Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LÁRUS ÁSTBJÖRNSSON + Lárus Ást- björnsson fædd- ist í Reykjavík 29. september 1904. Hann lést á Landsspítalanum 26. ágúst sl. For- eldrar _ Lárusar voru Ástbjörn Ey- jólfsson, skipasmið- ur, f. 13.2. 1874, d. 13.2. 1955, og kona hans Kristín Þórð- ardóttir, f. 30.4. 1882, d. 30.3. 1940. Lárus kvæntist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Mörtu Daníelsdóttur, 18. maí 1929. Marta f. 28.2. 1906, er dóttir Daníels Þorsteinsson- ar skipasmiðs og forstj. og konu hans Guðrúnar Egilsdóttur. Börn Lárusar og Mörtu eru Gunnar Daníel, verkfræðingur, f. 6.5. 1930, kvæntur Önnu Þrúði Þorkelsdóttur, forstöðu- manni í öldrunarþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Björn Kristján, skipasmiður, f. 13.11. 1931, og Ragnar Baldur námsmaður, f. 26.2. 1933, lést af slysförum 14.8. 1949. Barna- börn eru Ragnar Lárus Gunn- arsson, f. 6.7. 1962, verkfræð- ingur, kvæntur Ingibjörgu Sveinsdóttur, sálfræðinema í HI, Ragnhildur Anna Gunnars- dóttir, f. 31.12. 1964, flug- freyja, dóttir hennar er Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir, Þor- kell Máni Gunnarsson, f. 19.7. 1969, kerfisfræðingur, sambýl- iskona hans er Sigrún Erla Blöndal hjúkrunarnemi í HI. Lárus ólst upp í Reykjavík og stund- aði þar barnaskóla- nám, að því loknu stundaði hann nám við Flensborgar- skóla í Hafnarfirði og iauk þaðan burtfararprófi. Meðfram skóla- göngu vann Lárus í Guðjónsverslun á Hverfisgötu og síð- ar hjá Landssíma Islands i rúmlega 50 ár eða til sjö- tugs. I byijun starfs síns hjá Landssímanum réðst Lárus í það að afla sér meiri menntunar á símasviðinu og réð sig timabundið til náms og starfa hjá Stóra Norræna sima- fyrirtækinu í Osló og síðar í Kaupmannahöfn og útskrifað- ist þaðan sem símafræðingur. Lárus var við uppsetningu rit- símans er hann tengdist til landsins. Síðustu 20 ár starfsæ- vinnar var Lárus forstöðumað- ur ritsímaverkstæðis Landsí- mans. Lárus var mikill tónlist- arunnandi og lærði snemma að spila á fiðlu. Spilaði hann með mörgum hljómsveitum á 3., 4. og 5. áratugnum, svo sem Reykjavíkurbandinu og hljóm- sveitum Bjarna Böðvarssonar, m.a. einnig lék hann með í Sin- fóníuhljómsveit Islands, meðal annars á Alþingishátíðinni 1930. Útför Lárusar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi LEIFUR HARALDSSOIM rafverktaki, Botnhlið 16, Seyðisfirði, lést í Landspítalanum 11. september. Steinunn J. Ólafsdóttir, Hulda Leifsdóttir, Stefán Jón Sigurðsson, Haraldur Leifsson, Ólafur Leifsson, Sigurbjörg Leifsdóttir, og barnabörn. t Eiginkona mín, GUNNHILDUR DAVÍÐSDÓTTIR húsfreyja, Laugarbökkum, Ölfusi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands laugardag- inn 9. september. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjartur Haraldsson, Vilhelmína Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Jón Guðbjartsson, Haraldur Guðbjartsson, Jóhann Grétar Guðbjartsson, Jóhannes Þór Guðbjartsson, Hafsteinn Guðbjartsson, Þorfinnur Þráinn Guðbjartsson, Hanna Björt Guðbjartsdóttir, tengdabörn og ömmubörn. t Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA JÓNSDÓTTIR frá Flateyri, Túngötu 8, Stöðvarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 14. septemberkl. 13.30. Guðmundur Þorvaldsson. MINNINGAR LANGRI og á stundum strangri veg- ferð er lokið. Lárus Ástbjörnsson tengdafaðir minn lést í Landspítal- anum 26. ágúst síðastliðinn tæplega. 