Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ -Kjarasamningar lausir um áramót Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands íslands telur ab forscndur núglldandl kjara- samninga séu brostnar. ill t,r IH m í A Jl> u T4 1,1 iirP' ml|U iini f — Nú er aldeilis hægt að láta þá vita hvar Dabbi keypti ölið ef þeir ætla að vera með eitt- hvað uppreisnarbrölt, herra hershöfðingi . . . Stefnt að því að bæta að- stöðu olíuskipa í Orfírisey Skipulagsnefnd hefur samþykkt tillögu Reykjavíkurhafnar SKIPULAGSNEFND Reykjavíkur hefur fyrir sitt leyti samþykkt til- lögu Reykjavíkurhafnar að gerð bryggju til móttöku olíuskipa á Eyjargarði í Örfirisey. Nefndin telur að með framkvæmdinni sé verið að bæta umhverfis- og öryggisaðstæð- ur á staðnum. Jón Þorvaldsson, verkfræðingur hjá Reykjavíkurhöfn, kynnti málið í skipulagsnefnd og hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að sam- kvæmt tillögunni væri gert ráð fyr- ir því að lengja gijótgarðinn um 250 metrapg byggja 70 metra stál- þilskant. Á þessari stundu hefur ekki verið ákveðið hvenær fram- kvæmdir, sem taka um þijú ár, hefjast en áætlaður heildarkostnað- ur við verkið er um 450 milljónir króna. „Það hefur legið fyrir beiðni frá öllum íslensku olíufélögunum í yfir 10 ár, um endurbætur á hafnarað- stöðu fyrir olíustöðvarnar í Reykja- vík, þannig að skipin í millilanda- siglingunum hafi viðlegu. Það hefur verið á stefnuskrá hafnarinnar að taka þetta mál til skoðunar og að innan tíðar yrði það forgangsmál að bæta þessa aðstöðu." Jón segir að þessi mál hafi reynd- ar verið til skoðunar undanfarin ár, þá bæði gagnvart stöðinni í Örfíris- ey og eins í Laugarnesi. Það hafa verið settar fram samkvæmt skipu- lagi hugmyndir um hafnaraðstöðu fyrir olíuskip í Laugamesi, við svo- nefnda Klettahöfn, sem er hluti af hafnarsvæðinu í Sundahöfn og er hugsuð sem fjölnota aðstaða. „Á þessu stigi hef ég ekki verið að kynna framkvæmdaáform, held- ur eingöngu skipulagsáform. Úti í Örfirisey er ekki um annað að ræða en hafnarmannvirki sem myndi ein- göngu nýtast olíustöðinni þar. í dag er þar bryggja við Eýjargarð fyrir strandflutningaskipin en þessi nýja bryggja fyrir stóru skipin er hugsuð sem framlenging á garðinum. Eyjargarður yrði þá lengdur um 250 metra og byggð ný 70 metra löng stálþilsbryggja innan við þann garð, með 13 metra dýpi.“ Jón segir að meginröksemdirnar fyrir þessari framkvæmd séu nokkrar en snúi þó sérstaklega að öryggismálum. „Með þessu geta menn lagt af neðansjávarleiðslur og dælingu á olíu og bensíni eftir þeim, þar sem nýju leiðslurnar yrðu ofan á garðinum og um leið losnað við hættu á olíumengun. Einnig batnar öryggi skipa, sem þá hafa viðlegu við bryggju og eins eykst öryggi þeirra starfsmanna sem þarna vinna. Þessu til viðbótar verð- ur afgreiðsla olíuskips við bryggju mun hraðari en í gegnum neðan- sjávarleiðslu til lands.“ Síðustu ár hefur verið unnið að frumhönnun og rannsóknum og í sumar var líkantilraun í gangi hjá Vita- og hafnamálastofnun, þar m.a. var mælt hvernig skip hegða sér. Þessu ferli er nú lokið og segir Jón, að ! framhaldinu sé liægt að taka ákvörðun um framgang máls- ins, en hún er f höndum hafnar- stjórnar og hefur ekki verið tekin. Nýtt leiðakerfi SVR í undirbúning Farþegnm SVR á eftir að fjölga Lilja Ólafsdóttir ESSA dagana er stjórn SVR að fjalla um breytingar á leiðakerfi strætisvagn- anna. Þetta er róttækasta breyting á leiðakerfinu sem gerð hefur verið síðan 1970. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, telur að þessar breytingar bæti mjög þjónustu við borg- arbúa og séu fallnar til að fjölga farþegum stræt- isvagnanna. „Leiðakerfi SVR, sem nú er notað, var sett í gang árið 1970. Þetta er í grundvallaratriðum sama kerfið hér vestan Elliðaáa, en þar fyrir aust- an hefur verið pijónað við það. Á þessum 25 árum hafa átt sér stað miklar breytingar í byggðaþróun. Mikið af fólki hefur flust austur fyrir Elliðaár. Af þess- um sökum er nokkuð um leiðir vestan Elliðaáa sem þarf ekki nauðsynlega að hafa. Það er hægt á örfáum stöðum að sameina leið- ir vestan Elliðaáa án þess að þjón- ustan