Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 39 FRÉTTIR Kvenfélagið Hringurinn hefur vetrarstarf Málþing um siðferði fjölmiðla IIÐFRÆÐISTOFNUN heldur lálþing um Siðferði fjölmiðla immtudagskvöldið 5. október nk. Frummælendur verða fjórir: Sr. lalldór Reynisson, aðstoðarprest- ir í Neskirkju, flytur erindi er tann nefnir Um siðferði í fjölmiðl- tm. Páll Þórhallsson, lögfræðingur ig fyrrverandi blaðamaður, nefnir ;inn fyrsta fyrirlestur: Hinn iyggðum prýddi blaðamaður. Er- ndi sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur, iðstoðarprests í Seljakirkju, nefn- st: Milli skers og báru. Að taka úðferðilega réttlætanlegar ákvarð- mir við fréttaöflun og fréttabirt- ngu. Sigurjón Baldur Hafsteins- son, mannfræðingur, nefnir erindi sitt: Vin í eyðimörk fátæktarinnar? Siðferði og kvikar myndir. Málþingið verður haldið í Odda, stofu 101 og hefst kl. 20. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. -----» ♦ ♦---- Smábílakeppni við Bifreiða- skoðun MALBIKS-smábílakeppni í boði R/C Módel í Dugguvogi og Bif- reiðaskoðunar íslands verður hald- in sunnudaginn 1. október. Keppnin verður haldin á bíla- stæði skoðunarstöðvarinnar að I Hesthálsi 6-8 og hefst kl. 12 á hádegi og stendur til kl. 17. Keppt verður í tveimur flokkum íjar- stýrðra bíla, bæði rafmagnsbíla og bensínbíla og verða bílarnir útbún- ir fyrir malbiksakstur og geta sum- ir þeirra náð yfir 70 km hraða á klst. Það verða næg bílastæði fyrir t þá sem að horfa á og er aðgangur ( ókeypis. Verðlaun fyrir keppnina í verða veitt af Bifreiðaskoðun ís- ’ lands. UM þessar mundir er Kvenfélagið Hringurinn að hefja vetrarstarfið og eins og áður rennur öll ljáröflun félagsins til byggingar nýs barna- spítala Hringsins á Landsspítalalóð. Síðasta starfsár var 90 ára af- mælisár og á aðalfundi félagsins í apríl sl. kom fram að félaginu bár- ust margar veglegar gjafir: Styrkur frá Paul Newman 7.383.434, gjöf frá Eimskip 2.500.000, gjöf frá Sigurgeiri Jóns- syni 1.000.000, gjöf frá Bruna- varðafélagi Reykjavíkur 100.000, söfnun Calíar 946.767, minningarg- jöf frá Sigríði Jakobsdóttur 100.000, áheit v/bílasölu Globus 56.000, gjöf frá Bandalagi kvenna í Reykjavík v/afmælis 50.000, gjöf v/afmælis Svönu Jörgensdóttur 32.011, ferðahappdrætti Flugleiða NÍTJÁNDA starfsár Félags harmonikuunnenda í Reykjavík hefst með skemmtifundi 1. október í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Starf félagsins verður með hefð- bundnum hætti í vetur. Skemmti- fundir verða fyrsta súnnudag í hverjum mánuði með þeirri undan- tekningu að ekki verður fundur í janúar. Meðal þess sem þá er á boðstólum verða kynningar á ís- lenskum dægurlagahöfundum. Meðal þeirra sem kynntir verða í 509.885, gjöf frá Sotheby’s 52.000, áheit frá Sigríði Guðmunsdóttur 10.000, áheit frá Ásbergi Ásþórs- syni 5.000, áheit frá NN 1.000, gjöf frá NN 62.000. Samtals eru þetta 12.808.097. Félagið styrkti nokkra aðila þar sem börn eiga hlut að máli, sam- tals 889.524 kr. Félagið þakkar öllum velunnur- um góðar gjafir. Stjórn félagsins skipa nú: Elísa- bet G. Hermannsdóttir, formaður, Borghildur Fenger, varaformaður, Guðrún Kr. Jörgensen, ritari, Birna Björnsdóttir, gjaldkeri og Herdís Guðmunsdóttir, meðstjórnandi. Varstjórn skipa: Astrid Kofoed Hansen, Ásta Tryggvadóttir, Ragn- heiður Sigurðardóttir og