Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 47 FRETTIR Ur dagbók lögreglu Vöknuðu við umgang þjófanna Lj ósmyndasýning Landsbankans Eskifirði. Morgunblaðið. Yfirlit Á TÍMABILINU voru skráðar 12 tilkynningar vegna innbrota og 8 vegna þjófnaða. Lögreglumenn þurftu 56 sinnum að hafa afskipti af einstaklingum vegna ölvunar- tengdra mála. Tæplega 40 öku- menn voru kærðir fyrir að virða ekki ákvæði laga um leyfðan há- markshraða á götum borgarinnar og 15 ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Um helgina eru skráð 35 umferðar- óhöpp. I 6 tilvikum urðu meiðsli á fólki. í öllum tilvikum var um minni- háttar meiðsli að ræða. Alls eru bókfærð 279 mál um helgina. Miðborgin Talið er að um 5.000 manns hafi verið í miðborginni þegar mest var eftir lokun skemmtistaðanna aðfaranótt laugardags. Lögreglu- menn þurftu að handtaka 6 manns vegna ölvunar, líkamsmeiðinga eða óspekta. Af þeim voru 4 færðir á lögreglustöðina. Þá höfðu þeir af- skipti af u.þ.b. 40 unglingum á svæðinu. Tuttugu þeirra voru færð- ir í unglingaathvarfið. Athygli vek- ur hversu hátt hlutfall unglinganna í miðborginni að næturlagi undan- farna helgar er úr nágrannasveitar- félögum Reykjavíkur. Á laugardagskvöldið var mikill mannfjöldi i miðborginni, en yfir- bragð var þó með betra móti. Lítið var um átök ölvaðs fólks. Vitað er um einn er flytja varð á slysadeild vegna óhapps. Lögreglumenn höfðu afskipti af 20 einstaklingum. Af þeim voru 12 unglingar færðir á lögreglustöðina þangað sem þeir voru sóttir af foreldrum sínum. Slys Aðfaranótt föstudags valt bifreið á Vesturlandsvegi ofan við borgina. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. Skömmu síðar varð harður árekstur með tveimur bif- reiðum á gatnamótum Austurstræt- is og Lækjargötu. Farþegi úr ann- arri bifreiðinni var fluttur á slysa- deild. Báðar bifreiðarnar voru óöku- færar eftir óhappið. Á laugardags- morgun var árekstur þriggja bif- reiða á Kringlumýrarbraut við Sléttuveg. Farþegi úr einni bifreið- inni og ökumaður úr annarri fóru á slysadeild. Um miðjan dag á föstudag varð 13 ára drengur á reiðhjóli fyrir bifreið á Háaleitis- braut við Miklubraut. Drengurinn var fluttur á slysadeild með sjúkra- bifreið. Skömmu eftir miðnætti á laugardag varð gangandi stúlka fyrir bifreið í Tryggvagötu gegnt Glaumbar. Stúlkan meiddist á fæti. Lögreglumenn óku henni á slysa- deild. Um miðjan dag á sunnudag varð 13 ára stúlka fyrir bifreið á Fjallkonuvegi við Jöklafold. Stúlkan var flutt á slysadeild með sjúkrabif- reið, en meiðsli hennar sem og ann- arra munu hafa verið minniháttar. Aðfaranótt föstudags vaknaði húsráðandi við Grettisgötu við að ókunnur maður var kominn inn í stofu til hans og var að reyna að aftengja myndbandstæki, sem var þar. Húsráðandinn náði að hrekja innbrotsþjófinn á flótta. Hann gat lýst manninum, en leit í nágrenninu bar ekki árangur. Á laugardag var tilkynnt um að brotist hefði verið inn í íbúð við Hverfisgötu. Þjófurinn hafði tekið hljómflutningstæki, símtæki o.fl., sett hlutina í innkaupapoka, en ein- hverra hluta vegna skilið þá eftir fyrir utan þar sem húsráðandi kom að þeim síðdegis. Á laugardag var einnig tilkynnt um að brotist hefði verið inn í kjallaraíbúð við Hávalla- götu og þaðan stolið tækjabúnaði og áfengi. Brotist var inn eftir að húsráðendur fóru að heiman um morguninn. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í hús nálægt miðborg- inni. Húsráðandi hafði farið að heiman síðdegis, en þegar hann kom heim til sín um miðnætti var búið að bijótast inn og stela tölvu og prentara. Auk _þess hafði verið rótað í íbúðinni. Á sunnudag var einnig tilkynnt um innbrot í hús við Hringbraut. Þar hafði verið farið inn og stolið myndbandstæki. Þá var tilkynnt um að maður hefði farið inn um svefnherbergisglugga í kjallaraíbúð við Laugarnesveg skömmu eftir hádegi á sunnudag. Þegar innbrotsþjófurinn varð var við húsráðanda í eldhúsinu ákvað hann að halda áfram og fara sjálf- viljugur út um útidyrnar. Kringlan Á laugardag vakti uppákoma lögreglumanna í Kringlunni ómælda athygli viðstaddra. Lúlli löggubangsi heilsaði upp á börnin og lögreglumenn spiluðu og sungu fyrir þau vinsæl lög. Hér var um skemmtilega tilbreytingu fyrir við- stadda að ræða, ekki síst lögreglu- mennina. Oftar en ekki eru þeir að framfylgja lögunum gagnvart þeim sem ekki hafa kúnnað að meta þau, en þarna gátu þeir flutt ann- ars konar lög bæði sér og öðrum til ánægju. Ætlunin er að lögreglan