Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Leikfélag Akureyrar frumsýnir nýja leikgerð sögunnar um Drakúla greifa
Saga nautnar, þjáningar
o g skelfilegrar einsemdar
Morgunblaðið/Bára Kristinsdóttir
VIÐ AR Eggertsson stígur á svið gamla Samkomuhússins á Akureyri í fyrsta sinn
í 12 ár, hann Ieikur titilhlutverkið, Drakúla greifa.
FYRSTA verkefni vetrarins hjá
Leikfélagi Akureyrar er heimsfrum-
sýning á nýrri leikgerð á sögu Bram
Stokers um Drakúla greifa í þýð-
ingu Þórarins Hjartarsonar og
Ragnheiðar Ólafsdóttur. Leikfél-
agsfólk lætur alla hjátrú sem vind
um eyru þjóta, því frumsýnt verður
í kvöld, föstudaginn 13. október.
Hryllingur og erótík
Þeir eru líklega fáir sem ekki
kannast við Drakúla greifa og hans
myrkraverk, sagan hefur frá því
hún kom út fyrir um einni öld farið
sigurför um heiminn. Og efiaust
eiga margir minningar um hroll í
bíóhúsum því fáar persónur hafa
jafnoft varpað myrkri sínu á hvíta
tjaldið. Vinsældir sögunnar um
blóðsuguna hafa ekki minnkað með
árunum, en þegar hún kom út
beindu menn einkum sjónum sínum
að hryllingnum í henni. Nú hafa
fróðir menn greint í sögunni kyn-
ferðislegan undirtón, varðaðan
blóðríku táknmáli. Erótíkin hefur
frá upphafi verið fylgifiskur vamp-
írunnar og kemur m.a. fram í að-
ferð hennar við að næra sig. Bann-
helgi af öllu tagi kallar á frásagnar-
hátt sem aldrei segir meiningu sína
beint en leitast samt sem áður við
að koma henni til skila. Bretland
Viktoríu drottningar var kjörland
slíkra bókmennta. Yfirborðskennd
mynd af Drakúla greifa sem birtist
í kvikmyndunum á hvorki við um
skáldsöguna né þá leikgerð sem
gestir Leikfélags Akureyrar fá nú
tækifæri á að sjá, þar er saga greif-
ans öðrum þræði saga nautnar,
þjáningar og skelfilegrar einsemdar
þeirra sem ekki geta dáið og sækja
næringu sína í þjáningar annarra.
Létt gæsahúð
Höfundur sögunnar fæddist rétt
norður af Dyflinni fyrir um 150
árum síðan, hann tók háskólapróf
í vísindum og stærðfræði en leik-
húsið átti hug hans allan þannig
að svo fór að hann kastaði af sér
ham embættismannsins og lifði og
hrærðist í menningarheimi Lundún-
arborgar um áratugaskeið. A því
tímabili skrifaði hann söguna um
Drakúla, söguna sem haldið hefur
nafni hans á lofti.
Tólf ár eru liðin frá því Viðar
Eggertsson lék Van Gogh í Bréfber-
anum frá Arles, en það var síðasta
hlutverkið sem hann fór með hjá
LA.
„Það fer létt gæsahúð um mann
að standa aftur á sviðinu í gamla
samkomuhúsinu. Hér steig ég mín
fyrstu skref og hef ekki enn komið
í leikhús þar sem mér líður betur á
sviði en hér,“ sagði Viðar Eggerts-
son.
Leikfélag Akureyrar kallaði tvo
þekkta írska leikhúsmenn til liðs
við sig, þá Michael Scott, leikstjóra
og Paul McCauley sem sér um leik-
mynd og búninga. Reyndar hefur
leikstjórinn mörg járn í eldinum,
hann samdi leikgerð verksins, hann
sér um tónlistina og hannar lýsingu
ásamt Ingvari Björnssyni, enda
hefur hann nánast verið í gamla
Samkomuhúsinu nótt sem nýtan
dag síðustu vikur. Michael Scott
hefur áður leikstýrt á íslandi, leik-
ritinu Ellu í EGG-leikhúsinu þar
sem Viðar og Kristín Anna Þórar-
insdóttir fóru með hlutverk. Hann
er virtur leikstjóri í heimalandi sínu
þar sem hann hefur sett upp fjölda
verka og hiotið lof fyrir. Hið sama
má segja um féiaga hans, Paul
McCauley en þeir hafa nokkrum
sinnum unnið saman áður.
Auk Viðars sem fer með titilhlut-
verkið kemur Sigurður Karlsson nú
til liðs við LA í annað sinn, lék í
Afturgöngunum fyrir tveimur árum
og kann hinu norðlenska leikhúsi
vel. Sigurður fer með hlutverk pró-
fessors Abrahams Van Helsing.
