Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 52
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKIAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTÍIÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Loðnu- bræðsla í Helguvík STJÓRN SR-mjöls hf. hefur ákveðið að boða til hluthafafundar í félaginu þann 11. október nk. þar sem lögð verður fram tillaga um byggingu loðnuverksmiðju í Helguvík. Aætluð afkastageta verksmiðjunnar er um 700 tonn á sólarhring. Nái tiilagan fram að ganga verður einnig tekin til afgreiðslu tillaga um að auka hlutafé félagsins um allt að 162,5 milljónir króna að nafnvirði. Hluthafar hefðu forkaupsrétt að því hlutafé tii 1. nóvember nk. og frest til greiðslu í allt að eitt ár. ^Gengi bréfanna yrði 1,8 til forkaups- réttarhafa og söluvirði hlutafjárins því 292,5 milljónir. Hlynur Jónsson Arndal, fram- kvæmdastjóri íjármálasviðs, segir að stefnt sé að því að íjármagna nýju verksmiðjuna bæði með hlutafé og lánsfé. Heildarfjárfestingin sé áætluð um 600 milljónir en þar að auki sé reiknað með því að nýta mannvirki sem fyrir eru á svæðinu. „SR-mjöl þarf að jafna árstíða- sveiflu í sínum rekstri. Ný verk- smiðja í Helguvík myndi auka hlut- ■"> deild SR-mjöls í þeirri loðnu sem veiðist á vetrarvertíðinni. Verksmiðj- an félli jafnframt inn í allt útflutn- ingskerfí okkar og kostnaður við yfirstjórn ykist ekki með tilkomu hennar.“ Forkönnun Jesse Byocks, prófessors við Kaliforníuháskóla, á Mosfelli Morgunblaðið/Einar Falur JESSE Byock stendur við leifar kirkjugarðsins og bendir í átt að veginum þar sem kirkjan stóð. Hugsanlega tvær kirkjur frá söguöld FORKÖNNUN undir forystu Jesse Byocks, prófessors í forníslensku og norrænum mið- aldafræðum við Kaliforníuhá- skóla í Los Angeles, gefur góða vísbendingu um hvar bær, kirkjugarður og líklega kirkja hafa staðið á Mosfelli á 11. öld. Jesse telur hugsanlegt að önnur kirkja sé fundin á Hrísbrú, næsta bæ við Mosfell. Jesse hefur unnið að forkönn- uninni ásamt fjórum öðrum sér- fræðingum, Timothy Earle, Phil Walker, Sigurði Bergsteinssyni og Guðmundi Ólafssyni, sem hafði umsjón með verkinu fyrir hönd Þjóðminjasafnsins, og Helga Þorlákssyni sagnfræð- ingi. Hann sagði að stuðst hefði verið við heimildir frá 19. öld, ritaðar af séra Magnúsi Gríms- syni á Mosfelli, þegar hafist hefði verið handa við að grafa nokkra skurði á svæðinu. Með því móti hefðu fundist leifar af byggingu. Sú staðreynd að byggingin sneri í austur og vest- ur ýtti stoðum undir að um kirkju væri að ræða. Hugsan- lega væri hér fundin uppruna- lega kirkjan frá 11. öld. Um hana er talað í Eglu. Ekki markmiðið að finna Egil Jesse sagði að því miður hefði hluti leifanna af kirkjunni skemmst þegar lagður hefði verið vegarspotti og bílastæði við Mosfell fyrir 30 árum. Við framkvæmdina hefðu komið upp mannabein og hefðu þau verið grafin I kirkjuhólinn rétt hjá. Því væri hægt að ganga að þeim vísum. Nokkrum metrum frá kirkj- unni kom í ljós kirkjugarður og sagði Jesse að um það bil 50% hans hefðu komist hjá raski. Eins og kunnugt er bjó Egill Skallagrímsson í elli sinni á Mosfelli, en Jesse sagði tak- markaða möguleika á því að beinin fyndust. Hann tók fram í því sambandi að tilgangur rannsóknanna væri ekki sá að finna Egil þó vissulega væri ánægjulegt að finna hauskúp- una. Jesse og félagar hans fundu leifar af bæ á Mosfelli og vís- bendingar um þriðju bygging- una á bænum Hrísbrú, næsta bæ við Mosfell. Jesse segir að í Eglu sé talað um kirkju á bænum og gæti hún verið fundin. Hins vegar lagði hann ríka áherslu á að aðeins væri um forkönnun að ræða og verið væri að rann- saka sýni. Jesse sagði að tilgangur rann- sóknanna væri að kanna hvers vegna búseta hefði haldist óslit- in á bænum og með rannsóknum á leifum og byggingum og kirkjugarðinum væri hægt að komast að mikilvægum upplýs- ingum um efnahag og lifnaðar- hætti íbúanna. Hann nefndi í því sambandi mataræði, heilbrigði, ofbeldishneigð og sjúkdóma. Gengið vonum framar Hann segir að forkönnunin hafi gengið vonum framar og lofi góðu. Um leið lagði hann áherslu á að farið yrði að rann- sóknunum af stakri varkárni og í samvinnu við Islendinga. Fræðimennirnir gætu