Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 43 FRÉTTIR LAUGAVEGl B SÍMl 551 4455 Aðalfundur Sagnfræðingafélags Islands Dr. Haraldur Sigurðsson heiðursfélagi Námskeið um nýfrjáls- hyggju og áhrif hennar DR. HARALDUR Sig- urðsson, fyrrverandi bókavörður, verður gerður að heiðursfé- laga _ ,Sagnfræðingafé- lags íslands á aðalfundi þess, sem haldinn verð- ur nk. þriðjudag, 26. september. Haraldur, sem varð 87 ára fyrr á þessu ári, starfaði sem bókavörður á Lands- bókasafni íslands í yfir 30 ár. Eftir hann liggja fjölmörg ritverk um sagnfræði og ferðamál. Mesta ritverk Har- aldar er Kortasaga ís- lands, en Haraldur safnaði á starfsævi sinni fjöldanum öllum af íslandskortum. Hann gaf Þjóðarbókhlöðunni kortin og bóka- safn sitt þegar bókhlaðan var opnuð 1. desember sl. Um er að ræða geysilega verðmæta gjöf því að uppistaðan í safninu eru fágætar bækur og kort, sem sum hver eru ekki til annars staðar. Á aðalfundinum mun Guðmund- ur Jónsson sagnfræðingur flytja erindi sem hann kallar „Hvers virði er sjálfsþurftarbúskapur fyrir þjóð- Hafnar- fjarðar- ganga skáta HAFNARFJARÐARGANGA skáta verður á sunnudaginn kemui' um gömlu vatnsveituna í Hafnarfirði. Göngustjóri verður Albert J. Kristinsson, starfsmaður Rafveit- unnar og stórskáti, og mun hann segja frá ýmsu fróðlegu um gömlu vatnsveituna sem liggur frá Kald- árbotnum. Farið verður í rútu frá íþrótta- húsinu við Strandgötu kl. 14 og keyrt að Kaldárbotnum. Stefnt er að því að skoða þar vatnsveituna og ganga síðan eftir gömlu lögn- inni, hlaðni steinstokkurinn skoð- aður og honum fylgt þar til komið er að þeim stað sem vatninu var hleypt niður í hraunið. Þaðan verð- ur fat'ið í Lækjarbotna þar sem vatnið kont upp aftur og leifar görnlu leiðslunnar skoðaðar allt að síðustu leifunt hennar við Uthlíð. -----------» ♦ ♦---- Kirkjudagur í Grindavík KIRKJUDAGUR verður í Grinda- víkurkirkju sunnudaginn 24. sept- ember. Hefst dagskráin með helgi- haldi á Dvalarheimili aldraðra í Víðihlíð kl. 12.45. Þar syngja stúlk- ur úr barnakór kirkjunnar undir stjórn þeirra Siguróla Geirssonar, organista og Vilborgar Sigutjóns- dóttur. Síðan er messa í kirkjunni kl. 14. Prestur er sr. Jóna Kristín Þorvalds- dóttir. Kór kirkjunnar ásamt organ- ista leiðir safnaðarsöng. Gítarleik- ararnir Símon ívarsson og Michael Hillenstedt flytja verk fyrir tvo gít- ara. Eftir messuna býður sóknar- nefndin kirkjugestum að þiggja kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. KI. 16 verða gítartónleikar í kirkjunni. Símon og Michael Hill- enstedt flytja Ijölbreytta gítartón- list. Aðgangur er ókeypis. arframleiðsluna?" í fyrirlestrinum gerir Guðmundur tilraun til að meta þá vinnu sem unnin var á heimilum bænda í gamla samfé- laginu, en sú vinna mælist ekki þegar beitt er hefðbundnum aðferðum við útreikn- ing á þjóðarfram- leiðslu. Hefðbundnir útreikningar duga því ekki þegar verið er að meta þjóðarfram- leiðslu í bændasamfé- laginu. Reyndar hafa margir gagnrýnt út- reikninga á þjóðar- framleiðslu í dag vegna þess að í henni sé m.a. ekki tekið tillit til þeirrar vinnu sem unnin er á heimil- um og utan markaða. Guðmundur Jónsson hefur und- anfarið unnið að því að meta þjóðar- framleiðslu á Islandi á árunum 1870-1945. í fyrirlestrinum mun hann birta fyrstu niðurstöður af rannsóknum sínum. Aðalfundurinn verður haldinn í húsi Þjóðskjalasafns íslands að Laugavegi 