Morgunblaðið - 23.09.1995, Síða 14

Morgunblaðið - 23.09.1995, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Samgöngubætur stytta og lengja hringveginn á Austurlandi Tvær nýjar brýr form- lega opnaðar Vaðbrekku - Halldór Blöndal samgönguráðherra opnaði í fyrra- dag nýjan veg um Meleyri og brú yfir Breiðdalsá nálægt Breiðdal- svík. A miðvikudag opnaði ráð- herrann nýja brú yfir Jökulsá á Dal á móts við bæinn Selland. Þessar framkvæmdir kostuðu samtals 366 milljónir króna. Nýi vegurinn um Meleyri færir Breiðdalsvík í þjóðbraut við hring- veginn og styttir leiðina um suður- firði Austfjarða um 9,7 km, en lengir hringveginn um 2,6 km. Nýja brúin yfir Breiðdalsá er 90 metra löng með tveimur akbraut- um. Hún leysir af hólmi slæma brú við Eydali. Gamla brúin var byggð 1939 og hafði takmarkað burðarþol, vegurinn þar var slæm- ur og aðkoma að brúnni þröng og brött. Framkvæmdir við nýja veginn hófust í janúar 1993 og var brúin byggð um sumarið. Seint um haustið var umferð hleypt á veginn til bráðabirgða. Unnið var að klæðningu vegarins í fyrra og verkinu að fullu lokið í sumar. Heildarkostnaður varð 162 millj- ónir króna, brúin kostaði 72 millj- ónir og vegagerðin 87 milljónir. Verktaki við vegagerðina var Guðmundur Björgólfsson og bræð- ur, brúna smíðaði vinnuflokkur Vegagerðarinnar. Brú yfir Jökulsá á Dal Nýja brúin yfir Jökulsá og vegurinn að henni leysa af hólmi snjóþungan og úr sér genginn vegarkafla og brú frá árinu 1931. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Klippt á borðann NÝJA brúin yfir Jökulsá á Dal var formlega opnuð 20. septem- ber síðastiiðinn. F.v.: Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri, Krist- inn Briem skrifstofustjóri hjá Vegagerðinni, Sigbjörn Nökkvi Björnsson og Halldór Blöndal samgönguráðherra. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Áningarstaður VEGFARENDUR geta hvílst á áningarstað við austurenda nýj brúarinnar yfir Jökulsá á Dal. Við þessa framkvæmd styttist hringvegurinn um 2,6 km sem vegur upp samsvarandi lengingu vegarins við Breiðdalsvík. Nýja brúin er 125 metra löng og með tveimur akbrautum. Hún er hæsta brú landsins, brúargólfið er 38 metra fyrir ofan ána. Við austurenda nýju brúarinnar er áningarstaður og göngustígur nið- ur að gilbarminum. Þar geta veg- farendur horft niður í hrikalegt árgilið. Framkvæmdir hófust 1993 með lagningu vegar að brúarstæðinu. Byijað var að srníða brúna í árs- byijun 1994 og hún tekin í notkun í september 1994. í sumar var lögð klæðning og lokið við frá- gang. Verktakar við brúarsmíðina voru ístak hf. og Héraðsverk hf. annaðist vegagerðina. Fram- kvæmdirnar kostuðu alls 204 milljónir króna. Þar af kostaði brúin. 117 milljónir og vegurinn 87 milljónir. Morgunblaðið/Björn Blöndal FULLTRÚAR Eyjakrakkanna fengu hlýjar viðtökur þegar þeir komu til landsins á þriðjudag frá þeim aðilum sem styrktu þau til ferðarinnar. Frá vinstri til hægri eru Geir Þórarinn Zoega frá ísaga, Guðrún Þórsdóttir frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur ásamt Árna Johnsen alþingismanni. Kepptu við snillinga í samkeppni ungra vísindamanna Sjáum ekki eftir einni mínútu sem við lögðum í verkefnið Keflavík - „Þetta var ákaflega gam- an og við sjáum ekki eftir einni