Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sameiningu sjö lífeyrissjóða á Norðurlandi í einn lokið Helmingi minni kostn- aður við reksturinn SAMEINING sjö lífeyrissjóda á Norðurlandi í einn, Lífeyrissjóð Norðurlands leiddi til rúmlega 50% spamaðar í rekstrarkostnaði sjóðanna á fyrsta starfsárinu. Kostnaður við rekstur sjóðanna nam um 42 milljónum króna árið 1993, en var 21 milljón króna í fyrra, eftir sameiningu. „Þetta sýnir að sameiningin hefur tekist vel, en henni lauk formlega í síðasta mánuði. Þetta er umtalsverður sparnaður og sýn- ir að sameiningin átti fuflan rétt á sér,“ sagði Kári Amór Kárason framkvæmdastjói Lífeyrissjóðs Norðurlands. Það var að frumkvæði Alþýðu- sambands Norðurlands sem stofn- að var til sameiningar sjóðanna, en um það mál var ítrekað rætt á þingum þess fyrir nokkrum árum. Lífeyrissjóðirnir voru reknir sem sjálfstæðar deildir innan Líf- eyrissjóðs Norðurlands, en endan- leg sameining átti sér stað í ág- úst síðastliðnum samkvæmt mati á eignum þeirra og skuldbinding- um. Samkvæmt matinu á Lífeyris- sjóður Norðurlands fyrir öllum sínum skuldbindingum, bæði nú og einnig þegar horft er til fram- tíðar, að sögn Kára Arnórs. Mest hækkun á Húsavík Við hina endanlegu sameiningu sjóðanna kom fram að lækkun verður á greiðslum til félagsmanna í tveimur þeirra, Lífeyrissjóðs Iðju og Lífeyrissjóðs Trésmiða Akur- eyri og nemur hún 5%. Greiðslur til þeirra sem voru í lífeyrissjóðn- um Sameiningu verða hinar sömu, en mismikil hækkun verður hjá öðrum sjóðum. Þannig hækka greiðlur til félagsmanna í Lífeyris- sjóði verkamanna á Hvammstanga um 13%, til Blönduósdeildar LVNV um 14%, Lífeyrissjóðs stéttafélaganna í Skagafirði um 26% og til fyrrum sjóðfélaga í Líf- eyrissjóðnum Björgu á Húsavík um 35%. Kári Arnór sagði að stjórnir eldri sjóða hefðu ákveðið að verið að nýta umframeign þeirra til hækkunar á ellilífeyri þessara sjóða. Hann sagði mismun milli sjóð- anna felast í nokkrum atriðum, m.a. mismunandi ávöxtun sjóð- anna, misjafnlega góðum rekstri þeirra sem og samsetningu sjóðfé- laga hvað varðar aldur og örorku. BIRGIR Örn Birgisson tekur við verðlaununum á Greifanum, sem þeir Ottó Sverrisson svæðisstjóri Ölgerðarinnar og Hlynur Jóns- son einn eigenda Greifans afhentu. Með stórstjömum á Florída UNGUR Akureyringur, Birgir Örn Birgisson hlaut vinning í leik sem Ölgerðin Egill Skalla- grímsson og Veitingahúsið Greifinn á Akureyri efndu til, ferð fyrir tvo til Florida. Þar býður Club Pepsi Max upp á stanslausa skemnitun í eina viku með stórstjörnum á borð við Cindy Crawford, Pamelu Ander- son, Luke Perry, Andre Agassi og Jean-CIaude Van Damme. Einnig voru dregnir út auka- vinningar í leiknum, töskur, handklæði og bolir merktir pepsi auk vöruúttektar á Greif- anum, en þá hlutu Svanfríður Ingvadóttir, Akureyri, Björg Birgisdóttir, Akureyri, Haukur Guðmundsson, Akureyri, Anna M. Hermannsdóttir, Mývatns- sveit, Hugrún Ólafsdóttir, Húsa- vík og Bjarni Pétursson, Húsa- vík. Horfur á meðaluppskeru kartaflna Kartöflur enn í fullri sprettu Norrænt almanna- trygginga- námskeið Sjáðu, stóra hjólið „ÞÚ MÁTT ekki hjóla á svona stóru hjóli strax,“ gæti Thelma Björk verið að segja við litla bróður sinn, hann Andra Dan, en þau voru á ferðinni í miðbæ Akureyrar og stöldruðu við hjá þessu, að því er virðist í saman- burði við systkinin, afar stóra karlmannsreiðhjóli sem ein- hver hafði lagt við sjoppudyrn- ar. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Samstarf um brunavarnir HÉRAÐSNEFND Eyjafjarð- ar hefur leitað eftir samstarfi við Akureyrarbæ um bruna- varnir og er þess óskað að bærinn tilnefni fulltrúa sinn til viðræðna við héraðsráð um málið. Bæjarráð óskaði umsagnar slökkviliðsstjóra um erindi héraðsráðs og vill að því verði skilað til ráðsins fyrir 18. september næstkomandi. HORFUR eru á að kartöfluuppskera verði vel í meðallagi í Eyjafirði í ár, en útlitið var fremur dökkt í vor og framan af sumri vegna kulda. Hiý- indi eftir miðjan júlí breyttu upp- skeyuhorfum til hins betra. Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Eyjafjarðar, sagði að kartöflur væru enn í fullri sprettu og færu bændur sér enn hægt við upptöku, væru aðeins byrjaðir en hvergi væri upptaka hafin af krafti. „Menn bíða átekta meðan sprettan er svona góð, en ætli þeir byiji ekki í vikunni," sagði hann. Nokkrar frostnætur urðu í síðast- liðinni viku og sagði Ólafur að þá hefðu kartöflugrös skemmst að ein- hveiju leyti í vestanverðum firðin- um, en ekki svo mikið að verulegur skaði hefði hlotist af. Seinna á ferðinni „Þetta er heldur seinna á ferðinni en oft áður, en skýringin er sú að kartöflurnar eru enn í vexti og þá bíða bændur með upptökuna, en þeir taka þá áhættuna á næturfrostum," sagði Ólafur. Sagði hann sérlega mikilvægt fyrir bændur að fara gæti- iega með kartöflurnar, sérstaklega gullauga sem væri afar viðkvæm fyrir hnjaski, en aukin hætta er á að kartöflur spryngi ef fyllsta að- gætni er ekki viðhöfð. „Kartöflumar geta farið alveg hroðalega illa þegar verið er að taka þær upp í fullri sprettu," sagði Ólafur og vildi m.a. benda kartöflubændum á að tempra hraðann við upptökuna, reyna að draga sem kostur væri úr fallhæð þeirra á og við upptökuvélar og eins væri ráðlagt að taka upp í sæmileg- um hita, byija ekki of snemma að morgni þegar kaldast er. Ólafur sagði að menn gætu fylli- lega átt von á góðri uppskeru í ár á Eyjafjarðarsvæðinu. „Þetta leit af- skaplega dapurlega út allt fram yfir miðjan júlí, vorið var kalt og því sett niður óvenjuseint og síðan voru lát- lausir kuldar framan af sumri, þann- ig að allt benti til að uppskeran yrði heldur rýr. Eftir miðjan júlí hefur veðurfar verið einstaklega gott hér norðanlands og það bjargaði öllu, .“ NORRÆNT almannatrygginganám- skeið stendur yfír á Hótel KEA á Akureyri þessa dagana, en slík nám- skeið eru haldin árlega og skiptast norrænar tryggingastofnanir um að sjá um þau. Námskeiðið er ætlað starfsfólki tryggingastofnana á Norðurlöndum og eru þátttakendur um 60 frá ís- landi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Haldnir eru fyrirlestrar um al- mannatryggingar og heilbrigðismál, meðal fyrirlesara eru Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, en hann ijallar um spamaðarráðstafanir í heilbrigðiskerfinu, Guðjón Björns- son, læknir á Vogi og Bjöm Þorleifs- son deildarstjóri hjá Félagsmála- stofnun Akureyrarbæjar. Þá flytja sjö norrænir fyrirlesarar erindi á námskeiðinu. Kynntar verða t.d. að- gerðir norskra stjómvalda til að beina örorkulífeyrisþegum aftur inn á vinnumarkaðinn. Stjórnendur ráðstefnunnar eru Svala Jónsdóttir, deildarstjóri fræðslu- og útgáfudeildar Trygg- ingastofnunar og Ingibjörg Stefáns- dóttir aðstoðardeildarstjóri. N ý v i ð h o r f endurvinnsla og umhverfisvernd KYNNINGARDAGAR 0G FJÖLSKYLDUSÝNING 16. -17. september Lokað föstudag í Gufunesi Vegna undirbúnings fyrir kynningardag SORPU verður móttöku- og flokkunarstöðin í Gufunesi lokuð föstudaginn 15. september Gámastöðvar verða opnar eins og venjulega. Vetrartími 16. ág. -15. maí kl. 12:30 -19:30 S0RFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.