Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kristján Ragnarsson á aðalfundi LÍÚ Auðlindaskattur mun veikja stöðu sjávarútvegsins „SÉRÍSLENZKUR auðlindaskatt- ur á sjávarútveginn mun veikja stöðu greinarinnar gagnvart helztu keppinautum okkar, sem ekki greiða slíkan skatt. Þegar haft er í huga að atvinnugreinin á í harð- vítugri samkeppni við aðila, sem búa að gífurlegum ríkisstyrkjum, sjá allir sanngjamir menn, að það þjónar ekki efnahagslegum hags- munum þjóðarinnar að tefla sam- keppnisstöðu sjávarútvegsins í tví- sýnu,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, meðal annars aðal- fundi samtakanna í gær. Kristján ræddi ítarlega um stjórn fiskveiða og sagði kosti afla- marks ótvíræða. Hann taldi þó ýmsa annmarka á framkvæmd stjórnunarinnar, einkum afskipti stjórnvalda. Kristján sagði nauð- synlegt að afnema svokallaða lín- utvöföldun og sagði síðan: „Ef lit- ið er ^ögur ár aftur í tímann, eða til haustsins 1991, þá var úthlutað 500.000 tonnum þorskígilda í öll- um kvótabundnum tegundum. í haust var úthlutað 371.000 þorsk- ígildum eða fjórðungi minna en fyrir aðeins fjórum árum. Eðlilegt er að spurt sé, hvernig atvinnu- grein geti lifað af slíkar þrenging- ar. Við þessar aðstæður telja ákveðnir aðilar sig þess umkomna að krefjast þess að frekari álögur verði lagðar á útgerðina í formi auðlindaskatts. Með öðrum orðum skal til viðbótar við skertar veiði- heimildir koma nýr skattur. Eðli- legra væri að spyija, hvemig út- gerðin hafi lifað af þessar þreng- ingar og hvað hafi gert það mögu- legt. Það er engum vafa undirorpið að aflamarkskerfið hefur hvatt til sóknar á mið utan lögsögu. Þessa möguleika hefði ekki verið hægt að nota nema með framseljanlegu aflamarki. Hlutlausum fréttaflutningi kastað fyrir róða Ég játa fúslega að ég sá ekki fyrir allar afleiðingar þess, að kom- ið var á veiðistjómun, sem byggð- ist á því að takmarka hvað veiða mætti af hverri fisktegund. Það hvarflaði áreiðanlega ekki að neinu okkar að því myndi fylgja umræða, er byggðist á öfund og illgimi. Svo langt er gengið að heiðri blaða- manna að hlutlausum fréttaflutn- ingi er kastað fyrir róða í tak- markalausu ofstæki ritstjóra Morgunblaðsins fyrir þeim málstað, er byggist á aukinni skattheimtu og um leið lakari lífskjöram þeirra, sem framleiðslustörfin vinna. Allir ærlegir fjölmiðlar gera ólíkum sjónarmiðum jafnt undir höfði, en það á ekki við um ritstjóm Morgun- blaðsins í þessu máli,“ sagði Krist- ján Ragnarsson, formaður LÍÚ, við setningu aðalfundar samtakanna í gær. Við lifum á fiski. Þetta er staðreynd sem ég hefði haldið að óþarft væri að tíunda, hvað þá fyr- ir sprenglærðum hagfræðingum Seðlabanka íslands. En svo ræki- lega geta menn lokað sig af innan svartlitaðra glugga þeirrar stofnunar, að þeir sjá ekki einu sinni þennan einfalda sannleika, sem flestum grannskólabörnum er ljós.“ Þróunarsjóðnum verði lokað Kristján vék síðan að jöfnunar- sjóðum, sem ráða yfir aflaheimild- um, og Þróunarsjóði sjávarútvegs- ins. Hann sagði nauðsynlegt að jöfnunarsjóðimir yrðu lagðir niður og taldi ennfremur rétt að loka VERIÐ Morgunblaðið/Kristinn KRISTJÁN Ragnarsson flytur ræðu sína á aðalfundi LÍÚ. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri, fylgjast grannt með. Flæmski hatturinn Sóknarstýringu ekki mótmælt enn Þróunarsjóðnum. Ákveðið hefði verið að lækka greiðsluhlutfall úr 45% í 20%, en það jafngilti ákvörð- un um að úreldingu fiskiskipa yrði hætt. Hvalveiðar verði hafnar Þá ræddi Kristján um umgengni um auðlindina og lagðist gegn þeim breytingum að allur undirmálsfísk- ur teldist til aflamarks, en áður var aðeins þriðjungur hans talinn til aflamarks. Með því móti væri Ijóst að síður væri komið með undirmáls- fiskinn að landi. Kristján kom einnig að hvalveið- um og sagði nauðsynlegt að heija þær sem fyrst, enda skaðaði það þjóðarbúið að nýta ekki þá auðlind er fælist í vaxandi hvalastofnum. Þá tækju hvalirnir sífellt stærri toll af nýtanlegum físki: „Ótti sölu- manna íslenzkra sjávarafurða við öfgasamtök eins og Greenpeace má ekki ráða afstöðu okkar til þessa máls. Fyrst þarf að veiða fisk, síðan að framleiða úr honum sölu- hæfa vöru og síðast að selja hana. Ef við snúum ekki af þeirri braut, sem við höfum verið á síðastliðin 10 ár, mun svo fara að sölumenn- irnir hafí sífellt minna að selja.