Kristinn Ólason, f. 1910, d. 1992. Hálf- systkini Hrafnhild- ar, sammæðra, eru Aðalbjörg Garðars- dóttir, f. 1943, Þor- steinn Garðarsson, f. 1947, og Friðrik Garðarsson, f. 1951, og samfeðra Kristinn Ó. Kristins- son, f. 1940, og Einar Ágúst Kristinsson, f. 1945. 1. janúar 1971 giftist Hrafn- hildur eftirlifandi eiginmanni sínum, Hjörvari Sævalds- matreiðslu- f. 4. júní Foreldrar hans voru Sævaldur Ó. Konráðsson, f. 1905, d. 1988, og Friðrikka Júlíus- dóttir, f. 1899, d. 1982. Dóttir Hrafn- hildar og Hjörvars er Hjördís Hjör- varsdóttir, f. 6. des- ember 1971, og er sambýlismaður hennar Magnús Axelsson. Hrafnhildur verður jarðsung- in frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÞAÐ VAR falleg stund sem ég átti með þeim hjónum Hrafnhildi og Hjörvari við sjúkrabeð hennar á Borgarspítalanum nokkrum dögum áður en hún kvaddi þennan heim. Hún átti að fara heim næsta dag, eftir fjögurra mánaða legu á spítal- anum. Þetta hafði verið erfið raun og gleðin yfir að fá að fara heim var mikil. Ástúðin og væntumþykjan á milli þeirra hjóna fór ekki fram hjá mér og ég minntist orða hennar fyrir nokkrum árum þegar hún sagði mér að maðurinn sinn væri sinn allra besti vinur. Það hlýtur að vera mikils virði að eiga slíkan vin á raunastund. Heim fór hún, en áður en hún yfirgaf spítalann færði hún starfs- fólki deildar 4A stóra blómaskreyt- ingu sem þakklætisvott fyrir alla hjálpina og umönnunina. Fárveik lagði hún allt kapp á að geta sýnt þeim i verki hversu vel hún kunni að meta allt sem fyrir hana var gert. Þeir urðu ekki margir dagarn- ir heima, en hún lést að morgni 3. september, fjórum dögum eftir að heim kom. Hrafnhildur og Hjörvar kynntust þegar þau störfuðu bæði hjá Loft- leiðum, hún sem hlaðfreyja á Kefla- víkurflugvelli og hann sem mat- reiðslumaður. Henni líkaði ákaflega vel að vinna hjá Loftleiðum og átti þar góðan starfsferil. Síðar starfaði hún til margra ára við afgreiðslu í versluninni Olympiu og nú síðustu árin við heimilishjálp. Það starf átti vel við hana og var hún mjög gef- andi í samskiptum sínum við eldra fólkið. Á meðan einkadóttirin Hjördís var lítil var Hrafnhildur heimavinn- andi og lenti uppeldið að mestu á henni eins og svo margri sjómanns- konunni. Hjördís var augasteinninn hennar og ekki leyndi stoltið sér þegar um hana var rætt. Hún er nú sjálf búin að stofna sitt eigið heimili og á von á sínu fyrsta barni í byrjun nóvember. Ekki er hægt að minnast Hrafn- hildar án þess að nefna Krika, sum- arbústaðinn í Hraunborgum í Grímsnesi, þar sem hún undi sér svo vel. Hún var náttúrubarn, hafði yndi af gróðri og ræktun tq'á- plantna. Landið umhverfis Krika er lýsandi dæmi um garðáhuga hennar og þá alúð sem hún iagði í að fegra umhverfíð. Á næstu árum á sú vinna hennar eftir að koma enn betur í ljós. Ekki fórum við Einar varhluta af gestristni hennar. Ég minnist sérstaklega afmælisveislunnar í Krika í apríl 1994 og síðasta nýárs- dags í Alftahólunum. Nýársdagur var brúðkaupsdagur Hrafnhildar og Hjörvars og var þá viðtekin venja á heimilinu að hafa eftirrétt með blá- beijum, sem hún hafði tínt haustinu áður. Þetta átti að minna á að brátt kæmi betri tíð, hækkamh sól og sumar að nýju. Elsku Hjörvar og Hjördís. Megi minningin um góða eiginkonu og móður styrkja ykkur á sorgarstund. Guð blessi minningu hennar. Rebekka. Það var að morgni 3. september sem við fengum fréttina. Habba hafði tapað stuttri en hetjulegri baráttu við manninn með ljáinn og langar okkur að minnast hennar með þessum fátæklegu orðum. Habba frænka eins og hún var oftast kölluð var okkur mjög kær og það voru alltaf mjög hlýjar og góðar móttökur sem við fengum þegar við sóttum þau hjón heim. Heimilið þeirra bar merki um mikla smekkvísi og natni enda var hún listamaður í höndunum hvort sem um var að ræða umhverfi sitt eða heilu listaverkin úr matvælum því hún var líka listakokkur. Það var hennar guðsgjöf að eiga gott með að hugsa um og sitja hjá veiku og gömlu fólki og var það hennar starf síðustu árin. Hún var okkur mikill styrkur í veikindum systur sinnar og móður okkar fyrir ári og munum við ætíð þakka þann stuðning. Elsku Hjörvar og Hjördís, við biðjum góðan guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiðum stundum. Guð blessi ykkur. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf.ók.) Hrafnhildur, Sveinbjörg og Halldóra. Veistu ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta fara að finna oft. (Hávamál) Þessi orð úr Hávamálum voru sannarlega einkunnarorð Hrafn- hildar, eða Höbbu eins og hún var ætíð kölluð, vinkonu okkar úr saumaklúbbnum sem nú hefur verið tekin frá okkur. Jafnvel þótt inn- sæið segði okkur að kveðjustundin væri að nálgast þá kemur fréttin sjálf alltaf á óvart. Á slíkum tíma- mótum taka minningarnar að leita á mann og myndir frá liðnum sam- verustundum að streyma fram, ein á eftir annarri. Við höfðum allar unnið saman hjá Loftleiðum á [' — .;'"1 ICGSTCINRR 1 = Guðmundur Jónsson 1 j F. 14.11.1807 D. 21.3. 