Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skipu- lagsnefnd í tíu daga ferð GUNNAR Jóhann Birgisson, ann- ar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipulagsnefnd borgarinnar, hafn- aði því að fara í tíu daga ferð til Bretlands á vegu nefndarinnar. Gunnar Jóhann sagði að kostnað- urinn við ferðina væri of mikill að sínu mati og hægt hefði verið að ná sama markmiði með því að senda færri í ferðina og hafa hana styttri. Skipulagsnefnd Reykjavíkur- borgar hefur áður farið í ferð af þessu tagi til útlanda í þeim til- gangi að kynna sér skipulagsmál. Að þessu sinni var ákveðið að fara tíu daga ferð til Bretlands. Nefnd- in mun ferðast vítt og breytt um landið í ferðinni. í ferðina fóru fjórir nefndarmenn, þrír frá R-list- anum og einn frá Sjálfstæðis- flokknum, og fjórir embættis- menn. Líkist skemmtiferð Gunnar Jóhann sagðist hafa ákveðið að fara ekki í ferðina þeg- ar ferðaáætlunin lá fyrir. Að sínu áliti líkist ferð af þessu tagi skemmtiferð á kostnað skattgreið- andanna. Hægt væri að fá sömu upplýsingar út úr svona ferð með því að senda tvo menn út í styttri ferð. Hann sagði að þetta væri einn af þeim þáttum í borgar- rekstrinum sem ástæða væri til að skera niður. -----» ♦ ♦ Stálu tölvum og prenturum BROTIST var inn í fyrirtæki við Hólshraun í Hafnarfirði um helg- ina og þaðan stojið tölvum og prenturum. Samkvæmt upplýsing- um frá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins tókst að endurheimt hluta þýf- isins í gær. Rannsókn málsins er þó ekki lokið. Búnaðurinn er mjög dýr, en tjónið felst einnig í að ómetanleg gögn ieynast í tölvunum. Þjófurinn hafði brotið glugga og farið inn í fyrirtækið. Þar lét hann greipar sópa og tók nokkrar dýrar tölvur og prentara. Aðrar tölvur voru skildar eftir. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríksisins er tjón fyrirtækisins mikið, þar sem ómet- anleg gögn glötuðust með tölvun- um. Þá var fyrirtækið ótryggt gegn slíku tjóni. Islensk kona myrt á heimili sínu í Sviss ÍSLENSK kona, Vivan Hrefna Ótt- arsdóttir, var myrt í íbúð sinnil Genf í Sviss á laugardagsmorgun. Morð- inginn réðst á fimmtán ára dóttur hennar, sem vaknaði þegar hann var að yfirgefa íbúðina, en hvarf á braut án þess að koma fram viija sínum við hana. Hann var handtekinn að- faranótt sunnudagsins og verður honum birt ákæra fyrir dómi á föstu- dag. Vivan Hrefna hitti manninn á skemmtistað á laugardagskvöld. Um morguninn kom hún heim til sín og maðurinn með henni. Hún fór inn í herbergi dóttur sinnar og gerði vart við sig, en dóttirin sofnaði að nýju. Um kl. 10 vaknaði dóttirin og fór fram. Hún mætti þá manninum, sem að öllum líkindum var að yfirgefa íbúðina eftir ódæðisverkið. Maður- inn réðst á stúlkuna og gerði tilraun til að nauðga henni, en hvarf á braut án þess að ná fram vilja sínum. Stúlkan gerði vart við sig hjá nágrönnum og lögreglan var kölluð á staðinn. Vivan Hrefna fannst látin í rúmi sínu. Af ummerkjum var ljóst að hún hafði sætt miklum barsmíð- um, morðinginn hafði keflt hana, Moröinginn, 38 ára Frakki, réöst á fimmtán ára dóttur hennar nauðgað henni og brugðið plastpoka yfir höfuð hennar, svo hún kafnaði. Morðinginn handtekinn tæpum sólarhringi síðar Lögreglan hóf þegar mikla ieit að morðingj- anum. Lýsing fólks, sem hafði séð Vivan Hrefnu með manninum fyrr um nóttina, og lýs- ing dótturinnar komu lögreglunni