Morgunblaðið - 13.10.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 13.10.1995, Síða 1
96 SIÐUR B/C/D 233. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Serbar og múslimar berjast í norðvesturhluta Bosníu Saka hvorir aðra um vopnahlésbrot Sarajevo, Bihac, Vín. Reuter. BOSNÍSKIR stjórnarhermenn og Serbar börðust í gær um bæinn Sanski Most í norðvesturhluta Bosníu og sökuðu hvorir aðra um brot á vopnahléssamkomulaginu sem tók gildi í fyrrakvöld. Alija Izet- begovic, forseti Bosníu, sagði að Serbar hefðu hafið gagnárás á bæinn og hún gæti stefnt vopnahléinu í hættu. Bosníu-Serbar óttuðust hins vegar að stjórnarherinn réðist á borgina Banja Luka og hrekti allt að 70.000 manns á flótta af svæðinu. „Það er örugglega ekki vopnahlé þama,“ sagði sjónarvottur sem kom til Bihac frá Sanski Most, sem er 30 km austur af Bihac. Hann sagði að nokkur þúsund bosnískra stjórn- arhermanna væru í bænum. „Sanski Most er örugglega á valdi stjórnar- hermanna en þeir eru enn að beijast við Serba í jaðri bæjarins. Bosníuher og Bosníu-Króatar hafa flutt þangað mörg stórskotavopn.“ Stjórnarherinn náði Sanski Most á sitt vald nokkrum klukkustundum áður en vopnahléið tók gildi. Izet- begovic sagði að Serbar hefðu reynt að endurheimta bæinn. „Þessir at- burðir stefna vopnahléinu og sam- komulaginu við Serba svo sannarlega í hættu. Við verðum að svara árásun- um ef, þeim Iinnir ekki.“ Forsetinn spáði þó því að friður kæmist á fyrir áramót. Radko Mladic, leiðtogi serbneska hersins, sendi friðargæsluliðum formleg mót- mæli vegna átakanna. „Augljóst er að múslimar virða ekki vopnahlés- samkomulagið og stefna friðarvið- ræðunum í alvarlega hættu og valda stórfelldum átökum,“ sagði Mladic og sakaði stjórnarherinn um „harðar árásir" nálægt Sanski Most og Bos- anska Krupa. Á öðrum stöðum blossuðu upp skotbardagar við og við og flug- skeyti var skötið á fjölbýlishús í Sarajevo tveimur stundum eftir að vopnahléið tók gildi. Enginn beið bana eða særðist í árásinni. Sahlin gagnrýnd „Við elskum Saddam pabba“ ÍRÖSK skólabörn hrópa vígorð til stuðnings forseta landsins, Saddam Hussein, en á sunnu- dag verður gengið til forseta- kosninga í landinu. Hópur barna safnaðist saman fyrir utan skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Bagdad í gær og báru myndir sem á stóð „Við elskum Saddam pabba“ og „Viðskiptabann er brot á mann- réttindum okkar“. íraskir fjölmiðlar lýsa kosn- ingunum sem upphafi lýðræðis í Irak. Þó er aðeins einn maður í framboði, Saddam Hussein, og yfirvöld eru þegar farin að fagna sigri hans. ■ Sakar írak /20 Ráðherra- kortið misnotað Þingkosningar verða í Austurríki í desember Kæruleysi „Ég var kærulaus,“ sagði Sahlin og hún viðurkenndi að hafa sagt ósatt þegar hún fullyrti við blaðið, að hún hefði ekki notað kortið í eig- in þágu síðan í desember 1994. Carl Bildt, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, hefur gagnrýnt Sahlin harðlega þótt hann segist ekki telja, að hún hafí ætlað að hafa fé af rík- inu. „Mér finnst hins vegar hneyksl- anlegt, að hún skuli grípa til ráð- herrakortsins þegar staðan á hennar eigin reikningi er ekki nógu góð,“ sagði Bildt og hann kvaðst viss um, að Carlsson, sem væri heiðarlegur maður, væri brugðið. Carlsson segir, að Sahlin hafi gert þessa reikninga upp og greitt vexti af því fé, sem hún fékk með þessum hætti. Þá hafí hún beðið um að vera skattlögð sérstaklega vegna þessara afnota af kortinu. Stokkhólmi. Reuter. MONA Sahlin, líklegur eftirmaður Ingvars Carlssonar sem forsætisráð- herra og leiðtogi sænskra jafnaðar- manna, viður- kenndi í gær að hafa notað opin- bert greiðslukort í einkaþágu. Sagði hún kæruleysi