Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Irskt-íslenskt samstarf á listasviðinu
Refir o g
molotov-
kokteilar
ÍRSKIR listamenn sýna ■ í fjórum
sýningarsölum hér á landi um þess-
ar mundir, í Deiglunni á Akureyri,
Gerðarsafni í Kópavogi og Galleríi
Birgis Andréssonar og veitingahús-
inu Café List í Reykjavík.
Blaðamaður hitti þrjá úr hópnum,
Amöndu Dunsmore, Aisling O’Beim
og Sean Taylor, að máli nýlega en
alls eru í hópnum sjö listamenn.
Fyrir tveimur árum fékk Amanda
áhuga á að koma á samstarfi milli
íslands og írlands á listasviðinu og
sendi flestum galleríum og söfnum
á iandinu bréf í þeim tilgangi. Það
leiddi til þess að Hannes Lámsson
myndlistarmaður og þáverandi
stjórnandi sýningarsalarins Einn-
Einn á Skólavörðustíg hafði sam-
band og þau skrifuðust á í nokkurn
tíma. Hann útvegaði henni aðstöðu
í Nýlistasafninu til að halda fyrir-
lestur og sýna skyggnur af eigin
verkum og annarra írskra lista-
manna. í framhaldi af þessu ákváðu
þau að skipuleggja samstarf lista-
manna beggja þjóðanna og valdi
Amanda 20 manna hóp írskra lista-
manna og úr þeim valdi Hannes svo
þá sjö sem hingað em komnir.
Grátmúrinn
Deiglan á Akureyri var fyrsti
viðkomustaður gestanna þar sem
þau sýndu ásamt íslenskum lista-
mönnum og framkvæmdu þau
Amanda, Sean og Aisling gerning.
„Þetta var sex tíma gerningur sem
við kölluðum grátmúrinn. Fólk kom
og fór, fáir voru allan tímann. Þetta'
stóð svo lengi og krafðist svo mik-
ils af okkur að við höfðum eiginlega
ekki rænu á að taka eftir viðbrögð-
um áhorfenda en verkið var í sjálfu
sér mjög einfalt. Við skrifuðum sitt-
hvora íslensku setninguna á veggi
sýningarsalarins með bláum og
bleikum litkrítum, eins og krakkar
sem hafa verið látnir sitja eftir til
að fylla skólatöflu af iðrunarorðum
í refsingarskyni, og þöktum alla
veggi með þeim.
Aðspurð sögðu þau að hefð væri
fyrir löngum gerningum á Irlandi
og gætti þar áhrifa Alistair Mclenn-
an sem er einn þekktasti listamaður
írlands og hefur kennt mikið við
listaskólann í Belfast á írlandi þar
sem þau hafa flest verið við nám í
lengri eða skemmri tíma. „Hans
gerningar geta tekið allt að 72 tíma
og eru oft geysilega ljóðrænir og
fallegir," sögðu þau.
Svört kímni
Þau sögðu hópinn ekki hafa
þekkst fyrir þessa heimsókn en öll
tengjast þau í gegnum skólann í
Belfast og sameiginlega vini. Með
þessari íslandsheimsókn er boltinn
farinn að rúlla að þeirra sögn og
þau sögðust ekki vera í nokkrum
vafa um að tengsl landanna ættu
eftir að aukast, í kjölfar þessara
sýninga, allavega myndu þau koma
hingað aftur.
Þjóðfélagslegur og pólitískur
undirtónn er í verkum þeirra flestra
og skapast það ósjálfrátt af um-
hverfínu sem þau koma úr en eins
og allir vita hefur Norður-írland og
Belfast sérstaklega verið þekkt fyr-
ir óeirðir og stríð milli kaþólikka
og mótmælenda og ofbeldi er dag-
legt brauð í landinu. írskir lista-
menn fást mikið við þjóðfélagsleg
mál og svört gamansemi er þá
gjaman verkfærið. Þó eru þeir ekki
endilega að vinna meðvitað upp úr
ástandinu heldur frekar undir áhrif-
LISTIR
Morgunblaðið/Ásdís
VERK Sean Taylors í Gallerí Birgir Andrésson,
um af þvl. „Það er hræðileg klisja
þegar erlendir listamenn koma til
Belfast og fara að túlka stríðið eins
og enginn hafi gert það áður. Það
er svipuð klisja og að koma hingað
til íslands og sjá bara landslagið
sem efnivið í verk,“ sögðu þau,
„vel á minnst þá er landslagið full-
komið eins og það er og óþarfí að
vera endalaust að skrumskæla það
í listaverkum,“ bætti Aisling við.
