Morgunblaðið - 30.09.1995, Side 22

Morgunblaðið - 30.09.1995, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 ÚRVERINU MorgunDiao/Asais HALLDOR Blöndal, samgönguráðherra, ávarpar gesti á rástefnunni um öryggismál sjómanna. Ráðstefnur kveikjan að mörgum úrbótum FJÓRÐA ráðstefnan um öryggismál sjómanna frá árinu 1984 var haldin í ráðstefnusal ríkisins að Borgartúni 6 í gær. 24 hagsmunasamtök, stofn- anir og félög er tengjast hagsmuna- málum sjómanna tóku þátt í ráð- stefnunni. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðu- neytinu setti ráðstefnuna sagði hún að fyrri ráðstefnur um þessi mál hafi orðið kveikjan að mörgum úr- bótum í öryggismálum sjómanna. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, ávarpaði síðan ráðstefnugesti. Halldór sagði í ávarpi sínu að það væru orð í tíma töluð þegar að ís- lendingar settust á rökstóla til að ræða hvernig betur megi standa að öryggismálum sjómanna og sjóf- arenda. Hann sagði íslendinga vera fiskveiði- og siglingaþjóð í eðli sínu en þrátt fyrir góðan skipakost og Ráðstefna um ör- yggismál sjó- manna haldin í fjórða sinn mikinn öryggisbúnað ættu of margir um sárt að binda vegna dauðsfalla og slysa á sjó. Mörgum áföngum náð Halldór vék síðan að nokkrum áföngum sem náðst hafa í öryggis- málum sjómanna á síðustu árum. Meðal annars nefndi hann að alþjóða samþykkt um leit og björgun á sjó hafi tekið gildi hér á landi fyrr á þessu ári. Sagði hann samþykktina marka tímamót í öryggismálum sjó- manna og væri undirbúningur þegar hafin að framkvæmd hennar. Þá hafi ný reglugerð um fjarskiptabún- að og fjarskipti íslenskra skipa verið sett á síðastliðnu ári og taki hún að fullu gildi fyrir öll skip, ný og göm- ul, árið 1999. Reglugerðin tryggi stöðugt fjarskiptasamband skips við land þar sem þau eru stödd en áður hafi öryggisfjarskipti byggst fyrst og fremst á sambandi skipa á milli. í máli Halldórs kom einnig fram að nú væri í gangi tillögugerð hjá Vita- og hafnarmálastofnun um það hvernig best verði staðið að sjálf- virku tilkynningaskyldukerfi og gerði hann sér vonir um að niður- stað gæti legið fyrir í næsta mánuði og sagðist leggja áherslu á að sjálf- virkri tilkynningaskyldu yrði komið á um leið og tæknilegar forsendur leyfðu. Halldór stiklaði síðan á steinum um fleiri áfanga sem náðst hafa á undanförnum árum. Vonaðist hann til að umræður á ráðstefnunni yrðu til leiðbeiningar á því hvernig enn betur mætti standa að öryggmálum sjómanna í framtíðinni og sagðist mundu kynna sér niðurstöður ráð- stefnunnar rækilega. ♦ ♦ ♦ Ritur ekki seldur Frosta NÚ ER orðið Ijóst að ekkert verður úr sölu Framtaksfélagsins hf., eign- arhaldsfélags íslandsbanka, á meiri- hluta hlutafjár í fiskvinnslufyrirtæk- inu Rit hf. á ísafirði til Frosta, en viljayfirlýsing þess efnis hafði verið undirrituð. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var fallið frá þess- ari viljayfirlýsingu vegna afskipta Frosta af sölu á aflaheimildum til þýska fyrirtækisins Lubbert. „Undirrituð hafði verið viljayfir- lýsing á milli Framtaksfélagsins og Frosta um kaup á hlutbréfum, en áður en gengið var frá samningum kom upp ákveðið mái sem varð til þess að ekki var hægt að ganga frá samningum," segir Kristján Óskars- son, framkvæmdastjóri Framtaksfé- lagsins. „Það breyttust forsendur frá því viljayfirlýsingin var undirrituð af okkar hálfu, sem gerði það að verk- um að ekki var vilji af hálfu Fram- taksfélagsins til að ljúka samning- um. Viljayfirlýsingin rann svo út 20. september." Ingimar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Frosta, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. mOMISGA vítamín og kalk fæst í apótekinu ÍJOCKEY ÞRÖNGAR BOXERBUXUR S T A N D A F Y R I R S í N U ! Einlitar og röndóttar. Útsölustaðir um land allt! Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. sími 552 4333 FRÉTTIR: EVRÓPA Clarke tekur undir með Waigel um EMU London. Reuter. KENNETH Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, tók í gær undir ummæli Theos Waigel, fjármálaráð- herra Þýzkalands, um að ólíklegt væri að Ítalía og fleiri aðildarríki Evrópusambandsins gætu orðið stofnaðilar Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu, EMU. „Ég held að Theo hafi aðeins sagt opinberlega, það sem við höf- um allir sagt í einkasamtölum, sagði Clarke í samtali við BBC. „Lönd á borð við Ítalíu og Belgíu eru ekki líkleg til [að uppfylla skilyrði Ma- astricht] innan tímamarkanna. Og nokkur önnur munu ekki gera það heldur." Clarke sagði að Bretar sjálfir myndu taka tillit til ýmissa þátta, þegar að því kæmi að ákveða hvort Bretland ætti að taka þátt í EMU. Hann benti á að Bretland væri vel á veg komið að uppfylla skilyrði Maastricht fyrir þátttöku í EMU. Verðbólga væri lág, fjárhagur ríkis- ins heilbrigður og ríkisskuldir, sem hlutfall af landsframleiðslu, „í lagi.“ „Efnahagslíf, sem uppfyllir þessi skilyrði [Maastricht] er heilbrigt," sagði Clarke. Leystur fra störfum Brussel. Reuter. BERNARD Connolly, hagfræðingur hjá Evrópusambandinu, hefur verið leystur frá störfum tímabundið. Hann gaf á dögunum út bók þar sem hann ræðst harkalega á áform ESB um peningalegan samruna. Connolly var í launalausu leyfi við ritun bókarinnar en það rennur út um mánaðamótin. Hefur verið ákveðið að hann verði leystur frá störfum meðan rannsókn fer fram á máli hans. Talsmaður framkvæmdastjórn- arinnar sagði að hann héldi áfram stöðu sinni en yrði ekki leyft að vinna. Ekki var ljóst hvort hann héldi launum sínum. ESB-aðild A-Evrópu Lang’ur aðlögunartími í landbúnaðarmálum Brussel. Reuter. FRANZ Fischler, sem fer með land- búnaðarmál í framkvæmdastjóm Evrópusambandsins, segir að ríki í Mið- og Austur-Evrópu verði að fá langan aðlögunartíma áður en þau geti gerst aðilar að hinni sameigin- legu landbúnaðarstefnu ESB (CAP). Vonir standa til að ríki þessi geti gerst aðilar að sambandinu við upp- haf næstu aldar og segir Fischler aðild ekki eiga eftir að þýða stökk- breytingu úr einu ástandi í annað. Minnir hann á að þegar Spánveijar og Portúgalir hefðu fengið aðild að ESB árið 1986 hefðu ríkin fengið sjö til tíu ára aðlögunartíma vegna land- búnaðarstefnunnar. Hann tekur þó fram að engar tímaáætlanir hafi enn verið samdar vegna Austur-Evrópuríkjanna. ESB- aðild snúist heldur ekki fyrst og fremst um landbúnaðarmál. Ríkin verði að hafa komið efnahagskerfum sínum í nútímalegt horf og treyst lýðræðislegar stofnanir og réttar- kerfi áður en aðild komi til greina. Níu ríki, Pólland, Ungvetjaland, Tékkland, Slóvakía, Búlgaría, Rúm- enía, Eistland, Lettland og Litháen hafa þegar hafist handa við að laga sig að efnahagskerfi ESB með sam- vinnu- og fríverslunarsamningum. Fischler tekur þó fram að aðild sé ekki möguleg án aðstoðar við þessi ríki í iandbúnaðarmálum áður en til aðildar komi og uppstokkunar á styrkjakerfi Evrópusambandsins. Stefnt að fríverzlun við Mercosur • EMBÆTTISMENN ESB og Mercosur, sem er viðskipta- og tollabandalag Brazilíu, Argentínu, Urúgvæ og Paragvæ, stefna að því að ná um helgina samkomu- lagi um rammasamning um sam- starf í efnahags- og viðskiptamál- um. Langtímamarkmið bandalag- anna er að koma á fríverzlun sin á milli og hafa árin 2000 eða 2010 verið nefnd í því sambandi. Verzl- un með landbúnaðarvörur verður sennilega erfiðasta málið í viðræð- um um fríverzlunarsamning. • FULLTRÚAR ísraels og ESB settu stafi sína við nýjan við- skipta- og samstarfssamning á fimmtudag. Samningurinn kemur í stað gamals viðskiptasamnings frá 1975. Langan tíma tók að koma honum saman, ekki sízt vegna áhyggna suðlægari ESB- ríkja af ávaxtainnflutningi frá ísrael. Samningurinn felur meðal annars í sér þátttöku ísraels í rannsóknar- og þróunaráætlunum ESB. Gert er ráð fyrir að samning- urinn verði formlega undirritaður í Lúxemborjg 30. október. • UTANRIKISRÁÐHERRAR ESB-ríkjanna munu á mánudag undirrita bráðabirgðaviðskipta- samning við Moldovu. Samning- urinn kveður á um aukin tengsl á sviði stjórnmála og efnahagsmála og er svipaður samningum, sem ESB hefur gert við Rússland og Úkraínu. 4 5 s 1 í í I i l I t í i r i í í i i i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.