Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 nemenda í framhaldsskólum, þá held ég að ein ástæðan sé einmitt sú að nemendur sjá ekki verknámið sem eina heild. Botninn dettur úr náminu þegar þeir eru búnir með grunndeildina vegna þess að eðlilega tengingu vantar yfir í verklega hlutann. Þar af leiðandi fær iðnaðurinn ekki þann menntaða starfskraft sem hann þarfnast. Með starfsgreinaráðum og aukinni ábyrgð og þátttöku atvinnulífsins í mótun námsins gefst færi á að brúa bilið milli skóla og atvinnulífs. Vinnuveitendur þurfa líka að leggja meiri áherslu á menntun starfsmanna sinna, gera kröfur um sveinspróf við ráðningu, umbuna þeim sem hafa réttindi, ýta á um að menn sæki endurmenntun- arnámskeið. Vinnuveitendur þurfa að verða metnaðarfyllri og vandlát- ari. Fjárfesting í menntun og hug- viti er ekki síður arðbær en fjárfest- ing í nýjustu tækni. Menntamál iðn- aðarmanna hafa verið í deiglunni alla þessa öld. Framan af sáu sam- tök iðnaðarmanna alfarið um menntunina og kröfðust þess að ríkið axlaði einhveija ábyrgð í mál- inu. Eftir 1955 snerist dæmið við, hið opinbera tók að sér menntun- ina, en iðnaðurinn skipti sér æ minna af þessum málum. Nú er rík- ið að fara þess á leit við atvinnulíf- ið að það komi aftur inn I málið. Á að leggja sveinsprófíð niður? í áliti verk- og tæknimenntunar- nefndar frá 1971 var lagt til að meistarakerfið yrði lagt niður og öll iðnmenntun flutt inn í skólana og felld inn í samræmt kerfi fram- haldsskóla. Trúlega er fjölbrauta- skólinn rökrétt framhald af þessari hugsun. í framhaldinu fóru síðan æ fleiri að velta því fyrir sér hvort ekki mætti afnema löggildingu iðn- greina, þ.e.a.s. fella niður sveins- prófið og láta framhaldsskólana algjörlega um að mennta iðnaðar- menn. Gegn þessu mæla tvenn rök: Verkalýðsfélögin vilja halda í lög- gildinguna þar sem talið er æskilegt að meðlimimir búi sannanlega yfir ákveðinni gráðu af fagþekkingu og fæmi. Þeir hafí í sveinsprófí sannað kunnáttu sína. Félag járniðnaðar- manna tekur aðeins réttindamenn í raðir sínar, þar eð álitið er að ef félagið fylltist af ófaglærðum ein- staklingum hröpuðu laun jámiðnað- armanna. Ómenntað vinnuafl er einfaldlega ódýrara en menntað. Sveinsprófíð er samfélagsleg skil- greining á ákveðinni verkþekkingu sem stéttin býr yfír: Þeir sem ekki ná því falla í raun niður í hóp ófag- lærðra. Sveinsprófið veitir mönnum vegsemd og virðingu. í annan stað þurfa menn að vinna alliengi í iðn- inni til þess að tileinka sér hinar ýmsu aðferðir sem tíðkast í grein- inni, læra að vinna með ýmis efni, læra að nota verkfæri og læra að klára verkefni sín fumlaust. Allt tekur þetta tíma og getur einungis. lærst úti í atvinnulífínu. Það er vita- vonlaust mál að flytja heila verk- menningu inn í einn framhaldsskóla og ætla sér að miðla henni þar á nokkmm mánuðum. Slíkt tekur mun lengri tíma en nemendum er ætlað að sitja á skólabekk. Sveins- prófíð kemur þá sem rökréttur loka- hnykkur á námsferli sem staðið hefur í nokkur ár og sýnir að nem- inn hefur tíleinkað sér ákveðna grundvallarfærni til þess að geta leyst algengustu verkefni án þess að verða stéttinni til skammar. Ég tel þá að sveinsprófið eigi fullan rétt á sér og geti verið gagn- legt verkfæri til þess að hjálpa mönnum að skipuleggja verknám upp á nýtt. Sveinsprófíð færir þeim sem það tekur aukið sjálfstraust og virðingu, eigin og annarra. En til þess að það komi að fullu gagni þurfa menntamálayfírvöld að átta sig á mikilvægi þess og stöðu í námsferli iðnaðarfólks. Það þarf að gera ráð fyrir því þegar stefna er mörkuð fyrir framhaldsskólann á íslandi. Höfundur er íslensku- og málm- iðnakennari við Fjölbrautaskóla Suðumesja. MINNINGAR HELGI JAKOBSSON + Helgi Jakobsson fæddist í Vatns- krók á Patreksfirði 2. janúar 1908. Hann lést í Borgar- spítalanum 23. október síðastliðinn og fór útförin fram 31. október. HELGI K. Jakobsson byijaði til sjós 14 ára gamall á árabátum, síðar á vélbátum og togurum. Lengst af starfaði hann á togur- um Vatneyrarbræðra allt til ársins 1960. Síðustu tíu árin starfaði hann sem matsveinn. Eftir að hann kom í land starf- aði hann við fiskverkun allt til árs- ins 1990 en þá var hann 82 ára. Starfsaevi hans var því löng og far- sæl. Áttræður hætti hann þó að vinna yfirvinnu. Starfsorka Helga var mikil alla tíð. Með Helga er fallin frá ein af hversdagshetjum eldri kynslóðar- innar sem ólust upp við mikla vinnu og athafnasemi. Kröpp kjör