Sean og Aisling sýna i sýningar-
sal Birgis Andréssonar. Aisling not-
ar það sem virðist vera sakleysisleg
búsáhöld til að varpa ljósi á félags-
legar aðstæður og stjórnmála-
ástand eins og líta má í sýningar-
salnum, en þar hangir fjöldi mjólk-
urflaskna í loftinu með ljósmyndum
innan í. Skortur hefur verið á þess-
um flöskum til langs tíma í Belfast
vegna þess að úr þeim eru m.a.
gerðar bensínsprengjur eða „mol-
otov-kokteilar“ eins og þær kallast.
Loðfeldir í ESB
Sean er upptekinn af óréttlæti,
kúgun og fasisma í heiminum og
setur fram ádeilu á þessi mál í sín-
um verkum. í sýningarsalnum hefur
hann hengt refi, sem hefðarkonur
skrýðast gjarnan um háls sér, í loft-
ið og á áföstum miðum eru nöfn
fórnarlamba fasistahópa í Evrópu
auk upplýsinga um fórnarlömbin. Á
einum veggnum er landakort þar
sem hann hefur dregið útlínur ESB
ríkja. „Refirnir, sem engin klæðist
lengur vegna áróðurs gegn loð-
feldanotkun, eru myndlíking fyrir
minnihlutahópa sem verða fyrir of-
beldi og óréttlæti og útlínur ESB
ríkjanna dró ég því það er mín skoð-
un að í uppbyggingu sé það ekkert
annað en það sem Hitler stefndi
alltaf að með sínu hernaðarbrölti í
seinni heimsstyijöldinni," og hann
bætti við, „fasistahreyfingar í heim-
inum eru sífellt að eflast og það
er mín trú að þær séu að skipu-
leggja einhverskonar stríð og til-
koma alnetsins hefur gert þeim
auðveldara fyrir að hafa samskipti
og ráða ráðum sínum landa á milli,“
sagði hann að lokum.
Ánægður með samstarfið
Hannes Lárusson, sem stóð fyrir
komu listamannanna hingað til
lands, sagði í samtali við blaðamann
að kominn hefði verið tími á að
samstarf tækist með löndunum á
listasviðinu sem hefði ekki verið
neitt fram að þessu, ekki einu sinni
á bókmenntasviðinu. Hann sagði
að í vor yrði heimsókn íranna end-
urgoldin og 7 listamenn héðan færu
utan og héldu sýningar innan svip-
aðs ramma, þ.e. eina í opinberu
sýningarrými (Gerðarsafn), eina í
neðanjarðarsýningarsal (gallerí
Birgir Andrésson), eina úti á lands-
byggðinni (Deiglan) og eina á öldur-
húsi (Café List).
Hannesi fannst það kyndugt að
fólki sem hefur raunverulegan
áhuga á myndlist á íslandi virðist
fara stöðugt fækkandi, „það var til
dæmis broslegt í Gerðarsafni þar
sem tvær sýningar voru opnaðar
samtímis, ein uppi en önnur niðri,
að margir listunnenda sem sótt
hafí sýninguna á efri hæðinni hafi
ekki treyst sér til að ganga niður
tröppurnar og kynna sér sýningu
Iranna á neðri hæðinni,“ sagði
hann. Einnig sagði hann að svo
virtist sem fólk sækti ekki lengur
sýningar erlendra listamanna hér á
landi eins og áður fyrr þegar al-
menningur beið spenntur eftir að
sjá hvað var að gerast hjá þeim og
sagði það eiga við bæði um lista-
menn sjálfa og almenning i landinu.
Að lokum vildi hann að það kæmi
fram að samstarfið hafi verið mjög
ánægjulegt og írsku listamennirnir
hafí verið einstaklega þægilegir í
viðkynningu og skemmtilegir og
hann hlakki til frekara samstarfs á
næsta ári.
Sýningin í Gerðarsafni stendur
til 17. september en sýningarnar í
Gallerí Birgir Andrésson og Café
List standa út mánuðinn.
Óvandað rými
GÓLFFLÍSAR í Gerðubergi.
MYNPLIST
M c n n i n g a r m i ö s t ö ð i n
Gcröuberg
INNSETNING
Hlynur Hallsson. Opið kl. 13-19
mánud. - fimmtud. og kl. 13-16
föstud. - sunnud. til 15. október.
Aðgangur ókeypis.
„HLUTLAUST rými er ekki til
frekar en hlutlaus myndlist.“
Þannig tekur Hlynur Hallsson til
orða í aðfaraorðum sínum um sýn-
ingu sem hann hefur sett upp í
sýningarplássi menningarmiðstöðv-
arinnar Gerðubergs í Reykjavík.
