Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. URSKURÐUR KJARADÓMS Urskurður kjaradóms um launakjör ráðherra, þingmanna og ýmissa æðstu embættismanna ríkisins hefur valdið töluverðu uppnámi. Samkvæmt þessum úrskurði hækka forseti íslands, forsætisráðherra og aðrir ráðherrar í launum um 19,2%- 19,6%, þingmenn um 9,6% og ýmsir háttsettir embættismenn um 9,5%. Það sem ágreiningi veldur er, að þessar hækkanir eru í sumum tilvikum langt umfram það, sem um var samið á al- mennum vinnumarkaði sl. vetur en í öðrum tilvikum töluvert umfram það en áþekkar samningum, sem gerðir voru við ýmsa starfshópa sl. vor og fram á sumar. . Forystumenn almennu launþegafélaganna, sem sömdu snemma á árinu fyrir sína umbjóðendur telja sig illa svikna og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands ísiands segir í samtali við Morgunblaðið í fyrradag, að kjaradómur hafi ekk- ert tillit tekið til sérstakra réttinda æðstu embættismanna ríkis- ins en þar beri hæst lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra. Þetta er í annað sinn á nokkrum árum, sem Kjaradómur kveður upp úrskurð, sem veitirþessum starfshópum launahækk- anir töluvert langt umfram það, sem aðrir hafa fengið með samningum. í hið fyrra skiptið var úrskurður Kjaradóms felld- ur úr gildi með lagasetningu enda ijóst, að hann stefndi í voða jafnvægi og stöðugleika í þjóðfélaginu, þegar kreppan var einna dýpst og erfiðust. Morgunblaðið mælti eindregið með því á þeím tíma, að sú leið yrði farin, ella mundi þeim árangri koll- varpað, sem náðist með febrúarsamningunum árið 1990. Beinar launagreiðslur til ráðherra og alþingismanna hafa lengi verið með því lakasta, sem þekkist fyrir svo ábyrgðarmik- il störf, þótt það sé spurning hver heildarlaunakjörin eru, ef öll fríðindi eru metin til launa. Léleg launakjör stjórnmála- manna hafa víða um lönd leitt til þess, að einungis efnamenn hafa tekið þátt í stjórnmálastarfi. Sú þróun hefur ekki verið áberandi hér en hitt er ljóst, að fjölmargir hæfileikamenn hafa ekki leitað út í stjórnmál vegna launakjara. í raun og veru hefur ekki verið ágreiningur um, að úr þessu þyrfti að bæta. Fremur hafa menn deilt um, hvenær það væri tímabært og hvernig það ætti að gerast. Það er alveg ljóst, að rétti tíminn var ekki, þegar hinn fyrri úrskurður Kjaradóms féll fyrir þrem- ur árum. Meiri rök eru fyrir því, að framkvæma slíka leiðrétt- ingu á tíma eins og nú, þegar uppsveifla í efnahagsmálum er komin á skrið. Engu að síður er þessi tímasetning mjög erfið fyrir stjórnmálamennina í ljósi þeirra kjarasamninga, sem gerð- ir voru sl. vetur. Talsmenn verkalýðsfélaganna hafa við orð, að launaþróunin undanfarna mánuði kalli á endurskoðun kjarasamninganna frá því í vetur. Sú afstaða þeirra er skiljanleg en á hinn bóginn er ekki auðvelt að sjá, hvernig þeir eiga að geta sagt samning- um upp. Þeir hafa sjálfir skrifað undir samninga, sem gera ráð fyrir, að þeim megi slíta, ef þróun í verðlagsmálum hefur ver- ið með tilteknum hætti. Það hefur ekki gerzt enn. Samhliða úrskurði Kjaradóms hefur forsætisnefnd Alþingis tekið ákvörðun um beinar launahækkanir til þingmanna, sem gegna ábyrgðarstörfum í þinginu, svo og kostnaðargreiðsiur. I því sambandi vekur sérstaka athygli sú ákvörðun forsætis- nefndarinnar að greiða alþingismönnum 40 þúsund krónur á mánuði til þess að mæta ýmsum ófyrirséðum útgjöldum. Hvern- ig geta alþingismenn ætlast til að þessi greiðsla verði frádrátt- arbær frá skatti án þess, að þeir leggi fram kostnaðarreikninga á móti, þegar allir aðrir þegnar þessa þjóðfélags verða að reiða fram slíka reikninga til þess að skattayfirvöld