91 árs að aldri. Lárus var Reykvíkingur í húð og hár, fæddur hér í borg 29. septem- ber 1904. Foreldrar hans voru Ást- björn Eyjólfsson skipasmiður og kona hans Kristín Þórðardóttir. Lár- us átti aðeins einn bróður, Egil, sem var rúmum 10 árum yngri. Egill lést 1991 og kona hans Asta Stef- ánsdóttir lést 1993 og var þeirra sárt saknað. Lárus hafði snemma áhuga á tón- list og langaði til að gera hana að lífsstarfi sínu. Ekki þótti foreldrum hans það skynsamlegt og hvöttu son sinn til að huga a.m.k. einnig að einhveiju öðru. Að loknu námi í Flensborg í Hafnarfirði hóf Lárus starf hjá Landsímanum í Reykjavík þar sem hann starfaði farsællega í hálfa öld. Lárus kvæntist eftirlifandi konu sinni Mörtu Daníelsdóttur 18. maí 1929. Marta er dóttir hjónanna Guð- rúnar Egilsdóttur og Daníels Þor- steinssonar skipasmiðs sem kom á fót og átti Daníelsslipp, ásamt syni sínum og tengdasyni. Lárus og Marta eignuðust þrjá syni, elstur er Gunnar Daníel, síðan Björn Kristján og yngstur var Ragnar Baldur. Lárus var ákaflega hlýr maður og lét sér afar annt um fjölskyldu sína. Foreldrar Lárusar bjuggu í nokkur ár á heimili hans og Mörtu þegar strákarnir voru litlir og voru þeim afar góð, en Kristín lést langt um aldur fram 1940. Lífíð er aldrei án áfalla. í þessari litlu fjölskyldu voru áföllin stór. Ragnar yngsti sonurinn og auga- steinninn lést í hörmulegu slysi að- eins 16 ára að aldri og Björn Krist- ján missti heilsuna fyrir 13 árum og hefur verið bundinn við hjólastól síðan. Það er sagt að tíminn lækni öli sár, en sum sár gróa aldrei. Lárus og Marta syrgðu son sinn sem lést svo ungur og reyndu að létta Birni Kristjáni lífið eftir föngum í veikind- um hans. Tónlistin átti ætíð ríkan þátt í lífi Lárusar og lék hann á fiðlu hér á árum áður með ýmsum hljómsveit- um. Eftir að fiðlan var lögð á hilluna tók áhugi fyrir málaralist við. Fór hann mikið á myndlistarsýningar og prýddu veggi heimilis þeirra Mörtu fallegar myndir. Mjög kært var ætíð með þeim hjónum Mörtu og Lárusi og má segja að Lárus hafi borið konu sína á hönd- um sér í tæp 66 ár sem þau áttu saman. í áföllum lífsins var Marta ótrúlega sterk og veitti þá Lárusi stuðning og styrk enda máttu þau vart af hvort öðru sjá. Það er því erfítt fyrir tengdamóður mína Mörtu sem er orðin háöldruð og lasburða að sjá á eftir svo kærum ævifélaga. En minningarnar um björtu stund- irnar ylja henni og okkur sem einnig nutum hlýjú og umhyggju Lárusar svo lengi. Við kveðjum hann með þakklæti og vonum að umhyggja hans fyrir konu sinni og fjölskyldu megi fylgja okkur um ókomin ár. Fyrir hönd Ragnhildar, Önnur Þrúðar yngri, Þorkels Mána og Sig- rúnar. Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Nú hefur afí kvatt lífið. Minning- arnar um hann streyma í huga okk- ar. Afi var sériega geðþekkur maður og var blíður og hugulsamur við sína nánustu, þótt hann hafí stundum verið þungur í skapi. Hann var lærð- ur símafræðingur og starfaði hjá Landsímanum í hálfa öld, þarf af tuttugu ár sem forstöðumaður rit- símaverkstæðis Landsímans. Afi var einn af stofnendum Félags íslenskra hljóðfæraleikara og vara- maður í fyrstu stjórn félagsins árið 1932 til 1933 en ritari frá 1933 til t Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, LÁRUSAR ÁSTBJÖRNSSONAR, Vesturgötu 