1865 SÍMI: Grciníl s/f HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR : 565 2707 FAX: 565 2629 Kefiavíkurflugvelli til margra ára og áttum því margt sameiginlegt. Það var einmitt Habba sem átti hugmyndina að því að við stofnuð- um saumaklúbb til að viðhalda þeim tengslum sem höfðu skapast á sam- eiginlegum vinnustað, sem síðan urðu að vináttu sem hélst áfram þrátt fyrir að við færum hver í sína áttina. Habba var elst af okkur og við bárum ákveðna virðingu fyrir henni, við litum á hana sem eins- konar „móður“ klúbbsins. Hún var glæsileg á að líta, veraldarvön og með fágaðan smekk. Það var ætíð spennandi að mæta í klúbb hjá Höbbu, móttökurnar voru svo „kon- unglegar“, maður ímyndaði sér að svona hlyti það að vera í Bucking- ham Palace. Hún var með allar siða- reglurnar á hreinu, hvort sem það var við móttökurnar, borðhaldið eða eldamennskuna. Slík var fag- mennskan að það læddist stundum að manni kvíði að halda klúbb næst á eftir Höbbu. Þótt klúbburinn sé kominn til ára sinna þá tókst okkur ekki nema einu sinni að komast saman í ferða- lag. Það var fyrir tveimur árum sem við fórum í fjögurra daga ferð til Lúxemborgar til að heimsækja eina úr klúbbnum sem býr þar. Sú ferð tókst mjög vel og áttum við þar ógleymanlegar stundir. Fyrir nokkrum árum byggðu þau hjónin, Hjörvar og Habba, sér sum- arbústað á Suðurlandi og var hann nefndur Kriki. Þetta var hennar sælureitur og helsta áhugamál seinni árin. Þar höfðu þau hreiðrað um sig á smekklegan hátt, gróður- sett tré og plöntur sem veita staðn- um Höbbulega hlýju. Á síðastliðnu sumri héldum við einmitt einn „saumafundinn" í Krika. Sú til- breytni og skemmtunin sem við höfðum af því hefur skilið eftir sig minningar sem seint munu gleym- ast. Það var ætíð líflegt í kringum Höbbu. Hún hafði svo gott skop- skyn og hún hafði frá svo mörgu að segja. Við eigum eftir að sakna þess mjög að fá ekki lengur að heyra skopsögurnar hennar. Það er búið að höggva stórt skarð í okkar litla hóp, því sá illvígi sjúk- dómur sem hefur lagt marga að velli hefur knúið dyra hjá okkur tvisvar í sumar og þrisvar á líftíma klúbbsins. Það verður erfitt að hefja vetrarstarfið að þessu sinni þegar vantar bæði Höbbu og Nunnu, en í huganum munu þær og Mæja Bjarna áfram verða okkur samferða á góðum stundum. Hver dagur er dýrmætur og okkur er því skylt að nýta hann til að gleðjast með öðrum og gleyma ekki að rækta vináttuna í dagsins önn. Okkur hættir mörg- um hveijum til þess og einmitt þess- vegna þökkum við fyrir að hafa fengið að eiga hana Höbbu okkar fyrir vinkonu, því það var hún sem stuðlaði að því að við héldum hóp- inn. Við sendum Hjörvari, Hjördísi og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og vonum að Guð veiti þeim styrk til þess að glíma við sorgina. Saumaklúbburinn. 108 Reykjavík. Simi 31099 Opift öll kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. v t I djúpri sorg tilkynnum við ótímabært og óskiljanlegt andlát ástkærrar móður minnar, hjartkærrar dóttur og yndis- legrar systur, VÍVAN HREFNU ÓTTARSDÓTTUR líffræðings í Genf, sem lést að morgni þess 9. september 1995. Urður Úa Guðnadóttir, Elín Sólveig Benediktsdóttir, Guðlaugur Kristinn Óttarsson, Sólveig Jóhannesdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRIN MAGNÚSDÓTTIR, Lambastöðum, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést i Borgarspítalanum þann 10. september. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG SNORRADÓTTIR, Hafnarstræti 37, Akureyri, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. september kl. 10.30. Hulda Marinósdóttir, Einar Helgason, Marinó Marinósson, Hrönn Guðmundsdóttir, Borghildur Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför systur minnar, GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík, sem andaðist í Sjúkrahúsi Húsavíkur 4. september sl., fer fram frá Húsavíkurkirkju ídag, þriðjudaginn 12. september, kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Þorgeir Jónsson. t Sonur okkar, bróðir, faðir og vinur BOGI ÞÓRARINN FRIÐRIKSSON, Hrafnakletti 1, Borgarnesi, sem lést 7. september sl., verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 14. september kl. 14.00. Jarðsett verður á Ytri-Rauðamel. Hulda Bára Jóhannesdóttir, Friðrik Bogason, aðstandendur og vinir. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró KAIVÝN OlJtuw —........<*.■ M pz~s> Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. ifi S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.