Morgunblaðið - 31.10.1995, Side 12

Morgunblaðið - 31.10.1995, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra, félagsmálaráðherra og þingmenn Vestfjarða fóru um snjóflóðasvæðið Byggðar- laginu greitt bylmings- högg Davíð Oddsson forsætisráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra ogþing- menn Vestfjarðakjördæmis fóru um snjóflóðasvæðið á Flateyri síðastliðinn laugardag og sátu fundi með heima- mönnum. Hallur Þorsteinsson ræddi við ráðherrana og Sighvat Björgvinsson alþing- ismann eftir að þeir höfðu skoðað verks- ummerkin á snjóflóðasvæðinu. ORSÆTISRÁÐHERRA og félagsmálaráðherra ásamt þingmönnum Vest- fjarða sátu fund al- mannavarnanefndar Flateyrar strax eftir komu þeirra til Flateyr- ar eftir hádegið á laugardag. Að þeim fundi loknum hittu þeir heimamenn að máli í mötuneyti Fiskvinnslunnar Kambs hf. Á fund- inum með heimamönnum sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að byggðarlaginu hefði verið greitt bylmingshögg, en hann fyndi að þótt brakað hafi í og brostið hefði enginn i raun brotnað þótt mann- skaðinn væri óhugnanlegur. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði að ríkisstjómin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að liðsinna Flateyringum. Fé- lagsmálaráðuneytið myndi liðsinna þeim sem misst hefðu húsnæði sitt með að fá húsnæði, hvort sem væri á Vestfjörðum eða annars staðar á landinu, þar sem hægt væri að skjóta skjólshúsi yfir fólk. Sagði félagsmálaráðherra það auð- vitað vera þýðingarmest í stöðunni að snúast til varnar á allan mögu- legan hátt. Eftir fundinn með heimamönn- um héldu ráðherrarnir ásamt fylgdarliði sínu í skoðunarferð um svæðið þar sem snjóflóðið féll. Þeir komu fyrst við í stjórnstöð björgun- araðgerðanna í gamla bakaríinu við jaðar snjóflóðsins þar sem þeir skráðu sig inn á afgirt snjóflóða- svæðið og ræddu við björgunar- menn. Þeir fóru síðan um svæðið í fylgd Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Isafirði, sveitar- stjómarmanna og björgunarsveit- armanna sem kynntu þeim allar aðstæður og greindu frá því hvern- ig staðið hefði verið að björgun á svæðinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg KRISTJÁN Jóhannesson, sveitarsljóri á Flateyri, og Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður kynna Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Páli Péturssyni félagsmálaráðherra það sem fyrir augu ber á snjóflóðasvæðinu. Morgunblaðið/Hallur Þorsteinsson EINAR K. Guðfinnsson alþingismaður, Eyjólfur Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, og Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, halda til fundar með íbúum Flateyrar áður en þeir fóru í skoðunarferð um snjóflóðasvæðið. Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir skoðunarferð um snjóflóðasvæðið Munum styðja eins og hægt er við bakið á fólkinu DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra sagði í samtali við Morgunblaðið eftir að hann hafði farið um snjóflóða- svæðið að hann og sam- ferðamenn hans hefðu fyrst og fremst komið til Flateyrar til að sýna þá samkennd sem er með þjóðinni vegna þeirra atburða sem þar hefðu orðið. „Þá vildum við undirstrika að við mun- um gera allt sem ríkisvaldið getur gert til að hjálpa mönnum við að koma lífinu hér í eðlilegt horf og reyna að bæta þá miska sem hægt er að bæta,“ sagði for- sætisráðherra. Hann sagði að það að sjá aðstæður á Flateyri með eigin augum hefði fyllt hann ennþá meiri aðdáun en áður á björgunar- sveitarmönnum, en það væri stórkostlegt afrek hvernig þeir hefðu mokað sig í gegn- um snjóflóðið. „Maður skynjar að það er óvenjuleg samheldni sem ríkir í þessu særða byggðarlagi, og menn eru ákveðnir í því að láta ekki þessa atburði buga sig. Það eru erfið verkefni hér framundan, sem fólkið verður sjálft að hafa mest um að segja hvernig eigi að vinna úr, en við munum síðan koma eins og hægt er og styðja við bakið á því,“ sagði Davíð. Óhjákvæmilegt að veita auknu fé í ofanflóðasjóð Aðspurður um hvaða augum hann liti óskir fólks sem býr á yfirlýstum snjóflóða- hættusvæðum um uppkaup á húsum þess sagði Davíð að í sínum huga væri ekki vafi á að horft yrði til þess kostar, og hætt sé við að óhjákvæmilegt reynist að veita enn meira fé í ofanflóðasjóð en ákveðið var á Alþingi síðastliðið vor. „Reglurnar stóðu til þess að menn ættu að vega og meta annars vegar kostnaðinn við uppkaup og hins vegar við snjóflóða- varnir. Þó að snjóflóðavarnir bersýnilega geri ákveðið gagn, þá mun sjálfsagt taka nokkurn tíma að fá fólk til þess að treysta slíkum mannanna verkum eftir þessa hluti. Þannig að ég hygg að við munum horfa til þess að þó að við höfum ákveðið að byggja upp ofanflóðasjóðinn hratt, eins og við ákváðum í þinginu í vor, að þá mun reyna á þanþol þess sjóðs á næstu árum. Við þurfum því að undirbúa okkur undir það að taka jafnvel enn fastar á þeim málum en þegar hefur verið gert,“ sagði Davíð. Gengur hraðar fyrir sig nú Aðspurður um hvort hann teldi að ver- ið væri á réttri leið varðandi uppbyggingu nýrrar byggðar í Súðavík sagði Davíð að um það mætti deila. Þar hefði vilji íbú- anna ráðið miklu, og hann gerði ekki ráð fyrir öðru en að þar myndu menn ekki snúa af þeirri braut sem ákveðið hefði verið að fara. „Þar voru aðstæður öðruvísi en hér, því þar hafði miðjan á bæjarfélaginu hreinlega farið, þannig að það var auð- veldara að taka þá ákvörðun að byggja bæjarfélagið upp á öruggara svæði en áður hafði verið. Hér er staðan nokkuð önnur. Atvinnustarfsemin og byggðin í kringum hana hefur sloppið, og sam- kvæmt væntanlega flestum vísindalegum rökum ætti hún að vera á öruggu svæði- Hér er hægt að þétta byggð og hér er hægt að gera hluti þannig að til þessarar staðreyndar hljóta menn að horfa þegar þeir ákveða framhaldið varðandi Flat- eyri,“ sagði hann. Forsætisráðherra sagði harmleikinn í Súðavík ekki aðeins hafa skilið eftir sig reynslu hjá heimamönnum heldur einnig hjá stjórnvöldum, þannig að nú gengju hlutirnir hraðar fyrir sig. * „Þá þurftum við að fikra okkur áfram með aðgerðir, en nú erum við með þetta í föstu formi. Ráðuneytisstjóranefndin hefur þegar tekið til starfa og allt er kom- ið á fullt skrið,“ sagði hann. f- i I D 9 9 9 9 | i 1 I I |; 1 c i c V i f 1 I I I r v I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.