Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bókmenntahátíð ’95 Eg hugsa ekki, ég er hugsaður Fyrsta upplestrakvöld á bókmenntahátíð ’95 var haldið í Norræna húsinu á sunnudag. Þröstur Helgason fylgdist með dagskránni. Svartir englar NORRÆNA húsið var troðfullt af áhugasömum bókaorm- um á sunnudagskvöld og víst er að allir áttu þeir skemmtilega stund með höfundunum. Norðmaður- inn Jostein Gaarder las á einkar líf- legan hátt upp úr hinni geysivinsælu bók sinni, Veröld Soffíu. Hann byij- aði á því að segja söguna á bak við verkið, af 13 ára unglingsstrák sem vildi kynna sér söguna af Sókratesi, Platón og kumpánum þeirra í hug- myndasögunni. Pilturinn bregður sér á bókasafnið og biður bókavörðinn um sögu heimspekinnar en vörðurinn glottir bara yfirlætisfullur og segir honum að börn lesi ekki heimspeki. Með þessar móttökur í huga ákvað Gaarder að skrifa hugmyndasögu sem hæfði öllum, ungum sem öldn- um. Hann sagði að fyrst í stað hafi bókin verið á alvarlegu nótunum og hafist einhvemveginn þannig: „Mað- urinn hefur ætíð velt fyrir sér tilvist- arlegum spumingum." Honum varð hins vegar fljótlega ljóst að þurr fræðistíll af þessu tagi myndi ekki henta bókinni og smámsaman varð til hugmynd að sögunni um veröld Soffíu, hugmyndasögu í skáldsögu- formi. Vestur-íslendingurinn William Valgardson las einnig með leikræn- um tilburðum úr skáldsögu sinni, The Girl With the Botticelli Face, sem þýdd hefur verið á íslensku af Gunn- ari Gunnarssyni og mun koma út hjá bókaforlaginu Ormstungu. Kaflinn sem lesinn var sagði frá eijum ólm- huga hjóna; vakti lesturinn mikla kátínu á meðal gesta. Til varnar sauðkindinni Einar Már Guðmundsson vakti ekki síður kátínu gesta er hann las úr bók sinni, Englum alheimsins, sögukafla um þijá geðsjúklinga að gæða sér á veisluföngum á Grillinu á Hótel Sögu. Einar Már las á ensku - með einstökum framburði sínum - úr þýðingu Bemards Scudder sem nýlega kom út í London. Einar Már las einnig nokkur ný ljóð úr væntanlegri ljóðabók, m.a. prósaljóð um íslenska stjórnmála- menn fyrr og nú. Vill Einar Már að stjómmálamenn samtímans fari með eftirfarandi játningu sem ættuð er úr höfði franska skáldsins Arthurs Rimbauds: Ég er ekki ég, ég er ann- ar. Ég hugsa ekki, ég er hugsaður. Einnig flutti Einar Már ljóð til vamar sauðkindinni og í kjölfarið rómantískt ástarljóð. Forvitnilegt verður að sjá þessa nýju bók en ljóð- in í gær minntu einna helst á kveð- skapinn í fyrstu Ijóðabókum Einars Más frá öndverðum níunda áratugn- um. Manneskjan í heiminum Álendingurinn Ulla-Lena Lund- berg las úr ferðasögu sinni Siberia. Þetta er allegórísk saga, fuglaskoð- unarferð um Síberíu fær ýmsar skír- skotanir til sögulegra og samtíma- legra viðburða. Lennart Hagerfors las úr sögulegri skáldsögu sinni, Hvalirnir í Tanganyikavatni, forvitni- legri sögu um leit Stanleys að Li- vingstone í myrkviðum Afríku. Morgunblaðið/Kristinn JOSTEIN Gaarder Danska skáldkonan Solvej Balle las úr bók sinni, Ifelge loven, sögu sem sækir kjarna sinn í annað lögmál varmaaflsfræðinnar, eina fjögurra sagna bókarinnar sem ijallar um manneskjuna í heiminum og lögin sem hún mælir sig við. Ekki verður annað sagt en að upphafið á Bókmenntahátíð ’95 lofí góðu um framhaldið, ætti enginn að verða svikinn af skáldakvöldi sem þessu. Hátíðin í dag Dagskrá hátíðarinnar í dag hefst kl. 12. 