Morgunblaðið - 05.11.1995, Síða 24

Morgunblaðið - 05.11.1995, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Laugarásbíó og Sambíóin sýna bandarísku spennumyndina Hættuleg tegund, eða Species eins og hún heitir á frummálinu. Með aðalhlutverk í myndinni fara Óskarsveðlaunahafinn Ben Kingsley, Michael Madsen, Alfred Molina og Forest Whitaker. Hættuleg sending Fjölhæfur skap gerðarleikari ÓSKARSVERÐLAUNAHAF- INN Ben Kingsley, sem fer með hlutverk Xavier Fitch í kvikmyndinni Species, er al- mennt viðurkenndur sem einn fjölhæfasti skapgerðarleikari samtímans, en hlutverkin sem hann hefur brugðið sér í eru ákaflega fjölbreytt. Frammi- staða hans í hlutverki gyðings- ins Itzhak Stern í kvikmynd Stevens Spielbergs, Lista Schindlers (1993), bar hróður hans víða og fyrir hlutverkið hlaut hann verðlaun Bresku kvikmyndastofnunarinnar sem besti leikari. Þá hlaut hann nýlega mikið lof fyrir hlutverk sitt í Dauðinn og stúlkan (1994), sem nýlega var sýnd í Laugarásbíói, en þar lék hann á móti Sigourney Weaver. Kingsley vakti fyrst alþjóðlega athygli með snilldarleik sínum í aðalhlutverki í kvikmyndinni Ghandi (1982), en hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk- ið. Fyrir hlutverk sitt í myndinni varð þessi smávaxni leikari að létta sig um rúmlega 10 kfló og hafði hann betur í samkeppni við þá Paul Newman og Dustin Hpffman um Óskarsverðlaunin. Ghandi var önnur kvikmyndin sem Kingsley lék í. Fyrsta mynd- in var Fear Is the Key, sem gerð var 1972, en tíu ár liðu þar til hann sást aftur á hvíta tjaldinu í Ghandi. Aftur hlaut hann svo tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 1992, en í það skiptið var hann tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í kvikmyndinni Bugsy. Kingsley hefur leikið samtals í 31 kvikmynd fyrir breiðtjald og sjónvarp frá árinu 1972. Þekktar myndir sem hann hefur leikið í eru t.d. Dave (1993), Searching for Bobby Fischer (1993), Sneakers (1992), Without a Clue (1988), Pascali’s Island (1988), Maurice (1987), Turtle Diary (1985) og Betrayal (1983). Ben Kingsley heitir réttu nafni Krishna Bhanji. Hann er fæddur 31. desember 1943 í bænum Snaiton í Yorkshire í Englandi, sonur indversks læknis og breskrar leikkonu. Eftir fram- haldsskólanám fetaði hann í fót- spor móður sinnar og lék á sviði með ýmsum landsbyggðarleik- húsum, en fyrsta hlutverkið á leiksviði í London fékk hann í leikritinu A Smashing Day og árið 1967 hóf hann svo að starfa með Royal Shakespeare Comp- any. Þaðan lá svo leiðin í kvik- myndimar. ÍSINDAMENN í Bandaríkj- unum fá svar utan úr geimnum ásamt sýni af erfða- efni úr geimveru og upplýsingar um hvemig sameina megi sýnið erfðaefni úr mönnum. Vísinda- mennirnir undir stjórn Xavier Fitch (Ben Kingsley) hefjast handa við tilraunirnar og skapa stúlkubarnið Sil, sem við fyrstu sýn og kynni virðist vera full- komlega eðlileg mannvera. En falin myndavél í rannsóknastofu vísindamannanna leiðir fljótlega í ljós sannleikann um þessa óvenjulegu lífveru. Þegar eðli hennar verður mönnum ljóst er ákveðið að aflífa hana, en stúlk- an nær hins vegar að sleppa úr höndum skapara sinna áður en tekst að hrinda ákvörðuninúi í framkvæmd. Þegar menn uppgötva hvarf stúlkunnar er í skyndingu sett saman sérsveit til að finna hana, en sérsveitin er undir stjórn Press Lennox (Michael Madsen), fyrrum foringja í landgönguliði hersins. Á meðan heldur Sil til Los Angeles og hefur hún ekki í hyggju að snúa aftur til rann- sóknarstofunnar. Hún er orðin að 21 árs gamalli glæsikonu og helsta ósk hennar er að eignast mann og bam og lifa eðlilegu h'fi. Ef sú ætlun hennar tekst mun mannkyhið hins vegar ekki bíða þess bætur, því Sil getur frjóvgað allt að eitt þúsund egg í einu, og takist henni það blas- ir útrýming mannkynsins við af völdum hinnar hættulegu teg- undar. Leikstjóri Species er Roger Donaldson, en hann á meðal annars að baki pólitíska spenn- utryllinn No Way Out og ævin- týramyndina The Bounty, en einnig hefur hann gert gaman- myndina Cadillac Man. Með Species sýnir hann svo á sér enn eina hliðina, en myndin er frum- raun hans í gerð vísindasögu. Donaldson fæddist í Ástralíu en flutti 19 