Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 19 ERLEIMT Stýriflaugaárás á Serba mótmælt Belgrad, Napolí, Pale. Reuter. Reuter Sjúkraliðar flylja manninn, sem var skotinn í ráðhúsi Óslóar í gær, á sjúkrahús. Kærður fyrir að nauðga stjúpdóttur Skotinn í ráðhúsi Oslóar Ósló. Morgunblaðið. NORÐMAÐUR af egypskum ættum var skotinn niður í aðaldyrum ráð- húss Oslóborgar í gærmorgun og var ungur sambýlismaður stjúpdótt- ur mannsins að verki. Hinn látni, sem var 47 ára gamall, hafði verið ákærður fyrir að nauðga stjúpdótt- urinni. Maðurinn var látinn við komuna á sjúkrahús. Drápsmaðurinn er 25 ára og mun vera fæddur í Júgóslav- íu sem var. Hann var vopnaður skammbyssu, skaut um 20 skotum í bakið á manninum og hrópaði um leið margsinnis á ensku. „Hvers vegna gerðirðu það?“ Ringulreið í ráðhúsinu Fólk í ráðhúsinu reyndi í ofboði að forða sér. Ovopnaður lögreglu- maður hrópaði til mannsins að hann ætti að leggja vopnið frá sér og leggjast á gólfið. Þá kom ung kona æpandi á hlaupum niður stigann. Hún fleygði frá sér plastpoka og heyrðist hár hvellur er hann lenti á gólfinu. Út úr pokanum þeyttist stór vasahnífur. Konan hrópaði að hún vildi að maðurinn yrði skotinn. Nokkrir lög- reglumenn komu og handsömuðu hana og brotnaði hún þá alveg sam- an. í ljós kom að hún var umrædd stjúpdóttir hins látna. Maðurinn sem skaut var handtekinn án þess að til átaka kæmi. Hann fleygði frá sér byssunni og fór úr jakkanum áður en hann lagðist á gólfið. ÞRETTÁN stýriflaugum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) af gerð- inni „Tomahawk“ var í gær skotið frá bandaríska beitiskipinu Nor- mandy til þess að eyðileggja rat- sjár og eldflaugaskotpalla í vígi Bosníu-Serba umhverfis Banja Luka. Bosníu-Serbar í Pale, þar sem þeir hafa höfuðstöðvar sínar, fordæmdu árásina í gær og sögðu hana hafa verið óþarfa nú þegar friðarviðræður vektu vonir um lausn. Trevor Murray, yfirmaður suð- urstjórnar aðgerða NATO í lofti, sagði í gær að stýriflaugaárásin á sunnudag hefði valdið miklu tjóni á loftvörnum Bosníu-Serba, en þó ekki eyðilagt loftvarnarkerfi þeirra. „Það stafar enn þá hætta af því og við verðum að skipuleggja að- gerðir okkar með þá hættu í huga,“ sagði Murray og. bætti við að kerfi þeirra væri „mjög háþró- að“. Árásir á Pale Loftárásum NATO á Bosníu- Serba var haldið áfram í gær og í gærmorgun mátti heyra sex kraftmiklar sprengingar í Pale. Bosníu-Serbar sögðu að mikið mannfall hefði orðið í stýri- flauga árásinni á sunnudag og Sögð grafa undan viðræð- unum um frið og pólitíska lausn í Bosníu tilgreindu að tveir menn hefðu látið lífið og fjórir særst, þar af þijú börn, í tveimur þorpum fyrir utan Banja Luka.. „Þetta ber vitni mjög hættu- legri aukningu [árásarþungans], sem sennilega munu eyðileggja friðarviðræðurnar,“ var haft eftir háttsettum embættismanni Bos- níu-Serba. „Þetta er ekki leiðin til þess að byggja á árangrinum, sem náðist á ráðstefnunni í Genf [þar sem gert var bráðabirgðasam- komulag um framtíð Bosníu á föstudag].