15 þegar kanadíski rithöfundur- inn William Valgardson og Gísli Sig- urðsson bókmenntafræðingur spjalla saman um vesturheimskar bók- menntir á ensku. Klukkustund síðar hefst svo pallborðsumræða um ljóð- list sem nefnist, ljóðið lifir. Þátttak- endur eru Arto Melleri, Synnove Persen, Tóroddur Paulsen, Desmond O’Grady, Knud Odegárd og Jóhann Hjálmarsson. Spjalli Einars Kárasonar og Mart- ins Amis um verk þess síðamefnda hefur verið frestað til miðvikudags en kl. 16. 15 í dag mun Taslima Nasrin frá Bangladesh flytja fyrir- lestur um Islam á ensku. Allir ofan- taldir dagskrárliðir verða í Norræna húsinu. í kvöld kl. 20.30 munu sjö höfund- ar lesa úr verkum sínum í Þjóðleikhú- skjallaranum; Poul Vad, Synnove Persen, Kjell Askildsen, Arto Mel- leri, Colette Fayard, Mártu Tikkanen og Friðrik Erlingsson. TONLIST íslcnska ópcran KAMMERTÓNLEIKAR Strengjakvartettinn Hugo flutti verk eftir Shostakovitsj og George Crumb. Fimmtudaginn 7. sept. 1995. ÞAÐ hefur verið nær ófrávíkjan- leg regla, að tónlistargagnrýnandi fjalli ekki um tónlistarflutning nem- enda, sem þó hefur oft verið mjög áhugaverður. Ræður þar mestu, að ekki verður nema að hluta til hægt að tala um sjálfstæða mótun við- fangsefna. Þá er rétt að taka fram, að lokapróf frá tónlistarskóla er í raun aðeins viðurkenning á því að viðkomandi hafi aflað sér þeirrar grunnkunnáttu, að geta starfað sjálfstætt að Iist sinni. í framhalds- námi, sem oftast er unnið við er- lenda skóla, er mikið lagt upp úr sjálfstæðu framlagi listnemans og við námslok framhaldsnáms er ef til vill hægt að gera sér grein fyrir stöðu viðkomandi sem listamanns. Það er þó ekki fyrr en listamaður hefur fullunnið sín viðfangsefni sjálfur og stendur einn og óstuddur frammi fyrir áheyrendum sínum, að fullgert er um kunnáttu hans og getu. Til að bijóta regluna, er rétt að gera undantekningu varðandi skemmtilega _ tónleika, sem voru uppfærðir í íslensku óperunni sl. fimmtudag, af strengjakvartett, sem nefnir sig Hugo og er skipaður þremur nemendum, sem hyggja á' framahldsnám erlendis og einum er mun taka lokapróf hér heima á komandi vetri. Það sem gerir þessa „nemendatónleika" sérstæða, er að þeir eru sjálfstætt framtak og voru gæddir ýmsu því sem er aðal góðra listamanna. Tónleikarnir hófust á áttunda strengjakvartettinum eftir Shos- takovitsj, sem eins konar sjálfsævi- saga í tónum, þar sem hann vitnar I eigin verk og notar stef, sem er eins konar nafnstef tónskáldsins. Kvartettinn er meðal bestu kamm- erverka meistarans, þar sem ber fyrir eyru sár tregi og þrumandi ásökun, ýmist ofið í kontrapunkt- íska eða hljómbundna raddskipan. Það sem gaf flutningi ungu lista- mannanna gildi, var þrunginn leikur og náðu þau oft að túlka sterkar tilfínningar verksins á áhrifmikinn máta. Seinna verk tónleikanna var til- raunaverkið Svartir englar, eftir George Crumb. Verkið er samið 1970, fyrir strengjakvartett og eru strengjahljóðfærin rafmögnuð en einnig þurfa hljóðfæraleikararnir að leika á kristalglös og slaghljóð- færi. Tónmál verksins er ekki stef- bundið, nema í einstaka tilfellum, þegar vitnað er í gamla tónlist. Rafmögnunin stækkar styrkleika- svið strengjanna, auk þess að tón- blær þeirra verður sérkennilega fjarrænn (eða