taki þá alvar- lega? Slík mismunun eykur ekki virðingu skattgreiðenda fyrir skattalögum. Það er ljóst, að ráðherrar og alþingismenn njóta ýmissa hlunn- inda til viðbótar við beinar launagreiðslur. Þeir njóta bílafríð- inda og lífeyrisréttinda umfram aðra. Eðliiegt er, að þessi fríð- indi séu metin til launa til þess að rétt mynd fáist af launakjör- um stjórnmálamanna. Þá er auðvitað ljóst, að greiðsla ferða- kostnaðar ráðherra er með þeim hætti, að þar getur verið um beinan tekjuauka að ræða, séu ráðherrar mikið á ferðalögum. Forseti Islands býr við skattfrelsi eins og kunnugt er. Alita- mál er, hvort það skattfrelsi, sem alltaf hefur tíðkazt, samræm- ist 78. gr. stjórnarskrárinnar. Og spyrja má, hvort ekki fari betur á því, að forseti íslands greiði skatta eins og aðrir en tekjur hans verði hækkaðar á móti. Má í þessu sambandi minna á, að nýlega hafa verið teknar upp skattgreiðslur af ákveðnum tekjum brezka þjóðhöfðingjans, sem áður voru skattfijálsar. Ef öll hlunnindi æðstu stjórnenda lands og þjóðar eru metin til launa fæst skýrari mynd af því, hvaða kjör þeir búa raun- verulega við. Viðbrögð vegna úrskurðar Kjaradóms nú eru hörð. Víst er, að hann mun leiða til mjög harðrar kröfugerðar þeirra starfs- hópa, sem telja sig illa svikna eftir samninga, sem gerðir voru snemma á árinu. Nú þegar er ljóst, að þeir munu ekki standa upp frá samningaborðinu í næstu umferð fyrr en þeir hafa rétt sinn hlut og þá má búast við, að krafa þeirra verði m.a. sú, að þeim verði bætt upp það tímabil, sem liðið verður. Greiðslur til aiþingísmanna vegna þingfararkostnaðar Lög kveða á um skattleysi greiðslnanna Úrskurður kjaradóms um laun æðstu emb- ættismanna ríkisins og nýjar reglur forsætis- nefndar Alþingis um þingfararkostnað hafa vakið mikla athygli, einkum vegna þess að ákveðnar greiðslur eru skattfijálsar. Guð- mundur Sv. Hermannsson og Pétur Gunn- arsson kynntu sér ýmsar hliðar málsins ALLAR greiðslur, sem þing- menn fá vegna kostnaðar við starf sitt, eru skatt- fijálsar en framtalsskyidar samkvæmt lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað sem sett voru í júní í vor. Kjaradómur ákvað áður upphæð fastra greiðslna til þingmanna vegna húsnæðis-, dvalar- og ferðakostnaður en nú setur forsætisnefnd Alþingis reglur um þessar greiðslur og ákveður upphæðirnar. Samkvæmt nýju lögunum fá þing- menn kjördæma utan Reykjavíkur mánaðarlega greidda ákveðna upphæð vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Einnig er greidd ákveðin Ijárhæð til greiðslu kostnaðar við ferðalög innan kjördæmis þingmanna og milli heimil- is þeirra og Reykjavíkur. Loks fá þingmenn endurgreiddan almennan starfskostnað. I lögunum segir að Alþingi leggi alþingismanni til almenna skrifstofuaðstöðu og nauð- synlegan búnað og greiði kostnað af því. Endurgreiða skuli alþingismanni símakostnað. Þá skuli endurgreiða annan almennan starfskostnað sam- kvæmt reglum sem forsætisnefnd Al- þingis setur. Heimilt sé að greiða þennan starfskostnað sem fasta fjár- hæð í stað endurgreiðslu samkvæmt reikningum. Sérstakt ákvæði er í lögunum, sem kveður á um að greiðsla þingfarar- kostnaðar sé framtalsskyld en ekki skattskyld. Fjörutíu þúsund kr. starfskostnaður Nú hefur forsætisnefnd Alþingis ákveðið að greiða alþingismönnum fasta upphæð, fjörutíu þúsund krónur, til að standa undir starfskostnaði í samræmi við þingfararkaupslögin. í reglum sem nefndin gaf út sl. föstu- dag kemur fram að þessi starfskostn- aður geti verið vegna fundahalda, ráð- stefna, námskeiða, bóka- og tímarits- kaupa, risnu, póstburðargjalda utan skrifstofunnar og fleira sem sambæri- legt geti talist. Að auki greiði Alþingi kostnað þingmanna vegna síma, dag- blaða, skrifstofuaðstöðu og tækja utan skrifstofu Alþingis. Samkvæmt reglunum geta alþing- ismenn fengið endurgreidda reikninga í stað greiðslunnar fyrir þeim kostnaði sem tilgreindur sé, allt að upphæð fjörutíu þúsund krónur á mánuði. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþing- is, sagði við Morgunblaðið, að sá kostnaður sem fælist í umræddri fjöru- tíu þúsund króna greiðslu, hefði áður verið greiddur samkvæmt reikningum án þess að um það gilti fastar reglur. Þessi upphæð væri öðrum þræði fund- in út samkvæmt þeim reynslutölum. Þá félli niður á móti skattfijáls greiðsla fæðispeninga sem nam 30 þúsund krónum á mánuði til þingmanna með lögheimili utan Reykjavíkur en 15 þúsund krónum til landsbyggðarþing- manna með lögheimili í Reykjavík. Starfskostnaðargreiðslan er skatt- fijáls en framtalsskyld, samkvæmt lögunum um þingfararkaup og þing- fararkostnað. Ólafut' sagði að áður hefðu endurgreiðslur á starfskostnaði alitaf verið skattfijálsar. „Þótt ein- hveijir hafni því að taka við þessari fjörutíu þúsund króna upphæð, en komi þess í stað með reikninga vegna kostnaðar, þá leikur enginn vafi á skattfrelsi þeirra reikninga," sagði Ólafur. Misjafn kostnaður Ólafur sagði það auðvitað ljóst, að starfskostnaður væri misjafn hjá þing- mönnum. Og það mætti vissulega fall- ast á að þeir sem kæmust af án þess að eyða nokkru í þessa þætti fengju kaupauka með þessari- greiðslu. Hins vegar væri þetta gert til að einfalda málið að fyrirmynd ýmissa annarra þjóðþinga. Og Ólafur sagðist telja að þessar reglur myndu hvetja þingmenn til að notfæra sér þetta svigrúm til að greiða kostnað sem þeir hafa ef til vilþ dregið við sig. í reglum forsætisnefndar um þing- fararkostnað kemur einnig fram að auk fastra greiðslna vegna ferðakostn- aðar í kjördæmi skuli endurgreiða þingmönnum kostnað við ferðir í önn- ur kjördæmi á fundi sem þeir boða eða eru boðaðir til vegna starfa sinna. Ólafur sagði aðspurður að engin ákvæði væru um hvers eðlis þessir fundir væru, og það væri í raun ekki breyting frá fyrri lögum og reglum. I þingfararkaupslögunum var einn- ig kveðið á um að forseti Alþingis fengi sömu launakjör og ráðherrar og að varaforsetar Alþingis og formenn þingflokka og þingnefnda fengju 15% álag á þingfararkaup sitt. Að sögn Ólafs G. Einarssonar er gert ráð fyrir að rekstarkostnaður Alþingis aukist um 5-6% árlega vegna hækkana á greiðslum til alþingismanna. Heildar- rekstrarkostnaður þingsins væri ná- lægt 700 milljónum króna sem þýddi að útgjaldaaukinn næmi um 40 millj- ónum króna á ári. Rýmkaðar reglur Lagafrumvarpið um þingfararkaup og þingfararkostnað var lagt fram undir lok síðasta þings, af forsvars- mönnum allra þingflokka nema Þjóð- vaka. Geir H. Haarde, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokks, sagði m.a., þegar hann mælti fyrir frumvarpinu, að í þágildandi þingfararkaupslögum væru ýmis ákvæði um endurgreiðslu húsnæðis- og dvalarkostnaðar og um ferðakostnaðargreiðslur. Skrifstofa Alþingis hefði hins vegar neyðst til þess að úrskurða um ýmis vafaatriði í þessum efnum, m.a. með tilliti til breyttra samgönguhátta í nágrenni þingstaðarins og fleiri atriða sem ekki var gert ráð fyrir þegar lögin voru sett. Úr þessu væri bætt með nýju lögunum. Einnig kom fram hjá Geir að reglur um ferðakostnað væru rýmkaðar, m.a. til að auðvelda þingmönnum að sækja fundi og komast greiðlega til funda- halda í kjördæmum sínum. Ekki væri gert ráð fyrir því í gildandi reglum að þingmenn, til dæmis úti á landi, fengju greiddan ferðakostnað innan