“ Erfið staða Jeltsíns Borís Jeltsín, forseti Rússlands, er í erfiðri stöðu vegna ástandsins í Bosníu. Hann er að reyna að friðþægja þjóðernissinna, en um leið vill hann koma í veg fyrir að kastist í kekki milli Rússlands og Vesturlanda. Rússneska þingið, dúman, lét -ónægju sína með það að Rússar skuli halda að sér höndum í Bosn- íu á laugardag með því að skora á Jeltsín að hætta samstarfi við NATO, virða þvinganir Sameinuðu þjóðanna á hendur Júgóslavíu (Serbíu og Svartjallalands) vettugi og reka Andrei Kozyrev utanríkis- ráðherra. Jeltsín er nú farinn í tveggja vikna frí og því ólíklegt að hann bregðist strax við þessari áskorun, en fréttaskýrendur telja sennilegt að hann neyðist til þess að láta Kozyrev fjúka. Kozyrev gagnrýndur Kozyrev hefur verið utanríkis- ráðherra síðan 1990 og hann hef- ur verið gagnrýndur fyrir að láta það viðgangast að Rússar séu sniðgengnir í stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi Bosníu og halda málstað Rússa ekki fram af nægilegri festu í samskuptum sínum við fulltrúa Vesturlanda. Jeltsín sagði á blaðamannafundi á föstudag að hann væri ekki ánægður með frammistöðu utan- ríkisráðuneytisins og bætti við að draga myndi til tíðinda yrði ekki breyting þar á. Kozyrev hefur hins vegar verið Jeltsín trúr og meðal annars stutt forsetann í Tsjetsjníu. Gonzalez bætir stöðu sína Madrid. Reuter. MIKILVÆGUSTU hlutar leynilegs skjals leyniþjónustu spænska hersins frá 1983, þar sem lýst er aðferðum við að beijast gegn hryðjuverka- hreyfingu aðskilnaðarsinna Baska á Spáni, ETA, eru tekn- ir nær óbreyttir úr öðru riti um sama efni sem birt var 1979, að sögn dagblaðsins E1 Pais á sunnudag. Blaðið nefnir dæmi um setn- ingar og orðalag sem augljóst virðist að hafi verið tekið úr gömlu skýrslunni er nefnist „Baráttan við hryðjuverka- menn“. Talið er að þetta dragi mjög úr líkum á því að hægt verði að saka Felipe Gonzalez forsætisráðherra og sósíalista- stjórn hans um að hafa heimil- að ólöglegar aðferðir gegn ETA þar sem fyrri skýrslan var samin í stjórnartíð hægri- manna. Hart hefur verið sótt að Gonzalez að undanförnu, m.a. vegna ásakana um að hann hafi sjálfur lagt blessun sína yfir aðferðir sérsveita gegn hryðjuverkum. Þessar svo- nefndu dauðasveitir stjórn- valda myrtu 27 manns um miðjan níunda áratuginn; full- víst er talið að sumt af fólkinu hafi ekki tengst ETA. Gonz- alez segist ekki hafa vitað af aðgerðum sveitanna. Mótmæli á kvenna- ráðstefnu NOKKRIR gestir á fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem nú er haldin í Peking í Kína, gripu til mótmæla á meðan Soe Myint, fulltrúi stjórnvalda í Burma, liélt ræðu sína. Drógu þeir fram borða, sem á var letrað „Frelsið burmísku þjóðina" og strengdu á svalir ráðstefnusalarins. Oryggisverðir á vegum Sameinuðu þjóðanna skárust í leikinn eftir skamma stund og norskur maður var dreginn til yfirheyrslu vegna mótmælanna. Reuter Nýr og einstaklega heillandi ákvörðunarstaður Úrvals-Útsýnar á 4ye ...fyrir þá sem gera kröfur.l 8 nætur frá 43.375 kr. á mann m.v. fjóra í íbúð á Santa Maria (hjón með tvö börn 2ja-l 1 ára). Odýrir bílaleigubilar - Value Rent-A-Car Sérsamningar Úrvals-Utsýnar tryggja þér einkar hagkvæmt verð á bílaleigubílum. Verðdæmi: ECONOMY - 2ja dyra Ford Aspire MIDSIZE - 4ra dyra Expo LRV MINIVAN - Dodge Caravan Innifalið: Ótakmarkaðltr kílómetrafjöldi og LDW-trygging Kannið nánar hjá sölumönnum okkar. 5.570 kr. á'viku. 8.205 kr. á viku. 14.010 kr. á viku. IÍRVAL ÚTSÝH Lágmúla 4: stmi 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavtk: stmi 421 1353, ___ Selfossi: s(mi 482 1666, Akureyri: stmi 462 5000 \jgS4 ( |j*j; ) QATI^AjS^ °<? hjá umboðsmönnum um land alit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.