Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 38
>ö ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MÖRGUNBLAÐIÐ (FIMET) RAFMÓTORAR Eigum til á lager alhliba rafmótora í stærbunum 1,1 - 45 KW. Útfærslur: »IP55 St. Franciskusspítalinn er hag- stæður spítali fyrir þjóðarbúið! •meb fót og Sig. Sveinbjörnsson hf. Skeiðarási 14 Sími: 565-8850 Fax: 565-2860 V Fræðsla um kristna trú Hefur þú áhuga á námskeiði um Nýja testamentið, Gamla testamentið, kenningar kirkjunnar, þjónustu leikmanna í krikjunni, sálgæslu, siðfræði, kirkjusögu, trúaruppeldi, kirkjuna og spíritismann, trúflokka og kirkjudeildir, skipulag þjóðkirkjunnar? Leikmannaskóli kirkjunnar. Skráning og upplýsingar á Biskupsstofu í síma 562 1500 Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár i • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 567 7878 - fax 567 7022 Tilbúinn Stíflll eyöir í MORGUNBLAÐINU þ. 1.9. sl. birtist grein eftir Egil Ólafsson, blaðamann, undir fyrirsögninni Sjúkrahús byggð upp langt umfram þarfir. Er þar m.a. St. Franciskus- spítalinn (SFS) tekinn sem dæmi. Þeim skrifum viljum við mót- mæla og gefa nokkar skýringar. Ábendingar heimamanna ekki teknar til greina! Höfundur greinarinnar byggir skrif sín á skýrslu sjúkrahúsnefndar heilbrigðisráðuneytisins, svokall- aðri „gulu skýrslu" , en það er skýrsla, sem sjúkrahúsnefndin samdi fyrir tveimur árum. Sú skýrsla hefur hlotið mikla gagnrýni strax frá birtingu og er það miður að greinarhöfundur hefur ekki haft öll þau gögn í höndum, sem skýrslu- höfundum bárust frá stjórnendum sjúkrahúsanna, þar sem bent var á tölfræðilegar villur í skýrslunni. Forráðamenn SFS hafa áður svarað málflutningi sjúkrahús- nefndar bæði munnlega og skrif- lega og ætti því ekki að vera þörf á frekari skýringum. Skýrslan byggir á tölfræðilegri úttekt á starf- semi landsbyggðaspjtalanna á ár- unum 1989-1991. Á þessum tíma var starfsemi SFS í lægð vegna óviðráðanlegra aðstæðna og vegna byggingarframkvæmda. Nefndar- mönnum var þetta fullljóst þegar skýrslan var unnin, en hafa greini- lega kosið að nota tölurnar þrátt fyrir nægar upplýsingar um starf- semina frá árunum 1991 og 1992, sem þeim var miðlað, bæði munn- lega á fundi í Borgarnesi í desem- ber 1993 og í ítarlegri greinargerð, sem send var Símoni Steingríms- syni í janúar 1994. í greinargerð- inni var einnig skýrt frá áformum um ákveðna sérhæfíngu spítalans og undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir á SFS til meðhöndlunar bakverkja- og bijósklossjúklinga án skurðaðgerða. Starfssemi SFS og nýting hefur því aukist verulega þrátt fyrir flatan niðurskurð á þess- um árum. Stöðugt endurmat þarf að vera í gangi! Skýrsla eins og „gula skýrslan" er ágæt, svo langt sem hún nær. Sjúkrahúsnefndin á að halda áfram störfum og það á að fylgjast með þróun rekstrar stofnana milli ára, en ekki aðeins að grípa niður í rekst- urinn eins og hann var á árunum 1989-1991. Það vita það allir, sem nálægt rekstri koma, að framtíð fyrirtækja er ekki mörkuð með þvi að fara til baka 2-4 ár aftur í tím- ann í leit að þess tíma rekstartölum. Margt hefur breyst á ekki lengri tíma en það. Hvað SFS varðar þá er hér í Stykkishólmi mikið breytt stofnun frá því, sem var á viðmiðun- arárum skýrslunnar. Stöðugt end- urmat þarf að að sjálfsögðu vera í gangi og þannig hefur það verið hjá SFS. Það er íslenska ríkið, sem hagnast á að byggja með St. Franciskusreglunni, en ekki öfugt! Áður en lengra er haldið langar okkur til að rifja upp hvers vegna ^STREITU 0G KVIÐASTJORNUN Láttu kvíða ekki stjórna lífi þínu og samskiptum Helgarnámskeið fyrir karla og konur til að ná tökum á streitu, kvíða og spennu meö slökun, fræðslu og samskiptaþjálfun. Öll námsgögn og "Slökun og vellíðan" innifalin. Upplýsingar