Morgunblaðið - 30.09.1995, Síða 37

Morgunblaðið - 30.09.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 37 MINNINGAR ISAFOLD JÓNSDÓTTIR + Frú ísafold Jónsdóttir var fædd á Miðfelli í Þingv'allasveit hinn 5. nóvember 1902. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi 20. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Hannesdóttir frá Hvoli í Ölfusi og Jón Þorsteinsson frá Norður-Reykj- um í Mosfellssveit. ísafold bjó í Reykjavík frá árinu 1907. Hún dvaldi á Dvalarheimilinu Blesastöðum frá árinu 1993 Eiginmaður hennar var Agúst Jóhannesson verksmiðjustjóri en hann lést árið 1980. Útför Isafoldar verður gerð frá Sel- fosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. á bernsku, TÍMANS straumur líður fram óstöðvandi. Háöldruð merkiskona er horfin i djúp hans. Elskuleg vin- kona mín, ísafold Jónsdóttir, lést í sjúkrahúsi Selfoss að kvöldi þess 20. þessa mánaðar. Hún var flutt þangað um morguninn, um kvöldið var hún öll. ísafold var fædd 5. nóvember 1902 að Miðfelli í Þing- vallasveit. Foreldrar hennar voru hjónin sem þar bjuggu, Jóhanna Hannesdóttir og Jón Þorsteinsson. Móðir ísafoldar var frá Hvoli í Ölf- usi en faðirinn frá Norður-Reykjum í Mosfellssveit. Ættmenn ísafoldar í móðurætt bjuggu í marga ættliðí í Kaldaðarnesi. Langafi ísafoldar var Jörundur Brynjólfsson. Séra Jóhann Hannesson hafði gott sam- band við móður ísafoldar vegna ættartengsla. ísafold gaf skautbún- ing móður sinnar á minjasafn Sel- foss og sýndi það hug hennar til byggðalagsins. Faðir Isafoldar lést árið 1906, þegar ísafold var á fjórða ári. Hún mundi þó vel eftir föður sínum og minntist þess þegar hann bar hana á háhesti upp á Miðfell og hún hélt að hún myndi rekast upp í himin- inn. Árið 1907 flutti móðir ísafoldar frá Miðfelli. Litla stúlkan var bund- in á klifbera og var ferðast ríðandi til Reykjavíkur. Þar tók á móti þeim frændi þeirra er Magnús hét. Móðir- in nam útsaum og aðrar hannyrðir og vann fyrir þeim af myndarskap um margra ára skeið. ísafold gekk í Miðbæjarbarnaskólann en fór síð- an í hússtjómarnám í Kvennaskól- anum í Reykjavík. Þá starfaði hún á Hótel Skjaldbreið við matreiðslu og kökugerð (konditori). Um þetta leyti keyptu þær mæðgur íbúð á Vífilsgötu, en þá höfðu þær búið á ýmsum stöðum í bænum, lengst af hjá Sigríði frá Laxnesi, móður Halldórs. Árið 1929 fór ísafold til Danmerkur að læra hatta- og skermasaum og var það þriggja ára nám. Hún kom heim á sumrin og vann til þess að geta greitt námskostnað. í Kaupmanna- höfn eignaðist hún vini sem héldu tryggð við hana ævilangt. Ég vil sérstaklega minnast frú Ingu Tjio í Bethesda, Washington,’en móðir hennar var kær vinkona ísafoldar og bjó um árabil í Danmörku. Þeg- ar Isafold kom heim frá Danmörku, stofnaði hún hattaverslun í félagi við aðra konu, frú Smith. Síðar rak hún sína eigin verslun, Hattabúð ísafoldar, þar til hún seldi hana árið 1951. Þann 5. júlí árið 1945 giftist ísa- fold í Þingvallakirkju, en þar hafði hún líka verið skírð árið 1903. Eig- inmaður hennar var Ágúst, Jóhann- esson verksmiðjustjóri en hann lést árið 1980. Ágúst var ljúfur maður og góður og árin þeirra saman voru farsæl ár. Þau ferðuðust mikið, bæði innan lands og utan og voru bæði miklar sportmanneskjur og Ágúst afreksmaður. ísafold var í mörg sumur sem barn og unglingur á Efri-Brú í Grímsnesi, hjá foreldr- um Tómasar Guð- mundssonar skálds. Þar var símstöð og ísa- fold fór gangandi eða ríðandi um sveitirnar með símskeyti og skila- boð. Hún þekkti hvern bæ, fjöllin og jöklana og var óþreytandi við að fræða mig um það allt eða leiðrétta allt fram á síðasta ár. Hún hafði frá mörgu áhuga- verðu að segja frá æsku sinni og til dæmis frá þeim sem flökkuðu um sveitir og sagt var um að létu fótinn fæða sig. ísafold mundi vel klukkuna hennar móður sinnar. „Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð til fjár. Það var klukka." Með þessum orð- um hóf Halldór Laxness að segja söguna um hinn víðförla Krists- bónda á Rein, Jón Hreggviðsson. Langt er um liðið og íslensk þjóð hefur eignast margar fagrar sam- eignir síðan, en þá minnist ég ætíð klukkunnar sem ísafold mundi og sagði í vitund barnsins „Vertu góð, vertu góð“. Kiukkan var gefin nið- ursetningi sem borgun til þess heimilis sem hugðist taka hann að sér. Svo litla stúlkan ákvað að klukku skyldi hún einhvern tímann eignast. Eins og áður er getið lést eigin- maður ísafoldar