Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUtpCENTRUMAS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK 100% hækkun korta aidraðra og unglinga Einstaklingsfargjöld hækka um 20% MEIRIHILUTI stjómar Strætis- vagna Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um hækkun fargjalda frá og með 1. október. Kort með 20 miðum fyrir aldraða og unglinga hækka um 100%, en einstök fargjöld fullorðinna hækka úr 100 krónum í 120 krónur eða um 20%. Minnihluti sjálfstæðis- manna í stjóminni greiddi atkvæði gegn hækkuninni. Að sögn Lilju Ólafsdóttur, fram- kvæmdastjóra SVR, hækka tíu miða farmiðaspjöld fullorðinna úr 900 krónum í 1.000 krónur eða um '~”~11%. Kort með 20 miðum fyrir aldr- aða hækka úr 500 krónum í 1.000 krónur en farmiðaspjöld öryrkja verða óbreytt og kosta áfram 500 krónur. Græna kortið hækkar úr 2.900 krónum í 3.400 krónur eða um 17%. Yngri en sex ára fá ókeypis Fargjald unglinga hækkar úr 50 krónum í 60 krónur eða um 20% og farmiðaspjöld með 20 miðum hækka úr 500 krónum í 1.000 krón- ur eða um 100%. Fargjöld barna verða óbreytt eða 25 krónur stað- greiddar en kort með 22 miðum kostar 300 krónur. Barnagjald er miðað við fjögurra ára aldur en eftir 1. október verður miðað við sex ára aldur. Börn innan sex ára greiða eftir þann tíma ekki fargjald ef þau eru í fylgd með fullorðnum. Tillagan verður lögð fyrir borgar- ráð til samþykktar. Tillaga um hækkun fargjalda SVR Fjallkóngur framtíð- arinnar ÞEGAR brekkurnar verða bláar af beijum, börnin byrja í skólan- um og lömbin koma af fjalli, þá er sumarið liðið og komið haust. Fyrstu réttir haustsins voru um helgina. Á þessari mynd, sem tekin var í Hlíðar- rétt í Mývatnssveit, er hann Kristinn Björn Sigfússon, verð- andi fjallkóngur, með vænan dilk. Ráðherrar fá greiðslu fyrir starfskostnað RÁÐHERRAR og forseti Alþingis eiga, eins og aðrir þingmenn, rétt á fjörutíu þúsund króna greiðslu frá Alþingi vegna starfskostnaðar. Þá eiga ráðherrar, sem eru jafnframt alþingismenn kjördæmis utan Reykjavíkur og Reykjaness, rétt á allt að 53 þúsund krónum í dvalar- kostnað og 40% álagi á þá greiðslu, eða tuttugu og eitt þúsund krón- ur, haldi þeir bæði heimili í kjördæmi sínu og í Reykjavík. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þessar upphæðir voru ákveðnar af forsætisnefnd Alþingis í síðustu viku og eru skattfrjálsar sam- kvæmt lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað sem Alþingi samþykkti í vor. Ráðherrar og þingforseti eiga hins vegar ekki rétt á fastri greiðslu vegna ferðakostnaðar í næsta nágrenni heimilis eins og aðrir alþingismenn. Að sögn Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, hafa þessir aðilar bíla til afnota og því gilda reglur um greiðslur vegna fasts ferðakostnaðar ekki um þá. Álþingi greiðir hins vegar, að sögn Óiafs, kostnað við ferðir ráð- herra ef þær tengjast þingmanns- starfinu en ella eru ferðir ráðherra greiddar af viðkomandi ráðuneyt- um. Ólafur sagði að samkvæmt eldri reglum hafi ráðherrar, eins og aðrir þingmenn, fengið greiddan húsnæðis- og dvalarkostnað sem var að hámarki 42 þúsund krónur ef þeir áttu lögheimili í kjördæmi