Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAU GAR.DAGUR 30..SEPTEMBER 1995 25 þráast menn enn við og halda því fram að sá markaður sem menn hafa ekki fundið í 40 ár muni finnast ef aðeins verður haldið áfram að borga nokkur hundruð milljónir í markaðsstuðning úr ríkis- sjóði í nokkur ár í viðbót. Skyldi nokkur þjóð hafa varið jafn miklu fé og Islendingar til markaðssóknar erlendis fyrir nokkra afurð með jafn litlum árangri og framangreindar upplýsingar leiða í ljós? Það er mér meira en til efs. Og skyldu menn hafa gert sér grein fyrir því, hvar allir þessir fjármunir lentu? Eins og verðákvörðunarkerfi landbúnaðar- ins var og er uppbyggt áttu útflytj- endurnir lengst af þessu tímabili tryggingu fyrir greiðslu 3% um- boðssöluþóknunar af innanlands- verðinu, flutningsaðilar höfðu tryggingu fyrir greiðslu flutnings- kostnaðar, frystihúsin fyrir reikn- uðum geymslukostnaði, lánastofn- anir fyrir reiknuðum vaxtagjöldum og afurðastöðvarnar fyrir slátur- kostnaði, sem nægði þeim til þess að geta staðið undir sér. Á sama tíma urðu bændur landsins eigna- lausir menn - þrátt fyrir allt styrkjakerfið. Lærdómur af reynslunni Mestu varðar að menn dragi lær- dóm af reynslunni. Markaður fram- leiðenda íslenskrar landbúnaðaraf- urða hvort heldur er kjötframleiðslu eða mjólkurafurða er fyrst og fremst innlendi markaðurinn. Lausnin á vanda sauðfjárbænda finnst ekki í útlöndum. í fyrsta lagi verður að létta af þeim kvöðum miðstýringar pg gera þá fijálsari að framleiðslu. I öðru lagi verða þeir með fram- leiðslu sinni og sölu að laga sig að kröfum okkar eigin markaðar þar sem áhersian er ekki bara lögð á verðsamkeppni heldur ekki síður á fjölbreytni, gæði, vöruúrval og vöruvöndun. Heimamarkaðurinn er sá markaður þaðan sem væntanlegir útflytjendur vöru eða þjónustu gera útrás sína. Það sem hlýtur góðar viðtökur á heimamarkaði á mögu- leika á ijölþjóðlegum markaði. Því líkari heimamarkaðurinn er hinum fjölþjóðlega markaðfþeim mun bet- ur nýtist hann væntanlegum útflytj- endum sem tilraunamarkaður fyrir framleiðslu þeirra. Frelsið er því framleiðendum landbúnaðarafurða í hag eins og þeim er í hag að ís- lenski matvörumarkaðurinn verði sem líkastur því sem matvörumark- aðurinn er í nágrannalöndum okk- ar. Gerum ekki sömu mistökin æ og aftur. Það heitir á íslensku al- þýðumáli að vera sauðþrár og sauð- þrái er ekki góð markaðsvara, hvorki hér heima né í útlöndum. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi ráðherra. 1. október eru 25 ár síðan Blómaval tók til starfa. Af því tilefni veitum við afslátt af öllum vörum fimmtudag til sunnudags. • ... sunnudaginn 1. október bjóðum við viðskiptavinum okkar til mikillar afmælisveislu. • Kl. 14 byrjum við að skera 25 metra langa afmælistertu og bjóðum upp á kaffi og gosdrykki. • Landsfrægir tónlistarmenn skemmta gestum með léttri tónlist. 50 milljarða markaðs- sókn sem mistókst Framleiðsluhvetj andi styrkir ríkisins til land- búnaðar, segir Sighvat- ur Björgvinsson, hafa verið eins og vítahring- ur fyrir bændastéttina. i andi aðgerða (jarðræktar- og búfjár- ræktarstyrkir) nema því orðið fjár- hæð, sem er hartnær helmingurinn af öllum erlendum skuldum ríkisins og stofnana þess. Alvarlegast er þó, að enginn árangur hefur orðið af markaðsleit- inni og öfugur árangur af fram- leiðslustyrkjunum. Þrátt fyrir alla þessa fjármuni, 48 þúsund milljónir króna, hefur okkur ekki tekist að finna neina þá markaði fyrir íslensk- ar landbúnaðarafurðir sem vilja borga það verð, sem afurðastöðvar og bændur geta sætt sig við. Samt Markaðsleit, sem mistóks Höfundur þessarar greinar óskaði eftir upplýsingum frá fjármálaráðu- neytinu um hve miklum fjármunum hafi verið varið úr ríkissjóði til er- lendrar markaðsöflunar fyrir ís- lenskar landbúnaðarafurðir á árun- um 1956-1993, á meðan útflutn- ingsbótakerfið