Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fleiri íslenskir flug- menn hjá Cargolux ÍSLENSKUM flugmönnum hefur flölgað verulega hjá Cargolux í Lux- emborg á þessu og síðasta ári, og þannig hafa átta flugmenn hafið störf hjá félaginu í ár og sex í fyrra. Alls starfa nú 52 íslenskir flugmenn hjá Cargolux, þar af 24 flugstjórar og 28 aðstoðarflugmenn. Að sögn Einars Gunnarssonar, skrifstofustjóra hjá Cargolux, hafa flestir íslensku flugmannaíina sem þar hafa hafið störf síðustu misseri komið frá flugfélaginu Atlanta. „Helsta ástæðan er sú að þeir vilja komast í fasta vinnu, því að hjá Atl- anta og þessum minni fyrirtækjum er þetta svo árstíðabundið og óör- uggt, og erfítt að reka heimili upp á það að vera kannski í vinnu 6-8 mán- uði á ári. Þetta eru menn sem eru með þá reynslu sem við erum að leita eftir fyrir alþjóðaflugmenn, en þeir eru komnir með nokkur hundruð flug- tíma á Boeing 737 þotur sem er eðli- legt milliþrep upp í 747 vélamar sem við erum með,“ sagði Einar. Cargolox er nú með sex Boeing 747 vélar í rekstri og að sögn Einars bætist sú sjöunda í flugflotann eftir helgina, en það er ný 747-400 vél. Hjá fyrirtækinu starfa samtals tæp- lega 700 manns. Morgunblaðið/Árni Sæberg TVö útköll á þyrlu- degi Umboðsmaður Alþingis um yfirverkstjórastöðu hjá Vegagerðinni Óskar skýringa sam- gönguráðuneytis UMBOÐSMAÐUR Aþingis hefur óskað eftir skýringum frá samgöngu- ráðuneytinu vegna afgreiðslu þess á erindi Hilmars Hallvarðssonar. Hilm- ar óskaði eftir þvl við ráðuneytið að það endurskoðaði ákvörðun Vega- gerðarinnar um ráðningu í stöðu yfir- verkstjóra þar sem hann teldi sig eiga forgang að starfíhu sem opinber starfsmaður. Hilmar vann sem verkstjóri hjá Vita- og hafnamálastofnun frá 1962 til 1971 þegar hann var ráðinn yfír- verkstjóri. Arið 1980 var hann skip- aður af ráðherra í stöðuna. Tólf árum síðar, áramótin 1992-1993, var hon- um sagt upp starfi vegna skipulags- breytinga og staða hans lögð niður. Samkvæmt réttindum slnum sem ■ opinbers starfsmanns átti Hilmar rétt á annarri stöðu hjá hinu opin- bera. Hilmar kveðst hafa sótt um stöður hjá mörgum ríkisstofnunum, en alls staðar fengið synjun. Taldi sig eiga forgang Hilmar.sótti m.a. um stöðu yfir- verkstjóra í járnsmiðju og vélaverk- stæði Vegagerðarinnar. Vegagerðin sendi Hilmari bréf þar sem honum var tjáð að þegar hefði verið ráðið í stöðuna. Hilmar sendi þá samgöngu- ráðuneytinu bréf þar sem hann fór fram á að Vegagerðin endurskoðaði afstöðu sína til ráðningarinnar þar sem hann telji sig eiga forgang að starfinu samkvæmt 14. grein laga um opinbera starfsmenn. í framhaldi af því leitaði sam- gönguráðuneytið eftir upplýsingum hjá Vegagerðinni. í svarbréfi Vega- gerðarinnar til ráðuneytisins segir að maðurinn sem ráðinn var í stöð- una hafi hætt við að taka hana og sé alls óvíst hvort ráðið verði í hana. Hilmar telur sig hins vegar hafa upplýsingar um að þá þegar hafí verið búið að ráða annan mann í stöðuna. Umboðsmaður Alþingis hef- ur óskað eftir því að samgönguráðu- neytið skýri viðhorf sitt til kvörtunar Hilmars og láti sér í té gögn máls- ins. Hann óskar sérstaklega eftir því að fram komi í skýringum ráðuneyt- isins upþlýsingar um hvemig staðið hafi verið að auglýsingu á umræddu yfirverkstjórastarfí og í hverju það hafí verið fólgið. Ennfremur óskar hann eftir að fram komi hver gegni nú umræddu starfí. LANDHELGISGÆSLAN bauð landsmönnum að skoða flug- flota stofnunarinnar sl. laugar- dag og þáðu margir boðið. Fólki gafst reyndar ekki mikill tími til að skoða nýju þyrluna, TF- LÍF, því að hún þurfti að fara í tvö björgunarflug sama dag. Skömmu eftir hádegi var þyrlan kölluð til aðstoðar, en gangnamaður, sem var í leitum á Kjarrárdal ofan við Gilsbakka í Borgarfirði, fékk aðsvif. Þyrl- an flutti manninn á Borgarspít- alann og fékk hann að fara heim að lokinni skoðun. Hann verður þó áfram undir eftirliti lækna. Um kl. 16 var þyrlan kölluð til, en kona hafði fallið og fótbrotnað í Skarðsdal í Skarðsheiði. Hún var einnig flutt á Borgarspítalann. \ NÝJA safnahúsið er smekklega tengt eldri byggingunni með glerinngangi. Morgunblaðið/Sig. Jóns. FRÁ vígsluathöfninni, gestir standa umhverfis Péturseyjarskipið. Nýbygging Skóga- safns vígð Selfossi. Morgunblaðið. NÝ HÚSAKYNNI byggðasafnsins á Skóg- um voru vígð síðastliðinn laugardag, 9. september, að viðstöddu fjölmenni. Hið nýja safnahús er 600 fermetrar að gólffleti og safnahúsið allt um 1.000 fer- metrar. I kjallara þess er skjalasafn sýsln- anna tveggja Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu auk þess sem þar eru opn- ar safngeymslur, aðstaða fyrir fræðimenn og sýningarsalur. Við byggingu hússins var lögð áhersla á að tengja vel saman eldri bygginguna og þá nýju þannig að þær mynduðu aðgengilega umgjörð um safnið og einn aðalgrip þess, Péturseyjarskipið, sem stendur þar inni með fullum seglum. Heildarkostnaður 80 milljónir Heildarkostnaður við framkvæmdirnar í Skógasafni er á núvirði um 80 milljónir og hefur verið greiddur af eigendum safnsins, Rangárvallasýslu um 60% og Vestur- Skaftafellssýslu um 20% auk þess sem ríkis- sjóður hefur kostað um 18% af bygginga- kostnaði. Við vígsluathöfnina kom fram að mikil og góð samstaða hefur verið um fram- kvæmdirnar og að tekist hefnr með sameig- inlegu átaki að gera Skógasafnið að lands- þekktri stofnun sem um 25 þúsund gestir heimsækja árlega. Safnið á Skógum verður ekki nefnt nema í sömu andrá og nafn Þórðar Tómassonar safnvarðar sem hefur gert safnið að þeirri perlu sem það er. Við vígsluathöfnina var margítrekað að Skógasafn væri lifandi safn þar sem nánast hver einasti gestur væri tekinn tali og fengi lifandi leiðsögn um safnið af hálfu safnvarðarins en slíkt væri einsdæmi. Án Þórðar væri Skógasafn ekki til og hefði ekki þá sál sem raun ber vitni. Þórður Tómasson safnvörður á Skógum flutti ávarp við vígsluna og gaf gestum innsýn í sögu safnsins og tilurð þess. Hann sagðist ákaflega þakklátur fyrir þann stuðning sem hann og safnið hefðu fengið í gegnum tíðina. Hann kvaðst fyrst og síð- ast þakklátur öllu því fólki sem hefði látið gripi sína af hendi rakna til hans og sýnt honum með því mikið traust. Uppbyggingu safnsins á Skógum sagði hann vera þá mestu viðurkenningu sem fólkið í sýslunum hefði sýnt sér. Við vígsluna kynnti Andrés Valberg gjöf sína til safnsins, en þar er um að ræða einkasafn hans á náttúrugripum og ýmsum merkum munum, og lét þau orð fylgja að slikt safn þyrfti góð húsakynni. Fyrirhugað er að selja upp náttúrugripa- safn Andrésar í kjallara hússins. Slösuðust þegar blys sprakk LÖGREGLAN á Hvolsvelli sótti þijá menn að skála við Veiðivötn aðfaranótt sunnudags, en þeir höfðu slasast þegár blys sprakk í höndum þeirra. Einn mannanna slasaðist sýnu mest og skaddað- ist mikið á hendi. Lögreglan fékk tilkynningu um slysið um kl. 2 um nóttina. Mennimir þrír höfðu verið með flugelda og blys og eitt blysanna sprungið í höndum þeirra. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunn- ar var það ekki handblys. Vegna þoku og dimmviðris var fallið frá því að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar á staðinn, en tveir sjúkrabílar frá Rauða krossinum og lögreglumenn frá Hvolsvelli héldu til hjálpar. Mennimir þrír vom fluttir á sjúkrahús í Reykjavík. Biluðu skipin komaá fimmtudag VEL GENGUR að draga togar- ana Sindra frá Vestmannaeyjum og Eyvind vopna frá Vopnafírði til landsins, en skipin biluðu í Smugunni í síðustu viku. Norsk- ur dráttarbátur dregur Sindra og er gert ráð fyrir að skipin komi til Hafnarfjarðar á fimmtu- dag eða föstudag. Haraldur Kristjánsson er með Eyvind vopna I togi og er búist við þeim til Vopnafjarðar um hádegisbil á fimmtudag. Gert verður við togarann á Vopna- firði. Enn er ekki vitað hvað langan tíma tekur að gera við skipið, en vél þess er úrbrædd. Það eru tryggingafélög skip- anna sem greiða að mestu kostn- að við viðgerð og kostnað við að draga þau til hafnar. Útgerð- arfyrirtækin bera sjálf kostnað af töpuðum veiðidögum. Kærði nauðgun TÆPLEGA fertug kona kærði mann fyrir nauðgun á sunnu- dagsmorgun. Samkvæmt upp- lýsingum Rannsóknarlögreglu ríkisins var maðurinn ófundinn síðdegis í gær. Konan hitti manninn í miðbæ Reykjavíkur, en hún þekkti hann ekki fyrir. Hún fór með honum heim til hans, í hús í Vesturbæn- um, þar sem hún segir að hann hafi komið fram vilja sínum. Samkvæmt upplýsingum Rannsóknarlögreglunnar er óljóst hvar maðurinn býr og hafði hann ekki verið handtekinn I gær. Barn kveikti eld í f eiti SLÖKKVILIÐIÐ var kallað að húsi í Vesturfold á níunda tíman- um I gærmorgun, en þar hafði kviknað í potti með feiti. Lítill drengur á heimilinu hafði kveikt á öllum hellum elda- vélarinnar. Á einni þeirra stóð pottur með djúpsteikingarfeiti, sem hitnaði svo að kviknaði í henni. Stálu byssum og skotum BROTIST var inn í húsið við Barónsstíg 2-4 um helgina og þaðan stolið tveimur haglabyss- um og um 400 skotum í þær. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu höfðu þjófarnir einnig verkfæri á brott með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.