Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Ný símstöð opnuð á Flúðum á mánudag NÝ póst- og símstöð verður opnuð á Flúðum í Hrunamannahreppi mánudaginn 2. október nk. Af- greiðslutími verður mánudaga til föstudaga kl. 12-15.30. Stöðvar- stjóri er Sigríður Eiríksdóttir. Nýtt póstnúmer, 845 Flúðir, verður tekið í notkun frá sama tíma. Póstnúmer þeirra húsa í Hruna- mannahreppi sem áður voru með póstnúmeri 801 Selfoss verða frá og með 1. október með nýja númer- inu. Þá verður sú breyting á síma- þjónustu á Ströndum að póstnúmer bæja í fyrrum Nauteyrarhreppi (nú Hólmavíkurhreppi) breytast frá og með 1. október nk. úr 401 ísafjörð- ur í 510 Hólmavík. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir ÞAÐ var ekki bara mannfólkið sem tók þátt í heilsuhlaupinu í Hveragerði. Hlaupið í slyddu Hveragerði - Tæplega tuttugu manns tóku þátt í heilsuhlaupinu sem fram fór í Hveragerði sl. laugardag. Það snjóaði stíft fyrri- part laugardagsins og er ekki að efa að veðrið setti strik í reikning- inn hjá mörgum sem hugðu á þátttöku í hlaupinu. Allir þátttak- endur voru leystir út með gjöfum og ennfremur var dregið um blómavinning. Þrátt fyrir dræma þátttöku voru aðstandendur hlaupsins ánægðir með áhuga hlaupara á öllum aldri. Sýnikennsla í makró- bíótískri matargerð Egilsstöðum - Haldið var námskeið og sýnikennsla í makróbíójísku fæði á Egilsstöðum. Sigrún Ólafsdóttir leiðbeindi og sagði frá merkingu orðsins makróbíótík, en orðið er dregið af heiti gríska goðsins Macro sem merkir stór eða mikill og orðinu bios sem merkir líf. Makróbíótík merkir því mikið líf eða það að líta á lífið í sem víðastri merkingu. Mat- aræði þetta á rót sína að rekja til Austurlanda en er ekki endilega austurlenskt því meginreglan er að borða það náttúrulega fæði sem fyr- irfinnst í umhverfi okkar, t.d. korn, ávexti og grænmeti sem vex í sama landi sem maður býr eða í nálægum löndum. Sigrún sagði frá því að m'atarteg- undir hafa mismunandi áhrif. Fæðan skiptist í yin (útvíkkandi) og yang (samdragandi) og jafnvægi þar á milli. Til að halda heilbrigði og vellíð- an er best að halda sig sem mest við það að borða fæðu sem viðheldur Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir SIGRÚN Ólafsdóttir leiðbein- andi fyrir makróbíótískt fæði. jafnvægi, en það er t.d. fiskur, kom, baunir, grænmeti o.fl. Vestur- landabúar borða mikið unna fæðu og fæðu sem veldur ójafnvægi, s.s. kaffi, sykur, áfengi, salt o.fl. Sigrún matreiþdi nokkra rétti fyrir þátttak- endur og allir fengu uppskriftir. Samtök iðnaðarins vilja: Meira til skiptanna |ið íslerídingar þurfum að stækka þjóðarkökuna ár frá ári til að minnka alvinnuleysi og skapa störffyrir nýliða sem stöðugl bætast á vinnumarkaðiim. Renna þarf fleiri stoðum undir atvinnustarfsemina, auka hagvöxt og bæta samkeppnis- stöðuna. f áranna rás hefur hagstjórn miðast við nýtíngu auðlinda sjávar. Gengis- skráning krónunnar iiefur að verulegu leyli miðast við aikomu í sjávarútvegi. Það hefur slaðið uppljyggingu annarra útflutnings- og samkeppnisgreina l'yrir þrifum. Samlök iðnaðarins telja að þjóðarbúskapur íslendinga standi á tíma- mólum. A Ð G E R Ð I R ! Festa þarf ný viðhorf í hagstjórn í sessi. - Efla þarf hagvöxt. > 'I'ryggja verður stöðugleika. Hafna verður auðlinda- hagstjórn. Nú þarf að snúa af braut auðlindahagstjórnar í eitt skipti fyrir öll og lylgja markvissri hagvaxtarstefnu sem kemur öllu atvinnulífi til góða. Góð lífskjör og lull alvinna í framtíðinni kalla á afgerandi áherslubreytingu og stefnufestu í efnahagsmálum. íslendingar þurfa að skapa sér tækifæri lil bagvaxlar í iðnaði og þjónustu, hag- vaxtar sem byggist á traustum starfs- skilyrðum fyrir allt atvinnulífið. Morgunblaðið/Silli „ÞETTA er spínat," segir Ótt- ar Ingi, „en þetta er grænkál sem ég ræktaði," sagði Rúnar. Góð upp- skera í skóla- görðum Húsavík - Húsavíkurbær rak skólagarða í sumar eins og und- anfarin ár og voru þar að störfum milli 40 og 50 ungmenni. Nú hafa þau lokið upptekt þess grænmetis sem þau sáðu til í vor og flest gátu þau fagnað góðri uppskeru og fært foreldrum sínum með ánægju björg í bú. Þau sáu einnig að uppskeran var mest hjá þeim sem best höfðu hirt reiti sína en þeir sem vanhirtu sína reiti fengu litla uppskeru. Umsjón og forstöðu með skóla- görðunum undanfarin 16 ár hefur Sigríður Sigurðardóttir haft. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS VIÐSKIPTAKERFI Frá kr. 22.410. H KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.