7, Reykjavík, ferfram frá Fossvogskirkju í dag, þriðju- daginn 12. september, kl. 13.30. Marta Daníelsdóttir, Björn K. Lárusson, Gunnar D. Lárusson, Anna Þrúður Þorkelsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRGVIN S. BJARNASON, Álandi 3, Reykjavík, lést á Grensásdeild Borgarspítalans sunnudaginn 10. september. Hrefna Jóhannsdóttir, Rúnar Björgvinsson, Jóhanna H. Þórðardóttir, Garðar Björgvinsson, Bryndís G. Björgvinsdóttir, Guðmundur Björnsson, Auður Björgvinsdóttir, Birna Björgvinsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, fósturmóðir, amma og lang- amma, MAGNEA ÓSK TÓMASDÓTTIR, Sólvangi, Hafnarfirði, áðurtil heimilis á Meistaravöllum 21, Reykjavík, lést laugardaginn 9. september. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Esther Halldórsdóttir, Páll M. Guðmundsson, (sleifur Halldórsson, Kolbrún Þorfinnsdóttir, Birgir Sigurðsson, Anna Skaftadóttir, Halldór Bragason, Sigrún Valgeirsdóttir, Trausti Bragason, Ingunn Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 1935. Hann spilaði á fiðlu með ýms- um hljómsveitum allt frá alvarlegri klassík til sveiflandi jazz. Hann spil- aði meðal annars á Alþingishátíðinni 1930 og með hljómsveit FÍH. Hann hafði mjög gaman af tónlist og hefði helst viljað gera það að aðalstarfi sínu en það þótti ekki nógu trygg atvinna. Afi hafði einnig mikinn áhuga á myndlist og málaði lengi vel. Mynd- irnar hans báru ríku ímyndunarafli vott. Hann málaði hughrif sín á kraftmikinn og litskrúðugan hátt eins og þeir einir hafa frelsi til sem ekki hafa þurft að beygja sig undir kennslu í myndlistariðkun. Við ræddum hans aðaláhugmál, tónlist og myndlist. Ekki vorum við nú allt- af sammála en umræðurnar urðu bragðmeiri fyrir vikið. Afi og amma þurftu að glíma við ýmsa erfiðleika á lífsleið sinni. Yngsti sonur þeirra, Ragnar, lést af slysförum aðeins 16 ára gamall. Það var erfitt að sætta sig við þennan hræðilega atburð. Björn Kristján sonur þeirra fékk svo heilablóðfall og hefur verið öryrki síðan. En þrátt fyrir erfiðleikana hafa þau horft fram á veg. Fyrsta heimili okkar saman var í húsnæði afa og ömmu að Hring- braut 86. Afi og amma studdu vel við bakið á okkur og leyfðu okkur að búa þar gegn því að við dyttuðum að húsnæðinu. Þeim þótti vænt um Hringbrautina og óskuðu þess að okkur liði þar eins vel og þeim. Enda fór vel um okkur það eitt og hálfa ár sem við bjuggum þar. Gjaf- mildi og sparsemi þeirra hjóna gerði okkur einnig kleift að eignast það húsnæði sem við búum í nú. Án hjálpar þeirra hefðum við ekki getað keypt íbúðina okkar í Skeqafirði. Afa var mjög umhugað að okkur liði vel og að við værum hamingju- söm. í hvert skipti sem hann talaði við okkur spurði hann um heilsu okkar og hamingju. Ef veður var vont hringdi hann í lok dagsins til að sjá hvort við hefðum ekki komist heil heim og hvort allt væri ekki í besta lagi. Það er lýsandi fyrir kær- leika hans að þegar hann lá banaleg- una hafði hann ekki áhyggjur af sjálfum sér heldur af okkur. Við fullvissuðum hann um að okkur liði eins og best væri á kosið og hann brosti ánægður. Ragnar og Ingibjörg. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greína fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 -kjarnimálsins! Safnaðarheimili Háteigskirkju Símí: 551 1599
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.