Morgunblaðið - 13.10.1995, Page 24
Morgunblaðið/Kristinn
flkngtuiMabtík
MORGUNBLAÐIÐ
24 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995
ER HÆGT AÐ
LÆKKAIÐGJÖLDIN?
íslenski bílatryggingamarkaðurinn er erfiður viðureignar og verður
áreiðanlega ekki auðunninn. Þó virðist nýr aðili geta átt viss færi.
Helgi Bjamason dregur saman helstu niðurstöður úr flokki greina
um bílatryggingar sem birst hafa í blaðinu undanfarna daga.
FÉLAG íslenskra bifreiða-
eigenda hóf umræðuna
um bílaiðgjöldin með
kröfu um lækkun ið-
gjalda á þeim grundvelli að þau
væru óeðlilega há hér í saman-
burði við hin Norðurlöndin. Einnig
var bent á peninga í bólgnum bóta-
sjóðum sem nota mætti til að
lækka iðgjöldin. Talsmenn trygg-
ingafélaganna töldu hins vegar öll
tormerki á því að hægt væri að
lækka iðgjöldin. Forystumenn FÍB
svöruðu með því að hefja undirbún-
ing að alþjóðlegu útboði bílatrygg-
inga með það að markmiði að
lækka iðgjöld um 20-30%.
í greinaflokki Morgunblaðsins
um bílatryggingar undanfarna
daga hefur þeirri spurningu ekki
verið svarað hvort mögulegt sé að
lækka iðgjöldin, eða hversu mikið.
Hins vegar hefur verið reynt að
brjóta til mergjar einstaka þætti
málsins þannig að fólk geti sjálft
myndað sér skoðun.
Spennandi útboð
Miklll vendipunktur verður í
þessu máli síðar á árinu þegar FIB
opnar tilboð í tryggingaútboðinu.
Verður spennandi að fylgjast með
því hvað félagið nær að safna
miklu liði og síðan hvort erlend
tryggingafélög, eða hugsanlega
innlendir aðilar, treysta sér ti! að
bjóða lægri iðgjöld en tryggingafé-
lögin sem fyrir eru á markaðnum.
Það verður ekki fyrr en þá að
hægt verður að átta sig til fulls á
því hvor deiluaðili hefur rétt fyrir
sér. Og það svar miðast að sjálf-
sögðu eingöngu við þann tíma-
punkt, framtíðin verður að leiða
það í ljós hvort nýr aðili geti rekið
þessa tryggingagrein betur en ís-
lensku tryggingafélögin.
Við athugun á máiinu í heild
hafa skýrst ýmis atriði sem áhrif
hafa á iðgjöld bílatrygginga. Sum
benda til þess að mögulegt sé að
lækka iðgjöldin en önnur til þess
að á því séu litlar líkur.
Nokkrir plúsar
Meðal þeirra atriða sem gætu
bent til þess að mögulegt væri að
lækka iðgjöldin er sú staðreynd
að á íslenska markaðnum hefur
ekki orðið saman þróun í flokkun
vátryggingataka eftir áhættu og í
nágrannalöndunum og því er ekki
„réttur“ munur á iðgjöldum
„slæmra" ökumanna og „góðra“.
Erlent félag gæti hugsanlega náð.
fótfestu. á markaðnum í gegn um
útboð FIB með því að sækjast ein-
ungis eftir bestu áhættunni og
bjóða þar lægri iðgjöld en nú tíðk-
ast en losa sig undan verri áhættu-
hópunum. Þetta er auðvitað hæg-
ara sagt en gert og mér hefur
verið bent á að íslensku trygginga-
félögin hafi til dæmis ekki treyst
sér til þess að bjóða lægra iðgjald
gegn því að tiltekinn maður mætti
einn aka bílnum, vegna ákvæða í
reglugerð um bílatiyggingar sem
takmarkar endurkröfurétt trygg-
ingafélaga þegar tryggingaskil-
málar eru brotnir.