Unnur Einarsdóttir. vetur má nefna Árna ísleifsson, Magnús Pétursson, Árna Björnsson og Friðrik Jónsson frá Halldórsstöð- um. Aðaláhersla í starfl hljómsveitar félagsins verður lögð á undirbúning fyrir Landsmót harmonikufélag- anna sem haldið verður að Lauga- landi í Holtum næsta sumar. Stjórn- andi hljómsveitarinnar er Þorvaldur Björnsson. Formaður F.H.U.R. er Hilmar Hjartarsson. Nýraðganga Utivistar FYRSTI áfangi raðgöngu Útivistar 1995 verður farinn sunnudaginn 1. október. Lagt verður af stað frá Ingólfstorgi kl. 10.30. Gengið verður út á bæjarstæði Víkur og þaðan í Ráðhúsið að ís- landslíkaninu. Fróðir menn, leikir og lærðir, munu kynna sögu Víkur og lýsa næsta nágrenni frá land- námi til síðustu aldamóta. Úr Ráð-' húsinu verður farið kl. 12 og gengnar gamlar alfaraleiðir frá Vík. Á leiðinni verður ýmislegt kynnt sem snertir Vík og ábúendur hennar. Allir ættu að geta valið sér gönguferð við hæfi. Þáttakend- ur fá sérstimplað göngukort í hverri ferð. Vík við Reykjarvík hefur verið nefnd til sögunnar sem fyrsta býli fastrar búsetu á íslandi. Örnefni benda til ákveðins staðar sem bæjarstæði Víkur og við fornleif- auppgröft hefur komið í ljós að þar hefur verið bær um árið 900. Forn frægð þessa staðar í gegnum ald- irnar byggist einnig á sögninni um að þar hafi verið bústaður fyrstu íslensku fjölskyldunnar, landnáms- íjölskyldunnar og þekktra afkom- enda hennar. Á fornu landi Víkur búa í dag z/3 hlutar þjóðarinnar og þar hafa fiestar nýjungar í verk- tækni, menningu og listum séð dagsins ljós. Arleg fjársöfn- un aðventista HIN árlega fjársöfnun Hjálpar- starfs aðventista hefst á suðvestur- horni landsins í dag og munu sjálf- boðaliðar heimsækja heimili og fyr- irtæki með söfnunarbauka. Söfnun- in stendur til 15. október næstkom- andi. Söfnunarféð verður að þessu sinni aðallega notað til að styðja við menntun barna í Súdan, en vegna borgarastyijaldar hafa börn þar ekki átt kost á-því að ganga í skóla síðastliðin níu ár, og jafnframt til fræðsluherferðar gegn alnæmi í Mið-Afríku þar sem sjúkdómurinn er mjög útbreiddur. Þá rennur söfn- unarféð til reksturs á fjölda skóla og sjúkrastofnana víðsvegar um heim sem Þróunar- og líknarstofn- un aðventista hefur komið á fót. Vetrarstarf Félags harmon- ikuunnenda að hefjast I { < I < < < < < < < < Anand að eyðileggja gullið tækifæri SKÁK World Tradc Cent- cr, Ncw York: HEIMSMEISTARAEIN- VÍGI ATVINNUMANNA 11. sept.-13. október 1995 ÞAÐ hafa orðið skjót umskipti í heimsmeistaraeinvígi atvinnu- manna í skák í New York. Áskor- andinn, Vyswanathan Anand frá Indlandi, komst yfir með sigri í níundu skákinni á mánudaginn og þótti tefla einkar glæsilega. En strax daginn eftir jafnaði Ka- sparov þegar Anand gekk beint inn í heimatilbúið afbrigði. Heims- meistarinn var kominn með unnið tafl áður en hann þurfti að leika einn einasta leik frá eigin bijósti. í elleftu skákinni á fimmtudag tók ekki betra við fyrir Indvéijann. í jafnteflisstöðu var hann sleginn skákblindu og taldi sig vera að vinna skiptamun, en féll í laglega gildru og varð að gefast upp strax. Það er með ólíkindum hvernig allt hefur gengið í haginn fyrir Kasparov í síðustu tveimur skák- um. Hann hefur fengið vinning- ana upp í hendurnar án þess að hafa þurft að yfirbuga Ánand í stöðubaráttu. Það kann að vera að nú séu úrslit ein- vígisins ráðin. Það verður erfitt fýrir Anand að ná sér á strik eftir þessu ótrú- legu áföll. 