Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR < I i Eru þessi tæki til góðs fyrir bömin? Björg Guðjónsdóttir úr faghópi um sjúkra- þjálfun skrifar um hopprólur, göngugrindur og bamastóla. Sjúkra- þjálfarinn segir Það er ekki allt best sem bam- inu þykir HREYFIÞROSKI barna einkennist af ferli sem þróast eftir ákveð- inni röð sem við getum séð fyrir um. Þannig vitum við að flest börn ná að sitja á svipuðu aldursskeiði, fara að ganga á svipuðum aldri o.s.frv. Þroski er alltaf aðeins breytilegur milli barna. Einn- ig hreyfa þau sig á mismunandi hátt til að ná sama markmiði. Tvö börn setjast ekki endilega upp á sama hátt og sama barn getur sýnt mismunandi göngulag þegar að- stæður eru ólíkar. Öll heilbrigð böm hafa það þó sameigin- legt að vera með innbyggða hreyfivirkni og áhuga. Þau eyða ótrúlegri orku í að hreyfa sig um, skoða og læra á heiminn í kringum sig. Þegar við horfum á smábarn, á hvaða aldri sem er, sjáum við að það er stöðugt að hreyfa sig. Það fer úr einni stöðu í aðra, veltir sér, sest upp, leggst niður, situr og snýr sér á rassinum, stendur upp o.s.frv. Þegar það er kyrrt sést einnig hreyfing, barnið mjakar sér til í setstöðu, hreyfir fæt- ur og hendur. Þegar bam lærir nýja hreyf- ingu endurtekur það hana aftur og aftur. Þessi stöðuga hreyfíng er mikilvæg fyrir hreyfiþroska barnsins því það er að þróast frá sínum ungbarnahreyfíngum upp í það er enn algengt að foreldrar kaupi ýmiss konartæki fyrir böm á fyrsta ári í þeim til- gangi að örva þau sem mest. Hér er átt við hopprólur og ýmiss konar bamagöngugrind- ur. Foreldrum er þó oft ókunn- ugt um kosti og galla slíkra tækja. Þeir sjá þó fljótt að þegar börnin era sett í þessi tæki era þau yfirleitt ánægð og vilja gjaman vera sem lengst. Það getur orðið til þess að foreldrar nota tækin fyrir böm sín til að fá ofurlítinn frið til að sinna öðra. Og á heimil- um þar sem era græjur í hveiju skoti, s.s. tölvur með margm- iðlunarútbúnaði, faxtæki, far- símar, símsvarar o.s.frv. þykir ekki tiltökumál þó ungbarnið hafi líka sínar græjur. En eru þessi tæki til góðs fyrir börnin? Hopprólur HÉR LAFI ég og get ekki annað. Hopprólur gera barninu kleift að hoppa upp og niður með því að spyrna fótum í gólfið. Mörgum börnum finnst þetta mikil skemmtun, meðan öðrum líður illa og mótmæla að vera í þeim. En hoppróla er ekki tæki sem ýtir undir eðlilegan hreyfiþroska. Að spyrna sér upp og niður með fótum er afar einhæf hreyfing. Bamið vantar möguleika til að að ná vel stjómaðri hreyfíngu í uppréttri stöðu. Þessi stöðuga virkni og vinna barnanna sem oft virðist í okkar augum tilgangslaus orkusóun er í raun mikilvæg þjálfun. Þetta er leikur hjá baminu. í gegnum leikinn lær- ir það hreyfíngar og að laga sig að um- hverfí. Það er þjálfa upp jafnvægi, samhæf- ingu hreyfinga, bæta líkamsvitund og skynj- un og auka vöðvastyrk. Góður vöðvastyrkur kringum liðamót er nauðsynlegur til að barn- ið fái góða líkamsstöðu sem er svo forsenda fyrir mjúkum, vel stjómuðum hreyfíngum líkamans. Best er því að gefa barni sem mesta möguleika á að hreyfa sig sjálft. Allir foreldrar vilja barninu sínu það besta og era tilbúnir að gera margt til að örva það og koma til þroska. Það hefur verið og flytja sig úr einni stöðu í aðra og fær ekki tækifæri til að læra nýjar hreyfingar. Lítil hreyfing og áreynsla verður í bol, handleggj- um og höndum. Barnið fær ekki þjálfun fyrir efri hluta h'kamans. Hjá bömum sem hafa verið mikið í hopp- rólum eru dæmi um að þau endi með mjaðm- ir innsnúnar og þar af leiðandi skakka og snúna fætur. Mikil aðgát þarf að vera þegar barn er í hopprólu því barnið getur rekist utan í dyra- stafinn eða flækt sig í snúrunum sem halda rólunum uppi. Göngugrindur Margir trúa því að göngugrindur flýti fyrir því áð barnið fari að ganga óstutt. Við rannsóknir hefur vissulega verið fundið út að regluleg og mikil notkun á göngugrindum hafí áhrif á vissa þætti göngu hjá smáböm- um en ekki til hins betra. Þau era ekki fyrri til að ganga, auk þess sem göngulag barn- anna verður hvorki eðlilegt né hagstætt með