Þar hefur hann valið að taka þetta
rými til endurvinnslu, ef svo má
segja, fremur en að nýta það með
hefðbundnari hætti til að setja utan-
aðkomandi listmuni á vegg eðá
gólf, líkt og gert er ráð fyrir á hefð-
bundnari listsýningu.
Hlynur er ungur myndlistamaður
sem útskrifaðist frá Myndlista- og
handíðaskóla Islands 1993, og hélt
síðan til frekara náms í Þýska-
landi, þar sem hann er enn að.
Hann hefur tekið þátt í ýmsum
samsýningum síðustu ár, hér á
landi, í Þýskalandi og Hollandi, og
einnig haldið nokkrar einkasýning-
ar, þar sem sem endurvinnsla tíma
og rýmis hefur verið áberandi þátt-
ur í verkunum. Undirrituðum er
minnistæð skemmtilega unnin inn-
setning fyrir kaffihús, sem Hlynur
setti upp á Akureyri á síðasta ári,
en þar varð kaffíbollinn að eins
konar lykli tíma og staða, sem lista-
maðurinn hafði komið til á ákveðnu
árabili. Þar markaði sýningin stað-
inn og tímann með öruggum hætti.
Hér hefur Hlynur hins vegar
kosið að snúa þessu vjð og láta stað-
inn ráða sýningunni og gera hana
tímalausa. Hann hefur litið til gólf-
flísanna Og einfaldlega ákveðið að
varpa þeim á veggina - draga
þannig athyglina að mest áberandi
þætti staðarins með því að marg-
falda hann og magna um allt rýmið.
Hér er auðvitaö ekkert nýtt á
ferðinni; sýningarrýmið sjálft hefur
orðið listamönnum að yrkisefni um
áratuga skeið, einkum undir merkj-
um naumhyggju (minimalisma) af
einu eða öðru tagi. Daniel Buren,
sem var gestur okkar á Listahátíð
fyrir nokkrum árum, var farinn að
„sýna“ sýningarsali fyrir rúmum
þremur áratugum, með því einu að
mála einfaldar línur neðst á vegg-
ina. Lucas Samaras var farinn að
draga athyglina að gildi yfírborðs-
ins í rýminu á sjöunda áratugnum,
og gerði það með eftirminnilegum
hætti þegar hann skapaði heil her-
bergi með öllum húsbúnaði úr
speglum einum saman. Carl Andre
benti um svipað leyti á gildi endur-
tekningarinnar í rýminu þegar hann
lagði koparplötur á gólf og úr varð
ópersónuiegur flötur sem hægt var
að endurskapa hvar sem er og hve-
nær sem er.
Hér er því gengið á troðnum slóð-
um. En til þess að endursköpun af
þessu tagi verði eftirminnileg þarf
hins vegar að vanda mun meir til
hennar en hér hefur verið gert;
gallarnir í framkvæmdinni eru of
áberandi til að hugmyndin fái notið
sín;
í stað þess að ljósmynda margar
flísar og festa eftirprentanir þeirra
á veggina, virðist listamaðurinn
aðeins hafa myndað eina og notar
hana aftur og aftur um alla veggi;
áralangur umgangur og slit hafa
hins vegar skapað gólfflísunum
sjálfstæð einkenni, sem með þessu
móti eru virt að vettugi. Einnig
stingur í augu að litur ljósmynd-
anna er talsvert annar en gólfflís-
anna og verður framkvæmdin
næsta hjáræn fyrir vikið. Loks má
nefna að þar sem rýmið er fremur
opið, nær þessi innsetning ekki að
loka sýningargestinn af með þeim
hætti sem æskilegt væri til að til-
finning hins lokaða rýmis nái að
festa sig í huga hans; til þess er
of auðvelt að snúa einfaldlega við
og ganga út.
Rýmið er og verður eflaust um
langa hríð enn meðal vinsælustu
viðfangsefna listamanna, þó ýms-
um kunni að finnast sú áhersla
nokkuð þröng. Sýningarýmið stend-
ur þeim ávallt nærri sem umgjörð
listarinnar, en listaverk sem miðast
aðeins við þann ramma hljóta að
falla til lengri tíma litið, þar sem
óður til sýningarrýmisins er í raun
ekkert annað en óður um umbúðir.
Það er hitt, sem er innan ramm-
ans, innan umbúðanna, sem hlýtur
ávallt að vekja mestan áhuga.
Eiríkur Þorláksson