“ ÍSLENZK stjómvöld hafa enn ekki ákveðið hvort þau nýti sér rétt sinn til þess að mótmæla ákvörðun um sóknarstýringu á Flæmska hattinum á næsta ári. Sá frestur rennur út síðar í þessum mánuði. Verði fyrir- komulaginu mótmælt, eru íslenzk stjómvöld ekki bundin af því. Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, segir að engar forsendur séu til þess að stuðla að stjórnlausum veiðum á þessum miðum á næsta ári, öíl rök bendi til þess að tak- marka verði veiðamar til að vernda rækjustofninn. Hann vill þó ekki á þessu stigi staðfesta að sóknarstýr- ingunni verði ekki mótmælt. Þorsteinn Pálsson flutti ræðu á aðalfundi LÍÚ í gær og kom þar víða við. Hann sagði að því miður væri ekki dregin upp sönn mynd af sjávar- útveginum í fjölmiðlum. Væri þar meðal annars við útvegsmenn sjálfa að sakast. Hann sagði að ekki kæmi til greina að veikja samkeppnistöðu íslenzks sjávarútvegs með auðlinda- skatti og ræddi svo um veiðar á út- höfunum og nauðsyn þess að sam- komulag næðist um veiðistjóm í Smugunni, Síldarsmugunni og Reykjaneshrygg. Ágreiningur um skattheimtu Þorsteinn sagði að vaxandi sam- staða værri nú um aflamarkskerfið, en megin ágreiningurinn, væri hvort leggja bæði auðlindagjald á útgerð- ina eða ekki. „Ég held að meginá- greiningurinn í dag standi um það hvort auka eigi skattheimtu á sjávar- útveginn í tengslum við úthlutun aflaheimilda. Ég lít hins vegar ekki á það sem ágreining um fiskveiði- stjórnun, heldur ágreining um það I I I i I i ! i i i 90 ár liðin frá stofnun Fiskveiðasjóðs íslands STAÐA Fiskveiðasjóðs íslands á 90 ára afmæli sjóðsins er góð, að sögn Más Elíssonar forstjóra. Hann segir að hagnaður hafi auk- ist úr 57 miiyónum króna árið 1992 í 250 milljónir króna í fyrra. „Þetta er góðs viti fyrir lánastofn- anir okkar og hefur haft í för með sér batnandi kjör á erlendum lána- markaði," segir hann. „Skýringamar á betri afkomu felast fyrst og fremst í minni af- skriftum. Við komumst i gegnum mestu erfiðleikana án þess að lenda í taprekstri. Þetta sýnir að sjávarútvegurinn kom tiltölulega sterkur út úr þessum erfiðleikum, raunar sterkari en margán grun- ar. Einnig má þakka þetta þeirri stefnu okkar að lána ekki nema gegn góðum veðum og trygging- um.“ Umfang aukist til muna Fiskveiðasjóður var stofnaður með lögum 10. nóvember 1905 eða fyrir 90 árum og var Valtýr Guð- mundsson þingmaður flutnings- maður frumvarpsins. Landsstjórn- in annaðist sjóðinn til ársloka 1930, en þá var Útvegsbanka íslands falin sljórn hans og starfræksla. Árið 1966 urðu mikil þáttaskil í sögu sjóðsins þegar hann var sam- einaður Stofnlánadeild sjávarút- vegsins og hlutverk hans jafn- framt gert stórum víðtækara. Umfang sjóðsins hefur Hka auk- ist til muna frá fyrstu árum hans. Sem dæmi má nefna að árið 1930 voru útlán sjóðsins tæpar 700 þús- und krónur og eignir rúmur helmingur af þeirri upphæð. Útlán Fiskveiðasjóðs árið 1955 námu hins vegar samtals 79,5 milljón- um króna, árið 1975 námu þau 16.724 miiy- ónum króna og í lok síðasta árs námu þau 25.190 miiyónum króna. Það má taka fram að ofangreindar upphæðir eru ekki á föstu verðlagi. Lagarammi rýmkaður „Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú að fyrstu lög sem sett voru um Fiskveiðasjóð árið 1905 voru takmarkandi. Þá var einblínt á