Aðrir leikarar eru Rósa Guðný Þórs-
dóttir, Skúli Gautason, Guðmundur
Haraldsson, Bergljót Arnalds,
Valdimar Orn Flygenring, Sunna
Borg, Aðalsteinn Bergdal og íris
Tanja.
Loftið lævi blandið
Greinilegt var á æfingu sem
Morgunblaðið leit inn á í vikunni
að leikstjórinn er metnaðarfullur
og leikaramir eru sammmála um
að hann geri miklar kröfur, en það
sé ögrandi verkefni að takast á við
þær. Enn var verið að slípa verkið
til á æfingunni, hnika til nokkrum
atriðum, laga og bæta, en nú er
allt tilbúið. Frumsýningin líka fram-
undan eftir örfáa kiukkutíma og
víst er að það verður lævi blandið
loftið í samkomuhúsinu undir
brekkubrúninni öll föstudags- og
laugardagskvöld nú á haustmánuð-
um þegar Drakúla ræður þar ríkj-
um.
Á VATNA-
SKILUM
TÓNLIST
II ás kó 1 a bí 6
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Haydn: Sinfónía nr. 4 í D-dúr; Páll
ísólfsson: Ljóðræn svíta; Beethoven:
Píanókonsert nr. 4 í G-dúr. Órn
Magnússon, píanó. Sinfóníuhljóm-
sveit íslands u. stj. Osmos Vanska.
Háskólabíói, fimmtudaginn
13. október.
FYRSTU fimmtudagstónleikar
vetrarins í svonefndri gulri tón-
leikaröð fóru fram fyrir fullu húsi
í gær. Verkefnavalið var að því
leyti óvenjulegt, að fyrst var flutt
verk frá tónlistarsöguskeiði sem
mjög sjaldan kemst á blað á sin-
fóníutónleikum; „einskismanns-
landi“ þar sem barokkið hefur
fjarað út, en Vínarklassíkin er enn
ómótuð; vatnaskilum ólíkra tíma,
þar sem sónötuform heiðlistar Iigg-
ur enn í vöggu, og strengjakvart-
ettinn, einleikarakonsertinn og sin-
fónían eru vart farin að slíta barns-
skónum.
Þetta skeið er fyrir margra hluta
sakir skemmtilegt. Það einkennist
af bullandi tilraunastarfsemi tón-
skáldanna, svo að sumu leyti
minnir á okkar tíma. Þrátt fyrir
stóraukna hljómplötuútgáfu á eldri
tónlist hin síðari ár, hefur þó furðu
lítið borið á verkum frá þessu
brumhnappavori klassísmans, þ.e.
þriðja fjórðungi 18. aldar, en með
því að svokallaður upphafslegur
flutningsmáti er á síðustu árum
ekki einasta orðinn nánast ríkjandi
í meðferð á eldri tónlist, heldur
einnig farinn að teygja sig allt fram
til tónverka frá miðri fyrri öld, lék
áheyrendum óneitanlega forvitni á
að vita, hvort Osmo Vánská og
Sinfóníuhljómsveitin myndu að
einhverju leyti taka mið af flutn-
ingsvenjum historismans.
Hin þríþætta 4. sinfónía Haydns
er talin samin »m 1759-60, í fyrsta
kapellumeistarastarfi hans hjá
Morzin greifa í Pilsen, Bæheimi,
þaðan sem flestir nýjungamenn
Mannheimsskólans svokallaða
voru ættaðir - Stamitzfeðgar,
Richter, Holzbauer og fleiri,
kenndir við fremstu hljómsveit álf-
unnar í samtímanum, hirðsveit
Theodors kjörfursta í Mannheim.
Það kom fijótt í ljós, að „histor-
isminn" myndi ekki halda innreið
sína í Háskólabíó í þetta sinn.
Enginn var semballinn mættur til
leiks með bassafylgirödd, hin litla
strengjasveit lék án þess að vott-
aði fyrir barokktóni, og einu forn-
hljóðfærin voru ventlalausu nátt-
úruhornin þeirra Emils Friðfinns-
sonar og Þorkels Jóelssonar. Blás-
ararnir, fagott og horn, komu ann-
ars lítið við sögu.
Fyrsti þáttur var eins og diverti-
mento frá unglingsárum Mozarts.
Miðþátturinn kallaði fram allfrum-
lega regndropastemmningu með
skalagangi í bassa og upptakts-
ekkónótum í víólu, og lokaþáttur-
inn var menúett, ef til vill leikinn
í hraðasta lagi. Hljómsveitin spilaði
þokkalega, en svolítið loðið á veik-
um stöðum.