á sporið. Morðinginn var hand- tekinn undir morgun á sunnudag, tæpum sól- arhringi eftir verknað- inn. Hann reyndist vera 38 ára gam- all Frakki, sem starfaði ólöglega sem múrari í Sviss, þar sem hann hafði ekki atvinnuleyfi í landinu. Svissnesk dagblöð skýrðu frá því að maðurinn hefði játað verknaðinn og að hann hefði ekki komist í kast við lögin áður. Ákæra birt fyrir dómi á föstudag , Emile Berthod, lög- reglufulltrúi í Genf, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að málið væri nú úr hönd- um lögreglunnar. Dóm- stólamir myndu nú taka við og yrði málið í höndum Deleupaz dómara. Morgunblaðið náði ekki tali af Deleupaz dómara í gær, en fékk staðfest hjá Renard Bruttin, lögmanni og samstarfs- manni ræðismanns íslands í Genf, að morðingjanum verði birt ákæra fyrir dómi á föstudag og þá jafn- framt tekin afstaða til kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds. Vivan Hrefna Óttarsdóttir Dóttur Vivan Hrefnu, Urði Úu, líður eftir atvikum vel, samkvæmt uppiýsingum fjölskyldu hennar. Hún dvelst hjá vinafólki í Genf, undir eft- irliti lækna og sálfræðinga, og faðir hennar hjá henni. Vivan Hrefna var 39 ára gömul, fædd 19. apríl árið 1956. Hún var líffræðingur og starfaði að ýmsum verkefnum fyrir umhverfismála- stofnun Sameinuðu þjóðanna í Genf, þar sem hún hafði verið búsett í nokkur ár, og vann einnig einstök verkefni fyrir lyfjafyrirtæki. Vivan Hrefna átti eftirlifandi dóttur sína, Urði Úu Guðnadóttur, með íslenskum manni. Hún hafði gifst aftur, sviss- neskum manni, en þau voru skilin að skiptum. Harmur kveðinn að samfélagi íslendinga í Genf Gunnar Snorri Gunnarsson, sendi- herra hjá fastanefnd íslands í Genf, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að harmur væri kveðinn að litlu samfélagi íslendinga í Genf. Þar væru 50-60 íslendingar, sem hefðu mikið samband sín á milli. Vivan Hrefna hefði verið geðþekk og vinsæl stúlka, hvers manns hugljúfi. Morgunblaðið/Kristinn Bókmenntahátíð ’95 BÓKMENNTAHÁTÍÐ ’95 var sett síðastliðinn sunnudag. Ávörp fluttu Torben Rasmussen, forstjóri Norræna hússins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Thor Vilhjálmsson rithöfundur, sem er á innfelldu myndinni ásamt Gylfa Þ. Gíslasyni, og Björn Bjarnason menntamálaráðherra, sem setti hátíðina. Strengja- kvartett lék verk eftir finnska tónskáldið Rautavaara og íslenskt þjóðlag í útsetningu Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar. Um kvöld- ið var svo fyrsta upplestrardagskráin á hátíðinni. ■ Ég hugsa ekki/22 Tíu þús- und með í Lands- hreyfingu UM TÍU þúsund manns tóku þátt í verkefninu Landshreyfing ’95, sem Ungmennafélag ís- lands, Sundsamband íslands og Fijálsíþróttasamband ísiands stóðu fyrir í sumar. Verkefnið hófst 28. maí og stóð yfir í 95 daga til 30. ágúst. Verðlaun voru veitt til ein- staklinga fyrir þátttöku og var um gull, silfur og bronsverðlaun að ræða. 4.500 slík hafa nú ver- ið afhent. Þátttaka var góð um iand allt, á Þingeyri tók til dæmis helming- ur bæjarbúa þátt og í Svarfaðar- dal tóku 112 af 270 íbúum þátt í Landshreyfmgu ’95. Elsti þátt- takandinn, sem vitað er um, heit- ir Karl Karlsson og er hann fædd- ur árið 1912. Karl, sem er ein- mitt úr Svarfaðardal, gekk þrjá kílómetra 55 sinnum í sumar. Heilbrigðisráðuneytið vildi breyta samningi um viðbyggingu við Sjúkrahús Suöurnesja Samníngí um D-álmu ekki breytt STJÓRN Sjúkrahúss Suðurnesja hefur hafn- að tillögu heilbrigðisráðuneytisins um breyt- ingar á samningi um byggingu D-álmu við sjúkrahúsið. Þórir Haraldsson, aðstoðarmað- ur heilbrigðisráðherra, segir að tillaga ráðu- neytisins hafí verið að hluta byggingarinnar yrði komið í gagnið á tveimur árum, en með óbreyttum samningi verði byggingunni ekki lokið fyrr en eftir aldamót. Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum, fjár- málaráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráð- herra undirrituðu samning um byggingu D-álmu við Sjúkrahús Suðurnesja skömmu fyrir kosningar í vor. Heildarkostnaður við bygginguna er áætlaður 300 milljónir. Stefnt er að því að ljúka uppsteypu hússins árið 1997, en kostnaður við þann áfanga er áætl- aður 130 milljónir. Húsið er kjallari og tvær hæðir. Á fyrstu hæð er gert ráð fyrir að- stöðu fyrir heilsugæslu og göngudeild og á annarri hæð á að vera 20-30 rúma legudeild fyrir aldraða langlegusjúklinga.. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var sá möguleiki alvariega skoðaður innan heil- brigðisráðuneytisins að fresta byggingu D- álmunnar, en ráðuneytið hefur markað þá stefnu að fresta öllum þeim sjúkrahúsbygg- ingum á næsta fjárlagaári, sem ekki var búið að gera verksamning um. Ástæðan fyr- ir því að ekki varð af frestun mun vera sú að frá samningum um byggingu álmunnar var þannig gengið að frestun var nær útilok- uð. Eyjólfur Eysteinsson, sem sæti á í stjórn Sjúkrahúss Suðurnesja, sagði mikla þörf fyr- ir nýbygginguna. Sérstakiega væri brýnt að fá fleiri rúm fyrir langlegusjúklinga. Þess vegna, m.a., hefði stjórn spítalans hafnað tillögu heilbrigðisráðuneytisins um að sleppa byggingu kjallara undir húsið og setja bráða- birgðaþak á fyrstu hæðina. Þar með hefði stjórnin verið að sætta sig við að ekkert yrði af byggingu langlegudeildar í náinni framtíð. Eyjólfur sagði algera einingu um það í stjórninni og meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum að hafna tillögu ráðuneytisins. Hann benti á að hún kallaði á endurhönnun byggingarinnar, en hönnun hennar hefði tek- ið nærri 10 ár og væri búin að kosta um 18 milljónir króna. Þórir Haraldsson sagði að það væri óhag- kvæmt fyrir bæði ríkissjóð og Suðurnesja- menn að vetja yfir 100 milljónum í byggingu sem yrði ekki tilbúin fyrr en eftir aldamót og þess vegna hefðu fulltrúar heilbigðisráðuT neytisins í byggingarnefnd lagt fram tillögu um að koma fyrstu hæð byggingarinnar í gagnið strax árið 1997, en fresta byggingu efri hæðarinnar. Ráðuneytið teldi þetta skyn- samlegri nýtingu á fjármunum. Fundur um tilsjónarmann á morgun Á morgun heldur heilbrigðisráðherra fund með fulltrúum stjórna sjúkrahúsanna á Suð- urnesjum og í Hafnarfirði vegna ákvörðunar ráðherra að setja tilsjónarmann yfir sjúkra- húsin. Stjómir sjúkra.húsanna hafa sent ráðu- neytinu athugasemdir við drög að samningi um verksvið tilsjónarmanna. Bæði Þórir og Eyjólfur sögðust eiga von á að samkomulag tækist um málið á fundinum. Þórir sagði að samkvæmt lögum gæti ráðu- neytið sett tilsjónarmenn yfir i'íkisstofnanir. Heilbrigðisráðuneytið legði hins vegar mikla áherslu á að þetta væri gert í sátt við fram- kvæmdastjóra og stjórnir sjúkrahúsanna. Hann sagðisttelja slíkt samkomulag forsendu fyrir því að starf tilsjónarmanns skilaði ár- angri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.