bátaútgerð, sem þá var ráðandi í íslenskum sjávarút- vegi,“ segir Már. Hann segir að líkja megi þeirri atvinnubyltingu sem kom í kjölfarið við svokallaða iðnbyltingu meðal annarra þjóða. Árið 1902 hafi vél verið sett í ís- lenskan bát í fyrsta skipti og stuttu síðar hafi fyrsti togar- inn verið keyptur til landsins. Aðstæður hafi því átt eftir að breytast mikið. „Það að ekkert var lánað til fiskvinnslu eða togaraútgerðar var takmarkandi og svo auðvitað að Landssjóður útvegaði fjármagn i fyrstu. Aðrar leiðir voru ekki opnar til að byija með. Þjóðartekjur voru lág- ar og því úr litlu að moða,“ segir Már. „Lagaramminn var svo rýmkaður í mörg- um áföngum og í dag má sjóðurinn lána til allra greina sjávarútvegs og skyldra atvinnugreina." „Fiskveiðasjóður hefur sífellt tekið meiri þátt í framþróun sjáv- arútvegsins, með rýmkun Iaga og meira fjárstreymi,“ segir Már. „Þannig hefur sjóðurinn tekið þátt í velgengnj og mótlæti í sjávarút- veginum. Ég vil halda því fram að þessi viðskipti hafi bæði verið sjávarútveginum og sjóðnum hag- stæð.“ Notast við myntkörfu Már segir að Fiskveiðasjóður láni ekki lengur 75% af kostnaðar- verði skipa. Það hafi reynst of mikið, ef harðnaði í ári, og útgerð- in hafi einfaldlega ekki staðið und- ir því. í dag láni sjóðurinn 60% til skipa sem smíðuð séu erlendis, en 65% til skipa sem smíðuð séu inn- anlands. „Greiðslubyrðin var of há,“ segir hann. „Sem dæmi má nefna að á árunum 1984-85 eignað- ist sjóðurinn 4-5 skip. Árin áður höfðu vextir á dollar, sem þá var aðallega lánað í, farið upp í 20% og það er ekki lítið álag á stóra skuld." Til að bregðast við vaxta- en þó einkum gengissveiflum sem þess- um er m.a. notast við svokallaða myntkörfur í útlánum Fiskveiða- sjóðs. Hann lánar þá S gjaldmiðlum nokkurra landa í einu og reynir þannig að sporna gegn gengis- sveiflum með því að jafna þær út á milli landa. Már segir að dollarinn hafi lækkað mikið undanfarið en á móti hafi komið að japanska jenið hafi hækkað þegar einnig væri tekjið tillit til breytinga annara gjaldmiðla í mynkörfunni, mætti segja, að gengisstýringin s.I. tvö ár hafi heppnast nokkuð vel. Endurnýjun loðnuskipaflotans .Stórt verkefni Fiskveiðasjóðs um þessar mundir og í nánustu framtíð er endurnýjun loðnuskipa- Óhræddur við samkeppni Már Elisson flotans og vinnslustöðva, að sögn Más. „Þótt skipunum sé haldið vel við eru þau orðin gömul að jafnaði og auk þess hafa komið aukist kröfur um betri meðferð afla og það kallar á kælibúnað," segir Már. „Það er orðið meira um að sjó- kæling sé sett í skip vegna loðnu, hrogna og svo auðvitað síldar." „Annars eru endurnýjunarverk- efni alltaf fyrir hendi, því flotinn þarf endurnýjunar við,“ segir hann. „Það er misskilningur að ekki megi smíða skip lengur. Með- alaldur íslenska fiskiskipaflotans er orðinn 16-17 ár. Það er nokkuð hár aldur, þótt flotanum hafi verið haldið vel við.“ Rekstur Þróunarsjóðs „Fiskveiðasjóði hefur tekið að sér daglegan rekstur Þróunarsjóðs og þar með það verkefni að hjálpa til við endurskipulagningu íslensks sjávarútvegs, sem felst í að úrelda skip og sey'a úr landi," segir Már. „Úreldingin er núna komin I hátt í 15% af brúttó rúmlestatölu, sem er varanlegt átak til að draga úr sóknarmætti skipaflotans. Þetta hefur verið mikið verk. Vonandi eru betri tímar framundan, þannig að þetta verði óþarft. Nú eru til dæmis betri árgangar af þorski að koma upp, en verið hafa og horfur virðast góðar.“ Fram til 1988 tók Fiskveiðasjóð- ur lán í gegnum Framkvæmdasjóð, en núna annast Fiskveiðasjóður sínar lántökur sjálfur. „Það hefur gengið vel, sérstaklega með tilliti til þess að við erum ekki með neina ríkisábyrgð,“ segir Már. „Afkom- an hefur alltaf verið jákvæð, eigin- fjárstaða sterk og afskriftir minni ! I l i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.