kjördæmis þeirra sem þó óhjákvæmi- lega fylgdi því að stofna til fundahalda í víðáttumiklum kjördæmum. Þetta væru óréttlát ákvæði enda ljóst að gerðar væru mun ríkari kröfur til al- þingismanna um að halda fundi í kjör- dæmum sínum en áður var. Hóflegar greiðslur Þá sagði Geir það vera nýmæli að heimilt yrði að endurgreiða alþingis- mönnum starfskostnað sem fasta mánaðarlega upphæð samkvæmt regl- um sem forsætisnefnd Alþingis setti. Væji þar slegið saman heimildum til ýmissa endurgreiðslna sem að hluta til hefðu tíðkast í þinginu en jafnframt gefið færi á að greiða slíka upphæð mánaðarlega sem eina f-asta greiðslu. Geir sagðist leggja áherslu á að forsætisnefnd gætti þess í ákvörðun- um sínum um þetta að taka sanngjarn- ar ákvarðanir um hóflegar greiðslur til þingmanna í þessu skyni. Skattfrelsi ekki breyting Þá sagði Geir um ákvæðið um skatt- frelsi umræddra greiðslna, að ekki væri um að ræða efnisbreytingu frá því sem áður tíðkaðist. „Við teljum að sú tillaga, sem hér er gerð, sé í fullu samræmi við þá úrskurði sem ríkisskattstjóri hefur þegar útgefið um þingfararkostnað eins og hann er nú skilgreindur í lögum, svo sem hús- næðis- og dvalarkostnað og ferða- kostnað," sagði Geir. Athugasemdir komu frá þingmönn- um Kvennalista og Þjóðvaka við ákvæðið um endurgreiðslu starfs- kostnaðar og skattfrelsi hans. Þá studdi Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Alþýðubandalags, ekki frumvarpið. Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis fjallaði um frumvarpið milli umræðna og sagði Vilhjálmur Egils- son, framsögumaðurmaður nefndar- innar, að þar hafi verið rætt um skatt- frelsisákvæðið í og meginsjónarmiðið verið, að þegar fyrirtæki ætti í hlut væru það fyrst og fremst stjórnendur viðkomandi fyrirtækis sem ákvæðu í hvaða kostnað væri lagt og hvernig sá kostnaður tengdist rekstri fyrirtæk- is. Þarna væri hins vegar rætt um að alþingismenn yrðu að ákveða sjálfir hvaða kostnaður þarna er til staðar og þess vegna væri eðlilegt að tekið væri sérstaklega á skattskyldunni í þessum lögum. Þá sagði Vilhjálmur að komið hefði fram það sjónarmið varðandi fasta greiðslu vegna starfskostnaðar, að forsætisnefnd íhugaði að greiða al- þingismönnum starfskostnað eftir reikningum. Þannig fái alþingismenn ákveðinn kvóta sem þeir geti ráðstafað reikningum upp í vegna starfstengdra gjalda, frekar en greiða fasta upphæð fyrir fram ákveðna. Forsætisnefnd þyrfti að skoða sérstaklega, hvor leið- in væri hentugri í þessum efnum. Ólafur G. Einarsson sagði við Morg- unblaðið að í reglum forsætisnefndar væri komið til móts við þetta sjónar- mið með því að gera ráð fyrir hvoru tveggja, 40 þúsund króna greiðslu eða að þingmenn skiluðu inn reikningum að hámarki 40 þúsund krónúr. Hagfræðingur ASI Laun o g lífeyrisrétt- ur ráðherra jafngilda Formaður Kjaradóms Innbyrðis breytingar afleiðing ákvörðunar Alþingis 626 þús. kr. launum ÞORSTEINN Júlíusson, formaður Kjaradóms, segir að Kjaradómur hafi ekki ráðist f neinar breytingar á innbyrðis röðun launa æðstu emb- ættismanna frá því sem fyrir var. Einu breytingarnar séu afleiðingar ákvarðana Alþingis við setningu nýrra laga um þingfararkaup. Vegna þeirra Iaga njóti forseti Alþingis nú sömu kjara og ráðherrar, og auk þess hafi laun ráðherra hækkað umfram aðra, til samræmis við hækkanir samkvæmt þingfarar- kaupslögum til varaforseta og for- manna þingflokka. Þorsteinn sagði að hækkanir sam- kvæmt Kjaradómi til langflestra embættismanna hefðu verið 9,5%; þingfararkaup hefði hækkað um 9,6% og laun ráðherra um 19,2%. Kjaradómur hefur ekki tekið nein- ar ákvarðanir um launahækkanir frá 