Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER1995 45 FÓLK í FRÉTTUM Ofurmenn- ið í körfu- bolta LEIKARINN Dean Cain, sem leik- ur Clark/Ofurmennið í sjónvarps- þáttunum vinsælu um Lois og Clark, lét sitt ekki eftir liggja í söfnunarátaki sem MTV sjón- varpsstöðin hélt til styrktar eyðni- sjúklingum. Hann brá sér í körfuboltabún- inginn og tók nokkur létt spor. Alls söfnuðust 3,3 milljónir króna í átakinu. CHRISTOPHER Reeve segist hafa íhugað að biðja um að fá að deyja drottni sínum þegar hann komst aftur til meðvitundar og gerði sér grein fyrir ástandi sínu. Þetta kemur fram í viðtali Barböru Walters við hann sem var sent út um öll Bandaríkin í fréttaþættinum „20/20“ í gær. Christopher, sem þekktastur er fyrir að hafa leikið Ofurmennið á sínum tíma, segir að það hafí aðeins verið nærvera konu hans og barna sem hafi bjargað honum frá glötun. „Þú ert ennþá þú og ég elska þig,“ sagði Dana, eigin- kona hans, þegar hann kom til meðvitundar. Um leið gengu börn þeirra inn í stofuna og Reeve fylltist eldmóði og hugrekki til þess að beijast við lömunina sem umturnaði lífi hans á einu augnabliki. Staðráðinn í að láta gott af sér leiða Núna segist Reeve vera staðráðinn í að láta gott af sér leiða í heiminum með því að tala við þingheim í Bandaríkjunum og reyna að fá þingið til að veita tvo og hálfan milljarð ís- lenskra króna til rannsókna á mænuskaða og tengdum sjúkdómum. „Ef þeirri upphæð yrði veitt til rannsókna væri hægt að lækna Parkin- sonsveikina, Alzheimer, MS-sjúkdóminn og mænuskaða í náinni framtíð," segir hann. „Möguleikinn á því fyllir mig gífurlegri bjart- sýni og ’baráttuþreki." Reeve segir að hann hafi orðið fyrir meiðsl- unum í maí vegna þess að hann náði ekki að setja hendumar fyrir sig þegar hann féll af E g er svo heppinn hestbaki og hálsbrotnaði. „Ég var svo óheppinn að festa hendurnar í beislinu og lenti á hausn- um.“ Christopher segir að fyrstu tveir mánuðirnir eftir slysið hafi verið erfiðir. „Ég lá oft and- vaka í rúminu og velti fyrir mér hvað yrði nú um mig. Mig dreymdi líka oft að ég væri heill heilsu. Síðan vaknaði ég gjarnan skyndilega um miðja nótt og gerði mér grein fyrir því að ég gæti ekki hreyft mig og andaði í gegn um öndunarvél. Þetta gerðist mjög oft á fyrstu átta vikunum eftir slysið, en nú orðið sef ég vært á nóttunni.“ Ég er svo heppinn Barbara Walters spurði hvað hefði fyllt hann von á ný. „Ég byrjaði að gera mér grein fyrir því að ég ætti einhveija framtíð. Ég fann líka fyrir hlýhug og ást fjölskyldu, vina og almenn- ings um víða veröld. Ég hugsaði með mér: „Ég er svo heppinn. Ég er svo heppinn," segir Christopher. í viðtalinu sagðist Reeve vera bjartsýnn um að fá aftur tilfinningu og hreyfigetu í hluta handleggja og fótleggja. Þó hafa læknar hans lýst yfir efasemdum um að hann komi til með að ná sér að fullu. Ljóst er að hörð barátta og endurhæfing er fyrir höndum hjá Christoph- er, sem hefur sýnt andlegan styrk líkt og Ofur- mennið sýndi líkamlegan styrkleika sinn í sam- nefndum kvikmyndum sem gerðar voru á seinni hluta áttunda áratugarins og fyrri hluta þess níunda. ' Ncestu 1 sýningar: 30. sept., 7., 11,21. r Matseðill ^ Forréllur: Frevömnstónuö lixasúpu m/rjómalopp. Aðalréttur: Glóðarsteiktur lambavöðvi dijon m/púrm'nssósu, kryddsteiklum jarðeplum, gljáðu grænmeti og fersku salali. Eftirréttur: Heslihnetuís m/súkkulaðisósu og ávöxtum. Verð kr. 4.600 Sýningarverð. VBorðapantanir í síma 568 7111. j Ath. Eneiim aðgangseyrir á dansleik, Hótel Island laugardagskvöld ÞO LIÐl AR OG OLD Gestasöngvari: SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR Hljómsvcitarstjóri: GUNNAR PÓRDARSON isamt 10 mtutna hljómsveit Kynnir: r JÓN AXEL ÓLAFSSON / Dansaltöfundur: J HEI.ENA jÓNSDÓTOR J Dansarar úr BATTU flokknuJ llandrit og leikstjóm: M BJÖRN G. BJÖRNSSON ■ Hlónisvcitin Gullaldarliðið í Aðalsal Magnús Kjarlansson Ari Jónsson Björgvitt Gíslason Hallberg Svavarsson Bíllasemmning — Lög frá ámnum '60-70 Ásbyrgi: Magnús og Jóltann og I’étur Hjaltested leika fyrir dansi. Norðursalur: • DiskótekDJ Gummi þeytir skífutn í Norðursal. SértilboóI á bótelgistingu, sími 568 8999. Blah allra landsmanna! Pu)r0«in!t)lat»i$i -kjarni málsins! \ • LESBÍUR H0MMAR LESBÍUR HOMMAR | LESBÍUR HOMMAR LESBÍUR H0MMAR • OC < £ £ o Öansleikur Samtakanna'78 oa 'co í fyrsta sinn ó kU oc 1 TVEIMUR VINUM o 3= oc við Frakkastíg, ▼ SAMTÖKIII78 3 Ui í kvöld kl. 23-03 - CYfí/fí FÚLK SEM ÞOfílfí! c 1 • LESBÍUR H0MMAR LESBÍUR H0MMAR LESBÍUR H0MMAR LESBÍUR H0MMAR • Snlnasalnr Þeir eru mættir aftur strákarnir í SAGA KLASS og nú ásamt liinni bráðhressu söngkonu Sigrúnu Evu Ármannsdóttur. Missið ekki af kraftmikilli og góðri danssveiflu í Súlnasal. Listamennirnir Raggi Bjama og Stefán Jökulsson halda uppí stuðinu á MÍMISBAR -þín saga!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.