ára gamall til Nýja- Sjálands. í fyrstu starfaði hann þar sem Ijósmyndari áður en hann hóf að gera sjónvarpsaug- lýsingar, heimildamyndir og sjónvarpsþætti. Meðal fyrstu verka hans fyrir sjónvarp var sjö þátta röð sem kallaðist Winners and Losers. Fyrstu kvikmyndinni leikstýrði Donald- son árið 1977, en það var Sleep- ing Dogs, sem var fyrsta kvik- myndin í fullri lengd sem gerð hafði verið í Nýja-Sjálandi á 15 ára tímabili. Næsta mynd hans, Smash Palace, færði honum svo alþjóðlega viðurkenningu sem kvikmyndaleikstjóri. Kvikmyndaframleiðandinn Dino De Laurentiis réð Donald- son í kjölfarið til að leikstýra The Bounty, en í þeirri útgáfu sögunnar um uppreisnina á Bounty fóru þeir Mel Gibson og Anthony Hopkins með aðalhlut- verkin. Næsta mynd Donaldsons var sú fyrsta sem hann gerði í Bandaríkjunum, en það var dramað Marie með Sissy Spacek í aðalhlutverki. Svo kom hinn vinsæli spennutryllir No Way Out með Kevin Costner, Sean Young og Gene Hackman í aðal- hlutverkum. Aðrar myndir sem Donaldson hefur leikstýrt eru Cocktail með Tom Cruise, Ca- dillac Man með Robin Williams, White Sands með Willem Dafoe og síðast endurgerð The Getaway með þeim Kim Basing- er og Alec Baldwin, en Michael Madsen, sem leikur í Species, fór einnig með hlutverk í henni. Sá sem heiðurinn á af sjónb- rellunum í Species heitir Richard Edlund, en hann er talinn með frumkvöðlum brellumeistara af þessu tagi og þykir hann stöð- ugt fara fram úr sjálfum sér í fræðunum og setja nýja staðla. Edlund hefur hlotið fem Óskars- verðlaun, en þau fékk hann fyr- ir vinnu sína við gerð myndanna Star Wars, Raiders of the Lost Ark, The Empire Strikes Back og The Réturn of the Jedi. Að auki hefur hann hlotið sex til- nefningar til Óskarsverðlauna. Það var fyrir Ghostbusters, 2010, Poltergeist, Die Hard, Poltergeist II og Álien3. Edlund lærði kvikmyndagerð við kvikmyndaskóla University of Southem California,. og að því loknu starfaði hann við gerð Star Trek þáttanna og sjón- varpsauglýsinga. Seinna gekk hann svo til liðs við George Lucas, leikstjóra Star Wars myndanna, í hinu fræga brellu- fyrirtæki hans, Industrial Light & Magic. Árið 1983 stofnaði hann svo sitt eigið fyrirtæki sem SIL lætur ekkert aftra sér við það ætlunarverk að auka kyn sitt hér á jörðu. ROGER Donaldson, leikstjóri Species. MICHAEL Madsen leikur Press Lennox, sem er ákveðinn í að bana geimverunni. heitir Boss Film Studios, en það hefur átt þátt í gerð sjónbrellna í myndunum Waterworld, Outbreak, True Lies, The Spec- ialist, Drop Zone, Cliffhanger og Last Action Hero, svo aðeins est Whitaker. Michael Madsen sást síðast á hvíta tjaldinu í Wyatt Earp, en þar lék hann á móti Kevin Costner. Hann gat sér frægð og góða dóma gagn- rýnenda fyrir hlutverk sitt sem Mr. Blonde í mynd Quentins Tarantinos, Reservoir Dogs, en áður hafði hann m.a. leikið í myndunum Thelma and Louise, The Doors og Kill Me Again. Madsen er fæddur í Chicago þar sem hann lærði leiklist, en hann fluttist til Los Angeles þegar honum áskotnaðist hlutverk í myndinni War Games. Alfred Molina lék síðast á móti Marisu Tomei og Anjelicu Huston í The Perez Family, en þar áður lék hann á móti Mel Gibson og Jodie Foster í Mav- erick. Þá gat hann sér gott orð fyrir frammistöðuna í bresku myndunum Prick up your Ears, þar sem hann lék á móti Gary Oldman, og Enchanted April, þar sem hann lék á móti Mir- öndu Richardson. Molina er fæddur í Englandi og hóf feril sinn á leiksviði í London. Forest Whitaker hefur ítrek- að sýnt fram á hæfni sína sem leikari í myndum á borð við The Crying Game, Platoon og Bird, en fyrir túlkun sína á jassistan- um Charlie Parker í Bird sem Clint Eastwood leikstýrði hlaut hann verðlaun sem besti leikari á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1988. Meðal fjölmargra annarra mynda sem hann hefur leikið í eru Good Morning, Viet- nam; Consenting Ádults, Stakeout, The Color of Money og Blown Away. fáeinar myndir séu nefndar. Sem fyrr segir fer Ben Kings- ley með aðalhlutverkið í Speci- es, en með önnur veigamikil hlutverk fara þeir Michael Madsen, Alfred Molina og For-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.