utan höfuðborgarsvæðisins. Þá áttu þeir, eins og aðrir þingmenn, rétt á greiðslu á fæðispeningum ef þeir voru þingmenn landsbyggð- arkjördæmis. Þessir fæðispening- ar, sem nú hafa verið felldir nið- ur, námu þijátíu þúsund krónum til landsbyggðarþingmanna með lögheimili úti á landi en fimmtán þúsund krónum tii þingmanna með lögheimili í Reykjavík. Raunlaun 626 þúsund Samkvæmt kjaradómi, sem kveðinn var upp sl. föstudag, er þingfararkaup alþingismanna 195 þúsund krónur og ráðherralaun 350 þúsund krónur. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræð- ingur ASÍ, segir að miðað við niðurstöður tryggingafræðilegrar úttektar á lífeyrissjóði ráðherra og alþingismanna um að iðgjalda- þörf fyrrnefnda sjóðsins sé 85% af tekjum og hins síðarnefnda 50% samsvari laun og lífeyrisréttindi ráðherra 626.500 króna mánaðar- launum og þingfararkaup og líf- eyrisréttindi alþingismanna svari til 280.800 króna á mánuði. ■ Kjör æðstu sfjórnenda/30 ■ í réttunum/4 Morgunblaðið/Sigfús Þór kom með Sædísi til hafnar Vestmannaeyjum. Morgnnblaðið. Björgunarbáturinn Þór frá Vest- mannaeyjum sótti í gær Sædísi ÁR 9 suður fyrir Vestmannaeyjar en báturinn var þar vélarvana og leki var kominn að honum. Þór kom með Sædísi til hafnar í Eyjum síð- degis í gær og gekk ferðin ágæt- lega að sögn Reynis Jóhannesson- ar, skipstjóra á Þór. Óskað var eftir aðstoð Þórs um klukkan sex í gærmorgun. Sædís var þá stödd um 35 sjómílur suð- suðaustur af Vestmannaeyjum og var báturinn vélarvana auk þess sem leki var kominn að honum. Þór hélt strax af stað til Sædísar og tók bátinn í tog auk þess sem dælum var komið um borð í Sædísi til að lensa bátinn. Reynir sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þegar Þór hefði komið að Sædísi hefðu skip- veijar þar verið búnir að setja upþ segl á bátinn en þeir munu hafa ætlað að reyna að sigla til lands á seglunum en hætt síðan við það og óskað eftir aðstoð Þórs. Þrír skipveijar voru á Sædísi, sem er 34 tonna trébátur, smíðað- ur 1949. Báturinn hafði verið úrelt- ur og mun hafa verið á leið til Portúgal, en þangað hafði hann verið seldur. Friðrik fómaði tveimur mönnum HANNES Hlífar Stefánsson náði forystunni í 8. umferð Friðriksmótsins í gærkvöldi þegar hann lagði Helga Áss Grétarsson að velli meðan Margeir Pétursson, sem deildi fyrsta sætinu með Hannesi Hlífari, gerði jafntefli við Helga Ólafsson. Jón L. Árnasonar vann Bent Larsen í 25 leikjum. Friðrik Ólafsson tefldi stíft til vinnings gegn Sofiu Polg- ar; fórnaði fyrst manni, síðan skiptamun og loks öðrum manni, en sóknin nægði að- eins til jafnteflis. Gligoric tap- aði sinni fyrstu skák fyrir Jóhanni Hjartarsyni og Smyslov vann Þröst Þórhalls- son. Hannes efstur Staðan eftir 8 umferðir er að Hannes er með 6 vinn- inga, Margeir með 5‘A og Jóhann, Jón L. og Sofia Polg- ar eru með 4‘A. Níunda um- ferð hefst kl. 17 í dag. Þá tefla saman: Margeir Pétursson - Jóhann Hjartarson, Giigoric - Frið- rik, Þröstur Þórhallsson - Hannes Hlífar, Sofia Polgar - Jón L. Árnason, Helgi Áss Grétarsson - Helgi Ólafsson, Larsen - Smyslov. ■ Skák/45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.