Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR i LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 33 \ ) ) ) I í I I j I i 'i I I % 3 I I r.;, £J i + KRISTIN JOHANNSDOTTIR + Kristín Jó- hannsdóttir var fædd í Reykjavík 4. mars 1943. Hún lést 26. september síðastliðinn í Land- spitalanum. For- eldrar hennar voru Nanna Jónsdóttir, d. 1979 og Jóhann Sigurðsson. Býr hann nú í Sunnuhlið í Kópavogi. Hún giftist David Husted 1970 en þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru: Nanna Reneé, f. 1971, Dakri Irene, f. 1973, í sambúð með Ingibergi Ingvarssyni, Kristín Dana, f. 1974. Útför hennar fer fram frá Kálfholtskirkju, Asahreppi, Rangárvallasýslu i dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. ÞAÐ er erfítt að sætta sig við dauð- ann og enn erfiðara þegar fólk á blómaskeiði lífsins er á brott kallað. Eftir erfíð veikindi hefur Kristín, frænka mín, kvatt þennan heim og langar mig að minnast hennar í nokkrum orðum. Hún Stína, eins og hún var alltaf kölluð, var mjög glaðleg kona. Ekki man ég eftir henni öðruvísi en með bros á vör og hress í fasi. Þau ár sem við bjuggum öll í sveitinni átti ég það oft til að leita til hennar, og var hún aldrei of upptekin til að veita mér tíma sinn og Ijá mér eyra. Stína flutti svo til Reykjavíkur með dætur sínar, og eftir að ég flutti með fjöl- skyldu minni í Garðabæinn var ég ekki síður velkomin til hennar, alltaf hafði hún nógan tíma handa mér. Hún leit á mig sem jafningja og stóð jafnan með mér ef ég þurfti á að halda. Ég er afar lánsöm að hafa þekkt þessa merku konu. Ég kveð hana með söknuði, allar minningar sem ég á um hana eru ljúfar og mér kærar og mun ég varðveita þær að eilífu. Blessuð sé minning hennar. Elsku Nanna, Dakri og Krissa, ég votta ykkur samúð mína, þið áttuð yndislega móður. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum dðggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Óiafsdóttir) Þín frænka, Guðrún Jóna. í minningu um góða vinkonu lang- ar mig að skrifa þessa fátæklegu kveðju. Er ég þurfti að útskýra fyrir sjö ára syni mínum að Stína væri BJARNI KARLS- SON + Bjarni Karlsson fæddist í Reykjavík 19. október .1936. Hann lést 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 7. september. dáin, Stína sem alltaf geislaði af dugnaði og krafti, þá varð fátt um svör fyrir lítinn mann. „En Stína var ekki göm- ul,“ var sagt. „Og hún var alltaf hress og átti alltaf nammi þegar að ég kom með afa.“ Það er erfitt að útskýra fyr- ir litlu hjarta af hveiju einhver manni kær fer - en gott er þó að vita af henni á fallegum stað með góðu fólki, þar sem henni líður vel eftir erf- iða baráttu við veikindi sín. „Stína og stelpurnar“ eins og skrifað var undir jóla- og afmælis- BJARNI Karlsson, skytta, er farinn yfír landamærin inn á hin sælu veiðilönd. Smiður, listamaður, er göfgar lífið hvar sem liann fer. Allra hugljúfi, en hefír sig lítt í frammi. Hér er sjaldgæfur höfðingi á ferð, eigandi fegurstu byssu landsins. Tómt er eftir er farinn ert. Megi allir guðir, smáir og stórir, með þér fara og för þína styrkja. Góði vinur, far í friði og kom aftur sem fyrst. Björgvin M. Óskarsson og Þórhildur Jónasdóttir. kveðjur til okkar lýsir vel hversu gott og skilningsríkt samband ríkti á heimili Stínu, milli hennar og dætra hennar þriggja, Nönnu, Dakrí, og Krissu sem allar sýndu í veikindum móður sinnar að dugnaður og kraftur Stínu lifír áfram. Elsku Nanna, Dakrí og Krissa og aðrir aðstandendur, megi Guð styrkja ykkur á þessari sorgar- stundu. Minningin um yndislega konu Iifir um ókomin ár. Björk og Gísli litli. Fyrir þremur árum byijaði ég að vinna í Skæði. Kynntist ég þá henni Stínu. Hitti ég hana þá oftast á laug- ardagsmorgnum í kaffí, en við starfs- fólkið hittumst alltaf þá og fengum okkur morgunmat og kaffí áður en við byijuðum að vinna. Alltaf hafði hún frá mörgu skemmtilegu að segja og oft var hlegið dátt. Ég minnist hennar sem mjög skemmtilegrar og harðduglegr- ar konu sem alltaf var hress og kát, hvað sem bjátaði á. Ég minnist einn- ig þess að hún kal|aði mig alltaf „Tappíta" og var alltaf hlegið dátt að því. Það er erfitt að sætta sig við dauð- ann og enn erfiðara þegar fólk á blómaskeiði lífsins er á brott kallað. Langar mig til að þakka henni fyrir þessar fáu en góðu samverustundir sem við áttum. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessari erfíðu stund, elsku Nanna, Dakrí, Krissa og aðrir aðstandendur. Tabitha. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. • mikið úrval • góður afsláttur) bílar á kostnaðarverði / / Kaupbætir: * 6 mánaða ábyrgð frí 6 mánaða ábyrgðartrygging Allir þeir sem kaupa bil a tímabilinu 28. sept./-14. okt. verða settir í pott og sá heppni, sem verður dreginn út, fær aukalega 100.Q00 kr. afslátt af bílnum sem hann kaupir. Greíðsluskilmálar: • VISA"- EURO - raðgreiðslur • Skuldabréf í 3 ár (36 mán.)1 með fýrstu greiðslu í mars 1996. / « Bílakaupalán til allt / að 60 mánaða* / *fer eftir aldri og verði bíisins ; Opíð: \ má. - föst. 9-18 og lau. 12-16 Nýbýlavegi 2 ~ símar: 554 2600 564 2610 NOTAÐIR BÍLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.