hindr- uðu ekki viljann tii að sjá sér og sínum farborða. Helgi var einstaklega heilsu- hraustur alla ævi og fór í fyrsta sinn á spítala 86 ára gamall. Lífs- gleði og gamansemi einkenndi Helga og hann kvartaði aldrei yfír einu eða neinu. Hann var fastur fyrir ef á móti blés og var óhræddur við að segja skoðanir sínar og láta þær í ljósi. Þannig var hans lífsstíll sem hann hafði tamið sér. Helgi og Lára tóku mig í fóstur þegar á fyrsta ári og reyndust mér traustir og góðir foreldrar og létu mig aldrei fínna annað en ég væri einn af þeirra bömum. Líf- sviðhorf þeirra urðu mér haldgott veganesti og hefur það reynst mér vel alla ævi. Með þessum örfáu kveðjuorðum vil ég þakka fósturföður mínum umhyggju hans og alúð í uppvextin- um. Eg leit upp til hans með mik- illi virðingu eins og til eigin föður. Síðustu árin dvaldi Helgi á Hrafnistu í Hafnarfírði og naut þar alúðar sem ber að þakka. Á kveðjustund ber að þakka og votta þeim virðingu sem sáu sér fært að ala önn fyrir hvítvoðungi sem þurfti á umhyggju að halda í bemsku. Guðbjartur Einarsson. BENJAMÍN GUNNAR ODDSSON + Benjamín Gunnar Oddsson fæddist á Flateyri við Ön- undarfjörð 23. júní 1936. Hann Iést af slysförum 26. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Flateyrarkirkju 3. nóvember. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt (V. Briem.) Með þessum línum kveðjum við Benna, góðan samstarfsfélaga og vin. Elsku Guðrún og ijölskylda, megi algóður Guð gefa ykkur styrk á sorgarstund. Starfsfólk Mjólkursamlags ísfirðinga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld f úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasfðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ckki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega Ifnulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sfn en ekki stuttnefni undir greinunum. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR S. ERLENDSSON bifreiðastjóri, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. október sl., verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudag- inn 7. nóvember kl. 13.30. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Hinrik Einarsson, Helga H. Magnúsdóttir, Grétar Einarsson, Guðný Stefánsdóttir, Eygló Einarsdóttir, Haukur Reynisson, Bára Einarsdóttir, Gunnar Bjarnason, Erlendur S. Einarsson, Haraldur Einarsson, Gerður Kristjánsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Ársæll Ársælsson og barnabörn. t Þökkum samúð og hlýhug vegna fráfalls frænda okkar, SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR frá Bugðustöðum. Systkinabörnin. Aðalsteinn Jónsson, Grétar Páll Aðalsteinsson, Hörður Vilhjálmsson og barnabörn. Ástkær sonur okkar, tengdasonur, dóttir, tengdadóttir, mágur, mágkona, systkini, frændsystkini og barnabörn, HARALDUR EGGERTSSON, SVANHILDUR HLÖÐVERSDÓTTIR, HARALDUR JÓN HARALDSSON, ÁSTRÓS BIRNA HARALDSDÓTTIR °g REBEKKA RUT HARALDSDÓTTIR, Hjallavegi 10, Flateyri, sem létust af slysförum þann 26. október sl., verða jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 7. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinna látnu, er bent á björgunarsveitina Sæbjörgu á Flateyri. Eggert Jón Jónssson, Hlöðver Oddsson, Laufey Guðbjartsdóttir, Birna Júliusdóttir, Kristín Ágústsdóttir, Kristján Hlöðversson, Brad Egan, Þórdfs ívarsdóttir, Magnús Gunnar Eggertsson, Guðríður Hlöðversdóttir, Kristbjörg Sunna Reynisdóttir, Arnar S. Helgason, Guðrún Sigurbjört Eggertsdóttir, Ómar Ingi Eggertsson, íris Edda Thompson, Helga Ósk Eggertsdóttir og önnur f rændsystkini. t Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma, SVANHILDUR ÞÓRODDSDÓTTIR, Norðurbrún 1, sem andaðist á Droplaugastöðum 26. október verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 7. nóvember kl. 15.00. t Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐNI VILMUNDARSON frá Löndum, Grindavík, Búðagerði 7, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Nína Oddsdóttir, Rósmundur M. Guðnason, Helga Sigurðardóttir, Vilmundur G. Guðnason, Guðrún Nielsen, Oddur Th. Guðnason, Dýrfinna H. Sigurðardóttir, Gunnar Gfsli Guðnason, Guðlaug Magnúsdóttir, og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HÚNFJÖRÐ JÓNASSON frá Hvammstanga, Fannafold 22, Reykjavfk, andaðist í Landspítalanum að morgni 3. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Ágústsdóttir, dætur, tengdasynir, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.