Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 13 FRETTIR Tillögur um nýskipan Norðurlandaráðs samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á aukaþingi Auka á stjórnmála- lcgt mikilvægi N orðurlandaráðs Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. TILLÖGUR forsætisnefndarinnar, sem samþykktar voru með yfírgnæf- andi meirihluta á aukaþinginu, eru málamiðlun milli þeirra, sem halda vildu gamla forminu og þeirra sem vilja kasta sér út í nýja starfshætti í takt við breyttar aðstæður í Evr- ópu. Hjörleifur Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalagsins og for- maður vinstriflokkahópsins í Norð- urlandaráði, lagði fram breytingar- tillögu fyrir hönd síns hóps, sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, studdi. Siv greiddi síðan atkvæði með tillögum forsæt- isnefndarinnar þegar þær voru að lokum bornar undir atkvæði. Það hefur mátt heyra á íslensku fulltrúunum að þeir væru hikandi við breytingarnar, þar sem þeir hafa áhyggjur af minnkandi áhrifum, þegar horfið verður frá áherslu á valdaskiptingu í ráðinu út frá Iönd- um og þess í stað miðað við flokk- ana. Þetta sjónarmið kom glögglega fram á Norðurlandaráðsþinginu í Reykjavík í vetur. I sumar sendu allir fulltrúarnir, nema Geir H. Haarde forseti Norðurlandaráðs, bréf til forsætisnefndar ráðsins, þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum vegna breytinganna og hugsanlegra áhrifa þeirra. Breytingarnar verða málamiðlun ýmissa sjónarmiða, þannig að þó aðaláherslan sé lögð á að byggja á starfsemi flokkahópanna, er engu að síður tekið tillit til landanna að hluta. Þannig eiga fulltrúar í forsæt- isnefndinni að vera 11-13, þannig að tryggt verði að hvert land eigi alltaf tvo fulltrúa þar. Framsóknarþingmaður studdi tillögu Hjörleifs Guttormssonar Þegar kom að endanlegu at- kvæðagreiðsiunni voru fyrst greidd atkvæði um breytingartillögu Hjör- leifs Guttormssonar, sem Siv Frið- leifsdóttir studdi. Eftir að tillagan var felld með sextán atkvæðum gegn 51, þar sem sex sátu hjá, tilkynnti Hjörleifur að vinstrihópurinn sæti hjá. Siv greiddi hins vegar tillögu forsætisnefndarinnar atkvæði sitt. Um hana féllu atkvæði svo að 73 voru með, enginn á móti, en þrír sátu hjá. í viðtali við Morgunblaðið sagði Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, afstöðu Sivjar koma á óvart, því undir forystu Geirs H. Haarde hefði náðst víðtækt sam- komulag um nýskipan ráðsins. Af- staða Sivjar hlyti að vera Sjálfstæð- ismönnum áhyggjuefni nú í upphafi fjögurra ára stjórnarsamstarfs. Af- staða þingmannsins væri einnig sér- kennileg í Ijósi þess að Halldór Ás- grimsson, utanríkisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, hefði ÞÓTT tillögur forsætisnefndar Norðurlanda- ráðs hafí verið samþykktar með yfirgnæf- andi meirihluta á aukaþingi ráðsins í Kaup- mannahöfn í gær er vafí í hugum margra þingmanna um hvemig til takist. Sigrún Davíðsdóttir fylgdist með þinginu. HJORLEIFUR. Tillaga hans felld. SIV. Greiddi tillögu Hjörleifs atkvæði. STURLA. Afstaða Sivjar kemur á óvart. Nýskipanin biði heldur ekki upp á nauðsynlega samhæfingu við þjóð- þingin. Siv sagði að þó