margt lært hver af öðrum og reynslan af samstarfinu nú hefði verið mjög góð. Hann vildi einnig koma á framfæri kæru þakklæti til bændanna í grenndinni fyrir samvinnuna. Rannsókninni verður haldið áfram næsta eða þarnæsta sumar. Morgunblaðið/Kristinn Kappsund í Tjöminni ÁRLEGUR MR-YÍ dagur var í gær. Á slíkum degi þreyta nem- endur þessara gömlu skóla með sér ýmist kapp, svo sem tefla, og í gær var kappsund í Tjörninni í Reykjavík. Sundið var í tvennu lagi, fyrst syntu tveir nemendur frá sitt hvorum skóla og vann þá MR og er myndin tekin af því sundi. Síðan syntu aðrir tveir frá hvorum skóla og vann þá Verzl- unarskólinn. Því má segja að jafntefli hafi orðið í sundinu, en svo verður eigi sagt um skákina, þar sem MR fór með sigur af hólmi. Útlit fyrir að nýr búvörusamningur verði undirritaður eftir helgina milljarðar í á fimm árum 11,5 styrki RÍKISSTJÓRNIN veitti samninga- nefnd ríkisins í viðræðum við bænd- ur umboð til að ganga frá nýjum búvörusamningi. Stjórnin hefur lagt fram íjárhagsramma fyrir nýjan samning og gerir hann ráð fyrir að rúmum 11,5 milljörðum verði varið til að styrkja sauðfjárrækt á samn- ingstímanum. Rætt cr um að auka niðurgreiðslur á iambakjöti tíma- bundið í haust og stuðla að útflutn- ingi á hluta af þeim kindakjöts- birgðum sem til eru í landinu. Forsætisráðherra, fjármálaráð- herra, landbúnaðarráðherra og fé- lagsmálaráðherra ræddu um drög að nýjum búvörusamningi í yfir þrjár klukkustundir í fyrrakvöld. Samkomulag náðist um íjárhags- ramma nýs samnings. Tillögurnar voru síðan ræddar áfram á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun og voru gerðar á þeim smávægilegar breyt- ingar. Að sögn Páls Péturssonar, starfandi landbúnaðarráðherra, fela þessar tillögur í sér lokatilboð af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hann sagðist gera ráð fyrir að samning- urinn yrði ræddur í þingflokkum á mánudag og í ríkisstjórninni á þriðjudag. Búnaðarþing kemur saman 10. október. Eftir að tillögur ríkisstjórnarinn- ar lágu fyrir komu samningamenn ríkis og bænda saman til fundar, en þeirra hlutverk er að útfæra ein- stök atriði samningsins. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu um helgina. Samkomulag mun vera um öll meginatriði samningsins. Aðilar vinnumarkaðarins hafa ekki fylgst með samningavinnunni síðustu þijá daga. Stuðningur minnkar á samningstímanum Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er rætt um að gera samning til fímm ára. Gert er ráð fyrir að verðlagning á kindakjöti verði gefin frjáls í áföngum og að verðlagningin verði alfijáls 1998. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins gerir fjárhagsrammi samningsins ráð fyrir að 2,7 millj- örðum verði varið til stuðnings við PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra hefur ákveðið að setja á stofn starfshóp sem á að vinna að starfs- þjálfun í fiskvinnslu fyrir fólk í atvinnuleit. Þetta er gert í fram- haldi af umkvörtun Samtaka fisk- vinnslustöðva, sem telja að veru- lega sé áfátt kunnáttu fólks, sem komið hefur til starfa í fískvinnslu undanfarnar vikur. Arnar Sigurmundsson og Ágúst sauðfjárræktina á næsta ári, en það er sama upphæð og á þessu ári. Árið 1997 verður upphæðin rúmir 2,5 milljarðar, rúmir 2,2 milljarðar árið 1998 og rúmir 2 milljarðar tvö síðustu árin. Samtals eru þetta 11.530 milljónir á fímm árum. Ríkisstjórnin hefur þó gefíð vil- yrði fyrir því að þessi stuðningur verði færður til milli ára ef fulltrúar bænda kjósa að gera það. Ástæðan fyrir meiri stuðningi fyrst er sú að ætlunin er að leggja talsverða fjár- muni í að niðurgreiða, tímabundið, lambakjöt á innanlandsmarkaði og flytja annað út. Páll sagði að lausn á birgðavandanum væri forsenda fyrir því að samningar tækjust. Einarsson, frá Samtökum fisk- vinnslustöðva, gengu á fund fé- lagsmálaráðherra fyrr í vikunni og greindu honum frá því að mik- ið vantaði upp á að atvinnulaust fólk, sem vildi koma til starfa í fiskvinnslu, kynni réttu vinnu- brögðin. Páll hefur nú brugðist þannig við að skipa starfshóp til að vinna að úrbótum í þessum málum. Atvinnulausum kennt að vinna í fiski

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.