Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEFi;EMBER 1995 21 IMEYTEIMDUR Fæðubótarefni eftirsótt vegna væntinga um aukna orku og aukið úthald Hvað er þetta QIO? Á ÞVÍ rúma ári sem heimilt hefur verið að selja fæðubótarefnið kóen- sím Q10 í verslunum á íslandi hefur það notið töluverðrar hylli samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki þeirra verslana sem Morgunblaðið hafði samband við. í Heilsuhúsinu fengust þær upplýs- ingar að fæðubótarefnið hafi selst mjög vel. Það væri einkum vinsælt meðal eldra fólks, enda eigi þeir sem yngri eru sjálfir að mynda það sem þeir þurfi. Auk þess kaupi fólk sem þarf á mikilli orku að halda svo sem íþróttafólk og þeir sem nýstignir eru upp úr veikindum nokkuð af kóensími Q10. Starfsfólk verslunarinnar segist einnig mæla með efninu fyrir þá sem haldnir eru hjarta- og kransæðasjúk- dómum sem og fyrir þá sem --hafa háan blóðþrýsting, en blóðþrýstings- lyf eyði efninu úr líkamanum. Kóensím Q10 er nú á tilboði í apó- tekum. Samkvæmt upplýsingum starfsfólks nokkurra apóteka er salan að aukast eftir lægð í sumar en bætiefni seljist fyrst og fremst á vet- urna. Máttur auglýsinganna? í auglýsingum um fæðubótarefnið kóensím Q10 er látið að því liggja að það auki bæði orku og úthald, en að sögn Guðrúnar S. Eyjólfsdótt- ur, lyfjafræðings, er ekket sem styð- ur þær fullyrðingar. „Það virðist sem að ýmislegt hafi verið ofsagt í aug- lýsingunum og sumt jaðrar við skrum,“ segir hún, og bætii; við að kannski kaupi fólk þetta frekar af því að þetta er auglýst og hvernig þetta er auglýst en ekki vegna þess að þetta sé svo gott. í nýútkominni bók, Bætiefnabók- inni segir að rannsóknir hafi sýnt að líkaminn getur misst hæfileikann til að mynda kóensím Q10 með aldr- inum. Tilteknir sjúkdómar geta einn- ig valdið skorti á efninu, m.a. alvar- legir lifrarsjúkdómar, auk þess sem þeir sem hafa ýmsa hjarta- og æða- sjúkdóma virðast vera með minna af efninu en aðrir. í bókinni segir einnig að efnið sé sindurvari eða andoxunarefni sem verndi frumur líkamans gegn hvarfgjörnum efnum. Flestir ættu að fá nægilegt kóen- sím Q10 úr fæðu sinni en þeim sem komnir eru yfir miðjan aldur og fólki með hjartasjúkdóma gæti hugsan- lega nýst viðbót af efninu, segir í bókinni. Þunguðum konum og kon- um með barn á brjósti er ráðið frá því að taka fæðubótarefnið inn þar sem ekki hafi verið gerðar rannsókn- ir á öryggi þess gagnvart fóstri og barni. Ekkí sama hvernig fína skrautið er þrifið ALDREI ætti að nota þvotta- eða bleikiefni til að þvo bletti á postulíns- eða leirmunum og gamla muni úr gleri, sem málaðir eru eða gylltir, ætti ekki að snerta að óþörfu, þar sem skreytingin get- ur losnað af. Þessar ráðleggingar eru úr bók Barty Phillips, Handbók heimilisins, þar sem einnig er varað við því að gler- munir, sem eru inn- greyptir með ein- hvers konar málmi, séu þvegnir. Aðeins ætti að þurrka ryk af þeim, en séu mun- irnir mjög óhreinir segir Barty Phillips að óhætt sé að stijúka þá með rökum bómullarhnoðra. Þurrka þarf munina samstundis á eftir og gæta þess að málmurinn blotni ekki. Fína skrautmuni úr postulíni ætti aðeins að strjúka með hreinu vatni af og til og þurrka með hreinni bómullarþurrku. Barty Phillips segir að sprungur í