tilliti til orkueyðslu. Þegar börn ganga í göngugrind sést skýrt að bolur og fætur eru í beygju, oft era bömin ósamhverf þ.e. þau nota aðra hlið líkamans meira en hina og mörg ganga á tánum. Þetta bendir til að göngugrindur geti haft áhrif til hins verra á þróun göngu hjá smábömum. Barnið notar efri hluta líkamans lítið og ef notkun göngugrindar er mikil tapar það af mikilvægum undirbúningi fyrir stjóm efri útlima. Þó að frekari rannsókna sé þörf á áhrifum göngugrinda mæla flestir sjúkraþjálfarar ekki með notkun göngugrinda hjá smáböm- um sem þroskast eðlilega. Ólíkt hopprólum era göngugrindurtaldar vera hættuleg tæki fyrir börn. Mörg böm meiðast í grindunum. Sem betur fer eru meiðslin oftast lítilsháttar s.s. klemmdir fingur, mar, brotnar tennur. Slysin geta þó orðið alvarlegri ef bömum tekst að hvolfa grindunum eða ganga fram af stigapalli. Erlendis hafa orðið dauðsföll í slíkum slys- Barnastólar Litlir barnaöryggisstólar eru mikið þarfa- þing þegar bömin eru í bíl. Stólarnir eru fyrst og fremst öryggistæki og þjóna því hlutverki vel. Þessa stóla er farið að nota þegar börnin era mjög ung. Börnin era hálf- sitjandi í stólunum sem getur verið mjög þreytandi fyrir þau í langan tíma sérstak- lega þau yngstu sem ekki eru komin með stjórn á höfði og bol. Fyrir foreldra eru þetta þægilegir stólar, auðvelt að halda á þeim og auðvelt að leggja þá frá sér hvar sem er. Það eykur hættuna á að bömin séu látin vera of mikið í þeim yfír daginn með sömu afleiðingum og tækin sem ég hef áður rætt um. Barnið hefur minni möguleika á að æfa upp fjölbreyttar hreyfíngar sem reyna á all- an líkamann. Foreldrar ættu því að nota framangreind tæki fyrir börn sín í hófi. Það er miklu betri örvun og hvatning fyrir börnin að fá að fara um á gólfinu, rannsaka umhverfíð, draga sínar ályktanir og læra af reynsl- unni. Með því leggja foreldrar góðan grunn að góðri líkamsstöðu og hreyfifærni barn- anna sinna, auk þess sem hæfileg líkamleg áreynsla verður eðlilegur hluti af lífinu. Margir telja að það sé víst nógu snemma sem börn hætta að hreyfa sig, hringja í vin- inn í næsta húsi (það er of langt að ganga) og spyrja hann: Viltu koma í tölvuleik? S VR býður enn lægstu fargjöld á Norðurlöndum Opið bréf til Helga Hjörvars, vara borg-arfulltrúa Reykjavíkurlistans stæðisflokksins er nú unnið að bættum hag fjölskyldufólks. Unnið hefur verið við gang- stéttir og göngustíga í borginni og nú segja hjólreiðamenn að meira hafí verið gert til að auðvelda þeim að kom- ast hindrunarlaust um borgina á síðasta miss- eri en á næstu tíu árum á undan. Þessar endur- bætur koma líka öldruð- Ingibjörg Stefánsdóttir greinar um málefni SVR. Lægsta fargjald á Norðurlöndum í þeirri seinni leggur þú m.a. til að tekið yrði upp svæöafyrirkomulag eins og þeir sem ferðast hafa með strætisvagni í Kaupmannahöfn þekkja. Þá myndi sé sem tæki strætisvagn úr Breiðholti eða Graf- arvogi niður í miðbæ borga mun meira en sá sem færi frá Lækjar- torgi og inn í Hamra- hlíð svo dæmi sé tekið. Kæri félagi! VIÐ, sem störfuðum saman að sigri Reykjavíkurlistans, áttum sam- eiginlegar hugsjónir sem við börð- umst fyrir. Við vildum breyta for- gangsröðinni og leggja áherslu á að bæta fjármálastjórn borgarinnar. Við vildum líka gera meira fyrir bama- , fjölskyldur, bæta aðgengi fatlaðra, bæta almenningssamgöngur og auð- velda gangandi og hjólandi vegfar- endum að komast leiðar sinnar í borginni okkar. Nú, þegar rúmt ár er liðið síðan Reykjavíkurlistinn tók við völdum, hefur margt áunnist. Tekið hefur verið til í fjármálum borgarinnar og stjórnkerfi. Sem lítið dæmi um þá hreingerningu má nefna að risnu- og ferðakostnaður borgarinnar á fyrstu sex mánuðum ársins var mini en 'A af þeirri upphæð sem fór í þennanlið á meðan sjálfstæðismenn *v réðu ríkjum. Margt hefur áunnist Biðlistar eftir barnaheimilispláss- um hafa styst, enda hefur mikil áhersla verið lögð á uppbyggingu barnaheimila. Mikið og gott starf hefur verið unnið í æskulýðsmálum og er Hitt húsið merki um það. í stað monthýsa og minnisvarða Sjálf- um, fötluðum