Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D tvigiiiiWbifeÍfe STOFNAÐ 1913 222. TBL. 83. ARG. LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter ÍSRAELSKUR hermaður athugar handjárn tveggja Palestínu- manna, sem voru handteknir í flóttamannabúðum á Yesturbakkan- um vegna mótmæla gegn samningi ísraela og PLO. Friðarfundur í Washington Sýrland næstá dagskrá Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, ræddi í gær við Hosni Mubar- ak, forseta Egyptalands, og Huss- ein Jórdaníukonung um hvernig fá mætti Sýrlendinga til að fara að dæmi Palestínumanna og friðmæl- ast við ísraela. Clinton sagði í gær að ekki væri hægt að tryggja varanlegan frið í Miðausturlöndum nema stjórnvöld í Sýrlandi og Líbanon semdu við ísraela. Samningaviðræður Israela og Sýrlendinga hafa legið niðri í þrjá mánuði og sýrlenskir fjölmiðlar sögðu í gær að ekki kæmi til greina að semja frið við ísraela nema þeir flyttu hermenn sína af Gólanhæð- um, sem þeir hernámu árið 1967. ísraelar segjast ekki ljá máls á því fyrr en Sýrlendingar samþykki að koma samskiptum ríkjanna í eðli- legt horf. Vonír bundnar við Mubarak Bandarískir embættismenn sögðust vona að Mubarak beitti áhrifum sínum til að fá Sýrlendinga að samningaborði. „Ég tel að ekki sé hægt að ofmeta áhrif Egypta í þessu máli," sagði einn þeirra. „Þeir gegna þar veigamiklu hlut- verki." Simpsonmálið fyrir kviðdóm MÁLFLUTNINGI saksóknara og verjenda í réttarhöldunum yfir bandarísku íþrótta- og sjónvarps- stjörnunni O.J. Simpson lauk í gær og komið er að því að kvið- dómurinn skeri úr um hvort hann sé sekur um morðið á fyrrver- andi eiginkonu sinni og vini hennar. Á myndinni gengur aðal- verjandi Simpsons, Johnnie Cochran (fyrir miðju), ásamt líf- vörðum sínum inn í dómshúsið fram hjá hópi fjölmiðlamanna með myndavélar og hljóðnema. ¦ Óttast óeirðir/24 Málaliðar ræna völdum á Comoroeyjum Frakkar undirbúa mögulega íhlutun Nairobi. Reuter. PRAKKAR undirbjuggu í gær hugsanlega hernaðaríhlutun á Comoroeyjum á Indlandshafi vegna valdaráns málaliða sem eru undir stjórn fransks ævintýra- manns, Bobs Denards. Franska varnarmálaráðuneytið fyrirskipaði hermönnum á Ind- landshafi að vera í viðbragðsstöðu og heimildarmenn í París sögðu að verið væri að undirbúa hugsan- legar hernaðaraðgerðir ef málalið- arnir, sem eru frá Suður-Afríku, gæfust ekki upp. í yfirlýsingu franska utanríkisráðuneytisins voru málaliðarnir varaðir við og sagt að þeir yrðu látnir sæta fullri ábyrgð á afdrifum fanga sinna, þeirra á meðal forseta eyjanna, Said Mohamed Djohar. Alain Juppe, forsætisráðherra Frakklands, sagði að hernaðarleg íhlutun væri ekki á dagskrá en embættismenn Jacques Chiracs sögðu forsetann fylgjast grannt með framvindunni og útiloka eng- an möguleika. íbúar á eyjunum, sem símasam- Hermenn á Ind- landshafi í við- bragðsstöðu band náðist við, sögðu að Yaacoub Combo kapteinn, leiðtogi nýrrar stjórnar, hefði komið fram í út- varpi og skorað á fólk að sýna stillingu. Sagði hann að réttað yrði yfir fyrrverandi ráðherrum og embættismönnum án tafar og lof- aði frjálsum kosningum fljótlega. Fréttir hermdu í gærkvöldi að hersveitir hollar Djohar forseta hefðu náð flugvellinum í Moroni, höfuðstað eyjanna, á sitt vald að nýju. Fréttir voru um mannfall í liði beggja. Með varnarsamning Caabi Elyachroutu Mohamed, forsætisráðherra Comoroeyja, sem leitaði hælis í franska sendiráðinu í Moroni, skoraði á Frakka að koma til hjálpar en eyjarnar voru frönsk nýlenda og hafa ríkin með sér varnarsamning. Á nálægri eyju, Mayotte, sem