Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR DöíiskiikennslastyHit Hans Engell, formaður danska íhaldsflokks- j• 11 i I. ins, telur bað skyldu Dana að styðj a við bakið | j 11 j1111 ■ 1 á dönskukennslu á Islandi, Er hann fyrsti 11 ' flutningsmaður þingsályktunartillögu um io Tg-a^un/Ó Það kemur sér svo vel fyrir okkur að þjóðin verði búin að læra málið áður en hún fær danskan kóng aftur, Davíð minn ... Reynt að jafna framboð FÉLAG hrossabænda stefnir að því að taka upp mánaðarlega verðlagn- ingu fyrir hrossakjöt og greiða meira fyrir það yfir vetrarmánuðina til að fá bændur til að leggja inn kjöt íyrir Japansmarkað á þeim árstíma. Vax- andi markaður er fyrir hrossakjöt í Japan, en skort hefur á að framboð héðan væri nógu jafnt yfir allt árið. Að sögn Halldórs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Félags hrossa- bænda, voru á síðasta verðlagsári flutt út 272 tonn af hrossakjöti til Japans, en það samsvarar lunganum úr um 1.800 hrossum. Að meðaltali er slátrað um 60 hrossum á viku, aðallega á Suðurlandi, og _er stefnt að því að Sláturfélag Suðurlands ann- ist alla vinnslu kjötsins í framtíðinni. Verið er að gera tilraunir með að senda kjöt sem unnið er úr frampört- um auk pístólukjöts og unnins kjöts úr afturpörtum sem farið hefur á Japansmarkað undanfarin ár. Vísitala 112 Kaupmáttur launa frá 1988 Vísitala, janúar 1987 = 100 KAUPMÁTTUR launa hefur aukist umtalsvert á þessu ári, samkvæmt útreikn- ingum Þjóðhagsstofnunar. Miðað við launavísitölu sem Hagstofan reiknar út var kaupmátturinn í september um 3,5% meiri en að meðaltali í fyrra. Aukinn kaup- máttur á rætur að rekja til kjarasamninga á árinu og batnandi skilyrða í þjóðar- búskapnum. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann verði að meðaltali 3,5% meiri á þessu ári en hann var í fyrra. 1 II IIIIV 1989 I II IIIIV 1990 I II III IV 1995 Lagt til á þingi að Sléttu- hreppur sameinist Isafirði FRUMVAR.P um að sameina Sléttu- hrepp og ísafjarðarkaupstað hefur verið lagt fram á Alþingi af félags- málaráðherra. Sléttuhreppur í Norður-ísafjarð- arsýslu er eina sve'itarfélagið á land- inu sem er í eyði. Hreppurinn fór i eyði á 6. áratugnum eins og Grunna- víkurhreppur, sem var sameinaður Snæfjallahreppi árið 1963. Snæ- fjallahreppur var síðan sameinaður Isafirði 1994. Sljórnsýsluvandi vegna skorts á sveitarstjórn í greinargerð með frumvarpinu segir að í Sléttuhreppi sé friðland og svæði á náttúruminjaskrá og einn- ig séu þar hús sem notuð eru sem sumarbústaðir.'Jafnframt hafi komið fram hjá embætti skipulagsstjóra ríkisins að nokkrir landeigendur í hreppnum hyggi á byggingu sumar- bústaða. En þar sem enginn íbúi sé í hreppnum sé þar engin sveitr arstjórn og því haíi skapast ýmis vandamál sem varði stjórnsýslulega meðferð mála á svæðinu, m.a. varð- andi umsóknir um byggingaleyfi. Félagsmálaráðuneytið hafi hins veg- ar ekki augljósar lagaheimildir til að leysa þetta mál eftir venjulegu sam- einingarferli samkvæmt sveitar- stjórnarlögum. Að störfum er samstarfsnefnd um sameiningu ísafjarðarkaupstaðar, Þingeyrarhrepps, Mosvallahrepps, Mýrahrepps, Flateyrarhrepps og Suðureyrarhrepps, og samkvæmt upplýsingum frá nefndinni eru mikl- ar líkur á að samkomulag náist um sameininguna. Útivistar- og ferðamannasvæði Isafjarðarkaupstaður og Sléttu- hreppur eru nú samliggjandi og í frumvarpsgreinargerðinni segir að margt bendi til þess að í Sléttu- hreppi og fyrrum Snæfjallahreppi verði í framtíðinni vinsælt útivistar- og ferðamannasvæði. Því sé mjög mikilvægt að þetta svæði tengist stjórnskipulega ísafjarðarkaupstað þannig að tryggt sé að við nýtingu þess verði hafðir í huga sameiginleg- ir hagsmunir byggðanna á norðan- verðum Vestfjörðum. Gagnrýni á kristsfræði Kvennagagnrýnm mikilvæg fyrir boðskap fagnað- arerindisins AMÁLÞINGI í Áskirkju, sem haldið var um helgina, var fjallað um framlag kvenna til kristni og kirkjustarfs, auk þess sem hugað var að líðan þeirra og væntingum. í erindi sr. Arn- fríðar Guðmundsdóttur, fjall- aði hún um gagnrýni kvenna á hefðbundna kristsfræði, en doktorsritgerð Amfríðar, sem hún ver í janúar, fjallar um það efni. „Hvem segið þið mig vera? Viðbrögð kvenna við spum- ingu Krists, var inntak fyrir- lestrarins sem ég flutti á málþinginu,“ sagði Amfríður. „Ég fjallaði um þá gagnrýni sem komið hefur fram und- anfarin tuttugu ár á hefð- bundna kristsfræði. Hvemig Kristur hefur verið skilinn í hefðinni og túlkaður og