firrtur) á köflum. Tilraunin er ekki aðalatriðið en verkið fær sérstakt inntak í túlkun sinni á firrtum heimi og er þá sér- staklega vitnað til stríðsins í Víet- nam, er vakti menn til umhugsunar um súrrealíska heimsku stríðsleikj- anna. Það sama má segja um leik ung- mennanna í Svörtum englum og í verkinu eftir Shostakovitsj, að þeim tókst'að leika verkið af þeirri sann- færingu, sem aðeins getur að heyra hjá listamönnum, sem gefínn er hinn óskilgreindi listskilningur og tekur til tilfinninga og þess boð- skaps, sem er æðri hversdags- vafstri mannsins. í flutningi verk- anna vaknaði sú tilfinning, að hér væri að verða til sá strengjakvart- ett, sem lengi hefur verið beðið eft- ir, þó vissulega eigi flytjendur eitt og annað eftir ólært. Oráðlegt er þó að spá fyrir um framtíð ungra listamanna, en Unnur Sveinbjarn- ardóttir, Hrafnhildur Atladóttir, Guðrún Hrund Harðardóttir og Hrafnkell Orri Egilsson hafa öll unnið vel í sumar og er þeim ósk- að, að eiga ávallt ratbjart um refil- stigu og ófærur listamennskunnar. Jón Ásgeirsson Bömum er það allra best... LEIKUST Lcikfélag Rcykjavíkur í Borg- arlcikhúsinu LÍNA LANGSOKKUR Höfundur: Astrid Lindgren. Þýð- andi: Þórarinn Eldjám. Leikstjóri: Ásdis Skúladóttir. Leikmynd og bún- ingar: Hlín Gunnarsdóttir. Dansar og hreyfingar: Auður Bjarnadóttir. Lýsing: Lárus Björnssofl. Leikarar; Margrét Villyálmsdóttir, Sóley Elías- dóttir, Jakob Þór Einarsson, Fanney Vala Amórsdóttir, Ami Pétur Guð- jónsson, Jón Hjartarson, Þröstur Leó Gunnarsson, Ellert A. Ingimundar- son, Eggert Þorleifsson, Ari Matthí- asson, Helga Braga Jónsdóttir, Jó- hanna Jónas, Soffia Jakobsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, The- odór Júlíusson o.fi. 10. september. EINN helsti kostur íslensku stofnanaleikhúsanna er að þau hafa aðstöðu og vilja til að setja upp sýningar fyrir börn sem mikið er lagt í. Leiksviðinu er breytt í litríkan ævintýraheim og bömin öðlast skilning á því hve miklu áhrifameira er að upplifa leikverk á þennan hátt heldur en í geril- sneyddu fjölmiðlaumhverfi. Þau vaxa úr grasi sannfærð um að þau hafi eitthvað að sækja I leikhús sem ekki fáist annars staðar. Þannig tryggja leikhúsin sér áhorfendur framtíðarinnar með því að sinna þessum þætti í upp- eldi þeirra. Þessi uppfærsla Leikfélags Reykjavíkur á Línu Langsokk er einmitt í þessum anda. Það væri vel mögulegt að setja þetta verk upp á litlu sviði, með færri leikur- um og minni viðhöfn og treysta þannig á fijótt ímyndunarafl barn- anna. En á þessum síðustu og verstu tímum stöðugs áreitis þá er þægilegt að geta látið sig sökkva algerlega inn í þessa þrí- víðu veröld sem er sköpuð á sviði Borgarleikhússins. Uppfærslan er trú anda verks- ins í að skapa skýrar andstæður milli þess sem Lína er fulltrúi fyr- ir og veraldar Tomma og Önnu án þess að ijúfa tengslin þarna á milli. Lína býr t.d. ein í húsi sem er skemmtilega skreytt með glað- legum litum en er samt í grund- vallaratriðum múrsteinshús sömu gerðar og aðrar byggingar á torg- inu. Hinir hefðbundnu íbúar borg- arinnar kiæðast flestir fötum þar sem svart, hvítt og pastellitir eru ráðandi en föt Línu eru í æpandi samsetningu frumlitanna. Hlín Gunnarsdóttir á heiðurinn að hvorutveggju, leikmynd og bún- ingum, og á hrós skilið. Bókin sem leikritið byggir