og skráning öll kvöld frá kl. 20-22 í síma 553 9109. lingsson, sálfræðingur St. Franciskusspítalinn í Stykkishólmi. farið var út í „hina 14 ára gömlu“ nýbyggingu. Árið 1935 var St. Franciskus- reglan tilbúin með sjúkrahús í Stykkishólmi, en reglan hafði sér- staklega verið beðin að koma hing- að til landsins, reisa hér spítala og reka hann. Árið 1975 var ákveðið að reisa heilsugæslustöð í Stykkishólmi, líkt og á fleiri stöðum á landinu. Tveir valkostir voru til staðar. í fyrsta lagi að reisa heilsugæslustöð að- skilda frá spítalanum eða í öðru lagi að tengja hana við spítalann. Eftir mikla skoðun varð síðari kost- urinn valinn, sem sagt að byggja stöðina við sjúkrahúsið. Um það voru menn sammála. Samhliða byggingu heilsugæslustöðvarinnar var ákveðið að bæta við spítalann því rými sem vantaði og var gerður um það samningur milli St. Franc- iskusreglunnar og ríkisins þannig að reglan greiðir 40% af fram- kvæmdakostnaði en ríkið 60%. Á það skal bent að þegar rikið byggir með sveitarfélögunum þá kemst ríkið ekki upp með að greiða minna en 85% af framkvæmdarkostnaði. Varðandi offjárfestingu þessarar byggingar þá er rétt að benda á að á óðaverðbólgutímunum greiddi St. Franciskusreglan mikið meira í byggingunni en henni bar á þeim tíma miðað við framlag ríkisins og væri það reiknað upp til verðlags í dag, má segja að reglan hafi greitt meirihlutann í þessum byggingar- framkvæmdum. Samningur um endur- bætur gerður 1992! Samningur um endurbætur á gamla húsinu, sem nýbyggingin er byggð við, var gerður 22. janúar 1992. Skv. 3. grein þess samnings kom fram sú skoðun þeirra sem undir hann rituðu að St.Franciskus- reglan fengi að vera í friði gagn- vart meiri háttar breytingum í rekstri, þar sem reglan greiðir þar líkt og við nýbygginguna 40% af kostnaðinum. Undir samninginn fyrir hönd íslenska ríkisins rituðu Sighvatur Björgvinsson, þáverandi heilbrigðisráðherra og Friðrik Sóphusson, þáverandi og núverandi fjármálaráðherra. Heilbrigðisráðu- neytið hafði allt frumkvæði að þeim samningi. Fjögurra eða fimm hæða spítali? Að gefnu tilefni viljum við upp- lýsa lesendur um að í nýbygging- unni er m.a. að finna legudeildir, heilsugæslustöð, sem er mun minni vegna samtengingar við SFS en aðrar heilsugæslustöðvar, þvotta- hús, endurhæfingardeild, móttöku fyrir sjúkrabíl, kapellu og líkhús, geymslur, mötuneyti og fundarsal. Fjöldi sjúkrarúma hefur ekki aukist heldur dregist saman úr 45 rúmum í 42 þegar SFS var settur á föst fjárlög. Áðstaða fyrir sjúkl- inga og starfsfólk hefur rýmkast og nú er aðstaðan orðin lík því sem hún er í öðrum stofnunum. Nú er komin gistiaðstaða fyrir aðstand- endur verðandi mæðra sem og þungt haldinna sjúklinga. í grein sinni vitnar Egill í Símon Steingrímsson, einn nefndarmanna sjúkrahúsnefndarinnar, þar sem „Símon sagði heldur ekki þörf fyrir fimm hæða sjúkrahús á Stykkis- hólmi, en þar búa innan við 1.500 manns“. Það eru hæpin vinnubrögð hjá stærðfræðingi að blanda saman töl- fræðilegum upplýsingum úr reksri og byggingarlagi húsa. Þessi um- mæli hans eru út í bláinn. Þess skal getið að upptökusvæði spítal- ans er Dalasýsla og Snæfellsnes- og Hnappadalssýslá, þar sem íbúar eru um 5.250. Ný tækni og þekking! Rétt er að tækninýjungar hafa valdið miklum breytingum í nútíma læknisfræði og ekki séð fyrir end- ann á þeirri þróun. Nefna má að beintenging milli sjúkrahúsa, með Kostnaður á sjúkrarúm er 2,5 milljónir, segja yfirmenn spítalans í Stykkishólmi, en ekki sjö milljónir. tilkomu ljósleiðara t.d. með faxi, gegnum tölvur o.s.frv. eiga eftir að stórbæta aðgang landsbyggðar- lækna að sérfræðingum stóru sjúkrahúsanna. Hafa m.a. Norð- menn tekið þessa tækni í notkun fyrir sín landsbyggðarsjúkrahús, en einnig hafa verkfræðingar Land- spítalans unnið