Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 9 FRÉTTIR Hótel Island „Borholufjör“ EFNT verður til Borholufjörs til styrktar lieitavatnsborunum í Vík í Mýrdal á Hótel Islandi á sunnudag- inn. Skemmtikraftar koma víða að og gefa allir vinnu sína. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu hefur verið efnt til altsér- stæðs happdrættis í Vík í Mýrdal til styrktar heitavatnsborunum. Nú þegar hefur verið borað niður á 1.324 m dýpi og með fjármagni úr happ- drættinu er áætlað að unnt verði að bora um 130 m til viðbótar eða niður á um 1.450 m dýpi. Nauðsynlegt er talið að bora niður á allt að 1.700 m. Mýrdælingar meðal skemmtikrafta Framtak Mýrdælinga hefur vaktið athygli og hefur verið ákveðið að efna til skemmtikvölds með yfir- skriftinni Borholufjör verkefninu til stuðnings á Hótel íslandi á sunnu- dagskvöldið kl. 21. Af skemmtikröft- um má nefna Bubba Mortens, söngv- ara úr Söngskólanum, Ómar Ragn- arsson, Öm Árnason, Jónas Þórir, Stórband Egils Ólafssonar og Hjört Benediktsson eftirhermu að ótöldum skemmtikröftum úr Mýrdalnum. Samgöngnráðherra um nýja tölvunetþjónustu Vinna við verkið ekki verið stöðvuð HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra sagði í samtali við Morg- unblaðið að það væri alrangt að hann hefði með bréfi sendu úr sam- gönguráðuneytinu stöðvað frekari vinnu við nýja tölvunetsþjónustu Pósts og síma. Guðmundur Björns- son, aðstoðar póst- og símamála- stjóri, vildi ekki tjá sig um málið og heldur ekki Erla Björk Þorgeirs- dóttir, deildarverkfræðingur Pósts og síma. Arnþór Jónsson, framkvæmda- stjóri Miðheima, segir að það sé hreinlega brot á alþjóðalögum að Póstur og sími sé að bjóða þeim notendum alnetsins, sem nota það sjaldan, þjónustu á niðurgreiddu verði. „Póstur og sími og ráðherra vita að þessi þjónusta samrýmist ekki EES-lögum,“ sagði Amþór. „Ég kannast ekki við að það hafi verið stöðvað eitt eða neitt hjá Pósti og síma og ég hef heldur ekki sent bréf þess efnis. Það sem Póstur og sími er að leggja áherslu á nú er að ganga frá efnahagslegum og eignalegum aðskilnaði á milli samkeppnissviðs og einkaréttar- sviðs. Jafnframt hefur verið unnið að því að greiða fyrir samskiptum hér innanlands með því að fella niður verðflokka og samræma gjöld,“ sagði Halldór. „Rekstrarformi breytt“ Halldór sagði jafnframt að rætt væri um hvernig Póstur og sími gæti staðið sig í þeirri hörðu sam- keppni sem nú er, bæði innanlands og erlendis, og fyrsta skrefið væri að aðskilja fjárhag og rekstur. Halldór segir að víða um Evrópu sé verið að breyta stofnunum eins og Pósti og síma í hlutafélög. „Hér á landi vil ég sjá hlutafélag um Póst og síma sem alfarið yrði í eigu ríkisins, til þess að færa félagið út á markaðinn og í samkeppni," sagði Halldór. j Bongamleg feKonng 1996 | i SkKánimj á nácnskeiðið srenðuK ypik tiL 1. nóvecnbek. ^ UpplýsinýaK f si'cna 557-373*1. % T I L S 0 L U Ljósblá Wolkswagen bjalla, árgerö 1973, er til sölu. Bíllinn er einstakur, upprunalegur að öllu leyti og vel meö farinn. Ekinn aðeins 78.000 km. Sami eigandi frá upphafi. Skoðaður '96. Bíllinn verður til sýnis á morgun, 1. okt., á Ljósvallagötu 8, 101 Reykjavík, milli kl. 14.00-17.00. Tilboð óskast. /fitíur Jónasdlóttir-. sími 551-3109. Styrkir tii bifrei&alfciuna Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsóknum vegna styrkja sem veittir eru hreyfihömluðum til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1996 fást hjá afgreiðsludeild og lífeyrisdeíld Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. umsóknarfrestur er til 16. október. Tryggingastofnun ríkisins. Byrjadu að skafa og þú getur unnið milljónir strax Horfðu svo „Happ í Hendi" hjá Hemma hefst í Sjónvarpinu, föstudaginn 6. október. Þar eru líka milljónir í spilinu, og f jöldi spennandi r aukavinninga. Luisín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.