postul- íni verði oft minna áberandi ef þær eru hreinsaðar, en það má gera með því að væta bómullarhnoðra í heitu vatni og dýfa honum í matarsóda. Leggja hann síðan yfir sprunguna og láta hann bíða í nokkra daga. Á þeim tíma þarf að bleyta hnoðrann af og til, en að nokkrum dögum liðnum er burstað varlega yfir sprungurnar með stinnum busta, sem vættur hefur verið í salmíakblöndu með 1 tsk. af salmíaki í einn bolla af vatni. Að lokum er gripurinn skol- aður og þurrkaður. Barty Phillips segir að best sé að nota plastskál þegar verið er að þvo postulíns- og glermuni, og setja aðeins einn hlut í skálina í einu. Þannig sé minni hætta á að kvarnist úr mununum. Hún mælir með því að glös og bollar séu ætíð látnir þorna á hvolfi á hreinum klút eða pappír. „Leggðu glös og bolla aldrei á blautt, slétt undirlag. Þau renna auðveldlega til og geta brotnað." Ný ásýnd No7 SNYRTIVÖR- URNAR No7 eru nú fáanlegar aftur eftir nokkurt hlé í nýjum og breytt- um umbúðum. Einnig er búið að setja á markað nýjar No7 vörur, svo sem krem sem inniheldur ávaxtasýrur og nýjan andlitsm- aska sem hitnar á húðinni. Þá hafa þeir mark- aðssett nýtt naglalakk og hefur Boots lyfjafyrirtækið, sem framleiðir vörurnar, einka- leyfi á fram- leiðsluað- ferðinni. Móttaka auglýsinga Til að tiyggja auglýsendum að efni þeirra birtist á réttum tíma er mikil- vægt að auglýsingar berist blaðinu í tæka tíð. Frestur til að skila auglýsingum tilbúnum á filmu eða pappír er til kl. 12.00 daginn fyrir birtingu og fyrir kl. 16.00 á föstudegi ef birting er í sunnudagsblaðinu. Auglýsingum sem skilað er á tölvudiskum eða á Interneti skal skila sólahring fyrr en filmum. Auglýsingar sem fara í filmuvinnslu í Morgunblaðinu og birtast eiga í sunnudagsblaðinu þurfa að berast til blaðsins fýrir kl. 12 á fimmtudögum. Skilafrestur á auglýsingum í Morgunblabib Fyrir virka daga og laugardaga Fyrir sunnudags- blaðið Sérauglýsingar Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar Smáauglýsingar Fasteignaauglýsingar Leikhús/bíóauglýsingar Dánarauglýsingar kl. 16.00 tveimur dögum fyrir birtingu kl. 12.00 daginn fyrir birtingu kl. 12.00 daginn fyrir birtingu kl. 12.00 daginn fyrir birtingu kl. 12.00 daginn fyrir birtingu kl. 16.00 tveimur dögum fyrir birtingu kl. 16.00 daginn fyrir birtingu kl. 16.00 á föstudegi kl. 16.00 á föstudegi kl. 16.00 á föstudegi kl. 16.00 á föstudegi kl. 16.00 á föstudegi kl. 16.00 á föstudegi kl. 16.00 á föstudegi Skilafrestur á auglýsingum í sérblöb Morgunblabsms Útgáfudagur S kilatími íþróttablað þriðjudagur kl. 12.00 laugardag Úr verinu miðvikudagur kl. 12.00 mánudag Myndasögur Moggans miðvikudagur kl. 12.00 mánudag Viðskipti/atvinnulíf fimmtudagur kl. 12.00 þriðjudag Dagskrá fimmtudagur kl. 16.00 þriðjudag Daglegt lif/ferðalög föstudagur kl. 12.00 þriðjudag Fasteignir/heimili föstudagur kl. 16.00 þriðjudag Lesbók laugardagur kl. 16.00 miðvikudag Menning/listir laugardagur kl. 16.00 miðvikudag Bílar sunnudagur kl. 16.00 miðvikudag Netfang: mblaugl@centrum.is SAMHÆFÐUR HUGBÚNAÐUR |T| KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 ALHLIÐA TÖLVUKERFI S} KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 FRÁBÆR ÞJÓNUSTA H KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.