á var fyrst gefin út í Svíþjóð árið 1945 og þótti mjög byltingarkennd þeg- ar hún kom út. Fimmtíu árum seinna er Lína enn jafn framúr- stefnuleg og nýmóðins. Lína sam- þykkir engar reglur án þess að velta fyrir sér gildi þeirra. Það kemur í ljós í lok leikritsins að þetta er ekki eðlisþáttur sem hefur þróast í fjarveru foreldra hennar heldur stendur hún uppi í höfðinu á föður sínum jafnt og öðrum. En Lína er langt í frá stjórnlaus. Hún elur sig upp sjálf undir talsverðum aga. Hún sér ekki ástæðu til að læra hluti nema að þeir komi henni að notum í hennar daglega lífi. Hún veit t.d. að Lissabon er höfuð- borgin í Portúgal vegna þess að hún hefur komið þangað, ekki vegna þess að hún hefur lært það utanbókar eins og kennslukonan. Auðvitað myndi Lína ekki rekast vel í hóp, eins og sést best í skóla- atriðinu, en það er líka augljóst að hún er betur sett utan skóla- kerfisins. Lína býr við fjárhagslega sjálf- stjórn. Hún gætir að því að nægir gullpeningar séu eftir á kvöldin og er nógu sterk til að veija sig og eigur sínar gegn þeim sem sækja að henni og vilja skerða frelsi hennar og eigur. Það eina sem hana skortir er tilfinningalegt öryggi. Það er ljóst að dofnandi minningar um horfna foreldra er ekki nóg og Lína leitar því eftir væntumþykju og trausti hjá Tomma og Önnu. Þegar Eiríkur Langsokkur skipstjóri snýr aftur til að sækja dóttur sína - og minnir okkur í leiðinni á að sagan er ævintýri - tekur hún vinskap þeirra og skyldur sínar við systkin- in fram yfir sjóræningjalíf og föðurást. Systkinin þarfnast Línu sem áminningu um frelsi í grá- bleikri hversdagsveröld sinni. Leikstjóri þessarar sýningar, Ásdís Skúladóttir, tekur alla þessa þætti til greina. Hún skirrist einsk- is við að vera verkinu trú og láta það njóta sín í allri sinni dýpt. Margrét Vilhjálmsdóttir var frá- bær í hlutverkinu, ekki einungis sem hin hressa, sterka og sjálfsör- ugga Lína, heldur líka þegar hún túlkaði hina hliðina - einmanaleik- ann og efann. Hlutverk Tomma og Önnu voru skemmtilega unnin hjá Jakobi Þór Einarssyni og Sól- eyju Elíasdóttur. Það var sérstak- lega gaman að fylgjast með við- brögðum þeirra þegar goðin Lína og mamma þeirra tókust á í kaffi- boðinu. Af öðrum leikurum bar Helga Braga Jónsdóttir af sem frú Prússólín, fulltrúi prússnesks aga. Tangó hennar og Línu var kostu- legur. Aukaleikarar í hlutverkum skólabarnanna voru mjög líflegir og dans þeirra skemmtilega út- færður. Sérstaka athygli vakti leikur og látbragð Fanneyjar Völu Arnórsdóttur í hlutverki herra Ní- els, apáns hennar Línu. Þessi unga leikkona, sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði, datt aldrei út úr hlut- verkinu, heldur var sífellt á ferð og flugi um sviðið eins og apa er von og vísa. Þáttur hennar í sýn- ingunni gerði þeim áhorfendum sem eru of ungir eða óframfærnir til að sjá sig í Línu kleift að lifa sig inn í hlutverk minni og vernd- aðri persónu. Þessi sýning er þannig fyrir alla, jafnt fullorðna sem minnstu börn. Hún minnir forráðamenn barna á að það sem þau fyrst og fremst þarfnast er tilfinningalegt öryggi svo þau geti sjálf byggt á því sinn sjálfsaga og eigin reglur sem stuðlar að því að þau þroskist sem sjálfstæðar verur en ekki sem spegilmynd foreldranna. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.