Fram hafa komið upplýsingar
um að tryggingafélögin hafi verið
að byggja upp öryggisálag á bóta-
sjóði allra síðustu árin, eftir að þau
höfðu brunnið upp á stuttum tíma
eftir breytingar á umferðarlögum
1987. Forstöðumaður Vátrygg-
ingaeftirlitsins segir að verulegt
hreint öryggisálag sé í sjóðunum,
án þess að birta um það beinar
tölur, en orð hans verða varla túlk-
uð öðruvísi en svo að álagið skipti
milljörðum kr. Sé það rétt sam-
svarar öryggisálagið næstum því
iðgjöldum í heilt ár. Sérfræðingar
eru sammála um að þörf sé á ör-
yggisálagi vegna framtíðaráhættu
í þessari grein en deila má um það
hvort það álag sem nú hefur verið
myndað er nákvæmlega það rétta.
Þá virðast tryggingafélögin hafa
verið að leggja fé í bótasjóði vegna
óvissunnar um áhrif skaðabóta-
laga. Fyrstu vísbendingar eru að
koma í ljós og benda þær til þess
að meðaltjónabætur séu heldur að
lækka eftir mikla hækkun undanf-
arin ár en lítil reynsla er komin á
það hvað alvarlegustu líkamstjónin
munu kosta tryggingafélögin. Lín-
ur skýrast betur í lok þessa árs.
Ef tryggingafélögin geta hætt
að stækka bótasjóðina af framan-
greindum ástæðum ætti það að
skapa svigrúm til lækkunar ið-
gjalda. Þetta er þó háð afkomu
greinarinnar og má halda því fram
með nokkrum rökum að öryggis-
álag bótasjóða í bílatryggingum
hafi einnig myndast með fé af ið-
gjöldum annarra tryggingagreina.
Einnig mínusar
Á móti þessu vega nokkur atriði
sem draga úr líkunum á lækkun
iðgjalda. Nýtt tryggingafélag
þyrfti væntanlega að byggja upp
bótasjóði með tryggingaiðgjöldum
af íslenska markaðnum og standa
íslensku félögin því ágætlega að
vígi í samkeppninni, með það ör-
yggisálag sem þau virðast hafa
náð að byggja upp.
Ljóst er að tjónareynsla er mjög
slæm á íslenska markaðnum.
Kostnaður við tjón er tvö- til þre-
falt meiri en á hinum Norður-
löndunum. Ástæðan hefur ekki
verið skýrð til fulls en þó er vitað
að bótaskyld tjón eru fleiri hér og
hvert líkamstjón dýrara. Þá er við-
urkennt að rekstrarkostnaður ís-
lensku tryggingafélaganna er
lægri en algengast er erlendis. Er
erfitt að sjá hvaða möguleika er-
lent tryggingafélag hefur til að
gera betur á þessum sviðum.
Nema það geti valið sér betri
áhætturnar, eins og fyrr er vikið
að. Það hefur sænska tryggingafé-
lagið Skandia reyndar verið að
reyna að gera á þessum markaði
með því að auka áhættuflokkun
en kostnaður við tjón hefur reynst
meiri en reiknað var með.
Skandia_ býður ekki sænsk ið-
gjöld á íslandi, heldur iðgjöld
áþekk þeim sem alíslensku trygg-
ingafélögin bjóða. Sama gildir um
félög sem eru með starfsemi víðs
vegar um Evrópu. Þau verðleggja
sig eftir aðstæðum á hverjum
markaði. Það er vísbending lim að
samanburður á iðgjöldum milli
landa getur aðeins verið til að-
halds, erlend tryggingafélög munu
ekki bjóða sömu iðgjöld á íslandi
og þau eru með á einhverjum öðr-
um mörkuðum.
Erfiður markaður
Sú staðreynd að markaðssókn
Skandia inn á íslenska bílatrygg-
ingamarkaðinn hefur kostað móð-
urfélagið yfir 300 milljónir kr. á
þremur árum hlýtur að vera góð
vísbending um að þetta sé fremur
erfiður markaður og ekki auðvelt
að taka hann með trompi. Tölur