og blindum til góða. Það er skiljanlegt, að þú, svona önnum kafínn maður, hafír ekki tíma til að fylgjast með öllu því jákvæða, sem verið er að gera í borginni okk- ar. Nýlega birtist eftir þig grein í Morgunblaðinu þar sem þú gagn- rýndir hækkun fargjalda SVR. Greinin lýsti fullkominni vanþekk- ingu þinni á málefnum SVR og stjómun Reykjavíkurborgar undan- farin misseri. Ég veit ekki til að þú hafír rætt mál SVR á fundi borgar- málaráðs Reykjavíkurlistans. Reynd- ar hafa þau mál verið rædd þar. Af einhverjum ástæðum sást þú þér ekki fært að mæta á þann fund. Hins vegar fannstu þér tíma til þess að skrifa ekki bara eina heldur tvær Fyrir flesta farþega Strætisvagna Reykjavíkur myndi þetta því þýða hækkun fargjalda. Ef við berum saman fargjald SVR annars vegar og í öðrum höfuðborgum Norður- landa þá er það enn, eftir hækkun, lægst hér í Reykjavík. Reyndar er samanburður svolítið flókinn þar sem í þessum borgum er notast við áður- nefnt zonu-kerfí. _ Þó má geta þess að meðalverðið í Ósló er 160 kr. fyr- ir ferðina, 120 kr. í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn en heilar 200 kr. í Helsinki. Fargjöld SVR eru líka mun lægri en fargjöld Almenningsvagna sem starfa í nágrannasveitarfélögum okkar. í mörgum þeirra ráða sjálf- stæðismenn, sameiginlegir andstæð- ingar okkar. Hagur aldraðra og barnafólks skiptir máli, segir Ingibjörg Stef- ánsdóttir, og eftir hækkunina borga börn o g öryrkjar jafnlítið eða minna fyrir að ferðast með SVR. Fargjald öryrkja áfram 25 krónur Nú getur verið að þú sem fram- kvæmdastjóri Blindrafélagsins, sem er eitt aðildarfélaga Öryrkjabanda- lagsins, hafír séð ástæðu til þess að veija þarna hag þíns fólks. Sé ástæð- an sú hefur þér því miður sést yfír mikilvægar hliðar málsins. Stað- reyndin er að eftir breytingar á verð- skrá SVR borga öryrkjar enn sama fargjald eða 25 kr. fyrir hveija ferð, þannig að breytingarnar bitna ekki á þeim. Þú hefur kannski ekki heldur tekið eftir því, að nú fá böm frítt far með strætó upp að sex ára aldri, en áður þurfti að borga 25 kr. fyrir fjög- urra til sex ára gömul börn. Þú gleym- ir líka að fargjald barna á aldrinum sex til tólf ára er enn það sama eða 25 krónur. Eftir hækkanimar verður fargjald fyrir unglinga sem borga í reiðufé 60 kr. en var 100 kr. í mars 1994. Unglingar á aldrinum 13-16 ára greiða því nú 60% af þeirri upp- hæð sem þeir greiddu áður en sjálf- stæðismenn fóru að óttast um veldi sitt og lækkuðu fargjöld unglinga. Mér þykir ánægjulegt að sjá að þú berð hag ungs fólks, bamafjölskyldna og aldraðra fyrir btjósti. Eftir hækk- unina munu böm og öryrkjar borga jafnlítið eða minna fyrir að ferðast með strætisvögnum í Reykjavík en áður. Ég vona að það gleðji fram- kvæmdastjóra Blindrafélagsins. Hins vegar verður að viðurkennast að nú mun fargjald unglinga hækka um 10 kr., að gjald fyrir aldraða hækkar úr 25 kr. í 50 kr. og að almennt gjald hækkar úr 100 kr. í 120. Breytingar á leiðakerfi kynntar á opnum fundi í Ráðhúsinu Nú er það svo, að tap hefur .verið á rekstri SVR um hríð. A árunum 1991-1994 skar meirihluti Sjálf- stæðisflokksins niður framlög til SVR sem nam 358 milljónum króna. Á sama tíma var þjónusta SVR skert og gerð misheppnuð tilraun til þess að gera Strætisvagna Reykjavíkur að hlutafélagi. Allir vita hvernig það fór. Sú tilraun er ein margra ástæðna þess að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann. Nú er verið að byggja upp hjá SVR. Það er unnið að því að bæta þjónustuna þannig að ferðir SVR nýtist fleiram. í því skyni hefur nú verið unnið nýtt leiðakerfi. Eins og þú veist eflaust mun betur en ég þá hefur það nú verið kynnt með einni umræðu í borgarstjórn. í samræmi við fyrirheit okkar um opnari og betri stjórnunarhætti þá var næsta skrefíð að kynna það á opnum borgarafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 27. sept- ember sl. I von um gott samstarf í framtíðinni. Bestu samstarfskveðjur. Höfundur cr formaður Hverfnfélags Regnbogans, samtaka Reykjavíkurlista í Vesturbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.