Morgunblaðið - 31.10.1995, Side 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Þögnin er áreiðanlega sá hluti sam-
ræðna sem minnst er metinn..
Ef við beitum henni rétt verður tal
okkar markvissara og áheyrilegra. Auk
þess getum við ekki talað við aðra nema
hlusta á þá líka.
Hlustum eftir þögninni!
MJÓLKURSAMSALAN
íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar,
íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs.
ÍDAG
SKAK
Umsjón Margcir
Pétursson
a b c d a
HVÍTUR leikur
og vinnur
Staðan kom upp á Aars
bank-mótinu í Danmörku
sem lauk fyrir fáum dögum.
Alþjóðlegi meistarinn Einar
Gausel (2.495), Noregi
hafði hvítt og átti leik gegn
sænskum kollega sínum,
Stellan Brynell (2.460)
39. Hxh6! - Hh8 (Eftir 39.
- Kxh6 30. Dh5+ - Kg7
31. Dh7+ tapar svartur
drottningunni) 40. Hxh8 og
svartur gafst upp. Gausel
sigraði mjög óvænt á mótinu
og tók þar með af allan vafa
um útnefningu sína sem
stórmeistari.
Hann verður
þar með þriðji
stórmeistari
Norðmanna á
eftir þeim Sim-
en Agdestein og
Jonathan Tisd-
all, sem er
reyndar fæddur
í Bandaríkjun-
um og hreppti
titilinn fyrr á
þessu ári. Úr-
slitin á Aars
bank-mótinu
urðu óvænt: 1.
Gausel 6'/» v.
2-3. Peter
Heine-Nielsen
og Aleksander Shneider,
Úkraínu 6 v. 4-5. Sune Berg
Hansen og Bent Larsen 5 'h
v. 6-7. Curt Hansen og Mik-
hail Ivanov, Rússlandi 4'A
v. 8. Brynell 4 v. 9. Jörgen
Juul Kristensen 1 ‘A v. og
10. Steen Grabov 1 v.
Mjög slök frammistaða
Norðurlandameistarans
Curt Hansen vekur athygli.
Þar fóru ein 15-20 Elo-stig
fyrir bí.
Hlutavelta
ÞESSI duglega
stúlka hélt ný-
lega hlutaveltu
ein síns liðs og lét
hún ágóðann
sem varð kr. 854
renna í Biindra-
félagið. Hún
heitir Svava Arn-
ardóttir og býr í
Karfavogi í
Reykjavík.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Týnd telpuúlpa Handklæði tapaðist
VÍNRAUÐ telpuúlpa tap- SPLUNKUNÝTT hand-
aðist á víðavangi í Norð- klæði af millistærð fauk
urbæ Hafnarfjarðar, e.t.v. af svölum í Austurbrún
á Víðstaðatúni, helgina sl. miðvikudag. Þetta var
15.-17. okt. Ölpan er uppáhaldshandklæði aldr-
merkt María Birta. aðrar konu og hafi einhver
Finnandi vinsamlega fundið handklæðið er
hringi í síma 552-2526 og hann beðinn að hringja í
555-3494. síma 581-3196.
HÖGNIHREKKVÍSI
SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725
avQiun fc/fp
Framúrskarandi
hönnun með
þægindi
ökumanns í
fyrirrúmi.
Gámagengur
lyftari.
2, 21/a og 3tonna
lyftigeta.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
Pennavinir
14 ÁRA sænsk stúlka vill
skrifast á við íslendinga á
aidrinum 13-15 ára. Hefur
áhuga á hestum, gæludýr-
um, tónlist og badminton:
Malin Forslund,
Klockarhol, Hagby,
740 20, VSnge,
Sweden.
23 ÁRA maður frá austur-
hluta Þýskalands vill skrif-
ast á við íslending á
sænsku:
Christoph Herrmann,
Nr. 27,
06628 ZSckwar,
Germany. .
24 ÁRA sænsk stúlka ósk-
ar eftir pennavinum á
aldrinum 24-30 ára. Hefur
áhuga á veiðum og fleiru:
Inger Nord,
Fabriksgatan 9,
31130 Falkenberg,
Sverige.
16 ÁRAjapönsk stúlka, sem
hefur áhuga á bókum, vill
skrifast á við íslending til
að kynnast landinu:
Yukari Tsuno,
5A10-21, 6-11
Tsurugaya,
Miyagino-ku,
Sendai-shi,
Miyagi-ken,
983 Japan.
ALLT í lagi, en prófaðu
að spyija hvernig dagur-
inn hafi gengið hjá mér.