1992. Hvað varðar hinar almennu 9,5% hækkanir segir Þorsteinn að t.d. hafi verið litið til 7,4% hækkunar á launavísitölu frá 1992. Auk þess sem ákvarðanir Kjára- dóms hafi allt frá 1989 ekki tekið tillit til launabreytinga umfram taxtahækkanir. Kjaradómi beri sam- kvæmt lögum að líta til þess að sam- ræmi sé í launum þeim sem hann ákvarðar og launum sambærilegra hópa í þjóðfélaginu. Litið hafi verið til þess markmiðs laganna. Umframhækkanir til ráðherra megi m.a. skýra með því að Alþingi hafi með löggjöf ákveðið að leggja 15% álag á þingfararkaup til vara- þingforseta, formanna þingflokka og fastanefnda. Talið hafi verið eðlilegt að sú hækkun skilaði sér til ráðherra vegna eðlis og ábyrgðar þeirra starfa. Ráðherrar færast nær Þorsteinn sagði aðspurður að við ákvörðun launa ráðherra og þing- manna væri tekið tillit til lífeyris- kjara þeirra og annarra starfskjara. Hann sagðist telja að með ákvörð- un Kjaradóms nú hefðu þingmenn og ráðherrar færst nær því en áður að njóta sambærilegra kjara og þeir sem helst gætu talist hliðstæðir með tilliti til ábyrgðar og starfsskyldna í þjóðfélaginu. Enn vanti þó á að um jöfnuð sé að ræða. Hann sagði að m.a. mætti líta til bæjarstjóra stærstu kaupstaða, bankastjóra og forstjóra stórfyrir- tækja i leit að samanburðarhópum. Enginn hópur í þjóðfélaginu gegndi þó fyllilega sambærilegum störfum við störf ráðherra og alþingismanna. GYLFI Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, segir að miðað við niðurstöður tryggingafræðilegrar úttektar á líf- eyrissjóði ráðherra og alþingismanna um að iðgjaldaþörf fyrmefnda sjóðs- ins sé 85% af tekjum og hins síðar- nefnda 50% samsvari laun og lífeyr- isréttindi ráðherra 626.500 króna mánaðarlaunum, laun og lífeyrisrétt- indi forsætisráðherra samsvari 689 þúsund króna mánaðarlaunum og þingfararkaup og lífeyrisréttindi al- þingismanna svari til 280.800 króna á mánuði. Fyrrgreindar forsendur um ið- gjaldaþörf lífeyrissjóðanna byggjast á úttekt Jóns Erlings Þorlákssonar tryggingastærðfræðings á stöðu sjóðanna. Samkvæmt ákvörðun kjaraúóms eru laun ráðherra 350 þúsund krón- ur, laun forsætisráðherra 385 þúsund krónur og þingfarakaup alþing- ismanna 195 þúsund krónur. Þing- fararkaup er innifalið í launum ráð- herra. Á almennum markaði miðast framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð að jafnaði við 6% launa. Lífeyrissjóð- ir alþingismanna og ráðherra tryggja ákveðin lífeyrisréttindi í hlutfalli við starfsaldur. Til að standa undir þeim réttindum sem sjóðirnir veita þarf ríkið að greiða sem svarar til 85% launa ráð- herranna og um 50% þingfararkaups alþingismanna, að því er fram kemur í skýrslu Jóns Erlings Þorlákssonar frá 1991 um stöðu sjóðanna í árslok 1989. Bifreiðahlunnindi undanskilin Fyrrgreindar tölur byggjast ein- göngu á þeim launum sem kjaradóm- ur ákveður, þ.e.a.s. þingfararkaupi og ráðherralaunum. Þá hefur ekki verið litið til áhrifa annarra greiðslna, svo sem bifreiða- hlunninda ráðherra, og skattfijálsra greiðslna til þingmanna vegna hús- næðis- og dvalarkostnaðar; 40 þús- und króna skattfijáls almenns starfs- kostnaðar alþingismanna og álags til varaforseta þings, formanna þing- flokka og þingnefnda. í samtali Morgunblaðsins við Gylfa Arnbjörnsson var tekið dæmi af al- þingismanni sem fengi, auk 40 þús- und króna skattfijáls almenns starfs- kostnaðar alþingismanna, húsnæðis- og dvalarkostnað að upphæð 53 þús- und krónur og 40% álag á þá fjárhæð vegna tvöfalds heimilishalds; samtals fær þessi þingmaður í hendur skatt- frjálsa fjárhæð sem svarar til 114.200 króna. Skattfrjálsar greiðslur svara til 210-455 