hvernig hann hefur oft á tíðum verið notað- ur gegn konum til að halda þeim niðri. Til dæmis hefur það verið notað sem rök gegn prestsvígslu kvenna að Kristur hafí verið karl og því geti karlar einir gerst erind- rekar Krists en ekki konur. Þessi rök era enn notuð innan kaþólsku kirkjunnar. Að öðru leyti fjallaði ég um hvem- ig konum hefur oft verið ætlað að feta í fótspor hins líðandi Krists en körlum hins ríkjandi Krists. Það er þessi mismunur á væntingum. Kon- um sem hafa oft lagt mikið á sig til að lifa fyrir aðra hefur verið bent á krossinn og fordæmi Krists frekar en körlum." - Hver er niðurstaðan? „Niðurstaðan er í raun sú áð kvennagagnrýnin er mjög mikilvæg til að koma fram hinum raunvera- lega boðskap fagnaðarerindisins um krist. Kristur boðar jafnrétti og Kristur boðar frelsi til handa öllum en ekki bara körlum. Þannig að gildi' kvennagagnrýninnar er ótvírætt einmitt til þess að leiðrétta þessa karlmiðlægu túlkun sem kristsfræðin hefur oft fengið." - Hafa konur verið vanmetnar af kirkjunni? „Já, alveg tvímælalaust í gegn- um aldimar. Það hefur verið sagt að konur væra óæðri körlum vegna þess að guð gerðist karl en ekki kona. Þannig hefur hugmyndin um að karlinn væri æðri konunni bæði líkamlega, vitsmunalega og sið- ferðilega verið réttlætt út frá karl- mennsku Krists.“ - Nú er starf kvenna mikið inn- an kirkjunnar? _________ „Já og sú jafnréttis- barátta, sem fram hefur farið úti í þjóðfélaginu hefur tvímælalaust skil- að sér inn í kirkjuna. Samfara hafa konur unnið mjög mikið starf við að end- urskoða guðfræðina. Ég held að það sé engin spuming um að að- staða kvenna innan kirkjunnar fer batnandi. Ég vil þakka kvenna- gagnrýninni það að mörgu leyti.“ - Hvernig hljómgivnn fær þessi gagnrýni meðal samstarfsmanna ykkar? „Ég hef verið erlendis í tæp níu ár þannig að ég á erfitt með að tjá mig um stöðuna á Islandi. En það vora afar fáir karlmenn sem sóttu málþingið. Ég veit ekki hvaða þýð- ingu það hefur en það er athyglis- vert að velta því fyrir sér hvort þeir hafi talið þetta alfarið vera mál kvenna. Ég held að kvenguðfræð- ingar séu alltaf að fá meiri athygli og eins það sem þær segja. Það var Arnfríður Guðmundsdóttir ►Sr. Arnfríður Guðmundsdóttir er fædd árið 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum við Sund árið 1981 og kandidatsprófi í guðfræði frá Háskóla íslands árið 1986. Arn- fríður tók prestsvígslu árið 1987 og starfaði sem aðstoðarprestur í Garðabæ, þar til hún hóf fram- haldsnám haustið 1987. Hún stundaði fyrst tveggja ára nám við háskólann í Iowa og siðan eitt ár við háskólann í Chicago, en er nú við lútherska guðfræði- háskólann í Chicago, þaðan sem hún mun verja doktorsritgerð sína í janúar næstkomandi. Eig- inmaður Arnfríðar er Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahús- prestur og eiga þau einn son. mjög mikil andstaða í byijun gegn kvennagagnrýninni en ég held að hún hafi náð að sanna sig. Konur eru ekki komnar til að eyðileggja allt það sem hefur verið sagt og gert heldur til að benda á það sem hefur misfarist og reyna að koma fram með tillögur til úrbóta." - Hvernig sérðu fyrir þér fram- tíðina? „Mér finnst mikil ábyrgð hvíla hjá kirkjunni, Tíonum og körlum, að hlusta á kvennagagnrýnina. Það er mikið í húfí. Ég sé fagnaðarer- indið í húfi ef við höldum áfram að halda konum niðri innan kirkj- unnar og byggja það á guðfræði- legum kenningum. Ég held að það komi í veg fyrir að fagnaðarerindið fái að heyrast." - Ertu ánægð með málþingið? „Ég er mjög ánægð og fannst gaman að sjá hversu vel miðaldra og eldri konur tóku við sér. Það var gaman að sjá að þessi umfjöilun á hljómgrunn á meðal þeirra sem hafa verið mjög virkar í kirkjustarfi í tugi ára en hafa unn- ið sitt starf í hljóði. Það var gaman að sjá hvað þær eru opnar gagn- vart nýjum hugmyndum. En ég saknaði ungu kvennanna. Þær vantaði og það fannst mér athygl- isvert. Konur eru meirihiuti ný- nema í guðfræði við háskólann en þær skiluðu sér illa og eins karlar á málþinginu. Ég hefði haldið að kvenguðfræðinemar hefðu áhuga á þessari umræðu, en það er eins og yngri konur hafi ekki náð að reka sig nægilega mikið á og að það sé ekki fyrr en þær fara að starfa sem þær gera sér grein fyrir því að undir yfirborðinu er oft heilmikil fyrirstaða. Á yfirborðinu er hún ekki eins sýnileg en það kemur fljótt í ljós.“ Jafnréttisbar- áttan hefur skilað sér inn- an kirkjunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.