kaus að fylgja Frakklandi áfram þegar Comoro- eyjar fengu sjálfstæði 1975, er 130 manna flokkur úr frönsku útlend- ingaherdeildinni og meiri liðsafli er á eyjunni La Reunion. Þar er einnig freigáta, flutningaskip og tveir 400 tonna fallbyssubátar. Frá La Reunion til Comoroeyja er tveggja sólarhringa sigling. Denard, sem er 66 ára gamall, var eitt sinn yfirmaður forsetalíf- varðarins á eyjunum. Hann var hrakinn þaðan 1989 en þá hafði hann reynt að ræna völdum þrisv- ar sinnum og er enn eftirlýstur á eyjunum vegna morðs á Ahmed Abdallah, forseta landsins. Átti hann miklar eignir á eyjunum en missti þær allar við brottrekstur- inn. 1993 fékk hann fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdóm í Frakklandi fyrir málaliðastarfsemi í Benin en menn kunnugir Denard telja að það sem vaki fyrir honum nú sé að fá eitthvað út úr eignum sínum á Comoroeyjum. Kasparov-Anand Samið um jafntefli Ncw York. Reuter. GARRÍ Kasparov og Indverj- inn Viswanathan Anand sömdu um jafntefli eftir 43 leiki í heimsmeistaraeinvíginu í New York f gærkvöldi. Tefldur var Spænski leikur- inn. Eftir 12 skákir af 20 er Kasparov með 6'/2 vinning og Anand 5'/2. Næsta skák verður tefld á mánudag og Anand verður þá með hvítt. Reuter Kelkal drepinn í skot- bardaga nálægt Lyon París. Reuter. KHALÉD Kelkal, sem grunaður var um að hafa tekið þátt í mannskæð- um sprengjutilræðum í Frakklandi, beið bana í skotbardaga við lögreglu nálægt Lyon í gær. Fingraför Kelkals, sem var 24 ára og fæddist í Alsír, fundust á sprengju sem var komið fyrir á járn- braut í Lyon í síðasta mánuði. Lögreglan hafði leitað að Kelkal vikum saman og hann komst naum- lega undan þegar þrír félagar hans voru handteknir eftir skotbardaga á miðvikudag. Hundruð lögreglu- manna leituðu hans síðan í skógi nálægt Lyon með aðstoð hunda, sér- sveita, fallhlífarhermanna og þyrlna. Skaut á hermenn Þegar lögreglan var um það bil að hætta leitinni í skóginum hringdi maður og skýrði frá því að Kelkal hefði stigið út úr rútu í grenndinni. Sveit fallhlífarhermanna hraðaði sér á staðinn og að sögn lögreglu hóf Kelkal skothríð á þá. Hermennirnir skutu á móti og urðu honum að bana. Sjö manns hafa látið lífið og meira en 130 særst í sex sprengjutilræðum í Lyon og París frá því í júlí. I öllum tilræðunum var beitt sprengjum sem voru sömu gerðar og sú sem fannst með fingraför Kelkals. íkveikjur ogdráp í Krajina Knín. Reuter. KRÓATÍSKIR hermenn og óbreytt- ir borgarar halda áfram íkveikjum, gripdeildum og drápum á serbnesk- um þorpsbúum í Krajina-héraði, sem Króatíuher náði á sitt vald í ágúst eftir fimm ára uppreisn Serba. Króatísk yfirvöld segjast hafa handtekið 370 manns, þeirra á meðal nokkra hermenn, fyrir grip- deildir og íkveikjur en embættis- menn Sameinuðu þjóðanna segja að það hafi ekki dugað. „Við fögn- um handtökunum en við höfum séð of fá merki umað haldið sé uppi lögum og reglu á þessum slóðum," sagði Alun Roberts, talsmaður frið- argæsluliðsins í Knín, höfuðstað Krajina. Serbnesk þorp í grennd við Knín eru nánast mannlaus og þeir fáu sem komust ekki burt, aðallega gamalmenni, segjast hafa séð króatíska hermenn fara ránshendi um þorpin og kveikja í húsum. Gamalt fólk myrt Friðargæsluliðið segist hafa skráð 120 dráp á serbneskum íbú- um á svæðinu. „Flest fórnarlamb- anna voru gamalt fólk sem bjð í afskekktum þorpum. Nokkrir voru skotnir af stuttu færi. í þeim tilvik- um sáu friðargæsluliðar króatíska hermenn í grenndinni," sagði Rob- erts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.