skerðist nokkuð. Hún getur jafnvel batnað. Ég get nefnt að við erum að hugsa um að leggja niður leið 8 og 9 og láta aðrar leiðir taka við þeirra hlutverki. Þar með skapast sóknarfæri til að bæta þjónustuna austan við Elliðaár. Við ætlum okkur að byggja skiptistöð í Árt- únshöfðanum og bæta mjög mikið leiðakerfið í Grafarvogi, Rima- og Engjahverfi og þar í kring. Sömu- leiðis ætlum við að bæta mikið tengslin milli_ austurhverfanna, Grafarvogs-, Árbæjar- og Breið- holtshverfa, en þar búa í dag nærri 40% borgarbúa. Við höfum skilgreint upp á nýtt tímabilin innan dagsins. Við segj- um að það sé annatími frá 7-9 á morgnana á virkum dögum og frá 4-7 á kvöldin. Þetta er sá tími þegar fólk er að fara í og úr vinnu og skóla. Við ætlum að auka ferðaframboðið á þessum tímum, sérstaklega í austurhverfunum. Á þessum álagstímum verða hrað- leiðirnar látnar ganga á 20 mín- utna fresti, en núna ganga þær aðeins á hálftíma og klukkutíma fresti. Við ætlum einnig að einfalda leiðirnar á nokkrum stöðum svo að fólk þurfí ekki að sitja í vagn- inum á meðan hann er að fara alls konar útúrdúra. Það eru nokkrar leiðir orðnar óþarflega krók- óttar. Með því er verið að þjóna örfáum, sem gerir meirihluta far- þeganna lífið leitt vegna þess að þeir þurfa að sitja lengur í vagnin- um. Með þessu móti getum við aukið ferðahraðann. Við ætlum að taka skiptistöðina á Lækjartorgi í gegn. Staðan eins og hún er í dag á Lækjartorgi er óviðunandi. Stefnt er að því að bæta mjög aðgengi milli Hlemms og Lækjar- torgs. Rætt hefur verið um að vagnarnir keyrðu niður Hverfís- götu, en fyrir liggja nokkurra ára gamlar tillögur um að breyta Hverfisgötu í tvístefnugötu. Með þessu svörum við óskum fólks sem óskar eftir að komast með betri hætti um miðbæinn. Við leggjum einnig mikla áherslu á að dreifa vögnunum þannig að þeir keyri ekki um sömu götur á sama tíma. Sjónarmiðið er að dreifa vögnunum þannig að þeir komi þéttar á fjölfarna staði. Við leggjum og mikla áherslu á ► Lilja Ólafsdóttir er fædd í Hrunamannahreppi árið 1943. Hún lauk Samvinnuskólaprófi 1961 og viðskiptafræðiprófi frá Mundelein-háskóla í Chicago árið 1991. Hún hefur m.a. starfað hjá Tryggingu hf. og var deildarfulltrúi hjá Raf- magnsveitum Reykjavíkur 1972-1977, þegar hún tók við starfi deildarstjóra í þjónustu- deild Skýrr. Hún var fram- kvæmdastjóri notendaráðgjaf- arsviðs 1985-1991, en varð þá aðstoðarmaður forstjóra Skýrr. Hún tók við forstjóra- stöðu S VR um síðustu áramót. að bæta ferðir að Háskólanum." Er hugmyndin að henda gamla leiðakerfinu? „Nei, alls ekki. Tillögurnar byggja á núverandi kerfí. Þrátt fyrir að leiðakerfið sé orðið 25 ára stenst það nokkuð vel tímans tönn. Kostnaðurinn við þessa breytingu er minni en ella vegna þess að við getum byggt á sama kerfi.“ Hvenær verður tillögunum hrint í framkvæmd? „Þessu verður hrint í fram- kvæmd næsta vor. Við höfum sett markið á fyrsta júní. Margir hafa spurt mig hvort ekki sé hægt að gera þetta strax, en því er til að svara að það er mjög margt sem þarf að gera til að þetta sé kleift. Það þarf að laga vissa hluti í gatnakerfinu og byggja skipti- stöðvar." Þýðir þetta ekki aukinn kostnað fyrir SVR? „Jú, ég geri ráð fyrir að varanlegur rekstrar- kostnaður muni aukast um 20 milljónir. Aukn- ingin er tilkomin vegna fjölgunar ferða, sem þýðir fleiri ekna kílómetra." Farþegum SVR hefur farið fækkandi. Telur þó raunhæft að gera ráð fyrir að þessi breyting leiði til þess að sú þróun snúist við? „Þessi þróun hefur þegar snúist við því að farþegum hefur fjölgað svolítið allra síðustu ár. Ég tel að með því að skipuleggja umferðar- mannvirkin þannig að þau séu jákvæð gagnvart almenningssam- göngum sé hægt að ýta undir að borgarbúar noti meira almenn- ingsvagna. Strætisvagnarnir þurfa að fá vissan forgang á ákveðnum stöðum. í borgum í Evrópu og Bandaríkjunum er lögð mikil áhersla á að efla almenn- ingssamgöngur, ekki síst vegna umhverfissjónarmiða. Ég er þess vegna sannfærð um að notkun á strætisvögnum á eftir að aukast í Reykjavík." Erum ekki að henda gamla kerfinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.