Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 41 Frá Guðrúnu Ágústsdóttur o.fl.: VIÐ SEM þetta skrifum eigum það m.a. sameiginlegt að hafa ákveðið að styðja Steingrím J. Sigfússon til formennsku í Alþýðubandalaginu og greiða honum atkvæði í væntanleg- um kosningum. Við gerum það vegna þess ð við þekkjum Steingrím og störf hans fyrir Alþýðubandalagið. Steingrímur er afar starfsamur og traustur stjórnmálamaður sem hefur vaxið með þeim verkum sem hann hefur tekið að sér. Við teljum að hann sé vel til þes fallinn að leiða Alþýðubandalagið og stjóma því uppbyggingarstarfi sem þar þarf að vinna. Alþýðubandalagið þarf að eflast sem forystuflokkur vinstri manna í landinu og þarf að vera allt í senn: flokkur launafólks, flokkur atvinnuuppbyggingar, flokk- ur jafnréttis og jöfnuðar. Steingrím- ur hefur á undanfömum árum látið Sunnudags- steikin, hangikjötið og hækillinn Frá Einari Jóni Vilhjálmssyni: ÞEGAR við kaupum dilkslæri í sunnudagssteikina fylgja annars- vegar fitukleprar, hinsvegar hæk- ill. Hækillinn vegur um 85 grömm. Ef reiknað er með 52 steikum á ári, verður það 4,42 kg. x 848,00 kr. eða 3.748,00 kr. á ári. Á 50 árum gera hæklarnir 187.408,00 kr. Ætla má að mör og útnári, sem lærinu fylgja séu ekki minni en hækillinn. Eru þetta ekki meðal annars verzlunarhættir, sem eru að koma bændum í koll? Annað er auglýsingaskrumið um fjallalambið, sem kostað hefur neytendur stórfé, en virkað neik- vætt á markaðinn. Nær væri bændum að hætta skruminu og ganga eftir því að seljendur fram- leiðslu þeirra vönduðu til verka, og stilltu álagningu sinni í hóf. Þá mundi varan auglýsa sig sjálf og minna verða um fyrningar á kjöti. Reyktur frampartur með beini kostar 782,00 kr. kg, úrbeinaður kostar- hann 1.206,00 kr. kg. Reykt læri með beini kostar 1.254,00 kr. kg, þar af er verð hækilsins 107,00 kr. Úrbeinað kostar lærið 1.575,00 kr. kg. Varla telst það verðlag við alþýðu hæfi. EINAR JÓN VILHJÁLMSSON, Garðabæ. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS SAMHÆFÐUR HUGBÚNAÐUR glKERFISÞRÚUN HF. Fákaleni 11 - Sími 566 8055 BRÉF TIL BLAÐSINS Það er traust sem skiptir máli kjaramál og efnahags- og atvinnu- mál mikið til sín taka og verið þar í fremstu röð íslenskra stjórnmála- manna. Það er góður kostur fyrir Alþýðubandalagið að gera mann með slíkan bakgrunn að formanni, ekki síst þegar ástandið í þjóðfélaginu nú um stundir er haft í huga. Framtíð velferðarkerfisins á ís- iandi er allt annað en örugg. Fjárhag- ur ríkisins og margra sveitarfélaga er erfiður og baráttan við þau öfi sem vilja einhliða leysa vandann með nið- urskurðarhnífnum, einkavæðingu og gjaldtöku verður hörð. Við slíkar aðstæður skiptir miklu máli að stjómmálamenn og stjórnmálaflokk- ar, sem vilja standa vörð um félags- legt réttlæti og jöfnuð, gangi fram af ábyrgð og raunsæi. Við treystum Steingrími vel til þess að standa fast- ur fyrir í vöminni fyrir velferðarkerf- ið. Alþýðubandalagið þarf á komandi mánuðum að láta meir til sín taka í ýmsum mikilvægum málaflokkum sem varða framtíðina og þá ekki síst stöðugu ungs fólks. Utanríkis- og friðarmál, umhverf- ismál, jafnréttismál, staða fjölskyld- unnar, lífskjör og aðstæður í land- inu, allt eru þetta mikilvægir mála- fiokkar þar sem Alþýðubandalagið þarf að taka frumkvæði á nýjan leik í umræðu og stefnumótun. Við teljum Steingrím J. Sigfússon vel til þess fallinn að leiða slíka vinnu. í stjórnmálum dagsins skiptir traust og góður orðstír afar miklu. Formaður flokks þarf auðvitað að njóta trausts og hafa stuðning eigin flokksmanna en það getur einnig skipt sköpum að vera viðurkenndur sem áreiðanlegur samstarfsaðili í heimi stjómmálanna almennt. Hvorutveggja gildir um Steingrím J. Sigfússon eins og fjölmörg dæmi sanna. Við hvetjum félaga okkar í Alþýðubandalaginu til að tryggja honum góða kosningu og erum sann- færð um að Steingrími er vel trey- standi fyir þessu mikilvæga verkefni. GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR borgarfulltrúi Reykjavík, 'INGUNN ANNA JÓNASDÓTTIR bæjarfulltrúi Akranesi, SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR bæjarfulltrúi Akureyri, HILMAR INGÓLFSSON bæjarfulltrúi Garðabæ, ÞURÍÐUR BACKMAN bæjarfulltrúi Egilsstöðum, HILMAR BJÖRGVINSSON, varabæjarfulltrúi Selfossi. TEBA - TFG-14 ■ Grill ■ Undir- og yfirhiti. ■ Gaumljós ■ HxBxD: 85-49,8x60 TEBA - TFB-64 3 Fjölvirkur blástursofn ■ Grill Grillteinn með mótor Undir- og yfirhiti Gaumljós HxBxD: 85-59,8x60 TEBA- TFG-44 B Fjölvirkur blástursofn ■ Grill ® Grillteinn með mótor s Undir- og yfirhiti Gaumljós . 85-49,8x60 TEBA - TFA-10-01 ■ Grill ■ Undir- og yfirhiti ■ Gaumljós TEBA - TFB-14 ■ Grill ■ Undir- og yfirhiti ■ Gaumljós ■ HxBxD: 85-59,8x60 Sett TEBA - TFA-64-01 ■ Ofn með helluborði ■ Fjölvirkur blástursofn ■ Grill ■ Grillteinn með mótor Undir- og yfirhiti Gaumljós TEBA - TFA-60-01 ■ Fjölvirkur blástursofn ■ Grill ■ Grillteinn og mótor ■ Undir- og yfirhiti ■ Gaumljós Með rofum TEBA - TOA-11 ■ 4 hellur ■ Þar af 2 hraðsuðu ■ Gaumljós Með rofum TEBA - TOA-16 ■ 4 keramikhellur ■ Eftirhitunarljós SUÐURLANDSBRAUT 16 SÍMI 588 0500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.