Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðbrögð flugumferðarstjóra víð dómi Félagsdóms Nær allir flugumferð- arstjórar segja upp NÆR allir flugumferðarstjórar á landinu, 80 talsins, sögðu upp störf- um sínum í gær og taka uppsagn- imar gildi um næstu áramót. Karl Alvarsson, sem á sæti í samninga- nefnd Félags íslenskra flugumferð- arstjóra, segir að flugumferðar- stjórar hafi engin önnur úrræði sem aðrar stéttir í landinu hafa til að hafa áhrif á kjör og öryggismál stéttar sinnar. Flugumferðarstjórar hafa haft lausa samninga frá því um áramót. Þeir hafa meðal annars sett fram þá kröfu að laun þeirra verði miðuð við flugstjóra og að dregið verði úr yfirvinnu. Karl segir að samkvæmt dómi Félagsdóms sem felldur var síðast- liðinn mánudag hafi flugumferðar- stjórar ekki verkfallsrétt og þess utan verði málum þeirra ekki skot- ið til kjaradóms, kjaranefndar eða í gerðardóm. Þá hafí flugumferðar- stjórar ekki neina lögbundna við- miðunarstétt eins og ýmsir aðrir starfshópar. Með þessu hafi flug- umferðarstjórar í reynd verið svipt- ir öllum samningsrétti sem er ský- laust brot á Félagssáttmála Evr- Uppsagnimar taka gildi um áramótin ópu, sem Ísland er aðili að. Karl segir að það hafí verið steftiumið Alþjóðasamtaka flugum- ferðarstjóra að þeir hafí viðmiðun við flugstjóra flugfélaga í þeim löndum sem þeir starfa í og að vinnuvika þeirra sé ekki lengri en 32 stundir. Karl segir að önnur helsta krafa flugumferðarstjóra sé að dregið verði úr yfírvinnu sem hafi viðgengist fram úr hófí í mörg ár. „Menn eru að gera sér æ betri grein fyrir því hve varasöm of mik- il yfírvinna er í þessari starfsstétt," segir Karl. Laun greidd frá Alþj óðaflugmálastofnuninni Hann segir það kaldhæðnislegt að löggjafínn setji á lög um tak- markaðan vinnutíma atvinnubíl- stjóra á flutningabílum vegna ör- yggissjónarmiða á sama tíma og flugumferðarstjórum sé gert að vinna að meðaltali 50-70 yfírvinnu- tíma á mánuði. Karl segir að Alþjóðaflugmála- stofnunin greiði samkvæmt samn- ingi við Flugmálastofnun laun 48 íslenskra flugumferðarstjóra og Félag íslenskra flugumferðarstjóra hafí lagt fram útreikninga sem sýni að laun flugumferðarstjóra kosti ríkið ekki neitt. Sá útreikningur er í því fólginn að ríkið taki skatt af þeim launum sem Alþjóðaflugmála- stofnunin greiði íslenskum flugum- ferðarstjórum og ríkið noti skattinn til að greiða laun annarra flugum- ferðarstjóra. Stöðvist flugumferð um íslenska flugumsjónarsvæðið, sem spannar Norður-Atlantshafið og annar 30-35% af flugumferð yfír Atlants- hafíð, má reikna með að Flugum- ferðarstjóm verði af miklum tekj- um. Karl bendir á að nýlega hafí verið fjárfest fyrir nálægt tvo millj- arða í tækjabúnaði í nýrri flugum- sjónarmiðstöð en Aiþjóðaflugmála- stofnunin greiðir hátt í 80% þess kostnaðar. Bændur segja stjórnvöld bregðast eftirlitsskyldu sinni Heímaslátrun enn að aukast SVEINBERG Laxdal, bóndi á Túns- bergi á Svalbarðsströnd, segist óttast að heimaslátrun eigi eftir að aukast í haust. Hann gagmýnir stjómvöld fyrir að fylgja ekki eftir lögum sem banna framhjásölu á kjöti. Hann seg- ir að þess séu dæmi að sauðfjárbænd- ur hafí selt framleiðslurétt sinn án þess að fækka kindum mikið. Rök- studd ástæða