162 og hefst kl. 20:30. Haustmót TR HAUSTMÓT Taflfélags Reykjavík- ur, sem jafnframt er meistaramót félagsins, hefst á sunnudaginn 24. september ki. 14. Mótið skiptist í aðalkeppni, unglingakeppni og svo hraðskákmót sem fram fer að lokinni aðalkeppninni. í aðalkeppninni verður skákmönn- um skipt í riðla eftir skákstigum. í efstu riðlunum verða 12 skákmenn en neðsti riðillinn verður opinn öllum. Tefldar verða ellefu umferðir með umhugsunartímanum 1 ‘/2 klst. á 30 leiki og svo 45 mínútur til að Ijúka skákinni. Fyrsta umferðin fer fram sunnu- daginn 24. september og sú síðasta miðvikudaginn 25. október. Í A-riðli verða verðlaun sem hér segir: 1. 65.000 kr„ 2. 35.000 kr. og 3. 20.000 kr. Einnig eru verðlaunagripir fyrir fimm efstu sætin og Skákmeistari TR 1995 hlýtur farandbiakr að laun- um. Verðlaun í hinum flokkunum eru verðlaunagripir fyrir þijú efstu sætin og svo hlýtur sigurvegari flokksins réttindi til að tefla í einum flokki hærra að ári. Unglingaflokkur Haustmótsins teflir laugardaginn 30. september og 14. október og hefst taflmennskan kl. 14 bæði skiptin. Hausthraðskák- mót fer fram sunnudaginn 29. októ- ber og hefst kl. 14. ------» ♦ ♦------ ■ MÁLÞING um þjóðarátak í at- vinnu- og launamálum verður á Hót- el Borg mánudaginn 25. september kl. 14. Frummælendur verða nokkrir lykilmenn úr íslensku atvinnulífi og fulltrúar aðila vinnumarkaðarins. Fundurinn er opinn öllum. VALERIA Ottonelli frá Genúa- háskóla mun dvelja hér á landi sem gestakennari við heimspekideild HÍ í september og október og mun hún bjóða áhugamönnum um heimspeki upp á námskeið um fijálshyggju nútímans, hugmyndafræði og áhrif. í fréttatilkynningu frá Endur- menntunarstofnun Háskólans segir: „Er rétt að neyða menn til að hjálpa öðrum? Ei' eignarréttur grundvall- arþáttur frelsisins? Er sköttun rétt- lætanleg og þá að hvaða marki? SÝNING Ferðaklúbbsins 4x4, „Ferða- og útivistarsýning fjöl- skyldunnar 1995“ var opnuð í Laugardalshöllinni í fyrradag, en sýningunni lýkur á sunnudag- inn. Tii sýnis eru margir af öflug- ustu og verklegustu fjallajeppuni félagsmanna Ferðaklúbbsins ATKVÆÐAGREIÐSLA vegna kjörs til formannsembættisins í Alþýðubandalaginu hefst föstudag- inn 29. september og lýkur á há- degi 13. október. Allir fullgildir félagar í flokknum hafa atkvæðis- rétt í kjörinu. Atkvæðaseðlar verða póstsendir þeim félagsmönnum sem eru á kjörskrá þann 29. september en kjörskrá byggist á upplýsingum frá hveiju Alþýðubandalagsfélagi fyrir sig. Kjörskrárstofn liggur frammi á skrifstofu flokksins að Laugavegi 3 í Reykjavík en jafnframt hefur Alþýðubandalagsfélögum verið sendur listi yfir félagsmenn sína sem eru á kjörskrá. Það er skilyrði fyrir félagsaðild að vera 16 ára að aldri og skulda Hvaða rök eru fyrir róttækri ein- staklingshyggju og viðskiptafrelsi? Námskeiðið ijallar um spurningar af þessu tagi í ljósi kenninga ný- fijálshyggjumanna, svo sem Ro- berts Nozick, Friedrichs von Hayek og Miltons Friedman. Námskeiðið verður kennt á ensku. Lesnir verða stuttir textar úr ritum nýfijáls- hyggjumanna." Námskeiðið fer fram dagana 25., 27. og28. septemberkl. 20.15- 22.15. 