var við lýði. í svari ráðuneytisins frá 4. september s.l. kemur fram, að miðað við vísitölu vergrar landsframleiðslu var á árum útflutningsbótakerfisins varið sam- tals röskum 48 þúsund milljónum kr. á verðlagi ársins 1994 í þessu skyni. Útgjöldin féllu fyrst og fremst til á árunum 1964-1992 og urðu þá hæst 2.472 m.kr. á einu ári en að meðaltali um 1,5 þúsund milljón- ir króna árlega (sjá mynd). Á sama tíma (1956-1993) voru framleiðslu- hvetjandi styrkir hins opinbera til landbúnaðar (jarðræktar- og búfjár- ræktarframlög) samtals 12.350 milljónir króna á verðlagi 1994 mið- að við vísitölu vergrar landsfram- leiðslu. Hæstir urðu þessir fram- Sighvatur Björgvinsson LENGI hefur því verið trúað, að tiltölulega auð- velt væri að finna markaði erlendis fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir, ekki síst fyrir íslenskar kjötvör- ur. Ástæðan sé sú að um sérstaka gæðavöru sé að ræða, sem erlendir neyt- endur séu reiðubúnir að kaupa á sanngjörnu verði. Aðeins þurfi til að koma tímabundinn stuðningur ríkissjóðs og þá muni markaðurinn opnast. Þetta hefur íslenskum bændum verið sagt æ ofan í æ og þá um leið að ástæðulaust sé fyrir þá að laga sig að þörfum hins innlenda markaðar því útflutningsmöguleikarnir séu svo miklir handan við hornið. Allt frá árinu 1956 og til ársins 1993 hefur íslenska ríkið stutt dyggilega við tilraunir til þess að leita markaðar fyrir íslenskar land- búnaðarafurðir í útlöndum. Það hef- ur ríkið gert með því að greiða upp- bætur með útfluttum landbúnaðar- afurðum, aðallega kjöti og mjólkur- vörum, sem lengst af námu 10% af samanlögðu verðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar í landinu, þ. á m. verðmæti dúntekju, selveiða, lax- veiða og rekaviðartekju. Lögum samkvæmt mátti líta á þetta fyrir- komulag sem fasta, árlega skuld- bindingu ríkissjóðs um framlag til þess að afla innlendri búvörufram- leiðslu markaða í útlöndum um leið og ríkið greiddi líka niður búvöru- verð innanlands m.a. í því skyni að auka þar neysluna. Á sama tíma veitti ríkið styrki til framleiðsluhvetj- andi aðgerða í landbúnaði, búfjár- ræktarstyrki og jarðræktarstyrki, sem juku framleiðsluna og þar með framboðið og gerðu enn brýnna að markaðir fyndust erlendis því fram- leiðslan óx stöðugt meira umfram þarfir landsmanna sjálfra. Þjóðhags- stofnun metur jarðræktarframlögin úr ríkissjóði um 12% af kostnaðar- verði framkvæmda (Landbúnaður 1954-1989, apríl 1992, bls. 23). Þegar við bætist niðurgreiðsla á vöxtum lána Stofnlánadeildar land- búnaðarins er augljóst, að fram- leiðsluhvetjandi styrkir ríkisins til landbúnaðar hafa verið eins og víta- hringur fyrir bændastéttina og átt stóran þátt í að skapa ekki aðeins offramleiðsluvanda heldur einnig hvatt til arðlausra fjárfestinga, sem, að áliti Þjóðhagsstofnunar, hafa valdið 23,4% neikvæðum vöxtum af meðaleign í nautgripa- og sauðfjár- rækt á árunum 1979-1983 (Land- búnaður 1954-1989, apríl 1992, bls. 33). Það er því ekki að undra þó bændur séu að verða eignarlaus- ir menn. Opinbera styrkjakerfið hef- ur fangað þá í fátæktargildru. leiðsluhvetjandi styrkir árið 1985 eða tæplega 680 milljón- ir króna en sama ár var varið til erlendr- ar markaðsöflunar fyrir landbúnaðar- vörur 1.623 milljón- um króna. Þetta eru feyki- legi fjármunir, sem þarna hafa farið úr sjóðum landsmanna annars vegar til markaðsöflunar er- lendis og hins vegar til framleiðsluhvetj- andi aðgerða í land- búnaði. Til saman- burðar má hafa, að samkvæmt Hag- tölum mánaðarins eru heildarskuldir ríkisins og ríkisstofnana erlendis miðað við lán til eins árs eða lengur samtals 128 þúsund milljónir króna (ágústhefti). Framlög ríkisins til markaðsöflunar erlendis fyrir ís- lenskar landbúnaðarvöur (útflutn- ingsbætur) og til framleiðsluhvetj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.