sé til að ætla að þess- ir bændur stundi sölu á kjöti fram- hjá kerfinu. Birkir Friðbertsson, bóndi í Birki- hlíð í ísafjarðarsýslu, er sama sinnis og Sveinberg og segir ástæðu til að óttast að framhjásala aukist enn í haust. Hann sagði að stjórnvöld hefðu algerlega bmgðist eftirlits- skyldu sinni með banni við framhjá- sölu. Nánast ekkert eftirlit væri með þessu. Hann sagði að framhjásalan væri mismunandi frá einu landsvæði til annars, en hann grunaði að sum- staðar væri þetta almennt stundað. Einar Gíslason, bóndi á Syðra- Skörðugili, sagði að ekki væri búið að selja allt umsýslukjötið frá síðasta ári úr landi og því væri mjög hætt við að bændur reyndu að selja fram- hjá frekar en að treysta á útflutning. Utflutningurinn gæfí afar lágt verð og auk þess seldist hreinlega ekki stór hluti af þvi kjöti, sem ætlað væri til útflutnings. Einar sagði að þessi framhjásala ætti eftir að rústa það framleiðslukerfi, sem nú er við lýði, yrði ekkert að gert. Neyslusamdráttur ofmetinn Sveinberg og Birkir sögðu að opin- berar tölur um neyslu á kindakjöti gæfu ekki rétta mynd af neyslunni í landinu. Tölumar sýna að neysla á kindakjöti hefur minnkað um 3.000 tonn á fáum árum. Sveinberg sagði að hluti af þessari lækkun skýrðist af því að nú borðaði stór hluti þjóðar- innar kjöt sem hann hefði keypt beint af bændum og hvergi væri skráð. Hann sagði að ef stjómvöld tækju á þessu vandamáli þyrfti ekki að skerða framleiðslu bænda um 17% í haust. Sveinberg sagðist vita dæmi um að bændur hefðu selt sinn fram- leiðslurétt og þegið fyrir hann háar fjárhæðir, en héldu samt áfram að framleiða kjöt. Hafnarfjörður Eldur í risíbúð ELDUR kom upp í risíbúð í húsi við Hverfísgötu í Hafn- arfírði í fyrrinótt og varð tals- vert tjón af völdum eldsins. Að sögn lögreglunnar voru tveir menn í íbúðinni og tókst þeim ásamt öðrum íbúum hússins að komast út óskadd- aðir. Rannsóknarlögregla rík- isins hefur málið til meðferð- ar. Ekki Iá ljóst fyrir í gær hver upptök eldsins hefðu verið. Eldur og reykur út um svalahurð Að sögn lögreglunnar var tilkynnt um eldsvoðann kl. 2.48 og þegar lögreglan kom á vettvang var mikill eldur og reykur út um svalahurð á risíbúðinni. Þegar slökkvilið kom á vettvang skömmu síð- ar var íbúðin alelda, en greið- lega gekk að ráða niðurlögum eldsins og lauk slökkvistarfi um 3.30. Tæknigarður Innra minni stolið úr tölvum INNRA minni úr ellefu tölv- um í Tæknigarði við Dunhaga reyndis't hafa verið stolið í gærmorgun þegar starfs- menn Tæknigarðs komu til vinnu sinnar. Nemur tjónið um 600 þúsund krónum að því er áætlað er. Að sögn lögreglunnar höfðu engar skemmdir verið unnar á .tölvunum að öðru leyti og engu öðru var stolið. Þórshöfn Brugg gert upptækt LÖGREGLAN á Þórshöfn gerði upptæka 180 I af bruggi og 12 flöskur af ólöglegu áfengi á veitingastað í bænum ) síðdegis á mánudag. Lögreglan fór ásamt eftir- litsmönnum á veitingastaði á Þórshöfn, Raufarhöfn og í Kelduhverfí. Þó yfirleitt hafí ekkert verið athugavert á stöð- unum voru nokkrir sjússamæl- ar og ólöglegt áfengi gert upp- tækt. A einum af þremur vín- veitingastöðunum á Þórshöfn voru gerðir upptækir 180 1 af bruggi og 12 flöskur af ólög- ) legu áfengi. Hálfs árs verkfall