Morgunblaðið - 10.11.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 7
Fólk
Prófessor
í giiðfræði
•MENNTAMÁLARÁÐHERRA
hefur með bréfi dags. 6. október
sl. sett theol. dr. Sigurð Örn Stein-
grímsson prófessor í guðfræðideild
um þriggja ára skeið frá 1. janúar
1996 að telja.
Prófessors-
staðan lýtur
ákvæðum sam-
komulags milli
Hins íslenska
Biblíufélags og
Háskóla íslands
um stofnun
tímabundinnar
prófessorsstöðu
í guðfræðideild Háskóla íslands
vegna þýðingar Gamla testament-
isins á íslensku.
Dr. Sigurður Öm Steingrímsson
er fæddur að Hólum í Hjaltadal
hinn 14. nóvember 1932. Hann
varð stúdent frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1952_og stundaði nám
við Tónlistarskólann í Reykjavík og
Hochschule fúr Musik und Darstell-
ende Kunst í Vínarborg. Hann lauk
embættisprófi frá guðfræðideild
Háskóla Islands haustið 1969.
Lagði stund á gamlatestamentis-
fræði við Uppsalaháskóla og lauk
doktorsprófi þaðan 1978 með dokt-
orsritgerðinni Vom Zeichen zur
Geschichte. Eine literar- und form-
kritische Untersuchung von Ex.
6.28-11.10. Auk þess lagði dr. Sig-
urður stund á assýrísk fræði, ara-
meísku og arabísku. Hann varð
dósent við Uppsalaháskóla 1980 og
kenndi auk þess við Stokkhólmshá-
skóla og aðra háskóla í Svíþjóð.
Árin 1985 til 1988 var hann settur
prófessor í gamlatestamentisfræð-
um við guðfræðideild Háskóla ís-
lands og frá 1. nóvember 1988 hef-
ur hann verið aðalþýðandi við nýja
þýðingu Gamla testamentisins á
íslensku. dr. Sigurður hefur skrifað
nokkur vísindarit og birt greinar í
erlendum vísindaritum.
Dr. Sigurður er kvæntur Guð-
rúnu Blöndal, hjúkrunarfræðingi.
-----♦ ♦ ♦-----
Samtök seljenda
fjarskiptabúnaðar
Ekki nógu
fast kveðið
að orði
ÞÓRÐUR Guðmundsson, formaður
Samtaka seljenda fjarskiptabúnað-
ar, segir að í niðurstöðum sam-
keppnisráðs, þar sem gagnrýndur
er dráttur á afgreiðslu umsóknar
um rekstur farsímakerfis, sé ekki
nægilega fast kveðið á um tíma-
setningar. í niðurstöðum ráðsins sé
tekið undir ábendingar Samtaka
seljenda fjarskiptabúnaðar um að
aðstaða Pósts og síma til sölu á
notandabúnaði allt önnur og 'betri
en þeirra aðila sem keppa við þá á
þessum markaði.
„Skýrslan er ágæt svo langt sem
hún nær en það vantar í hana nán-
ari tímasetningar, hvenær og hvað
eigi að gera. Það kemur hins vegar
skýrt fram í skýrslunni að við erum
að berjast við risa sem við ráðum
ekkert við,“ sagði Þórður.
Hann segir að það sé á valdi
samgönguráðuneytis að taka á
þessum málum. „Samgönguráðu-
neytið og ríkisstjómin skapa Pósti
og síma starfsumhverfi. Þar starfa
menn eftir fyrirfram settum regl-
um. Það er.deginum ljósara að þær
reglur eru mjög óréttmætar gagn-
vart þeim sem era í einkarekstri.
Við hefðum viljað sjá kveðið fastar
að orði,“ sagði Þórður.
FRÉTTIR
Athygli bankaeftirlits vakin á máli
Islandsbanka og A. Finnssonar
FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð-
herra sagði á Alþingi á miðvikudag,
að athygli bankaeftirlits Seðlabank-
ans yrði vakin á viðskiptum íslands-
banka á Akureyri og fyrirtækisins
A. Finnssonar, sem er gjaldþrota.
Þetta kom fram í svari ráðherrans
við fyrirspum.
Fyrirspyíjandi, Vilhjálmur Ingi
Árnason, varaþingmaður Þjóðvaka,
sagði að komið hefði fram að
„óreiðufyrirtækjum“ væri haldið
gangandi löngu eftir að ljóst væri
að þau gætu ekki staðið við skuld-
bindingar sínar.
Tekjur banka af
óreiðuskuldum
Vilhjálmur' vitnaði í skýrslu sam-
starfshóps um bætt viðskiptasið-
ferði á Akureyri, þar sem hann sagði
koma fram hvernig viðskiptabanki
hefði með blekkingum haldið fyrir-
tækinu A. Finnsson gangandi, löngu
eftir að því hefði verið skylt að gefa
sig upp til gjaldþrotaskipta.
Vilhjálmur sagði koma fram að
fyrirtækið hefði verið með 100 millj-
óna króna yfirdrátt í bankanum, þar
af 40-50 milljónir í óheimilum yfir-
drætti. Jafnframt kæmu fram í
skýrslunni upplýsingar um að bank-
inn hefði á 30 mánaða tímabili haft
um 70 milljóna króna vaxtatekjur
af órciðuskuldum fyrirtækisins.
Vildi Viihjálmur meðal annars fá
að vita hvort viðskiptaráðuneytið
myndi hlutast til um rannsókn
bankaeftirlitsins á viðskiptum ís-
landsbanka og A. Finnssonar, með
tilliti til þess hvort um væri að ræða
brot á lögum um viðskiptabanka.
Viðskiptaráðherra sagðist ekki
vilja tjá sig um málið efnislega.
Hann sagði hins vegar að í tilefni
af fyrirspum Vilhjálms, myndi ráðu-
neytið vekja athygli bankaeftirlits-
ins á málinu.
GDS ER HAFIÐ Á BÍLARINGSSVÆÐINU. SÉRFRÆÐINGAR TELJA
AÐ G0SIÐ MUNI STANDA YFIR í N0KKRA DAGA.
N0TAÐIR BÍLAR Á SJÓÐHEITU TILBOÐI FLÆÐA UM ALLT SV/EÐIÐ.
GREIÐSLUKJÖR TIL ALLT AÐ 48 MÁNAÐA.
AFSLATTUR ALLT AÐ KR.
SÉRTILBOÐ Á VETRARDEKKJUM FYLGIR SELOUIVl BILUIVI
PAÐ ER ÓÞARFI AÐ TAKA MEÐ SÉR NESTI PVi VIÐ BJÓDUM UPP Á KAFFI, GOS OG KLEINUR
ÞAÐ SKELFUR ALLT OG NÖTRAR.
DRÍFÐU ÞIG OG GERDU GOÐ KAUP.
BÍLAÞINGHEKLU
N O T A Ð I R JHH B í L A R
Bílaþing Heklu • Laugavegi 174 • Símasambandslaust er viö svæöiö vegna mikils álags • Betra er að koma
0PNUNARTÍMI: MIÐVIKUDAGUR - FÖSTUDAGUR KL. 9.00-21.00, LAUGARDAGUR KL. 10.00-17.00.
'íSMIfÉ®
m •' f*