Hin ljóðræna svíta Páls ísólfs-
sonar er byggð úr píanólögum
hans, sem tónleikaskráin tilgreinir
því miður ekki hvenær hafa verið
sett í hljómsveitarbúning. Lagræn
gáfa Páls, sem svífur svo léttilega
yfir píanólögunum skilar sér mis-
vel í hljómsveitargerðinni, allra sízt
í lokaþættinum, sem er allklunna-
lega orkestruð. Það er synd, því
ekkert er að tónlistinni sjálfri.
Hugleiða mætti, hvort vert væri
að fá snjallan hljómsetjara til að
færa lögin í nýjan og betri hljóm-
sveitarbúning.
Eftir hlé kom að Emi Magnús-
syni að reyna við 4. píanókonsert
Beethovens (1806), án efa frumleg-
asta framlag meistarans frá Bonn
til þeirrar tóngreinar, þótt ekki jafn-
ist vinsældir verksins á við lýðhylli
Keisarakonsertsins, nr. 5.
Hljómsveit og einleikari fóru
varlega af stað í fyrsta þætti og
var ekki laust við að skorti spennu
og drama. Einleikarinn stóð sig
vel, einkum ef haft er í huga hversu
lengi hann hefur verið fjarri klass-
ísku deildinni. Það er ekki árenni-
legt að fara beint úr framúrstefnu
yfir í sígildar tónbókmenntir, eink-
um í jafnþekkt verk og 4. píanó-
konsertinn. En eftir nokkrar byrj-
unarörður náði Örn sér á strik og
var þegar í miðþættinum farinn
að ná góðum tökum á verkinu.
Hljómsveit og einleikari vom kom-
in í ham í lokaþættinum sem sindr-
aði af spilagleði og góðum tilþrif-
um.
Ríkarður Örn Pálsson.
Unginennafélagið
Breiðablik
Listaverka-
uppboð
HIÐ árlega menningarkvöld ung-
mennafélagsins Breiðabliks í Kópa-
vogi verður haldið í kvöld kl. 20 í
Félagsheimili Kópavogs.
Á dagskrá verður meðal annars
uppboð á listaverkum, en að þessu
sinni koma þau frá 18 listamönnum
sem allir búa í Kópavogi.
Ágóðinn af menningarkvöldinu
rennur til uppbyggingar barna- og
unglingastarfs í Breiðabliki. Lista-
verkin sem boðin verða upp verða
til sýnis í Félagsheimilinu, 1. hæð,
frá kl. 19 í kvöld.
-----♦ ♦ ♦---
Kvikmyndasýningar
fyrir börn
„Strit og
Stumme“ í
Norræna
húsinu
KVIKMYNDIN „Strit og Stumme“
verður sýnd í Norræna húsinu á
sunnudag kl. 14.
„Þetta er mynd um lífið neðan-
jarðar á þeim tíma þegar manneskj-
an er búin að leggja jörðina í eyði.
Myndin segir frá tveimur vinum,
stelpunni Strit sem er tíu ára göm-
ul og stráknum Stumme, sem er
eilítið yngri, og ýmsum ævintýrum
og hættum sem þau lenda í. Strit
og Stumme heyra sögur um para-
dísina, um bláan himin og blómstr-
andi engi. En þar ráða nú rotturnar
og foringi þeirra ríkjum. Þetta
finnst þeim fjarstæðukenndar sög-
ur, hvað þá að þau eigi einhverntím-
ann eftir að snúa til baka. En allt
í einu, dag einn, eru þau á
leið . . . upp!“ segir í kynningu.
Myndin er með dönsku tali og
er 91 mín. að lengd.
-----♦ ♦ ♦---
Gerðarsafn
Island
með augum
Hollendings
KEES Ballintijn opnar sýningu á
silkiþrykksmyndum, unnum eftir
ljósmyndum af íslensku landslagi,
í Gerðarsafni í dag kl. 16.
Kees sýndi fyrst árið 1967 og
hefur síðan haldið margar ljós-
myndasýningar í heimalandi sínu
Hollandi og víðar í Evrópu.
Nokkur ár eru síðan Kees fór að
vinna ljósmyndir í silkiþrykk og
sýnir hann nú í fyrsta skipti mynd-
ir sem unnar eru með þessari tækni.
Á sýningunni eru þær alls 24 en
auk þess sýnir Kees sex grafískar
landslagsljósmyndir.
-----♦ ♦ ♦---
Síðasta sýn-
ingarhelgi
Valgerðar
SÝNINGU Valgerðar Hauksdóttur
í Hafnarborg lýkur mánudaginn 16.
október. Á sýningunni getur að líta
milli fimmtíu og sextíu verk unnin
á pappír. Þá er flutt á sýningunni
tónverk sem Þorsteinn Hauksson
hefur unnið við eitt myndverkanna.
Sýning Valgerðar í Hafnarborg
er sjöunda einkasýning hennar og
er opin frá kl. 12-18.