4x4, og nýjustu jeppar bílaum- boðanna. Seljendur jeppaauka- hluta sýna og kynna vörur sínar, sýndar eru jeppabreytingar, við- legu- og útivistarbúnaður og allt það helsta í leiðsögu- og fjar- skiptabúnaði. Sýningin er opin frá 10-22 um helgina. ekki meira en eitt gjaldfallið félags- gjald. í frétt frá yfirkjörstjórn Al- þýðubandalagsins segir að nýir fé- lagar geti komist á kjörskrá með því að ganga í flokkinn fyrir 29. september og kæra sig um leið inn á kjörskrá. Þá geti þeir sem telji sig hingað til hafa verið félaga í flokknum, en hafi af einhveijum ástæðum fallið af kjörskrá, kært sig inn á kjörskrá fram að því að atkvæðagreiðslu lýkur. Kærur verða að vera skriflegar og fylgja verður staðfesting á því að viðkom- andi sé fullgildur félagi. Tvö eru í kjöri til formannsemb- ættis Alþýðubandalagsins, al- þingismennirnir Margrét Frí- mannsdóttir og Steingrímur J. Sig- fússon. Blindrafé- lagið leitar til velunnara UM þessar mundir er Blindrafélag- ið að fara af stað með nýja fjáröflun þar sem leitað er til fyrirtækja og almennings. Almenningi er boðið að styrkja Blindrafélagið með 2.800 krónum og gerast þannig velunnarar Blindrafélagsins. Það sem velufinar- inn fær í staðinn er afsláttarkort sem veitir afslátt á bilinu 10-50% hjá 130 fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Með hveiju korti eru gefnir tveir bíómiðar í Háskólabíói. Þeir einstakl- ingar sem greiða fyrrnefnda upphæð , fá kort sem sýnir að þeir eru velunn- arar Blindrafélagsins. Framan á kortinu stendur: Styrkur velunnara Blindrafélagsins. Kortin gilda út árið 1996. Hægt verður að fá kortin á skrifstofu Biindarfélagsins, Hamra- hlíð 17, og auk þess verða sölumenn á ferðinni að selja í hús og víðar. í fréttatilkynningu segir að þetta nýja fyrirkomulag sé viðbót og nýr valkostur í styrktarmannakerfi fé- lagsins. Á síðustu tveimur árum hafa 5.000 styrktarfélagar gengið til liðs við félagið. Um þessar mundir eru fulltrúar félagsins einmitt að afla nýrra félaga með sérstöku kynning- arátaki í síma. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Islandi, var stofnað 19. ágúst 1939. Félagið vinnur að hags- munarmálum blindra og sjónskertra og margvísleg starfsemi fer fram á vegum þess. -----» ♦ ♦----- Bæklunardeild Borgarspítalans Að leita langt yfír skammt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd til birtingar: „ÞAÐ vakti furðu okkar á Bækl- unarlækningadeild Borgarspítalans þegar við lásum um það í Morgun- blaðinu 21. september að það þyrfti að leita út fyrir landsteinana eftir bæklunarskurðlækni til þess að gera aðgerðir á sjúklingum með með- fædda hryggskekkju. Á Bæklunar- lækningadeild Borgarspítalans hafa verið gerðar frá ársbyijun 1992 um 25 aðgerðir á ungu fólki með hrygg- skekkju, þ.á m. börnum með með- fædda hryggskekkju. Árangurinn hefur verið góður og sparnaður heil- brigðiskerfisins mikill. Aðgerðirnar hafa verið gerðar af Ragnari Jóns- syni, bæklunarskurðlækni, sem hefur áralanga reynslu af slíkum aðgerðum og hlaut sína þjálfun á bæklunar- lækningadeild háskólaspítalans í Gautaborg. Við á Bæklunarlækningadeild Borgarspítalans teljum að ekki þurfa að leita út fyrir landsteinana eftir þessari þekkingu þar sem hún hefur verið til staðar á Borgarspítalansum sl. fjögur ár.“ Dr. Haraldur Sigurðsson Morgunblaðið/Ásdís Ferða- og úti- vistarsýning Formannskjör Alþýðubandalags Kjörskrá verður iokað 29. september Úskar Guðmundsson Yohji Yamamata, Dalce & Gabbana, Saki, Iceberg, Benetton, Filtenberg og Ileiri DLERAUENAHÚS ÚSKARS I3ICMIEGA vítamín og kalk fæst í apótekinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.