nýskipanin væri sveigjanlegri en sú gamla væru gallar hennar meiri en kostir. Tillög- urnar nú væru betri en litið hefði út um tíma og væri það ekki síst að þakka íslensku fulltrúunum í for- sætisnefndinni. Geir H. Haarde, forseti Norður- landaráðs, hefur leitt gerð breyting- artillagnanna. Um samhæfinguna við þjóðþingin sagði hann að gamla kerfið hefði öldungis ekki boðið upp á samhæfmgu við umræðuna á þjóð- þingunum. Bæði í danska og sænska þinginu væru til dæmis Evrópu- nefndir og yfirleitt áliti hann nýskip- anina hentugri fyrir samskiptin við þjóðþingin. Gagnrýnin byggðist fyrst og fremst á að fólk væri fast í að hugsa um Norðurlandaráð sem landasamstarf. Það væri þó einmitt því sem verið væri að breyta og við það miðuðust breytingarnar. Nú yrðu flokkahóparnir þungamiðjan og hver og einn yrði að hasla sér völl þar og beita sér eftir bestu getu. Það ætti ekki að vera neinn vandi. Jafnaðarmenn í lykilhlutverki Hver áhrif breytingarnar hafa á eftir að koma í ljós. Hins vegar er ljóst að ef Norðurlandaráð á að hafa eitthvert vægi í stjórnmálaumræðu og stefnumótun. verða löndin að senda þangað atkvæðamikla stjórn- málamenn, sem megna að koma umræðum í ráðinu á framfæri við þingin heima fyrir. Á þetta benti meðal annars Hans Engell, leiðtogi danska íhaldsflokksins, í þingávarpi sínu, en hann er formaður íhalds- hópsins í Norðurlandaráði. Engell er í hópi þeirra, sem hefðu viljað gera enn róttækari breytingar til að styrkja hið pólitíska starf. Jan P. Syse, fyrrum leiðtogi norska Hægri- flokksins, sagði að umbrotin í Aust- ur-Evrópu hefðu glætt starf Norður- landaráðs nýjum krafti. Breyting- arnar væru eðlileg viðbrögð við nýj- um aðstæðum, sem einnig endur- spegluðust í Eystrasaltsráðinu og Heimskautaráðinu. Ennfremur væru breytingarnar aðlögun að ESB- og EES-aðild landanna. Veigamesti flokkahópurinn er jafnaðarmannahópurinn, þar sem jafnaðarmannaflokkarnir eru póli- tísk þungamiðja á_ öllum Norður- löndunum nema íslandi. í þeim flokkahópi í Norðúrlandaráði sitja 33 fulltrúar, en þar á Alþýðuflokk- urinn aðeins einn fulltrúa, sem nú er Guðmundur Árni Stefánsson. Það skiptir því miklu að íslenski fulltrú- inn beiti sér af krafti á sínum vett- vangi. Miðjuhópurinn er næststærstur með 26 fulltrúa og þar sitja þing- menn Framsóknarflokksins. Þessi hópur er sundurleitur, þar sem flokk- ar eins og danski Vinstriflokkurinn undir leiðsögn Uffe Ellemann-Jens- ens er fijálslyndur og Evrópusinnað- ur flokkur, meðan sænski Miðflokk- urinn undir forystu Olof Johanssons er hikandi í Evrópumálunum og hef- ur ekki á sér fijálslyndan blæ. I íhaldshópnum eru tuttugu þing- menn og þar eiga þrír íslenskir sjálf- stæðismenn sæti. I þessum hópi sker Sjálfstæðisflokkurinn sig nokkuð úr, því allir norrænu hægriflokkarnir hafa verið í fararbroddi í heimalönd- um í ESB-umræðunni, þar sem þeir hafa talað ákaft fyrir ESB-aðild. Allar fræðilegar vangaveltur um framtíð norrænnar samvinnu eru gagnslausar. Tíminn einn mun skera úr um hvort hinn pólitíski þáttur hennar er svo lífvænlegur og gagn- legur að Norðurlandaráð geti leitt af sér stjórnmálaumræðu, sem hljómi heima og heiman. ávallt lagt