mín- útu sem við lögðum í þetta verkefni, sögðu þau Aldís Egilsdóttir og Reyn- ir Hjálmarsson, nemendur í Fram- haldsskóla Vestmannaeyja eftir vel heppnaða ferð til Newcastle í Eng- landi þar sem Þau hrepptu þriðja sætið í Evrópukeppni ungra vísinda- manna sem þar fór fram. Alls tóku 24 þjóðir þátt í keppninni og voru þátttakendur um 100. Þetta var í 7. sinn sem keppnin er haldin en í fyrsta sinn sem Islendingar eru meðal kepp- enda. Rannsóknarverkefnið sem ungl- ingamir úr Eyjum fóru með í keppn- ina var hrygningaratferli og líffræði loðnunnar við íslandsstrendur. Alls tóku 10 nemendur í Fram- haldsskólanum í Eyjum þátt í rann- sóknarverkefninu sem var verkefni í Hugvísiskeppninni sem haldin var hér á landi síðastliðið vor ög gaf þátttöku- rétt í Evrópukeppnina. Mikil vinna liggur að baki þessa verkefnis hjá krökkunum úr Eyjum og um þriggja vikna skeið var höfð vakt allan sólarhringinn á meðan hrygning loðnunnar stóð yfir í fiska- safninu þar sem rannsóknimar fóru fram en þær stóðu yfir frá 15. febr- úar til maí. Margar merkilegar niður- stöður komu fram við rannsóknimar og má þar nefna að mun færri hrogn eru í hverri hrygnu en talið var og að allir hængarnir drápust að hrygn- ingu lokinni, en liðlegá 4,7% hrygn- anna hefðu lifað. Þau Aldís og Reynir sögðu að þau hefðu verið að keppa við snillinga á ýmsum sviðum sem sumir hveijir hefðu verið ótrúlega vel tækjum bún- ir og raunar hefðu sumir verð með búnað til /annsókna sem ekki væri enn til á íslandi. „Við hittum óg kynntumst mörgum áhugaverðum krökkum sem sumir hveijir voru snillingar og þessi ferð hefur okkur verið í alla staði ógleym- anleg," sögðu þau Aldís og Reynir ennfremur. Alls voru 54 verkefni kynnt á mótinu og unnu 12 þeirra til verðlauna. Endurvarp sj ón- varpsefnis á Isafirði ísafirði - Nokkrir einstaklingar á Isafirði hafa að undanförnu kannað möguleika á að stofna hlutafélag um endurvarp sjónvarpsefnis með örbylgju á ísafirði. Undirbúnings- fundur var haldinn í síðustu viku en stofnfundur félagsins verður haldinn á ísafirði í næstu viku. Það er fyrirtækið Elnet hf. í Reykjavík sem m.a. er hluthafi í hinu nýstofnaða íslenska sjónvarpi hf. sem verður bakhjarl hins nýja fyrirtækis á ísafirði en Elnet stóð m.a. að baki stofnunar samskonar fyrirtækis í Vestmannaeyjum sem hóf útsendingar fyrir um mánuði. Stofnkostnaður stöðvarinnar á ísafirði er áætlaður um 12 milljónir króna. í upphafi er gert ráð fyrir að einn maður starfi við stöðina en auk gervihnattasendinga verða sendar út auglýsingar, kvikmyndir og jafn- vel fréttir frá ísafirði. Það eru tveir ungir ísfirðingar, þeir Gunnar Atli Jónsson, starfs- maður Flugleiða á ísafirði, og Guð- mundur Ragnar Rúnarsson, starfs- maður Hraðfrystihússins Norður- tanga á ísafirði, sem hafa haft veg og vanda af undirbúningi stofnunar félagsins. Röng myndbirting ÞAU leiðu mistök urðu á bls. 14 í blaðinu í gær, að röng mynd birtist með fréttinni um gjöf Kiwanismanna til réttargeðdeildar- innar að Sogni. Hér birtist rétta myndin, sem sýnir fulltrúa Kiwanishreyfingarinnar, þar á meðal Eyjólf Sigurðsson verð- andi heimsforseta, og starfsmenn réttargeðdeildarinnar. Blaðið biður alla viðkomandi afsökunar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.