Víkveiji skrifar...
MARÍA Guðmundsdóttir var ein
þeirra íslendinga, sem lögðu
út í heim fyrir nokkrum áratugum
til þess að freista gæfunnar. Hún
náði mjög langt á sínu sviði. Senni-
lega hefur engin íslenzk stúlka náð
jafn langt í starfi fyrirsætu og
María gerði á sínum tíma. Hún
hefur jafnan skipað sérstakan sess
í huga þjóðarinnar.
í fyrradag birtust hér í blaðinu
kaflar úr ævisögu Maríu Guð-
mundsdóttur, sem Ingólfur Mar-
geirsson hefur skrifað. Af þessum
köflum er Ijóst að hér er á ferðinni
einstæð saga konu, sem hefur lifað
bæði súrt og sætt. Oftast segja
ævisögur bara hluta sögunnar.
Sjaldnast eru sögupersónur tilbúnar
til þess að segja frá þeim erfiðleik-
um, sem þær hafa orðið fyrir á lffs-
leiðinni. Fyrrnefndir kaflar úr bók-
inni gefa tilefni til að ætla að hér
gegni öðru máli.
Stundum er spurt hvað öðru fólki
komi við einkalíf fólks, sem með
einum eða öðrum hætti hefur verið
í hinu svonefnda sviðsljósi. Það er
bæði og. Oft getur það hjálpað öðru
fólki að kynnast því hvernig nafn-
greindir og þjóðkunnir einstakling-
ar hafa tekizt á við persónulega
erfiðleika í lífi sínu. Fólk hefur
áhuga á fólki. Og þegar fjallað er
um eigið líf heiðarlega og opin-
skátt, eins og María Guðmundsdótt-
ir bersýnilega gerir, á saga hennar
erindi við fólk.
xxx
Á ER ánægjulegt að sjá að út
er að koma bók, sem kanad-
ískur höfundur hefur skrifað um
ævi og störf Vilhjálms Stefánsson-
ar. Það er lofsvert framtak hjá út-
gefanda bókarinnar, sem er Hans
Kristján Árnason. Vilhjálmur Stef-
ánsson er einn þekktasti íslending-
ur, sem uppi hefur verið. Við eigum
að leggja rækt við minningu hans
eins og nú er að byija að gerast,
bæði með útgáfu þessarar bókar
svo og með því að tengja stofnun
um málefni norðursvæða nafni
hans. Vilhjálmur Stefánsson skrif-
aði sjálfur 25 bækur að því er fram
kemur í frétt í menningarblaði
Morgunblaðsins sl. laugardag. Við
eigum að leggja metnað okkar í að
gefa út allar þessar bækur á ís-
lenzku á nokkurra ára bili.
xxx
AÐ ER hins vegar umhugsun-
arefni hvernig það er fram-
kvæmanlegt. Eftir að bókaútgáfa
Menningarsjóðs hefur verið lögð
niður er spurning hvort trygging
sé fyrir því að bækur séu gefnar
út, sem ekki er víst að nægilegur
markaður sé fyrir. Nú kann vel að
vera að íslendingar taki Vilhjálmi
Stefánssyni opnum örmum en það
er mikil fjárfesting að þýða 25
bækur og gefa þær út, jafnvel þótt
það sé gert á allmörgum árum.
Vel má vera að nauðsynlegt sé
að byggja upp útgáfusjóð, sem veit-
ir stuðning við slík stórvirki í út-
gáfustarfsemi. Bókin er ekki á und-
anhaldi, eins og sumir hafa haldið
fram. Þvert á móti. Við íslendingar
eigum að leggja metnað okkar í að
gefa út góðar og vandaðar bækur.
Hér er gefið út töluvert af bókum
en of mikið af þeim er rusl. Stjórn-
völd geta átt mikinn þátt í þessari
þróun með því að skapa bókaútgáfu
í landinu hagstætt rekstrarum-
hverfi.
Þjóðir gera þetta með ýmsum
hætti. Vita menn t.d. að írar veita
rithöfundum og skáldum, sem búa
á írlandi sérstaka skattaívilnun?
Hvers vegna? Vegna þess að þeir
telja það Irlandi til framdráttar.