Morgunblaðið - 23.09.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.09.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 21 Forbes vill í Hvíta húsið BANDARÍSKI auðkýfingur- inn og útgefandinn Malcolm „Steve“ Forbes yngri hefur ákveðið að sækjast eftir því að verða í framboði fyrir repú- blikana í forsetakosningunum á næsta ári. Forbes er 48 ára og aðalritstjóri og forseti tíma- ritsins Forbes Magazine. Hann hyggst verja sem svarar 1,6 milljörðum króna af eigin pen- ingum í kosningabaráttuna og segir brýnt að kaupsýslumað- ur verði kjörinn í Hvíta húsið til að draga úr áhrifum at- vinnustjórnmálamanna og hagsmunapotara. Níu menn sækjast nú eftir framboði fyrir repúblikana og Bob Dole, leið- togi meirihlutans í öldunga- deild þingsins, þykir líklegast- ur til að verða tilnefndur. Shevard- nadze í framboð EDÚARD Shevardnadze, leið- togi Georgíu, skráði sig í gær sem frambjóðanda í forseta- kosningunum 5. nóvember og þykir mjög líklegur til að fara með sigur af hólmi. She- vardnadze hóf kosningabar- áttuna með loforðum um að koma í veg fyrir upplausn landsins þegar hann afhjúpaði stóran minnisvarða um Davíð konung, sem sameinaði Georg- íu fyrir 800 árum. „Við eigum að taka Davíð til fyrirmynd- ar,“ sagði leiðtoginn. „Hann beitti friðsamlegum aðferðum til að sameina landið. Við lát- um það ekki viðgangast að landið okkar leysist upp.“ Jeltsín vill friðmælast BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, reyndi í gær að draga úr spennunni í Tsjetsjníju og kvaðst staðráðinn í að leysa deiluna um framtíð héraðsins með friðsamlegum hætti. Hann sagði að ekki yrði gripið til aðgerða vegna banatilræðis sem sendimanni hans var sýnt á dögunum og kvað nokkra tsjetsjenska uppreisnarmenn reyna að grafa undan friðar- viðræðum. „Það sem er að gerast í Tsjetsjníju er harmleikur, fyrir okkur öll. Og við munum sigr- ast á afleiðingunum í samein- ingu,“ sagði forsetinn. Powell vel tekið í Boston COLIN Powell, fyrrverandi forseta bandaríska herráðsins og hugsanlegum forsetafram- bjóðanda, var fádæma vel tek- ið þegar hann heimsótti Bost- on vegna kynningar á nýrri bók hans á fimmtudag. Pow- ell þykir hafa farið hamförum við áritun bókanna og nokkur met eru sögð hafa verið sett. Áætlað er að afköst hans hafi verið um 1.000 áritanir á klukkustund. 2.000 manns komu í verslanamiðstöð í borg- inni til að kaupa bækur hans og biðröðin náði alla leið að bílageymslunni. Útgefendurn- ir búast við metsölu og hafa þegar prentað bókina í 1,2 milljónum eintaka. Lokað fyrir rafmagn til kafbátastöðva rússneska norðurflotans Moskvu. Reuter. Hermenn í öll orkuverin HERMENN voru sendir í fyrradag í öll raforkuver á Kolaskaga til að koma í veg fyrir, að yfirvöld á skaganum lokuðu aftur fyrir raf- magnið til kafbátastöðva norður- flotans rússneska vegna ógreiddra raforkureikninga. Gerðist það fyrir þremur dögum en að sögn Tass- fréttastofunnar eru kjarnorkukaf- bátar, sem hefur verið lagt, í svo slæmu standi, að fari straumurinn af, er hætta á að kjarnakljúfurinn ofhitni og bráðni. Talsmaður norðurflotans sagði í gær, að yfirmaður hans hefði gefið út fyrirskipun um að gripið yrði til allra ráða til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi í kafbátastöðv- unum, þar á meðal valdbeitingar ef nauðsyn krefði. Sagði hann, að hermennirnir hefðu neytt starfs- menn orkuveranna til setja strauminn á aftur og yrðu áfram í verunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem rafmagnið er tekið af rússneska hernum vegna rafmagnsskulda. Fyrir viku var lokað í annað sinn á árinu á mikilvæga tilraunastöð fyrir eldflaugar og það sama var gert nýlega gagnvart Eystrasalts- flotanum í Kalíníngrad. Þá duttu út ratsjárstöðvar á staðnum og Qarskipti við flotann. „Fljótandi Tsjernobyl“ Vegna skorts á geymslurými eru kjarnakljúfarnir enn um borð í kafbátum, sem hefur verið lagt, og Aiexei Yablokov, ráðgjafi Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, í um- hverfismálum, sagði í viðtali við þýska sjónvarpið sl. mánudag, að þessir kljúfar eða kafbátar væru eins og „fljótandi Tsjernobyl“, sem gæti sprungið þá og þegar. S á Frumsýnum Nissan Maxima QX Um helgina frumsýnum við einn glæsiiegasta lúxusbíl sem Nissan verksmiðjurnar hafa sent frá sér. Hinn glænýi Nissan Maxima QX hefur hlotið fádæma góðar viðtökur hvarvetna. Nýja Nissan Maxima QX vólin er ein sú tæknivæddasta og léttbyggðasta V6 vél sem framleidd er í dag. Komdu á bílasýninguna hjá okkur um helgina og kynntu þér þetta magnaða og glæsilega flaggskip Nissan flotans. Nissan Maxima - Magnaðir eiginleikar. Léttar veitingar: .auau^'" BKI ]<ÁFFI Bílasýning: laugard. 14-17 sunnud. 14-17 NI5SAN Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.