að því að þróa t.d. sendi- og móttökutæki fyrir rönt- genmyndir. Þá er einnig spennandi þróun í meðferð beinbrota, sem gæti orðið næsta bylting í skurð- lækningum og orðið til þess að auka hlutdeild minni sjúkrahúsanna í brota- og slysameðferð til muna. Kostnaður á sjúkrarúm er 2.500.000 kr. en ekki 7.000.000 kr.! í grein sinni segir Egill að kostn- aður við hvert sjúkrarúm úti á landi sé samkvæmt skýrslu sjúkrahús- nefndarinnar 7.000.000 kr. á ári á minni sjúkrahúsunum. Það má vel vera að það sé rétt hvað heildina snertir en kostnaður á hvert sjúkra- rúm á SF_S á ársgrundvelli er 2.500.000 (Á SFS eru 42 sjúkrarúm og framlag ríkisins til rekstar eru krónur 105.000.000). Sé hins vegar miðað við nýtingu spítalans fyrstu 7 mánuði þessa árs eru útgjöld rík- isins 4 milljónir á hvert rúm, en rétt er að benda á að nýting spítal- ans hefur stöðugt verið að aukast undanfarin ár þrátt fyrir miklar truflanir vegna framkvæmda bæði vegna nýbyggingar og nú síðar, endurbóta á gamla húsinu. SFS er því greinilega afar hagstæður spít- ali í rekstri fyrir þjóðarbúið! Það eru siðferðilega röng vinnu- brögð að slá fram fyrir almenning tölum, sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Meira gegnumstreymi sjúklinga en áður! Séu niðurstöður þess tímabils, sem skýrslan miðar við, bornar saman við niðurstöður í dag kemur fram talsverður mismunur hvað varðar umönnun sjúklinga bæði langlegu- og skammtímasjúklinga og sjúkrastofnanir eru sífellt að breytast eftir því sem rekstarum- hverfi breytist, hvað sem hver vill segja um það. Langlegusjúklingar eru fleiri og veikari. Alag hefur stórlega aukist hjá starfsfólki í aðhlynningu, þar sem langlegusjúklingar í dag eru mun veikari einstaklingar en áður var. Fullvíst er að starfsfólk á lang- legudeild hefur ekki orðið vart við rýmri tíma fyrir sjúklinga, heldur hið gagnstæða. Dvalarheimilin á upptökusvæði spítalans sjá um þá aldraða, sem ekki eiga erindi á sjúkrahús, hvert á sínum stað. Skammtímasjúklingar eru mun fleiri og kemur það af því að á St. Franciskusspítalanum er stunduð markviss bakmeðferð, sem hefur komið fólki úr öllum landsijórðung- um til góða. Síðastliðin ár hefur fjöldi sjúklinga sótt þessa þjónustu víða að af landinu, en þessi starf- semi hefur verið rekin samhliða skurðlækningum, alm. bráðaþjón- ustu, stóraukinni endurhæfingu, kvensjúkdóma- og fæðingarstarf- semi, röntgendeild og almennri læknisfræði þ.á m. öldrunárlækn- ingum. Hver skammtímasjúklingur dvelur mun styttri tíma en áður á spítalanum og er það í takt við breyttar áherslur í eftirmeðferð. Sérfræðingar á stóru sjúkrahúsunum nýti aðstöðuna á þeim minni! Haft er eftir Matthíasi Halldórs- syni, einum nefndarmanna, varð- andi hugmynd um að sérfræðingar á stóru sjúkrahúsunum nýti aðstöð- una á þeim minni: „Við höfum rætt þessa hugmynd við sérfræðinga,“ segir hann. Látum hugmyndina liggja milli hluta - hún er ugglaust vel þess virði að ræða hana. Hitt vekur athygli að nefndarmenn skuli yfirleitt hafa rætt við fólk úr lækna- stétt. A.m.k. hafa hvorki umrædd nefnd né heilbrigðisráðuneytið séð ástæðu til að ræða við forsvars- menn St. Franciskusspítalans í Stykkishólmi um hugmyndir í átt að betri nýtingu og aukinnar starf- semi, og okkur vitanlega, gildir hið sama um önnur landsbyggðarsjúka- hús. Hagræðingar er gætt! Við St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi er í sífellu leitast við að gæta sem mestrar hagræðingar og ná sem mestu út úr þeim fjár- munum sem stofnunin hefur til rekstar. Þeir, sem hér vinna eða hafa unnið gegnum árin, geta borið því vitni. Stykkishólmi 7. september 1995. Jósep Blöndal yfirlæknir. Róbert Jörgensen framkvæmdastjóri. Wilhelmina J. Barnas hjúkrunarforstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.