Vestur-Eyjafjallahreppur og Fljótshlíðarhreppur Þórsmörk liggur utan marka hreppanna LEIKARAR fjölmenntu að Rík- isútvarpinu í gær til að minnast þess að nú er hálft ár liðið síðan verkfall þeirra þar hófst, en ekki virðist þokast í samkomu- lagsátt. Heimir Steinsson út- varpsstjóri tók á móti hópnum og hlýddi á þegar Edda Þórar- insdóttir, formaður Félags ís- lenskra Ieikara, rakti sögu verkfallsins stuttlega. Hún af- henti honum síðan afmælisgjöf verkfallsins, ljósmyndamöppu FIL sem inniheldur myndir og upplýsingar um alla felags- menn, til að minna hann á það hæfileikaríka fólk sem hefði ekki stigið fæti í Útvarpshúsið um sex mánaða skeið. Heimir ávarpaði siðan leikara og minnti á eigin þátt í samningaviðræð- um við leikara, sem fólst í tveim- ur tilboðum frá RÚV sem leikar- ar höfnuðu. Erlingur Gíslason, formaður verkfallsnefndar FÍL, hélt að því loknu tölu þar sem hann gagnrýndi afstöðu RÚV harðlega. ÞÓRSMÖRK er utan staðarmarka Vestur-Eyjafjallahrepps og Fljóts- hlíðarhrepps, samkvæmt dómi sem Hæstiréttur kvað upp síðastliðinn fimmtudag. Héraðsdómur Suður- lands staðfesti með dómi í apríl 1994 að Þórsmerkursvæðið teldist til Vest- ur-Eyjafjallahrepps en ekki Fljóts- hlíðarhrepps. Þeim dómi áfrýjaði Fljótshlíðarhreppur til Hæstaréttar og krafðist þess að dómnum yrði hrundið og málinu vísað frá. Á það féllst Hæstiréttur. Ágreiningurinn hefur snúist um það til hvors sveitarfélags Þórsmerk- ursvæðið teldist og hvort þeirra færi þar með stjómsýsluvald. Fljótshlíðarhreppur taldi sig hafa farið athugasemdalaust með þau mál, sem sveitarfélögum séu falin, frá a.m.k. 1920. Eyfellingar töldu að náttúruleg mörk landsvæðis hreppanna lægju um Markarfljót og byggð sú sem var í Þórsmörk en lagðist af um árið 1200 hafi talist til Eyjafjallahrepps, án þess að síðar hafí verið gerðar á því breytingar. Ósannað um byggð á tímum hreppskipunar í dómi Hæstaréttar segir að stefndi byggi mál sitt á því að hið umdeilda landsvæði hafi frá upphafi byggðar og hreppamyndunar verið hluti Eyja- fjallasveitar og Eyjaíjallahrepps og síðar Vestur-Eyjafjallahrepps. „Þegar litið er til þeirra gagna og heimilda sem tiltæk eru um þessi efni verður að telja ósannað að svo hafi verið. Ekki er vitað með neinni vissu hvenær byggð hófst á svæðinu eða hve lengi hún stóð. Er ekki sannað að svæðið hafí verið í byggð á þeim tíma er hreppskipun myndaðist og eru engar heimildar um það til hvaða hrepps svæðið var talið. Ekki þykir heldur unnt að láta rennsli Markarfljóts skera hér úr. Ber að hafa í huga breyt- ingar á landslagi, veðurfari og sam- göngum, en allt fram á þessa öld j komu ferðamenn gangandi eða ríð- j andi í Þórsmörk og eru heimildir fyr- ir því að leiðin þangað hafi oft legið ' um Fljótshlíð." Hæstiréttur taldi Vestur-Eyfell- inga ekki hafa rennt nægilegum stoðum undir kröfur sínar í þessu máli og hafnaði þeim því og stað- festi frávísunarkröfu áfrýjanda, Fljótshlíðarhrepps. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti var látinn niður falla. Málið dæmdu hæstarétt- ) ardómararnir Hrafn Bragason, Guð- rún Erlendsdóttir, Haraldur Henrys- son, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. I Hafstein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.