árið 1980. Hann lét af störfum fjórum árum fyrir andlát sitt og var heima, oft mjög lasinn. ísafold annaðist hann af mikilli natni og umhyggju. Hún saknaði ferðalaga út í náttúruna en fór niður í miðbæ flesta daga, keypti inn fyrir heimilið og fleira. Hún þekkti miðbæinn svo vel að hún vissi hvar hægt var að smjúga milli húsa til dæmis í Þingholtunum og milli gatna hér og þar. Hún elsk- aði þennan bæ eins og Tómas vinur hennar. Á þessum ferðum, ef ég var með, fór hún með kvæðin hans eitt af öðru. Eftir að ísafold var orðin ein fórum við í nokkrar utan- landsferðir með vinum okkar eða einar og til Þingvalla nokkrum sinn- um á hveiju sumri. Þar vildi hún ganga um, setjast svo inn í kirkjuna um stund. Vorið 1993 var ísafold farin að gefa sig nokkuð, svo að ráði öldrunarlæknis fór hún til hvíldar á dvalarheimilið að Blesa- stöðum á Skeiðum. Hún kunni strax vel við sig, hún fann öryggið og einstaka umönnun þessa góða fólks. Ef ég minntist á við hana að skipta um verustað, koma nær höfuðborg- inni, sagði hún: „Ég vil ekki fara héðan, hérna á ég heima.“ Isafold naut þarna virðingar og nærgætni, vakað var yfir hveiju hennar fót- máli og tekið tillit til allra hennar óska. Ein starfsstúlkan sagði mér að hún hefði sungið með alla sálma við síðustu messu á Blesastöðum. Þegar fólk er orðið yfir 90 ára gamalt, ættingjar og vinir á þeim aldri horfnir á braut, setur oft að söknuð og trega, en ísafold var lán- söm. Hún hafði verið félagi í Odd- fellowreglunni í rúm 60 ár. Þar átti hún góða vini og trausta. Hún var heimsótt reglulega og séð um að hana skorti ekkert. Hún var tek- in í bílferðir um nærsveitir þar sem hún riljaði upp nöfn fjallanna og drakk í sig fegurðina sem blasir við í nágrenni Blesastaða. Nú þegar þessi elskulega vinkona mín er horf- in er tómarúm í huga mér. Ég sakna heimsóknanna til hennar og sam- verustunda okkar og bið henni ei- lífrar blessunar Guðs sem hún trúði á og treysti. Elín Hannam. ísafold Jónsdóttir var mér mjög kær. Hún var mjög sérstök kona og þurfti ekki nema líta hana aug- um til að sjá að þar fór mikill per- sónuleiki. Hún átti stóra og fallega hatta- búð í Austurstræti 14 í Reykjavík, þar sem ég lærði hattasaum og hlaut mín meistararéttindi. Þart hófust löng kynni okkar ísafoldar, sem héldust þrátt fyrir að ég færi til útlanda og setti síðar upp eigin hattabúð er heim var komið á nýjan leik. Margt skeði í okkar kynnum frá því ég var í Austurstræti 14. Þar var gott að vera, hún gerði vel við starfsfólk sitt og ógleymanlegt er hvað hún sýndi mér mikið traust og veitti mér trúnað í mörgum málum. Einnig færði hún mér stór- felldar gjafir og hélt mér veislur sem ekki gleymast. Hún var mjög glæsileg kona. Glæsileikinn birtist skýrt í því sem hún sagði og gerði. Þær eru sveip- aðar ævintýraljóma minningarnar á hátíðarstundum hjá ísafold, bæði áður en og eftir að hún giftist Ág- ústi Jóhannssyni framkvæmda- stjóra hjá kexverksmiðjunni Frón. Heimili hennar var alltaf fallegt og listrænt. Persóna hennar gaf sterk-, an svip. Myndirnar í ævintýraljóm- anum blika enn í endurminning- unni. Það var ólýsanlegt að heim- sækja hana í sumarbústaðinn og fallega garðinn. Syngja og spila við arineldinn. Allar þessar unaðslegu stundir rifjast upp hver af annarri. ísafold var trygg vinum sínum. Við hinar ungu dáðum hana fyrir margt. Alltaf var hún með þeim fyrstu að koma á heimili mitt á hátíðarstundum til að samfagna okkur og á sorgarstundum gleymdi hún aldrei að samhryggjast. Við þökkum og geymum dýrmætar minningar. ísafold kveður því klukkur himn- anna hringja. Kristur kemur. Leiðir ísafold inn í himin sinn. Eftir horf- um við, þökkum og blessum minn- ingu hennar sem farin er. Guðfinna Gísladóttir. Mig langar til að minnast vin- konu móður minnar Soffíu Jóns- dóttur Claessen. Ég kynntist ísa- foldu fýrst þegar þær voru að ráðg- ast um hvernig best væri að gleðja blint fólk. Móðir mín hafði komið með þá hugmynd frá dönskum Oddfellowsystrum að handmála kerti og selja. Ágóðanum skyldi varið til að gleðja blinda. Mér er það í barnsminni þegar þær sátu með systrunum í Oddfellowhúsinu og máluðu kerti. ísafold var sér- staklega listræn, enda hafði hún lært hattasaum og vann við hann af mikilli list. Árið 1937 var kerta- nefndin stofnuð. Eftir að móðir mín hætti formennsku árið 1966 tók Isafold við því embætti. Ég veit, að mjög margir blindir hafa notið góðs af