um að kenna en eitt sænsku dagblað- anna hefur gert sér mikinn mat úr málinu. „Mona Sahlin laug“ var aðalfor- síðufyrirsögnin í Expressen, sem tók fjórar síður undir málið ásamt við- tali við Sahlin, sem nú er aðstoðarfor- sætisráðherra en tekur hugsanlega við stjómarforystunni í mars. í við- talinu viðurkennir Sahlin að hafa tekið út fé og keypt sér föt með opinberu greiðslukorti, sem annars má eingöngu nota þegar um er að ræða opinber útgjöld. Kólumbusi formælt EFNT var til mótmæla víða í Róm- önsku Ameríku í gær í tilefni Kólumbusardagsins, en þá er þess minnst er Kólumbus fann Amer- íku árið 1492. Á myndinni heldur maður í indíánaklæðum á fána og formælir Kólumbusi við styttu af honum í Mexíkóborg. Reuter Reuter Rússland Herinn hættir á uppreisn Moskvu. The Daily Telegraph. RÚSSNESKI herinn hyggst framfylgja umdeildum lögum sem neyða hermenn til að gegna herskyldu í sex mánuði til viðbótar, þrátt fyrir óánægju hermanna með lögin. Neðri deild þingsins setti lög- in vegna þrýstings frá hernum, sem kvartaði yfír miklum skorti á hermönnum. Lögin kveða á um að ungir Rússar skuli gegna herskyldu í tvö ár en ekki í 18 mánuði eins og áður. Umdeildasta ákvæðið neyðir hermenn, sem hafa innritað sig í herinn til 18 mánaða, til að gegna her- skyldu í sex mánuði til viðbótar. Rússneskar mæður, sem hafa safnað 50.000 undirskrift- um í Moskvu einni til að mót- mæla lögunum , sögðu að her- foringjar óttuðust uppreisn meðai hermanna sem hefðu talið að herskyldu þeirra væri að ljúka. „Ef við þurfum að vera lengur í hernum tökum við okkur bara hvfld. Við neit- um að gera handtak,“ sagði óánægður hermaður í sjón- varpsviðtali. Fjárlagahalli felldi stjómina Vín. Reuter. FRANZ Vranitzky, kanslari Aust- urríkis, sagði í gær, að samstarf stjómarflokkanna, Jafnaðarmanna- flokks og Þjóðarflokks, væri farið út um þúfur og yrði ekki komist hjá að boða til nýrra kosninga. Nefndi hann 17. desember sem lík- legan kjördag en þing verður rofið í dag. Vranitzky, leiðtogi jafnaðar- manna og kanslari frá árinu 1986, kvaðst harma, að ekki skyldi hafa tekist samstaða um fjárlögin en Wolfgang Schússel, leiðtogi Þjóðar- flokksins, lýsti því yfir fyrr í gær, að þar sem flokkunum hefði ekki tekist að finna leiðir til að draga úr fjárlagahallanum, væri ekki um annað að ræða en nýjar kosningar. Kvaðst hann ekki hafa neinn áhuga á að reyna myndun minnihluta- Hugsanlegt að við taki hrein hægristjórn stjórnar en vildi ekki svara því hvort hann gæti hugsað sér samstarf við Frelsisflokkinn, sem er langt til hægri, eftir kosningar. Kaflaskipti? Ef af slíku samstarfi yrði, væru það mikil tíðindi í austurrískri stjórnmálasögu en eftir stríð hafa jafnaðarmenn ýmist verið einir við völd eða í samstarfi við annan flokk í 46 ár. Frelsisflokkurinn beitir sér mjög gegn innflytjendum og for- maður hans, Jörg Haider, hefur oft verið sakaður um nasisma. í efna- hagsmálum eru sjónarmið þeirra Haiders og Schússels hins vegar lík og báðir beita þeir sér fyrir skatta- lækkunum og niðurskurði í velferð- arkerfinu. í viðræðum flokkanna um fjár- lagafrumvarpið féllst Vranitzky á að lækka fjárlagahallann um rúm- lega 320 milljarða kr. gegn því, að 60% þeirrar fjárhæðar yrði aflað með nýjum sköttum og tollum. Á það vildi Schússel ekki fallast. Fylgi við Jafnaðarmannaflokkinn hefur minnkað mikið á síðustu árum og í kosningunum í október í fyrra fékk hann minnsta kjörfylgi sitt frá 1945, 35,2% atkvæða. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun fengi hann nú 31%, en Frelsisflokkurinn hefur sótt í sig veðrið og náð jafn miklu fylgi og Þjóðarflokkurinr., 28%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.