11. einvígisskákin: Hvítt: Anand Svart: Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - g6 Ahorfendur göptu yfir byijunarvali Ka- sparovs. Þetta er drekaafbrigðið tvíeggjaða, en venjulega teflir hann Najdorf- afbrigðið 5. - a6 og hefur gert það í öllum skákum sínum með svörtu til þessa í New York. Tap- ið í níundu skákinni hefur valdið því að hann breytir til. 6. Be3 - Bg7 7. f3 - 0-0 8. Dd2 - Rc6 9. Bc4 Kasparov lék sjálfur 9. 0-0-0 gegn Búlgaranum Topalov á móti í Amsterdam í vor og hafði sigur. 9. - Bd7 10. 0-0-0 - Re5 11. Bb3 - Hc8 12. h4 - h5 Anand beitir júgóslavnesku árásinni sem er hvassasta svarið við drekaafbrigðinu. 12. - h5 er varnaraðferð kennd við bandaríska stórmeistarann Solt- is, en áður fyrr var leikið strax 12. — Rc4. Hér er 13. Bg5 í tísku, en Anand velur leikaðferð sem að- stoðarmaður hans, bandaríski stórmeist- arans Patrick Wolff, hefur beitt með dá- góðum árangri. Ka- sparov hefur greini- lega átt von á þessu. Hann tefldi byijunina hratt, á meðan Anand eyddi drjúgum tíma, enda gat Indveijinn engan veginn átt von á því að þessi staða kæmi upp. 13. Kbl - Rc4 14. Bxc4 - Rxc4 15. Rde2 - b5 16. Bh6 - Da5!? í skákinni Wolff—Kiril Georgi- ev, millisvæðamótinu í Biel 1995, lék búlgarski drekasérfræðingur- inn 16. - b4?! en fékk slæma stöðu eftir 17. Bxg7 - Kxg7 18. Rd5 Rxd5 19. exd5 - Da5 20. b3! - Hc5 21. g4. 17. Bxg7 - Kxg7 18. Rf4 Þessi leikur leiðir til jafnteflis- legs endatafls. Ef hvítur teflir stíft til vinnings verður hann að reyna 18. g4!? En eftir ósigur í 10. skákinni og forviða yfir byrj- unarvali andstæðingsins ákveður Anand að fara með löndum. 18. - Hfc8 19. Rcd5 Að öðrum kosti gæti svartur fórnað skiptamun á c3. 19. - Dxd2 20. Hxd2 - Rxd5 21. Rxd5 - Kf8 Það er lítið um að vera í þess- ari stöðu og flestir bjuggust við friðarsamningum innan skamms. 22. Hel - Hb8 23. b3 - Hc5 24. Rf4 - Hbc8 25. Kb2 - a5 26. a3 - Kg7 27. Rd5 - Be6! and og Indveijinn er alltof fljót- fær. Það er nokkuð augljóst fyrir stórmeistara að 28. b4 vinnur skiptamun, en þegar skyggnst er aðeins dýpra ættu flestir slíkir að sjá vinningsleik Kasparovs á inn- an við mínútu. Ef Anand tefldi eðlilega hefði hann reiknað þessa leikjaröð á nokkrum sekúndum. Eftir 28. Rf4 á svartur ekkert betra en að þráleika með 28. - Bd7. 28. b4? - axb4 29. axb4 - Hc4 30. Rb6?? Það var enn hægt að snúa frá villu síns vegar og leggjast í vörn með 30. Kb3. 30. - Hxb4+ 31. Ka3 31. - Hxc2! og hvítur gafst upp, því 32. Hxc2 er auðvitað svarað með 32. - Hb3+ 33. Ka2 - He3+ og vinnur hrókinn til baka og tvö peð í leiðinni. Haustmót TR Keppni í unglingaflokki hefst í dag kl. 14 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Tefldar hafa verið tvær umferðir í aðalkeppninni og ungi skákmeistarinn Árnar E. Gunnarsson er sá eini sem unnið hefur báðar skákir sínar í A- flokki. Úrslit í 2. umferð í A flokki urðu þessi: Jón G. Viðarsson-Kristján Eðvarðss. 1-0 Sævar Bjarnason-Hrafn Loftsson 'h-'h Sigairbjöm Björass.-Þröstur Þórhailss. 'h-'h Magnús Örn Úifarss.-Tómas Björnsson 1-0 Arnar E. Gunnarsson-Bjöm Siguijónss. 1-0 Jón V. Gunnarsson-Sigurður D. Sigfúss. 1-0 Margeir Pétursson ARNAR E. Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.