bjóði upp á hliðstætt samstarf við þjóðfélagsþegna í framtíðinni. UM HELGINA var opnuð ljós- myndasýning í útibúum Landsbank- ans á Austurlandi. Það var bankaráð Landsbankans sem opnaði sýning- una formlega í útibúinu á Eskifirði. Yfirskrift sýningarinnar er „Á traustum grunni“ og er þar að finna svipmyndir úr atvinnu- og mannlífi á Áusturlandi á þessari öid. Sýningin skiptist í fjóra hluta sem nefnast Grunnur, Varða, Kjör og Náma og ber mest á myndum af fólki við störf til sjávar og sveita og má lesa úr þeim atvinnuþróun Fundur um for- gangsröðun í heil- brigðiskerfinu MÁLSTOFA BSRB verður með fund um forgangsröðun í heilbrigð- iskerfinu í dag, þriðjudaginn 12. september, ki. 17-19 á Grettisgötu 89. Yfirskrift fundarins er Forgangs- röðun í heilbrigðiskerfinu; Spurt verður spurninga eins og: Á að for- gangsraða? - Hvernig á að for- gangsraða? Frummælendur verða Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, Torfi Magnússon, formaður lækna- ráðs Borgarspítalans, Kristín Á. Ólafsdóttir, formaður stjórnar Borgarspítalans og Viilijálmur Árnason, dósent. Fundarstjóri er Rannveig Sigurðardóttir, hagfræð- ingur BSRB. Fundurinn er opinn öllum. ------» . » ■ »- Sjúkranudd Hörpu flyst SJÚKRANUDD Hörpu opnaði 4. september sl. á nýjum stað í Síðu- múla 15 en sjúkranuddstofan var áður að Hátúni 6a. Eigandi stofunn- á Austurlandi á öldinni. Einnig er þar að finna myndir af ýmsu sem Austfirðingar hafa tekið upp á í tómstundum sínum gegnum árin svo sem leiksýningum, tónleikum og síðast en ekki síst ýmsum uppá- tækjum barnanna. Samkvæmt fréttatilkynningu frá bankanum er áformað að efna til ritgerðasamkeppni meðal nemenda 10. bekkjar á Austurlandi í tengsl- um við þessa sýningu undir heitinu „Landsbankinn og atvinnulífið á Áusturlandi". ar er Harpa Harðardóttir, löggiltur sjúkranuddari. Harpa lauk prófi í sjúkranuddi frá Prof. Lambert-Schule í Höxter í Vestur-Þýskalandi árið 1978. Hún vann að námi loknu í nokkur ár á sjúkrahúsi, heilsuhælum og einka- stofnunum í Þýskalandi og Sviss. Frá 1983 hefur hún starfað hér á landi á Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði, Sjúkrahúsi Sigluíjarðar, End- urhæfingarstöðinni á Ákureyri og Sjúkranuddstofu Hilke Hubert. Haustið 1988 stofnaði Harpa eigin rekstur, Sjúkranudd Hörpu, og hef- ur starfað sjálfstætt síðan. "♦ ♦ ♦-------- ■ SVOHLJÓÐANDI ályktun var samþykkt á fundi háskólaráðs fimmtudaginn 7. september sl.: „Háskólaráð lýsir yfir megnri óánægju með þann kjarasamning sem Samninganefnd ríkisins gerði nýlega við Félag háskólakennara. Háskólaráð telur að þau launakjör sem kennurum Háskólans eru skömmtuð með samningi þessum sýni iítilsvirðingu við það kennslu- og rannsóknastarf sem unnið er við Háskólann og stefni í stórhættu möguleikum hans til að ráða til sín hina hæfustu vísindamenn sem völ er á og halda þeim fstarfi. Háskóla- ráð telur nauðsynlegt að Alþingi auki verulega íjárframlög til Há- skóla íslands og feli stofnuninni sjálfri aukið vald til að ákveða launakjör starfsmanna eins og lagt er til í __ skýrslu Þróunarnefndar Háskóla íslands." ■ FUNDUR Félags áhugafólks um Reykjadal verður haidinn fimmtudaginn 14. september kl. 20 í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11-13. Meðal efnis fundarins er formleg stofnun félagsins, umræð- ur um starfsvettvang þess, vetrar- starfið í Reykjadal og kynning á félagsmiðstöð fatlaðra unglinga. VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 09.09.1995 | VW' 27)(30 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 1 2. 027.790 2.M5f W~T 352.660 3. 4af 5 64 9.500 4. 3af 5 2.494 560 Heildarvinningsupphæö: 4.385.090 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR 36. Icikvika, 9,- 10. sept. 1995 Nr. Leikur: Rödin: 1. Dcgcrfors - AIK i - - 2. Djurgárden - Norrköp. i - - 3. Halmstad - Örebro i - - 4. Malniö- llclsingborg - - 2 5. Frölunda - Göteborg i - - 6. Blackburn - Aston Villa - X - 7. Everton - Man. Utd. - - 2 8. Tottcnhani - Lecds 1 - - 9. Man. City - Arscnal - - 2 10. Wimblcdon - Livcrpool 1 - - 11. Southanipt.- Newcastle I - - 12. Q.P.R - ShefT. Wed. - - 2 13. Covcntry - Notth. For. - X - Hcildarvinningsupphæöin: 83 milljón krónur 13 rcttir: 3.702.560 kr. 12 rcttir: 67.570 kr. 11 rcttir: 6.210 kr. 10 réttir: J" 1.880 kr. Skólaostur kg/stk. 15% LÆKKUN VERÐ NU: VERÐ ÁÐUR: ÞÚ SPARAR: 585 kr. kílóiö. kílóið. 103 kr. á hvert kíló. OSTA OG SMjÖRSALAN SE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.