höfuðáherslu á gildi nor- rænnar samvinnu, en hann á einnig sæti í forsætisnefndinni. Breyting- arnar nú væru gerðar í ljósi ESB- aðildar þriggja Norðurlandanna og breyttra aðstæðna í Evrópu og af þeim breytingum þyrftu íslendingar einnig að taka mið. Halldór Ásgrímsson sagði hins vegar að þetta væri ákvörðun Sivj- ar, en benti á að hún hefði síðan greitt atkvæði með tillögu fram- kvæmdanefndarinnar í lokin. Ljóst væri að nýskipanin hefði bæði kosti og ókosti, en nú væri kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum. Þegar upp væri staðið væri það samstarfsviljinn og fjármagn til starfseminnar, sem skæri úr um hvernig til tækist. Ottast meiri miðstýringu Bæði Hjörleifur og Siv sögðu í samtali við Morgunblaðið að þau óttuðust að nýskipanin hefði í för með sér meiri miðstýringu. Þijár meginnefndirnar, Norðurlanda- nefnd, Evrópunefnd og Grann- svæðanefnd, yrðu svo stórar að for- menn þeirra og forsætisnefndin yrðú þungamiðja samstarfsins. Þar með hefðu einstakir þingmenn minna að segja. Nýja kerfið væri flókið, ekki síst af því að auk stóru nefndanna þriggja væri gert ráð fyrir undir- nefndum, samræmingarnefndum og hliðarnefndum, sem þýddi stöðug ^ átök um þær og þar með fengist ekki nauðsynleg festa í starfsemina. 4ra-5 herb. glæsieign ívesturbæ Opið hús - Vesturgata 71 Þau Hjörtur og Dagný sýna þér og þínum íbúðina sína í opnu húsi í dag frá kl. 14-19. íbúðin er öll hin glæsi- legasta á að líta og skartar m.a. glæsilegu eldhúsi og baði, rúmgóðri stofu, 3 svefnherb. og tvennum stórum suðursvölum, aðrar svalirnar eru ca 30 fm. Falleg og snyrtileg sameign. Frábært útsýni. Áhv. 5 millj. bygg- sjóðslán til 40 ára. Verð 9,7 millj. Já, nú er ekkert annað að gera en drífa sig í opið hús. Hóll.sími 551-0090. Opið á Hóli i dag frá kl. 11-15; líttu inn! IÐNLANASJOÐUR Skuldabréfaútboð 2. flokkur 1995 Útgáfudagur, útboðstími og nafnverð skuldabréfa Útgáfudagur er 1. október og fyrsti söludagur 2. október 1995. Útboðstími er til 2. apríl 1996. Samtals eru boðnar út 1.000 milljónir króna að nafnverði sem skiptast í tvo flokka. Lánstími og einingar Bréfin verða seld í 1, 5 og 10 milljóna króna einingum. Skuldabréf í flokki 2/1995A eru til 5 ára að verðmæti 200 mkr. Skuldabréf í flokki 2/1995B eru til 10 ára að verðmæti 800 mkr. Gjalddagar, vextir, ávöxtunarkrafa, sölugengi og innköllun Gjalddagar afborgana og vaxta eru 15. nóvember ár hvert, fyrst árið T996. Bréfin eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs og bera 5,8% vexti umfram verðtryggingu. Ávöxtunarkrafa fl. 2/1995A á fyrsta söludegi er 6,00% og sölugengi 0,99449102. Ávöxtunarkrafa tl. 2/1995B á fyrsta söludegi er 6,03% og sölugengi 0,98963112. Skuldabréf í fl. 2/1995B eru innkallanleg án álags frá og með fimmta gjaiddaga. * Utboðsgögn, söluaðili, umsjón með útboði og skráning Útboðslýsing og önnur gögn um útboðið og Iðnlánasjóð liggja frammi hjá Kaupþingi hf. sent hefur umsjón með útboðinu og annast sölu bréfanna. Sótt hefur verið um skráningu skuldabréfanna á Verðbréfaþing íslands. Kaupþing hf. löggili verðbréfqfyrirttvki Kringlunni 5 Sími: 515-1500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.