þessu sjálfboðastarfi sem ótal margar ósérhlífnar Oddfellow- systur hafa innt af hendi. ísafold var vakin og sofin við að efla þessa starfsemi sem helst óslitin enn í dag. Eftir að ísafold treysti sér ekki lengur til að taka þátt í starf- seminni fylgdist hún samt vel með því sem var gert m.a. til þess að styrkja Blindraheimilið í Hamrahlíð. Ég get ekki látið hjá líða að þakka Elínu Hannam fyrir hve vel hún hefur reynst ísafoldu. Góð dótt- ir hefði ekki getað reynst móður sinni betur. Ég veit ekki betur en að þeirra kunningsskapur hafi byij- að þegar þær sátu saman og mál- uðu kerti í kertanefnd. Síðan þá hefur Elín ekki sleppt hendi af ísa- foldu og var hennar stoð og stytta uns yfir lauk. Síðustu árin dvaldist ísafold að Blesastöðum á Skeiðum. Fór Elín hvernig sem viðraði yfir heiðina til að vitja sinnar kæru vinkonu. Þegar við Laura systir heimsóttum Isa- foldu að Blesastöðum nú í vor var henni farið að förlast minni en þeg- ar við færðum kertamálun í tal við hana brosti hún blítt. Að endingu vil ég láta í ljós þakk- læti mitt fyrir að hafa átt því láni að fagna að njóta samvista við Isa- foldu innan Oddfellowreglunnar um margra ára skeið. Kristín Claessen. MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Ingi- björg Marteinsdóttir syngur einsöng. Kaffisala safnaðarfélagsins eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Ein- söngur Jón Þorsteinsson. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Kirkjukaffi Ey- firðingafélagsins eftir messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa með altaris- göngu kl. 11.00 við upphaf vetrarstarfs. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjalta Guð- mundssyni. Dómkórinn syngur. Organ- leikari Marteinn H. Friðriksson. Fermd- ur verður Viðar Reynisson, Framnes- vegi 25a. Fundur í safnaðarfélaginu eft- ir messu. Dr. Einar Sigurbjörnsson, pró- fessor, flytur erindi. Barnastarf í safnað- arheimilinu kl. 11.00 í umsjá sr. Maríu Ágústsdóttur. Barnastarf í Vesturbæj- arskóla kl. 13.00 í umsjá Guðmundu Ingu Guðmundsdóttur, guðfræðinema. Bænaguðsþjónusta kl. 14.00 í umsjá sr. Jakob A. Hjálmarsson. Forsöngvari verður Björg Jónsdóttir og Marteinn H. Friðriksson við orgelið. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Gylfi Jónsson. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 11.00. Barnakór Grensáskirkju syngur, stjórnandi Margrét Pálmadóttir. Prest- ur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. Messa kl. 14.00. Prestur sr. Haldór S. Gröndal. Organ- isti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðsluerindi kl. 10.00. Umburðarlyndi. Dr. Páll Skúla- son, prófessor. Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Organisti Hörður Áskelsson. Mótettukór Hallgrímskirkju. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Helga Soffía Konráðsd. Messa kl. 14.00. Organisti Pavel Mana- sek. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11.00. Prest- ur sr. Flóki Kristinsson. Kór Langholts- kirkju syngur. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst á sama tíma. Kaffi- sopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Væntanleg fermingarbörn að- stoða. Barnastarf á sama tíma. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Organ- isti Gunnar Gunnarsson. Fundur með forráðamönnum væntanlegra ferming- arbarna eftir guðsþjónustu. Guðsþjón- usta kl. 14.00 í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Munið kirkjubílinn. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Guðsþjónusta kl. 14.00. Pró- fastur sr. Ragnar Fjalar Lárusson setur sr. Halldór Reynisson inn í embætti aðstoðarprests. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Vera Gulasciova. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Barnastarf á sama tíma í umsjá Elínborgar Sturludóttur. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. stuttur fundur með for- eldrum fermingarbarna eftir guðsþjón- ustu. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Messa með altarisgöngu kl. 14.00. Kaffisala kirkjukórsins til styrktar orgelsjóði að messu lokinni. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.00. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Altarisganga. Prestur Sigurjón Árni Eyjólfsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Organisti Smári Ólason. Gunnar Sigurjónsson FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11.00. Prestur sr. Hreinn Hjart- arson. Organisti Lenka Mátéová. Bar- naguðsþjónusta á sama tíma í umsjá Ragnars Schram. Guðsþjónusta kl. 18.00. Orgeltónleikar kl. 19.00. Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnamessa kl. 11.00 í kirkjunni og 12.30 í Rimaskóla í umsjá prestanna Hjartar og Rúnars. Guðsþjónusta kl. 14.00. Að henni lok- inni verður opnuð sýning á verkum Sig- rúnar Gísladóttur (Mússu). Organisti Ágúst Ármann. Guðsþjónusta kl. 16 á hjúkrunarheimilinu Eir. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Kaffisala safnaðarfélagsins að lokinni guðsþjónustu. Barnaguðsþjón- usta kl. 13.00 í umsjá Bryndísar Möllu og Dóru Guðrúnar. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Sr. Kristján Einar Þor- varðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf i safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11.00. Guðs- þjónusta kl. 11.00. Organisti Haukur Guðspjall dagsins: Sonur ekkjunnar ___________í Nain.______________ (Lúk. 7.) Guðlaugsson. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Kvenna- kórinn Seljur leiðir safnaðarsöng. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Prestarnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa ki. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam- koma á morgun kl. 17 við Holtaveg. Ræðumaður Ragnar Gunnarsson. ; Barnasamverur á sama tíma. Veitingar seldar að lokinni samkomu til ágóða fyrir Vindáshlíð. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldusam- koma kl. 14. Almenn samkoma kl. 20. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðsþjón- usta í Lágafellskirkju kl. 14. Barnastarf- ið hefst í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. GARÐASÓKN, VÍDALÍNSKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Skólakór Garðabæjar syngur undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sveinhildur Torfad. leikur einleik á klarinett í mess- unni. Sigurður Helgi Guðmundss. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Organisti Kristjana Þ. Ás- geirsdóttir. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnu- daga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir vel- komnir. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli sunnudag kl. 13. Baldur Rafn Sigurðsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Vetrarstarfið hefst formlega. Fermingarbörn og foreldrar hvött til að mæta. Organisti Steinar Guðmundsson. Sunnudagaskóli sunnu- dag kl. 11 í umsjá Láru Oddsdóttur, guðfræðinema. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Málfríðar Jóhannsdóttur, Ragnars S. Karlssonar og sr. Sigfúsar Baldvins Ingvasonar. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum. Verið með frá byrjun og munið skólabíl- inn. Guðsþjónusta kl. 14. Barn borið til skírnar. Prestur Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Einar Örn Einarsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavik: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Prófastur sr. Guðmundur Óli Ólafsson setur sr. Jón Ragnarsson inn í embætti. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 10.30. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Úlfar Guðmundsson. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvolsvelli: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Öll börn í sókninni fædd 1990 sérstak- lega boðuð í fylgd foreldra sinna til kirkj- unnar þar sem þau fá afhenta bókina „Kata og Óli fara í kirkju.“ Fermingar- börn næsta vors komi einnig og taki við „Litlu messubókinni". Sigurður Jónsson. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Öll börn í sókninni fædd 1990 sérstaklega boðuð i fylgd foreldra sinna til kirkjunnar þar sem þau fá afhenta bókina „Kata og Óli fara í kirkju." Fermingarbörn næsta vors komi einnig og taki við „Litlu messubókinni“. Sigurður Jónsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Sunnudagaskóli Landakirkju kl. 11. Messufall kl. 14 í fjarveru presta vegna Landsmóts æskulýðsfélaga kirkjunnar og Héraðsfundar Kjalarnesprófasts- dæmis. AKRANESKIRKJA: Helgistund barna í kirkjunni kl. 11. Strax á eftir föndur í safnaðarheimilinu Vinaminni. Stjórnend- ur Axel Gústafsson og Sigurður Grétar Sigurðsson. Messa sunnudag kl. 14, altarisganga. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barnaguðs- þjónusta ( Borgarneskirkju kl. 11.15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.