þús. kr. tekna Gylfi Arnbjörnsson segir að til að fá 114.200 krónur í hendur þurfi einstaklingur sem hvorki njóti vaxtá- bóta né sé með fjölskyldu á fram- færi að afla sér 210 þúsund króna tekna. Hjón með tvö börn innan við 16 ára aldur þurfi hins vegar að afla 455.500 króna á mánuði til að auka ráðstöfunartekjur sínar um 114 þús- und krónur að teknu tilliti til jáðar- skatta. Auk 41,93% tekjuskatts er þá tek- ið-tillit til 4% frádráttar vegna lífeyr- issjóðsiðgjalda, 13% vegna tekju- tengingar barnabóta, 6% vegna tekjutengingar barnabóta og 1% frá- dráttar vegna stéttarfélagsgjalda. Til að slík fjölskylda auki ráðstöf- unartekjur sínar um 40 þúsund krón- ur þarf hún að afla 117.405 króna heildartekna. Alþýðusamband Suðurlands Forsendur samninga eru brostnar ÞING Alþýðusambands Suður- lands, sem haldið var um helgina, samþykkti ályktun þar sem segir að sú jafnlaunastefna sem mótuð var í kjarasamningum landssam- banda ASÍ í vetur hafi mistekist. „Þingið álítur að forsendur samn- inga séu nú þegar brostnar og hvetur verkalýðshreyfinguna til >ess að undirbúa nú þegar við- brögð til þess að veija réttlátan hlut almenns launafólks í þeim efnahagsbata sem það lagði grunninn að,“ segir í ályktun )ingsins um atvinnu- og kjaramál. I ályktuninni segir að hærra launaðir hópar í þjóðfélaginu hafi enn einu sinni komist upp með að brjóta jafnlaunastefnuna niður og taka til sín verulega meiri launa- hækkanir og stórauka launabilið í landinu. „Siðleysið í þessari þró- un nær fullkomnun sinni með úr- skurði Kjaradóms um tugþúsunda Iaunahækkun hjá ráðherrum, )ingmönnum og æðstu embættis- mönnum. Þingið Iýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum og atvinnu- rekendum um hvernig komið er. A sama tíma áformar ríkis- stjórnin enn frekari hækkun skatta á almennt launafólk og nið- urskurð á þjónustu. Stefna sljórn- valda er því augljós. Launafólk á almennum vinnumarkaði á ekki aðeins að sætta sig við litlar sem engar launahækkanir, til að við- halda stöðugleika, heldur á það einnig að borga hærri skatta til þess að stjórnvöld geti fjármagnað enn meiri launahækkanir fyrir hálaunafólkið. Þingið telur að líkja megi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- og kjaramálum við hel- stefnu, sem er ætlað að bæta hag þeirra sem betur mega sín á kostn- að láglaunafólksins," segir m.a. í ályktun þingsins. Verkalýðsfélög á Snæfellsnesi Mótmæla launahækkun VERKALÝÐSFÉLÖG á Snæfells- nesi hafa sent frá sér ályktun þar sem harðlega er mótmælt hækkun kjaradóms á launum æðstu emb- ættismanna þjóðarinnar. Fjörutíu þúsund kr. greiðsla til alþingis- manna, undanþegin skatti, er köll- uð siðlaus í ályktuninni. Verkalýðsfélögin, sem standa að ályktuninni, eru Afturelding á Hellissandi, Jökull í Ólafsvík, Stjarnan í Grundarfirði og Verka- lýðsfélag Stykkishólms. Ályktunin er svohljóðandi: „Sameiginlegur fyndur sljórna verkalýðsfélaganna á Snæfells- nesi, haldinn 10. september 1995, mótmælir harðlega síðustu hækk- un kjaradóms á launum æðstu embættismanna þjóðarinnar. Fundurinn minnir á að á meðan laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu mest um 3.700 kr. á mánuði við gerð síðustu kjara- samninga þá hækkar kjaradómur laun embættismanna um 20-65 þúsund kr. Og það að kjaradómur úthluti alþingismönnum sérstak- lega 40 þús. kr. á mánuði sem eru undanþegnar skatti er að mati fundarins gjörsamlega siðlaust. Fundurinn tekur undir með Birni Grétari Sveinssyni, form. Verkamannasambandsins, þar sem hann spyr: „Hvemig líður þeim, sem taka á móti þessum hækkunum, siðferðilega?““
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.